Fréttablaðið - 09.05.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.05.2001, Blaðsíða 1
FÓLK Fá vegabréf eftirfimm ára búsetu bls 6 ► MENNING Gaman að leika misheppnaðan kynskipting bls 18 ► SJÓMENN að eyðileggja fyrir mér mánuðinn bls 12 ► unaner FRETTAB MIÐVIKUDAGUR 12. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 IVIiðvikudagurinn 9. maí 2001 Hvað kostaði Kristnihátíð? KRISTNIHÁTÍÐ í dag hefur forsætis- ráðuneytið boðað birtingu f jár- hagsuppgjörs vegna Kristnihá- tíðar á Þingvöll- um. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var kostnaður vegna hátíðarinnar inn- an þess ramma sem henni var markaður í fjárlögum. Alver með morgunmatnum fundur Verslunarráð íslands boðar til morgunverðarfundar vegna mál- efna Norðuráls. Þar verður rætt um stækkun álversins á Grundartanga, sem ítarlega er fjallað um í blaði dagsins. bls. 8 og 11. jVEÐRID í PAG| REYKJAVÍK Suðaustan 8 til 13 m/sek og rigning. Hiti 5 til 10 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður Q 10-15 rigning ©12 Akureyri o 8-13 úrkomulítiðO 15 Egilsstaðir o 8-13 úrkomulrtiðö 15 Vestmannaeyjar Q 13-18 úrkomulítiðO 12 Hátíð hefst Tvö álver í einu þurfa ekki að hleypa upp efnahagslífinu: í Cannes bíó Kvikmyndahá- tíðin í Cannes hefst í dag. Engin íslensk kvikmynd er í aðalsýningar- sölum hátíðarinn- ar en f jórar myndir eru þó sýndar þar og hópur íslenskra kvik- myndagerðarmanna er á staðnum. Risaslagur í Múnchen fótbolti Bayern Miinchen tekur í kvöld á móti spænsku meisturun- um Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. bls. 14. IKVÖLDIÐ í KVÖLDI Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 fþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 19 Útvarp 21 BARCELONA Flugverð frá 33.400 BENIDORM Vikuferöá-ftá: 39580 ITALIA - Menningarferð Norðurál á grænu ljósi álversframkvæmdir Áhersla er nú lögð á það í ríkisstjórn að greiða fyrir samningum um stækkun Norðuráls á Grundartanga. „Það er góður gangur í viðræðum um þess- ar mundir og við erum bjartsýnir á að grunnforsendur um orkuverð og skattamál liggi fyrir í næsta mán- uði, en þá getur C o 1 u m b i a „Við væntum Ventures tekið mikilsafboð- stef numótandi uðum skatta- ákvörðun um lækkunum á stækkunina", fyrirtæki." sa8ði Ragnar Guð- mundsson fram- kvæmdastjóri fjármála hjá Norðuráli. Endanleg ákvörðun verður þó ekki tekin fyrr en 6 - 12 mánuðum síðar, en verði allar forsendur taldar full- nægjandi er við það miðað að framkvæmdir við virkj- anir og stækkun verksmiðjunnnar hefjist á næsta ári. Frá upphafi er miðað við 150 þús. tonna stækkun og síðari áfangi hennar gæti komist í notkun 2005 -2006, ef Reyðaráls- framkvæmdir frestast. Iðnaðarráðherra skipaði við- ræðunefnd í málið 10. apríl en áður höfðu átt sér stað óformleg samtöl við fulltrúa Columbia Ventures, FRAMKVÆIVIDARÖÐ Stækkun Norðuráls um 90 000 tonn : Haustíð 2004 Fyrsti áfangi Reyðaráls 240.000 tonn: Árið 2006 Frekari stækkun Norðuráls um 60 000 tonn: Árið 2007 Annar áfangi Reyðaráls 120.000 tonn: Árið 2009 sem m.a. leiddu til þess að Þjóð- hagsstofnun vann skýrslu um röðun virkjana- og álversframkvæmda, þar sem fram kemur að hægt er að fara samhliða í framkvæmdir sunn- an og austan án þess að efnahagslíf- ið ofhitni. Þessi niðurstaða ásamt breyttum forsendum í efnahags- málum sem hugsanlega boða sam- drátt með haustinu, hafa hleypt nýju lífi í viðræðurnar við Norðurál. Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær að verið væri að huga að ýmsum hliðum þessara mála í ráðuneytinu, m.a. hvernig útvega mætti Norðuráli raforku ef umhverfis- sjónarmið tefðu framkvæmdir við Norðlingaölduveitu, en sú veita, ásamt Búðarhálsvirkjun, hentuðu tímaáætlunum fyrirtækisins best. „Við væntum mikils af boðuðum skattalækkunum á fyrirtæki og þær mundu auðvelda okkur mjög ákvörð- un um stækkun verksmiðjunnar", sagði Ragnar Guðmundsson í gær. ■ Makedóníuher ræðst til atlögu: Þúsundir á flótta vaksince. ap. Makedóníski herinn réðst til atlögu gegn vígstöðvum albanskra skæruliða í gær. Árásin sem var sú harðasta svo dögum skiptir, beindist einkum að smáþorpinu Vaksince, 25 km norður af Skopje. Á þriðja þúsund þorpsbúa flýðu yfir til Kosovo í kjöl- far árásanna. Þeir bætast í hóp 4.000 flóttamanna sem flúðu yfir landa- mærin í fyrradag. Að sögn hersins urðu skæruliðar fyrir verulegu tjóni í árásinni. Leið- togi skæruliðanna sagði hins vegar blaðamanni AP að skæruliðarnir hefðu ekki gefist upp. Leiðtogar slava, sem eru í meiri- hluta í Makedóníu og albanska minni- hlutans sögðu í gær að þeir myndu vinna saman að lausn mála í landinu. Síðar í gærdag sagði einn leiðtoga al- I BJÖRTU BÁLI Eldtungurnar stóðu upp úr húsþökum í Vaksince í gær. bana hins vegar að það myndi ekki gerast fyrr en herinn hætti árásum sínum. Skæruliðarnir segjast ekki munu gefast upp fyrr en Makedóníu- stjórn sest að samningaborðinu með þeim. Það hefur hún ekki tekið í mál og nýtur þar stuðnings vestrænna ríkja. ■ I FÓLK Fjölmiðlar elta Two Tricky SÍÐA 16 ► IÞRÓTTIR T Sterkastir undir pressu SÍÐA 14 ► 1 ÞETTA HELST | Rafskautaverksmiðja sem veitir 100 manns atvinnu og kostar um 10 milljarða króna er inni í framtíðaráformum Norðuráls. bls. 2. ---4--- kriður er kominn á viðræður í sjómannaverkfallinu að því leyti að vélstjórar og útgerðar- menn ræða nú saman um hug- myndir sem ekk^mælast vel fyrir hjá öðrum félögum sjómanna. bls. 2. —♦— Staða krónunnar batnaði veru- lega í gær þegar gengi hennar hækkaði um 2,5% og hefur gengið styrkst um 3,8% frá því það var lægst fyrir réttri viku. Sérstaklega styrktist staðan gagnvart banda- ríska dollaranum, eða um 3,5% og kostar hann nú 97,6 krónur. bls. 2.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.