Fréttablaðið - 09.05.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.05.2001, Blaðsíða 8
FRETTABLAÐIÐ 8 FRÉTTABLAÐIÐ 9. maí 2001 MIÐVIKUDACUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Slmbréf á fr.éttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjóm@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingaikostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. 1 BRÉF TIL BLAÐSINS SÁÁ ÁLFURINN Hann segir takk um helgina Álfur i þágu ungsfólks Hjálparþegi hjá SÁÁ skrifar: Baráttan gegn þeirri ánauð og afíeið- ingum sem neysla fíkniefna af öllu tagi valda tekur aldrei enda. Hin f jöl- þætta starfsemi SÁÁ skiptir miklu máli í þessu samþandi og þarf bæði á opinberum stuðningi að halda og dyg- gri aðstoð fólksins í landinu. Það er ekki síst hún sem hefur tryggt kraft- inn í starfi samtakanna gegnum árin. Hin árlega Álfasala SÁÁ verður hald- in um næstu helgi, dagana 11. til 13. maí. Þetta er í tólfta skiptið sem SÁÁ leitar til landsmanna um stuðning við starfsemi sína. Tekjur af Álfasölu SÁÁ hafa fyrst og fremst farið til að efla starfsemi SÁÁ í þágu ungs fólks, jafnt forvörn- um og meðferð. Ennfremur hefur Álfasalan gert kleift að bjóða upp á fræðslu fyrir foreldra. Álfinum fylg- ir að þessu sinni lítið spjald með heil- ræðum fyrír unga fólkið. Þar er bent á ýmsa nöturlega fylgifiska áfengis- og vímuefnaneyslu. Þeim sem kaupa Álfinn er einnig boðið að skrá sig í ferðahappdrætti á heimasíðu SÁÁ, www.saa.is. Tökum vel á móti SÁÁ- álfinum! ■ Sjaldgœf sjón fyrir hálfri öld leiðrétting Tveir lesendur hafa haft samband við blaðið og gert athuga- semdir við texta með mynd á bls. 18 í blaðinu á mánudag. Þar sáust her- menn við Herkastalann og undir stóð, að sú sjón hefði verið algeng á götum Reykjavíkur fyrir hálfri öld. Nú er það svo að fyrir hálfri öld sáust er- lendir hermenn vart annars staðar hér á landi en á Keflavíkurflugvelli og þá aðeins bandarískir. Hermenn- irnir á myndinni voru hins vegar í breskum einkennisbúningum og því líklega í liðinu sem hernam ísland 10 árum fyrr, eða fyrir 60 árum. Svo sagnfræðilegum staðreyndum sé öll- um til skila haldið voru breskir her- menn löngu farnir af landi brott við undirritun varnarsamningsins 1951. ■ Ekkert apa- og slönguspil hér Þegar Ólafur Stephensen, jazz- leikari með meiru, kom heim frá námi í almannatengslum í Banda- ríkjunum, sá fyrsti á íslandi, fyrir réttum fjörutíu árum, var ekki mik- ill skilningur á faginu. Hann sagði frá því á fundi þar sem undirbúin var stofnun fagsamtaka á þessu sviði, að hann hefði gengið á milli stjórnmálaforingja og sagt þeim frá ýmsu sem tíðkaðist fyrir vestan. Stjórnmálamenn fengju þar margs- konar ráðgjöf í framkomu, áróð- urstækni og skipu- lagningu kosninga- baráttu. En hér svaraði einn Samt eru blaða- men enn að hafa hom í síðu almannatengla og kalla þá ýmist „sjoppu- kalla" eða „blaðurfulltrúa" stjórnmálaskörunganna fyrir þá alla er hann sagði: „Nei Ólafur minn, við viljum ekkert apa- og slönguspil hér á landi.“ Nú er stundum sagt að kosningabarátta stjórnmálaflokka sé rekin af auglýsinga- og almanna- tengslastofum, og kynningar- upp- lýsinga- og þlaðafulltrúar eru á hverju strái hjá fyrirtækjum, stofn- unum og samtökum. Samt eru blaðamen enn að hafa horn í síðu almannatengla og kalla þá ýmist „sjoppukalla" eða „blaður- fulltrúa“. Víða annars staðar hefur skapast traust milli þessara starfs- stétta, og gegnir hvor stéttin um sig vel skilgreindu hutverki. Enda þótt hlutverk kynningarfólks sé að gefa sem jákvæðasta mynd af sínum um- bjóðendum, þá er það vant að virð- ingu sinni og leggur sig fram um að J\AáLmarma EINAR KARL HARALDSSON vitnar í ummæli fyrsta almannatengilsins. bera ekki á borð rangar upplýsingar. Ekki er að efa að samtök almanna- tengla geta gert sitt til þess að skýra og afmarka hlutverk þeirra, m.a. með þvi að setja sér siðareglur og sinna fræðslumálum inn á við og út á við. Ekki veitir af, svo aftur sé vitn- að í Ólaf. Ung frænka hans sagði honum frá því að nú væri hún komin í félag í leikskólanum. „Og ert þú í stjórninni?", spurði hann. „Nei, ég er blaðafulltrúi félagsins." „Og af hver- ju?“, spurði hann. „Af því að ég tala svo mikið“, svaraði sú stutta. Annars Stjórnvöld bregðast við gengishruninu: er það kostur í augum blaðamanna ef almannatenglar tala mikið. Þá er alltaf möguleiki á að þeir tali af sér.B |ORÐRÉTT I 280 milljarðar króna í álverin Ef öll ofangreind áform um bygg- ingu álvers Reyðaráls á Reyðarfirði og stækkun Norðuráls á Grundar- tanga ganga eftir verður fjárfesting vegna þeirra og tengdra virkjunar- framkvæmda um 280 milljarðar króna á árunum 2002 -2009 á verðlagi ársins 2000. ( Útgjaldahlið fjárlaga ríksisins nemur 240 milljörðum 2001- aths. Fréttablaðsins) Reiknað er með að fjárfesting nái hámarki á árunum 2004 og 2005 og verði um 75 milljarð- efnahagsmál Það sem efnahagslífið þarf á að halda nú eru góðar fréttir sem skapa væntingar um batnandi hag. Annars er hætt við að krónan rétti ekki úr kútnum, 6 mánaða upp- gjör helstu innflutnings- og útflutn- ingsfyrirtækja verði hrapalegt, það hrikti í eiginfjárstöðu margra máttar- stólpa í atvinnulífinu og hér verði verulegur samdráttur í efnahagslífinu er líða tekur á næsta haust. Góðu fréttirnar sem ríkisstjórnin vinnur nú að af fullum krafti tengjast virkjunar- og álverksframkvæmdum, lausn sjó- mannaverkfalls og sölu ríkisfyrir- tækja. Verði tilkynnt um stækkun Norð- uráls á næstu vikum með tilheyrandi gerð 120 Megawatta Búðarhálsvirkj- unar og Ións í Norðlingaöldu þýðir það verulega innspýtingu í efnahagslífið á næstu árum. Hið sama má segja um heimildir fyrir Kárahnjúkavirkjun og risaálver í Reyðarfirði en þar er þó enn allt í óvissu um það hvort væntan- legur orkukaupandi, Norsk Hydro, verður endanlega reiðubúinn til þess að ráðast í byggingu álvers og enn síð- ur hvenær það gæti orðið. Að beiðni iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytis hefur Þjóðhagsstofnun metið þjóðhagsleg áhrif stækkunar ál- vers Norðuráls úr 90 þúsund tonnum í 240 þúsund tonn. Athuguð voru tvö til- vik. í því fyrra var gert ráo fyrir að ráðist yrði í framkvæmdir við Norð- urál og tengdar virkjanir samhliða framkvæmdum vegna Reyðaráls og að þær yrðu á árunum 2002 - 2009. I NORÐURÁL TILBÚIÐ TIL STÆKKUNAR Vilji er fyrir hendi hjá Columbia Ventures til að stækka álverið úr 90 þúsund tonn- um í 240-300 þúsund tonn, segir Ragnar Guðmundsson framkvæmdstjóri. síðara tilvikuninu var einungis gert ráð fyrir stækkun Norðuráls og að framkvæmdir ættu sér stað á árunum 2002 - 2009. Helstu niðurstöður eru birtar annars staðar á síðunni. ■ ar króna fyrra árið og 55 milljarðar króna hið síðara. Á árunum 2003 og 2006-2008 má gera ráð fyrir fjárfest- ingu í námunda við 30 milljarða króna hvert ár. Til samanburðar er áætluð fjármunamyndun á árinu 2000 um 160 milljarðar króna og þar af fjárfestingar atvinnuveganna um 2/3 hlutum hærri en í grunntilfleli þegar framkvæmdir standa sem hæst. Hlutdeild fjárfestingar í lands- framleiðslu verður að jafnaði 4 pró- sentustigum hærri en annars. Úr greinargerð Þjóðhagsstofnunar um þjóðhagsleg áhrif stækkunar Norðuráls og byggingu Reyðaráls. Alver reyðaráls Risaálverið í Reyðarfirði mun geta framleitt 300 þúsund tonn á ári verð það byggt. 115 milljarðar króna. Fjárfesting verður um 30% hærri en annars hefði orðið á árunum 2002 - 2009 og Samanburður á byggingu Norðuráls og Reyðaráls ______________saman (A) og Norðuráls eins (B) Tilfelli A Tilfelli B Framvkæmdatími 2002-2009 2002 - 2005 ÁHRIF Á FRAMKVÆMDATÍMA Þjóðarframleiðsla 3 1/2% 1 1/2% Landsframleiðsla 4% 1 1/2% Fjárfesting 30% 20% Verðbólga 2 1/2-3 pr.stig 1 pr.stig. Viðskiptajöfnuður (%af VLF) -3% -2% Vinnuafl sem hlutd. af heild 1% 1/2% Atvinnuleysi -1/2 pr.stig - 1/3 pr.stig lanctImaáhrif Þjóðarframleiðsla - matsbil 1,0-2,2% 0,3-0,6% - besta mat 1,7% 0,5% Landsframleiðsla - matsbil 1,6%-2,4% 0,5-0,7% - besta mat 2,0% 0,6% Útflutningur 13 - 15% 3 1/2-4 1/2 Erlendar skuldir í sama horf 2015 - 2020 2015 REYÐARÁL OC STÆKKUN NORÐURÁLS , Framkvæmdir við álverin og tengd- ar virkjanir leiða til 30% hærri fjár- festingar á árunum 2002-2009 en annars hefði orðið. ^Árleg mannaflaþörf vegna fram- kvæmda verður í námunda við 1400 ársverk eða tæplega 1% af áætluðum mannafla á vinnumark- aði. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi lækki að jafnaði um 0,5 prósentu- stig vegna aukinnar vinnuaflseftir- spurnar í hagkerfinu. Alls má gera ráð fyrir um 850-900 nýjum fram- tíðarstörfum í álverunum tveimur. £ Búast má við auknum þrýstingi á verðlag og gætu áhrif á verðbólgu á árunum 2002-2009 að jafnaði orðið um 2,5-3 prósentustig. 0 Horfur eru á því að þjóðar- og landsframleiðsla verði að jafnaði 3,5-4% hærri á framkvæmdatíma en annars. Athugunin bendir til að landsframleiðsla gæti hækkað var- anlega um 2% og þjóðarfram- leiðsla l,5-2o/o. ( ; Búast má við að hlutfall viðskipta- halla og landsframleiðslu hækki um 3% á framkvæmdatíma en lækki að þeim loknum vegna auk- ins útflutnings. Varanleg aukning útflutnings er áætluð 13-15%. Er- lendar skuldir i hlutfalli af lands- framleiðslu ættu að vera komnar í svipað horf og annars hefði orðið á árunum 2015-2020. STÆKKUN NORÐURÁLS Fjárfesting verður 20% hærri 2002- 2005 en annars. | Árleg mannaflaþörf á fram- kvæmdatíma verður 700-800 árs- verk eða um 0,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Búast má við að atvinnuleysi lækki um þriðjung úr prósentustigi á fram- kvæmdatíma. Alls má gera ráð fyrir um 240 nýjum framtíðarstörfum I álveri Norðuráls. -j j Verðbólga gæti orðið um 1 pró- '* sentustigi hærri 2002-2005 en án framkvæmdanna. f i Reikna má með að þjóðar- og landsframleiðsla verði um 1,5% hærri á framkvæmdatíma en án framkvæmda. Gert er ráð fyrir að varanleg aukning þjóðar- og lands- framleiðslu verði um 0,5%. Horfur eru á að hlutfall viðskipta- halla og landsframleiðslu hækki um 2% að jafnaði á framkvæmda- tíma en lækki að þeim loknum vegna aukins útflutnings. Búast má við að varanleg aukning útflutnings nemi 3,5-4,5% og að erlendar skuldir verði komnar í svipað horf og annars um 2015.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.