Fréttablaðið - 09.05.2001, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. maí 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
19
NELSON MANDELA í LONDON
Hér sést hann ásamt Cheryl Carola, sendiherra Suður-Afríku í London. Myndin er tekin 1.
mai síðastliðinn þegar breskt útibú frá Nelson Mandela-stofnuninni var opnað.
Nelson Mandela:
Framhald
ævisögu
JÓHANNESARBORG. SUÐUR-AFRÍKU. AP Nel-
son Mandela, fyrrverandi forseti
Suður-Afríku, ætlar að verja þessu
ári í að skrifa 2. bindi ævisögu sinnar.
Þar ætlar hann að fjalla um atburða-
rásina fram að fyrstu almennu kosn-
ingunum í Suður-Afríku árið 1994.
Fyrra bindið, „Leiðin til frelsis",
kom út árið 1994 og varð metsölubók,
þar sagði hann frá æsku sinni, barátt-
unni gegn kynþáttamisréttinu í Suð-
ur-Afríku og fangavist sinni, en hann
hlaut frelsið árið 1990 eftir 27 ár í
fangelsi.
Mandela ætlar að dveljast utan
Suður-Afríku við skriftirnar. ■
BJÖRGVIN FRANZ GÍSLASON
Höfundur verksins segist hafa
viljað vera með blöndu af alvöru leik-
húsi og ekta rokki.
kvikmyndahátíðinni í Park City í
Utah-ríki í Bandaríkjunum og
völdu áhorfendur hana bestu kvik-
myndina og leikstjórinn, handrits-
höfundurinn og aðalleikarinn, John
Cameron Mitchell, var valinn besti
leikstjórinn.
kolbrun@frettabladid.is
virk myndverk og í Forsal safnsins sýnir
Valka (Valborg S. Ingólfsdóttir) leirstyttur
og vatnslitamyndir.
Hlíf Ásgrimsdóttir hefur opnað sýning-
una Innivera f Galleríi Sævars Karls. A
sýningunni eru vatnslitamyndir, Ijós-
myndir og skúlptúr. Þetta er fimmta
einkasýning Hlífar. Sýningin stendur til
23. maí.
Hrafnkell Sigurðsson hefur opnar sýn-
ingu á verkum sínum í gallerii i8,
Klapparstíg. Sýnd verða nýjustu verk
Hrafnkels af tjöldum í íslensku vetrar-
umhverfi. Sýningin er opin þriðjudaga til
laugardaga kl. 13-17 og stendur til 16.
júní.
Jón Gunnarsson, listmálari, hefur opn-
að sýningu á olíu- og vatnslitamyndum í
Hafnarborg í Hafnarfirði. Jón er þekktur
fyrir sjávarmyndir sínar þar sem hann
sýnir störf við fiskveiðar og - vinnslu.
Á undanförnum árum hefur Jón í aukn-
um mæli sótt efnivið sinn i íslenskt
landslag, ekki síst I uppland Hafnarfjarð-
ar. Sýningin er opin milli kl. 11 og 17
alla daga nema þriðjudaga og lýkur 14.
maí nk.
Gunella sýnir olíumálverk I Galleri Fold,
Rauðarárstig. Sýningin nefnist Kellur og
er efniviðurinn íslenska bóndakonan úti
í náttúrunni við leik og störf. Trúin á álfa
og huldufólk kemur þar líka við sögu.
Sýningin stendur til 6. maí.
í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg hefur
Kristján Jónsson opnað sína 6. einka-
sýningu. Öll verkin á sýningunni eru
unnin á þessu ári og sérstaklega með
rými Stöðlakots i huga. Sýningin er opin
alla virka daga nema mánudaga kl. 14-
18 og lýkur 13. maí.
Jean Posocco sýnir í Sverrissal, Hafnar-
borg. Yfirskrift sýningarinnar er Stemm-
ing eða „Ambiance". Á sýningunni eru
vatnslitamyndir, flestar unnar á þessu
ári. Posocco stundaði nám í Myndlista-
og handíðaskóla Islands 1985-1989 og
er þetta 5. einkasýning hans. Sýningin er
opin alla daga nema þriðjudaga kl. 11-
17 og henni lýkur 14. maí.
í Norræna húsinu sýna fimm myndlist-
armenn frá Svíþjóð Rose-Marie Huuva ,
Erik Holmstedt, Eva-Stina Sandling,
Lena Ylipáá og Brita Weglin. Norður-
botn er á sömu norðlægu breiddargráð-
um og ísland og að flatarmáli helmingi
stærra þó íbúar séu þar álíka margir og
á íslandi. Sýningin stendur til 13. maí.
í Listasafnínu á Akureyri stendur yfir
sýning á Ijósmyndum eftir hinn þekkta
franska Ijósmyndara Henri Cartier-
Bresson, en líklega hefur enginn átt
meiri þátt í því að gera Ijósmyndun að
viðurkenndri listgrein. Opið 14-18. Sýn-
ingin stendur til 3. júní.
I gallerí@hlemmur.is stendur yfir sýning
Erlu Haraldsdóttur og Bo Melin „Here,
there and everywhere". Á sýningunni
leika þau Erla og Bo sér að því að brey-
ta Reykjavík í fjölþjóðlega borg með
aðstoð stafrænt breyttra Ijósmynda.
Opið 14-18. Sýningin stendur til 6. júní.
I Listasafni Sigurjón Ólafssonar er sýn-
ing á verkum Sigurjóns sem spanna 30
ára tímabil í listsköpun hans. Sýndar eru
Ijósmyndir og verk í eigu safnsins, raun-
sæisverk, andlitsmyndir og abstrakt verk.
Fram til 1 júní er safnið opið laugardaga
og sunnudaga milli kl. 14 og 17.
Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma.
Sýningin stendur til 1. júní.
„Heimskautalöndin unaðslegu" er heiti
sýningar sem lýsir með myndrænum
hætti lífi, starfi og hugsjónum Vestur-
islendingsins Vilhjálms Stefánssonar.
Sýningin er um leið kynning á umhverfi,
menningarheimum og málefnum
norðurslóða, en hún er í Listasafni
Reykjavíkur - Hafnarhúsinu og er opin
10-17. Sýningin stendur til 4. júní.
Menningarsjóður:
Hæsti styrkur
til Sögufélags
styrkir Úthlutað hefur verið úr
Menningarsjóði fyrir árið 2001. Aug-
lýst var eftir umsóknum 26. janúar
og rann umsóknarfrestur út 1. mars
sl. Alls bárust 115 umsóknir með
beiðni um styrki að fjárhæð 102
millj. kr. Stjórn
Menningarsjóðs
samþykkti sam-
hljóða að veita 44
styrki, samtals að
fjárhæð 13,2 millj.
kr.
Hæsta styrk-
inn hlaut Sögufé-
lag, 750.000 kr. til
að gefa út íslands-
sögu tuttugustu
aldar eftir Helga Skúla Kjartansson.
Styrk að upphæð 500.000 hlutu Mál
og mynd ehf. sem fékk viðbótarstyrk
í verkefnið Æðarfugl og æðarrækt á
Islandi í ritstjórn Jónasar Jónssonar,
Kjartan Eggertsson í Passíusálma-
söngva, Baldur
Hafstað og Har-
aldur Bessason^ í
verkefnið Úr
manna minnum,
JPV útgáfa í verk-
ið Björg C. Þor-
láksson eftir dr.
Sigríði Dúnu
Kristmundsdótt-
ur, Bókatgáfan Ið-
unn í 1. bindi ævi-
sögu Jóns Sigurðssonar eftir Guðjón
Friðriksson og Ormstunga ehf. í
heildarútgáfu leikrita Guðmundar
Steinssonar í ritstjórn Jóns Viðars
Jónssonar. Aðrir hlutu lægri styrki
að upphæð frá 150.000 upp í 450.000
kr.
Stjórn Menningarsjóðs skipa þær
Bessí Jóhannsdóttir, kennari, for-
maður, Áslaug Brynjólfsdóttir, um-
boðsmaður foreldra og skóla og Dóra
Líndal Hjartardóttir, tónmennta-
kennari. ■
Aðalfundur Félags
um Maríusetur:
Krefjast bóta
fyrir aldar-
langt misrétti
fundur Á fundi í Viðey á Jónsmessu
1999 setti hópur merkiskvenna fram
kröfu um endurbætur vegna alda-
langs misréttis kvenþjóðar varðandi
menntun og embætti. Þær töldu rétt-
mætt að konur eignuðust menningar-
hús fyrir ígildi 90 jarða sem voru í
eigu kvennaklaustranna og var skilað
af Dönum 1918. Stofnað var félag um
Maríusetur og fljótlega festu konur
auga á gamla bændaskólanum í
Ólafsdal í Gilsfirði sem góðum stað
fyrir kvennasetur. Síðan hafa ráðs-
konur félagsins undirbúið jarðveginn
og leitað eftir stuðningi opinberra að-
ila og fyrirtækja með misjöfnum ár-
angri.
Áhugamenn um Maríusetur ætla
að hittast á aðalfundi í Sögufélagi í
Fischersundi í kvöld klukkan 20.30.
Þar munu ráðskonur sitja fyrir svör-
um og ræða sögulega kröfu kvenna -
og framtíðina. ■
VEITINGAHUS
Kaffihúsastemmning
Ef skyndibitinn heillar ekki en
pyngjan leyfir ekki dýrustu
veitingahús er Vegamót einn þeir-
ra staða sem koma til greina til að
seðja hungrið. Þar er ágætis mat-
seðill með réttum úr ýmsum átt-
um, auk rétta dagsins. Það er eng-
inn háklassamatur á Vegamótum,
en miðað við verð og umgjörð, þ.e.
að hér er um kaffihús að ræða má
segja að allt sé fyrsta flokks. Fisk-
ur dagsins er yfirleitt góður en ég
mæli einnig með stirfry kjúkling.
Meðalverð er um 1.000 kr. en það
má fá ódýrari bita og einnig dýr-
ari rétti. Vegamót fá sérstakan
plús fyrir veröndina, þar er hægt
að sitja í skjóli og sól þegar hún
sýnir sig. Að lokum má geta að
Vegamót_______________________________
Staðsetning: Vegamótastígur 4.
Eldhús opið: 11-21 alla daga nema fös. og
laud. þá til 22.
Verðlag: Um 1.000 kr. f. réttinn.
Hverjir koma: Ungt fólk í meirihluta.
Umhverfi: Kalt
Matur: Úr ýmsum áttum og í ódýrum kanti.
Kostir: Góð þjónusta.
Gallar: Ekki sérlega huggulegur staður.
þjónustan undanfarna mánuði
a.ni.k hefur verið einstaklega góð.
Sigríður B. Tómasdóttir
Góður matur og frekar ódýr.
Guðjón Friðriksson
MMMMNMMMHMMMRMMMH
BÓK Á NÁTTBORÐIÐ
Mannlega löggan
Hvíta ljónynjan er hvalreki fyr-
ir aðdáendur sænska spennu-
sagnahöfundarins Henning
Mankell. Aðalsöguhetjan er hinn
ofurmannlega lögga, Kurt Wall-
ander, sem margir þekkja úr fyrri
bókum og sjónvarpsmyndum.
Sögusviðið er Svíþjóð og Suður
Afríka snemma á 10. áratugnum
og óneitanlega hefði verið betra
að fá að njóta bókarinnar fyrr,
meðan atburðirnir voru nær í
tíma. Stutt er þó síðan að fréttir
bárust um að upp hefði komist um
áform um að drepa forseta Suður-
Afríku. Lesendur voru minntir á
að sögunni er ekki lokið. Þetta er
skemmtileg blanda af spennu og
nánd við Wallander sem er í senn
Henning Manlkell: Hvíta Ijónynjan___
íslensk þýðing: Vigfús Geirdal
Mál og menning 2001
509 blaðsíður
hetja bókarinnar og andhetja. Það
er ekki annað hægt en að láta sér
þykja vænt um þennan óham-
ingjusama lögreglumann vegna
þess hversu mannlegur hann er,
skíthræddur en hugaður um leið.
Steinunn Stefánsdóttir
Frábær lesning fyrir
krimmaaðdáendur.
Spánn og Portúgal
fyrir þroskahefta
Ennþá eru örfá sæti laus í ferðir okkar fyrir
þroskahefta til Spánar og Portúgal í sumar.
Gamla verðið gildir ef greitt er fyrir 15. maí.
Við svörum í síma alla daga til kl. 10 á kvöldin
nema laugardag og sunnudag til kl. 17.
Uppl. gefur Sveinn í síma 564-4091 og 899-4170.
BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR
BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík
Suðurlandsbraut 18-28/Ármúli 15-27, breyting á
deiliskipulagi.
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst
til kynningar tillaga að breytingu deiliskipulags er
tekurtil lóðanna nr. 18-28 við Suðurlandsbraut og 15-
27 við Ármúla.
Tillagan gerir ráð fyrir nokkurri aukningu á
byggingarmagni á svæðinu (skilgreindir eru
byggingarmöguleikar til framtíðar) auk þess sem gerð
er grein fyrir bílastæðakröfum, aðkomum,
göngutengslum o.fl. atriðum sem fjalla ber um í
deiliskipulagi.
Kvosin, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar.
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst
til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem
afmarkast af Reykjavíkurhöfn í norður, Lækjargötu í
austur, Tjörninni í suður og Tjarnargötu, Vonarstræti,
Suðurgötu, Túngötu, lóðum vestan Aðalstrætis,
Grófinni og Tryggvagötu í vestur.
Tillagan gerir ráð fyrir að þrengja skilmála um
landnotkun/starfsemi á deiliskipulagssvæðinu frá því
sem gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi og
Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, með því að
banna stofnun og starfsemi næturklúbba (nektar-
staða) á deiliskipulagssvæðinu. Jafnframt eru tekin af
tvímæli um að landnotkun svæðisins sé sú sama að
öðru leyti og fram kemur í gildandi aðalskipulagi á
hverjum tíma. Tillagan gerir ekki ráð fyrir öðrum
breytingum.
Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og
byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga
kl. 10.00 - 16.00 frá 9. maí - 6. júní 2001.
Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til
Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 20. júní
2001.
Þeir sem eigi gera athugasemdir við tillögurnar innan
tilskilins frests teljast samþykkja þær.
Reykjavík, 9. maí 2001.
Borgarskipulag Reykjavíkur