Fréttablaðið - 09.05.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.05.2001, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 9. maí 2001 MIÐVIKUDAGUR Metsölulisti: McCartney sýnirVængina HÁSKÓLABÍÓ HAGATORGI, SÍMI 530 1919 Þar sem allir salir eru stórir STATE jucuuiw muamm tiiuntu mirnnimimmu mihm riutmuuir auijasianuii utnnmi timtimm juusmis Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 [TRAFFIC kl. 10 Ithirteen days kl. 7 og 10 [billy elliot kl.8 |the gift kl. 5.45 jnumari nuimt Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 FILMUNDUR LALLIJOHNS kl. 6 og 10.30 1 VILLIUÓS kl. 8 ] i. sæti Fljótlega eftir hrun Bítlanna fyrir rúmum þrjátíu árum stofnaði Paul McCartney hljómsveitina Wings með eiginkonu sinni Lindu innanborðs. Nú í þessum mánuði er frumsýnd í B r e 11 a n d i tveggja tíma sjónvarps- m y n d , „Wingspan", sem McCartney hefur gert um sögu hljómsveitarinnar. Jafnframt er gefinn út þessi tvö- faldi geisladiskur sem er samnefnd- ur myndinni og spannar allan feril sveitarinnar, en hún mun enn vera á lífi þótt mest hafi borið á henni fyrstu árin. Geisladiskurinn hefur fengið rífandi móttökur og er strax kominn í efsta sæti metsölulista Amazon á Netinu. ■ | GEISLAPISKALISTI TOPP 10 Á AMAZON.COM 0 WINGSPAN (HITS & HISTORY) Paul McCartney Q TROUBLE IN SHANGRI-LA Stevie Nicks Q ALLY MCBEAL Ýmsir flytjendur O ALL FOR YOU Janet Jackson © 9 BROTHER, WHERE ART THOU? Ýmsir flytjendur 0 SONGBIRD Eva Cassidy Q A DAY WITHOUT RAIN Enya Q REVEAL R.E.M. © SURVIVOR Destin/s Child THE SOPRANOS: PEPPERS AND EGGS Ýmsir flytjendur Steve Nicks: Erfiðleikar í Paradís i. sæti Stevie Nicks var víst komin í þrot sem lagasmiður fyrir fáeinum árum, en nýjasti diskurinn hennar sýnir afraksturinn af því sem hún hefur verið að gera eftir að andinn komst heldur betur á flug að nýju. „Trouble in Paradise" kall- ar hún diskinn, og hann er þessa dagana í öðru sætinu á metsölulista Amason á Netinu. Stevie er ekki bara laga- smiður og söngkona, heldur ljóð- skáld og hálfgerð goðsögn út af fyr- ir sig. Fyrir margt löngu var hún í hljómsveitinni Fleetwood Mac, en á þessari plötu hefur hún fengið hóp af úrvals listamönnum til liðs við sig, svo sem Macy Gray, Sheryl Crow, Sarah McLachlan og Dixie Chick Natalie. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Upprisuhátíð Hljómalindar er nú í fullum gangi. Tónleikunum með hljómsveitinni Blonde Redheads sem áttu að vera í kvöld í Norðurkjallara MH og á Kaffi Reykja- vík fimmtudag hef- ur verið frestað. Ástæðan er sú að söngvari og gítar- leikari hljómsveit- arinnar, Kazu Mak- ino, veiktist skyndilega. Hún fékk slæma lungnabólgu og verður því að taka sér að minnsta kosti mánað- arhvíld. Að sögn Kidda kanínu í Hljómalind heyrði hann í henni hljóðið og var það víst ekki upp á margar fiska. Aðdáendur hljóm- sveitarinnar þurfa þó ekki að ör- vænta því hljómsveitin mun koma hingað til lands í júní eða júlí. Erfðaskrá John Lennons, fyrrum söngvara Bítlanna og eigin- manns Yoko Ono, verður boðin upp á Spáni á næstu dögum. Erfðaskrá- in var skrifuð tæpu ári áður en Lennon var myrtur í New York. Sam- kvæmt erfða- skránni eiga Yoko Ono og synir hans tveir að skipta með sér öllum eignum hans. Frá og með 19. maí geta forvitnir aðdáendur skoðað erfðaskrána á hóteli í bæn- um Reus og fyrir þá sem vilja eign- ast erfðaskrána þá verður uppboðið haldið á sama stað í júní. Málgleði Sophie Rhys Jones við blaðamann sem heimsótti hana í gerfi fursta á eftir að verða henni dýrkeypt ef að lík- um lætur. Hugsan- legt er talið að op- inskátt tal hennar um meðlimi kon- ungsfjölskyldunnar og aðra breska ráðamenn muni kosta hana vinnuna og samningur á netmarkaðinum sem hún var á góðri leið með að landa er í algeru uppnámi ef ekki algerlega úr sög- unni. Vonandi verður ferill Sophie Rhys Jones þó farsælli í konungs- fjölkyldunni bresku en ferill Díönu heitinnar. ÍSLENSKU KEPPEND- URNIR Á ÆFINGU Keppendur fá tvær 20 mín- útna æfingar áður en rennslið sjálft hefst. eurovision Two Tricky, íslensku Eurovisionfararnir, hélt fyrsta blaðamannafund sinn í Parken í +' Kaupmannahöfn í gær eftir tuttugu mínútna æfingu. „Þetta gekk alveg ofboðslega vel. Krakkarnir voru mjög vel undirbún- ir. Við vissum ekki hvað myndi gerast þegar við færum Á fundinum kom einnig fram að ástæðan fyrir því að ákveðið var að syngja lagið á ensku væri sú að þan- nig mætti ná til stærri markhóps. jnn á fjörutíu þús —4— und manna leik- vang, miðað við á íslandi þar sem stærsta tónleikahöllin tekur 5.000 manns. Þetta eru svolítil viðbrigði," sagði Einar Bárðarson, höfundar lagsins Angel. „Hópurinn lét samt þetta ekkert á sig fá og nýtti æfing- una mjög vel.“ Eftir æfinguna var haldinn blaðamannafundur og vaknaði strax mikill áhugi á íslensku kepp- endunum. Fjölmiðlafólk allstaðar að flykktist að þeim og spurði kepp- endur spjörunum úr. „Við tókum lagið fyrir þau, dönsuðum og sung- um á íslensku. Það var bara mjög gaman'1 Á fundinum kom einnig fram að ástæðan fyrir því að ákveðið var að syngja lagið á ensku væri sú að þannig mætti ná til stærri mark- hóps. Islenskan væri fallegt mál en því miður væru fáir sem töluðu hana og hentaði enskan því betur. Aðspurðir hvaða lag þeir teldu það besta í keppninni svaraði Gunn- ar að hans atkvæði færi til rúss- nesku flytjendanna af því að þeir væru öðruvísi en Kristján sagði að atkvæði hans færi til Hollands. í gær var hálfgert frí hjá Eurovisionförunum, en fólk var í viðtölum og skoðunarferðum eins og fylgir slíkum keppnum. í dag er létt 20 mínútna æfing en á fimmtudag hefjast svo hinar eiginlegu æfingar. Þá verður dagskráin keyrð í gegn eins og hún kemur til með að verða á laugardaginn og þá þarf hópurinn að eyða öllum stundum á Parken. ■ Pamela Anderson gekk fram af vin- um sínum í samkvæmi um helg- ina. Framkoma hennar var að þeirra mati algerlega óviðeigandi. Hún skreið meðal annars um á fjórum fót- um og drakk áfengi beint úr flösk- unni. Til að kóróna allt skoppaði ann- að brjóstið upp úr og virtist Pamela ekki einu sinni taka eftir því. „Pamela er yndisleg en hún gerði sig að fífli," segir sjónarvottur í veislunni. „Við höf- um áhyggjur af henni. Kannski er hún í slæmum fé- lagsskap." Þessar fréttir koma beint í kjölfar frétta af ósiðsamlegri hegðun þeirra Pamelu og Elizabeth Hurley á dögunum. Letinginn ómótstæðilegi Homer Simpson var valinn vinsælasta sjónvarpshetja allra tíma af áhorfend- um bresku stöðvarinnar Channel 4. Homer slær þarna út ógleymanlegum stjörnum eins og Svínku úr Prúðuleik- urunum og Morse lögregluforingja. í öðru sæt að mati áhorfenda Channel 4 var Basil Fawlty í úr hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Tindastól. þrátt fyr-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.