Fréttablaðið - 09.05.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.05.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN HÓTELTURNINN VIÐ CRAND HÓTEL Naumur meirihlutí vill leyfa byggingu 22 hæða hótelturns. Á að leyfa byggingu 22 hæða hótelturns við Grand Hótel? Niðurstöður gærdagsins á www.vlsir.is Spurning dagsins í dag: Á að taka upp evru í stað krónu? Farðu inn á vísi.is og segðu þlna skoðun HELGI LAXDAL Jákvæðari tónn en áður. Útgerð og vélstjórar á fundum Jákvæðar viðræður siómannadeilan „Það mjakast," sagði Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé- lags íslands, þegar talað var við hann í Karphúsinu í gær- ■tJ kvöld. Vélstjórar og útvegsmenn sátu á óformlegum fundi í gær. Helgi segir að rætt hafi verið um flest deilumálanna, verðlagningu á fiski, launaiiði, try ggingarmál, mönnunarmál og fleiri atriði. „Mér finnst já- kvæðari tónn í en áður,“ sagði Helgi Laxdal. Hann var spurður hvort hann hafi átt í sam- ræðum við Farmanna- og fiski- mannasambandið og Sjómannasam- bandið, sagði hann svo ekki vera. Hann sagði það hafa gerst í viðræð- unum að sjómannasamtökin séu ekki alltaf saman í viðræðunum á hverj- um tíma. Heimildir Fréttablaðsins frá öðr- um samninganefndum sjómanna segja ekki koma til greina að sættast á það sem Vélstjórafélagið er að ræða um við útvegsmenn - sérstak- lega þær hugmyndir sem eru verið að ræða um verðlagningu á fiski. Þá eru menn innan Sjómannasambands- ins alls ekki sáttir við hugmyndirnar um mönnunarmálin. ■ Hrútafjörður: Ljót aðkoma að árekstri UMFERÐiN, Harður árekstur varð við Reykjaskóla í Hrútafirði í gærmorg- un. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi slasaðist enginn í árkekstrinum en bifreiðarnar eru mikið skemmdar. Lögreglan sagði að aðkoman á slys- stað hefði verið ljót og mildi að ekki skyldu hafa orðið slys á fólki. ■ FRETTABLAÐIÐ 9. mai 2001 IVIIÐVIKUDAGUR Öryrkjar og aldraðir um nýjar bótareglur: „Ný fátækralög“ almannatryggingar Forystumenn aldraða og öryrkja eru ekki par hrifnir af áfomuðum breytingum á lögum um almannatryggingar sem ríkisstjórnin hefur kynnt. Benedikt Davíðsson formaður- Landssam- bands eldri borgara segir að ríkis- stjórnin sé með þessu að búa tii ný fátækralög. Garðar Sverrisson for- maður Öryrkjabandalags íslands bendir á að eftir þessar breytingar '4 lögunum fær einhleypur lífeyrisi þegi minna en hann hefði fengið ef ríkisstjórnin hefði farið að landslög- um um að bótagreiðslur taki mið af launaþróun. Á blaðamannafundi sem þessi samtök efndu til var m.a. bent á að á tímabilinu 1993 - 2000 hefðu laun al- mennt hækkað um 49% en lífeyris- greiðslur almannatrygginga aðeins um 27%. Þar munar mestu um þá ákvörðun núverandi ríkisstjórnar að slíta á tengsl bóta og lágmarkslauna. Ólafur Ólafsson fyrrverandi land- læknir og formaður Félags eldri borgara segir að ríkisstjórnin sé að gera ellilífeyrisþega að annars flokks þjóðfélagsþegnum með stefnu sinni í almannatryggingum. ■ Sjá nánar bls.’7 ALDRAÐIR OC ORYRKJAR: Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir að breytingar á lögum um almannatryggingar séu ekki meira virði en sem nemur tveimur bíómiðum. Carðar Sverrisson formaður Öryrkjabandalagsins og Benedikt Davíðsson for- maður Landssambands eldri borgara eru einnig harðorðir í garð ríkisstjórnar. Atvinnurekendur: 90 ÞÚSUND TONNA ÁLVER VERÐUR 240 -300 ÞÚSUND TONN Á efri myndinni sést hvernig verksmiðja Norðuráls lítur út eftir að hún hefur verið stækkuð til að framleiða 90 þúsund tonn af áli á ári Á neðri myndinni má sjá hvernig Norðurál myndi líta út eftir 2007 þegar verksmiðjan væri farin að framleiða 240-300 þúsund tonn. Sex til tólf mán- Samningaferli og fjárútvegun vegna stækkunar Norðuráls verða tímafrek. álsamningar í upphafi var gert ráð fyrir í samningi að Noi'ðurál hefði heimild til að reka 180 þúsund tonna álver. Nú er að ljúka framkvæmdum á Grundartanga við stækkun úr 60 í 90 þúsund tonna verksmiðju. í þeim samningum sem eru í burðai'liðnum er rætt um 150 þúsund tonna stækk- un, í 240 þúsund tonna álver. Það seg- ir þó ekki alla sögu því verið er að prófa ný ker í kerskála Norðuráls sem gætu aukið framleiðni þannig að framleiðslan yrði 280 - 290 þúsund tonn af áli á ári. Columbia Ventures, sem eru í eigu Kenneth D. Petersen, seldi í fyri'a eignir fyrir 150 milljónir dollara, og hefur beðið eftir að geta lagt það fé inn í nýjar framkvæmdir á íslandi. Þá 300 milljónir dollara, um þrjá milljarða dollara, sem þarf til viðbót- ar, mun fyrirtækið fá að láni. Ellefu bankar, innlendir og erlendir, fjái'- magna nú Norðurál og er Landss- banki íslands þar stærsti einstaki lánveitandinn. Orkan er 35% af fi'am- leiðslukostnaói álversins og náist samkomulag um það og skattgreiðsl- ur mun Columbia Ventures taka stefnumarkandi ákvörðun um 150 þúsund stækkun í júní. Síðan þai'f að semja við birgja um súrál.sem er 25% af framleiðslukostnaði, og fleiri þætti f rekstrinum og-ganga frá fjár- mögnun. Samkvæmt reynslu getur þetta fei'li tekið 6-12 mánuói. Endan- leg ákvörðun um stækkun álversins yrði því ekki tekin fyrr en í byrjan næsta árs. ■ íslensk Auðlind L æ k j a r t o r g i Hafnarstræti 20. 2h 101 Reykjavík www.audlind.is EINBYLISHUS Erum með á söluskrá okkar glæsilegt einbýlishús á frábærum stað í Star- mýri í Reykjavík. Stærð húss og bílskúrs er um 218 fm. Glæsilegur garður með heitum potti. ATVINNUHÚSNÆÐI Gott atvinnuhúsnæði með 9 ára leigusamningi til sölu. í húsinu er rekinn veitingastaður og eru leigutekjur um kr. 250.000 á mánuði. Áhvílandi er lán frá L.I. til 15 ára að fjárhæð um kr. 18.000.000. VEITINGASTAÐUR Vorum að fá á söluskrá okkar góðan veitingastað miðsvæðis í Reykjavík. Opnunartimi er frá kl. 07-18 alla daga nema sunnudaga. Sæti í sal fyrir um 70 manns. Vínveitingaieyfi. Fyrirtækjasala I Fasteignasala I Leígumiðlun I Lögfræðiþjónusta að setja upp raf- Veitti 100 manns atvinnu og kostaði 10 milljarða króna álframkvæmdir Með stækkun Norður- áls í 240-300 þúsund tonna verk- smiðju kémur til álita að reisa raf- skautaverksmiðju á Grundartanga. Hún myndi kosta 10 milljarða króna og vera vinnustaöur 100 stai’fs- munna. „Þaö er rétt að hagkvæint er talið að reka cigin . rafskáuta- verkmáníðMfeegar.-ályer eru komiri Ríkið greip ekki gæsina viðskiptahalli. Samtök atvinnulífsins telja að ef stjói'nvöld hefðu ekki látið gott tækifæri til hagræðingar i rek- stri á undanföi'num árum fi'am hjá sér fara hefði ríkisrekstur vikið úr vegi fyrir einkarekstri og verðbólga og viðskiptahalli hefðu orðið minni en reyndin vai’ð. Samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar verður hlutur samneyslu í landsframleiðslu 24,3% árinu miðað við 21,5% árið 1997 á sama tíma og hlutur samneyslunnar hefur farið minnkandi í öðrum ríkj- um OECD. „Meginskýringin á því að sam- neyslan hefur ekki aðeins haldið sín- um hlut í landsframleiðslunni, heldur hefur hlutur hennar vaxið, er að verð hennar hefur hækkað miklu meira en annað verðlag hér á landi,“ segja Samtök atvinnulífsins og benda um leið á að laun ríkisstarfsmana séu stærsti hluti samneyslunnar. ■ upp í þessa stærðargráðu“, segir Ragnar Guðmundsson framkvæmda- stjóri í samtali við blaðið. „Við erum í alvöru að skoða þetta og bera saman verð á skautum og afhendingarskil- mála á alþjóðamarkaði við þann kost Vi.aðhafaeigin verksmiðju." Kostnaður triö jafskaut nemur 15-20% af rékst- .-Mrlcostnaði Norðuráls í dág. ■ ,L Valgeirsmálið: Fanginn getur tafið í rúmt ár mannshvarf. Maðurinn, sem lögreglan vill fá framseldan úr hollensku fang- elsi vegna rannsóknar á hvarfi Val- geirs Víðissonai', á alla möguleika á að vei'jast framsalski’öfunni þar til hanp lýkur afplán- un á næsta ári. Tveir mánuóir eru síðan dóms- málaráðuneytið sendi hollenskum yfirvöldum fram- salsbeiðnina. Dóm- stóll mun taka af- stöðú til hennai'. Fanginn hefur feng- ið hollenskan lög- mann og'verst kröf- unni. Hann afplánar fjöguri'ii ára döm vegna smygls á 16 kg af kókaíni og losnar væntanlega á næsta ái'i. Þá má hins vegar búast við að honum verði vísað þaðan úr landi og fluttur méð lögi'egluvaldi til íslands. Það kann að vera að fyi'st þá fái lögi'eglan í Reykjavík færi á.áð.taka manninn til yfirheyrsiu og eiga möguleika á að beita gæslgvarðhaldi gegn honum hér á landi. Meðán hánn situr í hollensku fangelsi hefur hann sjálfur í hendi sér að hve miklulovii hann á samstarf við íslensk lögrégtu- yfirvöld vegna rannsókjiarinnán É INNLENT VALGEIR VÍÐISSON Sjö árum eftir hvarf hans er rannsókn iögreglu að komast á skrið á nýjan leik. Landvernd heldur aðalfund sinn á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum á laugardag. Sérstaklega verður fjall- að um Vatnajökulsþjóðgarð og gildi svæðisins noröan Vatnajökuls fyrir þjóðgarð. Flutt verður erindi um áhrif fyrirhugaðrar Kárahnjúka- virkjunar á náttúrufar og loks fjall- að um umhverfismál höfuðborgar- innai’. Á fundinttm verður-kosinn formaður í stað Jóns llcigasonar, sem gegnt hefur starfinu í fjögur. ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.