Fréttablaðið - 09.05.2001, Page 22

Fréttablaðið - 09.05.2001, Page 22
HRAÐSOÐIÐ EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON stjórnmálafræðingur Hefur stórbætt aðstöðuna HVERSU duglegir hafa íslenskir vís- indamenn verið við að sækja í styrki og sam- starf á vegum ESB? „íslenskt vísinda- og rannsóknasam- félag hefur nýtt sér vel þau færi sem bjóðast. Menn voru mjög virkir frá upphafi. Það er eins og það hafi verið tappað af einhverri þörf og ís- lendingar náðu strax geysimiklum árangri.“ HVERNIG hefur féð sem íslend- ingar leggja i sjóðina skilað sér? „Við höfum verið að fá til baka vel ríflega það sem við leggjum fram og raunar allt að tvöfalda þá upphæð. En þetta snýst um fleira en peninga. Það sem er vanmetnast eru upplýs- ingar og tengsl ser. menn halda áfram að vinna meó.“ HVERJU breytir þetta í starfsað- stöðu? „Það er ekki saman að jafna aðstæð- um íslenskra vísinda- og mennta- manna í dag eins og var áður en EE; -samningurinn tók gildi. Vís- indamenn sem áður voru tiltölulega einangraðir eru nú þátttakendur í stóru vísindasamfélagi." HVAÐ hefur farið úrskeiðis? „Það eru alltaf einhverjir hnökrar sem þarf að vinna bug á. Til dæmis kom sér illa að vera utan ESB þegar síðasta rammaáætlun um rannsóknir og tæknistarf tók gildi. Þá stóðu ákveðin aðildarríki í vegi fyrir ís- lendingum vegna óskyldra mála og íslenskt rannsóknarsamfélag var í lausu lofti í hálft ár um hvort við værum með eða ekki, hvenær við yrðum með eða hvernig það yrði. Það er engin leið til að reikna til fjár hverju við töpuðum á þeim tíma.“ Eiríkur Bergmann Einarsson er 32 ára stjórn- málafræðingur. Hann er verkefnisstjóri Evrópu- mála hjá Rannsóknarþjónustu Háskóla Islands og situr í stjórn Evrópusamtakanna. 22 FRÉTTABLAÐIÐ 9. maí 2001 MIÐVIKUDAGUR Skoðanakönnun um viðhorf til stjórnarandstöðunnar: Skiptist í þrjár fylkingar snóRNARftNDSTABAN Viðhorf kjósenda til stjórnarandstöðunnar eru blendin, en samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði segjast 36 prósent kjós- enda vera ánægður með störf stjórnar- andstöðunnar, 31 prósent hvorki né og 33 prósent eru óánægð með störf stjórnarandstöðunnar. Þetta er meiri ánægja en mældist í könnun fyrir einu ári. „Ég vil horfa á að það er aðeins þriðjungur sem er óánægður með störfin. Eðli málsins samkvæmt vil ég veg stjórnarandstöðunnar, og Vinstri- grænna einkum og sér í lagi, sem mestan. Það er ekki réttlát að segja að FRÉTTIR AF FÓLKI Hér var því velt upp á blaðinu fyrir nokkru hver ástæðan fyr- ir því væri að borginni var ekki skipt í austur/vestur kjördæmi eins og eðlilegt mætti teljast, og í stað þess valið að skera borgina í sundur eins og pylsubrauð. Niðurstaðan var sú að það væri til þess að hafa kjör- dæmaskiptinguna í höfuðborginni jafn vitlausa og hún hugsanlega verður annars staðar á landinu við hina nýju skipan kjördæmanna. Erfitt er að skilja hvers vegna er verið að skipta gömlu hverfunum í Vesturbæ, Austurbæ og Hlíðunum í tvennt, en þar hafa íbúarnir land- fræðilega samstöðu, samskipti og sameiginleg hagsmunamál, og ættu því að vera saman í kjördæmi. Það getur verið skondið að við einstaka götur í Reykjavík munu hús gegnt hvert öðru tilheyra hvert sínu kjör- dæmi. Nú hefur komið fram sú viðbótar- skýringin að hér hafi sjónarmið Sjálfstæðisflokksins vegið þyngst á metunum. Það mun vera staðreynd úr ko sningarann sókn- um að vesturhluti borgarinnar til- heyri ekki lengur „íhaldinu" eins og hann gerði lengst af síðustu öld. I gamla bænum sé meirihluti kjósenda orðinn á bandi Reykjavíkurlistans, og hafi skil- greint sig sem andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins á kjördag. Þetta gæti haft það í för með sér að hefði Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, farið fram í vesturkjördæminu mundi hann hafa getað lent í því að verða ekki fyrsti þingmaður þess kjör- dæmis. Það mundi ekki hafa orðið nógu gott. En stjórnmálaumræður í þáskildingatíð eru ekki sérlega frjó- ar, og þess vegna er niðurstaðan sú að Davíð verður öruggur með fyrsta sætið í hvorri pylsunni sem hann velur að bjóða sig fram í. Það er víða að bresta á flótti þing- manna frá landsbyggðarkjör- dæmunum í skjólið í Reykjavík, eða eru farnir að leita sér annarra starfa. Hjálmar Jónsson er sá fyrsti sem hættir þingmennsk- unni og leitar ann- að. Sighvatur Björgvinsson er einnig hættur og kominn f öruggt $ ( »'T | starf. Líkur eru taldar á að fleiri þingmenn muni leita skjóls. Einn þeirra sem fastlega er gert ráð fyrir að sækist eftir að verða þingmaður annars Reykjavíkurkjördæmapna er Vilhjálmur Egilsson, en hann er nú þingmaður Norðurlandskjör- dæmis vestra. Igóðæri haga íslensk fyrirtæki á verðbréfamarkaði sér eins og al- vöru fyrirtæki erlendis og birta yf- irlit um ársfjórðungslega afkomu sína. Svo virðist sem nú sé tregða á að birta slíkar afkomutölur, enda varla nema von þar sem mörg fyrir- tæki hafa tapað hundruð milijóna á gengishruninu um leið og verð- aðeins þriðjungur sé ánægður með störfin og svo er það gott að ánægjan eykst milli ára,“ sagði Svanhildur Kaaber, starfsmaður þingflokks Vinstri-grænna. Mest ánægja er með störf stjórn- arandstöðunnar hjá kjósendum norð- an lands. Gleður það ekki, þar sem höfuðkjördæmi Vinstri-grænna er í Norðurlandi eystra? „Er það okkar höfuðkjördæmi? Við eigum það mik- ið fylgi út um allt land.“ I könnuninni kemur fram að fjórðungur kjósenda Vinstri-grænna er óánægður með störf stjórnarand- stöðunnar. „Þá verðum við að vinna ennþá betur til að finna almenna sátt um það sem við erum að gera. Ég vil gera veg okkar, sem vinnum í stjórn- arandstöðunni, sem mestan. Þess vegna er ég ekki fullkomlega ánægð fyrr en við 100 prósent ánægju, en ég er raunsæ kona.“ í könnuninni kemur fram að það eru yngstu kjósendur sem eru ánægðastir, kjósendur á aldrinum 55 til 75 ára eru óánægðastir og það eru einnig kjósendur á suðvestur horni landsins. ■ SVANHILDUR KAABER Það er aðeins þriðjungur sem er ekki ánægður 86.000 til forsetans Þingmenn eru ekki hálaunamenn segir Kristján Gunnarsson iaunahækkanir Laun æðstu embætt- ismanna hafa hækkað um tæp sjö prósent samkvæmt úrskurði Kjara- dóms. Forseti íslands er með hæstu launin, 1.336.000. Forstætisráðherra verður með 643 þúsund krónur á mánuði og aðrir ráðherrar ______ verða með 584 þúsund krón- I ur. Ef launahækkun forset- ans er borin saman við þá hækkun sem almennir laun- þegar fengju með sömu pró- sentuhækkun kemur í ljós að laun forsetans hækka um tæplega 90 þúsund á mánuði en laun almenns verkafólks um níu þúsund krónur á mán- uði. „Þetta er ámóta prósentu- hækkanir og aðrir hafa verið að fá, en við verðum að at- huga að þessi hækkun leggst ofan á miklu hærri laun en hjá almennum launþegum. Ef eitthvert réttlæti ætti að vera í þessu þá ættu embætt- ismennirnir að fá sömu krónutöluhækkanir," ÓLAFUR RAGNAR GRÍIVISSON Hans laun hækka jafn mikið og laun tíu verkamanna myndu hækka með sömu prósentuhækkun sagði mnsmBmmim LAUNÞEGI VAR ER HÆKKUN Ólafur Ragnar Grimsson 1.250 1.336 86 Davíð Oddsson 601 643 42 Aðrir ráðherrar 546 584 38 Forseti Hæstaréttar 436 466 30 Hæstaréttardómarar 396 423 27 Ríkissaksóknari 396 423 27 Biskup 380 409 26 Ríkisendurskoðandi 379 405 26 Ríkissáttasemjari 379 405 26 Alþingismenn 304 325 21 LAUNÞEGI ER YRÐI HÆKKUN Skrifstofufóik 221 236 15 Verkafólk 126 135 9 Allar tölur eru í þúsundum króna Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur, um þá launahækk- un sem æðstu embættis- menn hafa fengið. „Ég vil ekki vera með neina hræsni og verð að segja að mér þykja laun þingmanna og ráðherra ekki há - en ég er hins vegar ekki tilbúinn að samþykkja hækkun á þau eins og ástandið er á vinnumarkaðnum," sagði Kristján Gunnarsson. ■ bréfaeign þeirra hefur tapað verð- mætum svo einnig skiptir hundruð milljóna. Af þeim sökum er farið að hrikta í eiginfjár- stöðu ýmissa fyrir- tækja, jafnvel svo að bankarnir eru komnir á hættu- mörk. Það vekur til að mynda at- hygli að Halldór Kristjánsson í Landsbankanum hefur ekki enn birt tölur um afkomu bankans á fyrsta ársfjórðungi. Nú liggja forstjórar fyrirtækjanna á bæn og vona að gengi krónunnar hafi rétt úr kútn- um í síðasta lagi fyrir fyrsta júní, þannig að 6 mánaða uppgjör fyrir- tækjanna geti litið sæmilega út. Nú þegar laun þingmanna hækka var einn lesandi sem vildi rifja upp að nokkrir þingmenn eru á launum utan þings- ins. Þeir sem eru nefndir þar eru; Vilhjálmur Egils- son framkvæmda- stjóri Verslunar- , ráðs, Guðmundur Æk Hallvarðsson for- Jj maður Sjómanna- ^ dagsráðs og Magn- ús Stefánsson framkvæmdastjóri Sjúkrastofnunar Suðurlands. Senni- lega eru fleiri þingmenn á launum utan þingsins, svo sem vegna stjórnarsetu og nokkrir eiga ráð- andi hlut í fyrirtækjum, svo sem; Gunnar Birgisson og Jóhann Ár- sælsson. Það hefur ekki komið fram í fréttum að Þorsteinn Þorsteins- son, sem nú hefur tekið við sem bankastjóri Búnað- arbankans í Lúx- emborg, var gerð- ur að aðstoðar- bankastjóra í Bún- aðarbankanum á fundi bankaráðs 30. mars. Haldi hann þeim titli meðan hann er í Lúxemborg er ekki ólíklegt að hann teljist til framtíðarmanna bankans. Sala ríkisbankanna veldur deilum og enn og aftur er það Jóhanna Sigurðardóttir sem er þessi mál hug- leikinn. Hún hefur komist að þeirri niðurstöðu að hlut- ur ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka hafi lækkað um hátt í tuttugu milljarða króna að undanförnu og er þess vegna undrandi á að halda eigi áfram með söluáform eins og ekkert hafi í skorist. Reyndar læt- ur hún að því liggja að frekar sé verið að hugsa um hag einkavina ráðherranna frekar en hag eigand- ans, það er þjóðarinnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.