Fréttablaðið - 09.05.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 09.05.2001, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Knattspyrnuleikur í íran: Þak leikvangsins hrundi á áhorfendur BEINT í AUGLÝSINGAR Sjónvarpsáhorfendum írönsku Tehran sjónvarpsstöðvarinnar hefur eflaust brugðið ( brún þegar þak leikvangsins hrundi skyndilega. Sjónvarpsstöðin skipti beint yfir I auglýsingar. DHOWDUGGUR Emirate-turnarnir I Dubai tróna á bakvið sigurvegarana í dhow báta kappsiglingunni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Slíkir viðarbátar finnast aðeins þar I landi. knattspyrna Þak hrundi ofan á áhorf- endur á knattspyrnuleik í íran á sunnudag. Tveir eru látnir og hund- ruðir slasaðir. íranska knattspyrnu- sambandið rannsakar nú hvað gerðist þegar 20 þúsund manns voru staddir á Mottaqi-vellinum í Sari, sem einungis 10 þúsund manns komast fyrir á. Þeg- ar áhorfendurnir höfðu fyllt allar stúkur klifruðu þeir sem ekki komust að upp á þakið á stúkunni, sem er úr trefjaplasti. Það þoldi ekki þungann og féll ofan á þá sem stóðu fyrir neð- an. Þetta gerðist þegar áhangendurnir voru að fagna með dansi og miklum látum í seinni hálfleik. Óreiðan var svo mikil að læknar áttu mjög erfitt með að aðstoða hina slösuðu. Eftir slysið réðust reiðir áhangendur lið- anna að lögreglumönnum sem voru að reyna að koma reglu á hlutina og end- aði það með því að einn veggurinn á vallarbyggingunni var rifinn niður og sömuleiðis allar girðingar á milli stúka og vallar. Tehran sjónvarpsstöð- in, sem sýndi leikinn í beinni útsend- ingu, skipti snögglega yfir í auglýs- ingar þegar þakið féll. Knattspyrnu- liðin Shemooshak og Persepolis voru að spila. Þetta er í annað skipti á fimm mánuðum sem hið vinsæla lið, Persepolis, lendir í því að leikur endar í óeirðum. í desember enduðu slags- mál milli stuðningsmanna þess og annars liðs í því að 100 þúsund áhan- gendum lenti saman og voru 250 strætisvagnar á leiðinni frá leikvang- inum að næstu borg eyðilagðir. ■ [ MOLAR ~| Formúlukappinn Ralf Schumacher er ævareiður eftir að þýskt dag- blað birti nektarmyndir af kærust- unni hans, Cora Brinkmann. Mynd- irnar í Bild sýna hina 24 ára gömlu Brinkmann nakta á gangi úti í skógi og standandi við sund- laug. Búið var að skeyta litlum kappakstursbílum yfir viðkvæma staði á líkama henn- ar. í síðustu viku var sagt frá því að Schumi hefði pungað út rúmum 18 milljónum króna til að halda mynd- unum úr umferð. Hann ku hafa sagt: „Þetta eru fallegar myndir en Cora tilheyrir mér einum. Ég get ekki hugsað til þess að þúsundir Þjóð- verja sjái hana nakta.“ Heitt er í hamsi á HM í ísknatt- leik í Þýskalandi. Átta liða úrslit hefjast á morgun og skapofsinn á ísnum eykst með hverjum deginum. Versta hegðun mótsins var á mánudag þegar Svissland vann ítal- íu með átta mörk- um gegn einu. Þrír voru reknir útaf og alls var leikmönn- um liðanna tveggja vísað út af í 117 mínútur. ítalir hafa hagað sér verst allra á mótinu. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum fór allt í loft upp, hanskarnir fuku og slagsmál brutust út. Svisslendingurinn Jean- Jacques Aeschlimann var sleginn í rot af ítalanum Anthony Iob. Ofbeldi hefur löngum verið áberandi í ísknattleik en undanfarið hafa refs- ingar aukist. „Þetta er hluti af íþróttinni og verður það áfram. Mað- ur vonar bara að enginn meiðist al- varlega," sagði fararstjóri Kanadamanna, Wayne Gretzky, í til- efni af atburðinum. Hollendingurinn Frank de Boer, þvertekur fyrir það að hafa tek- ið inn ólögleg efni. Hann játar hins- vegar að hafa mælst jákvæður af nandrolone stera í síðasta mánuði. „Ég er atvinnuíþrótta- maður og nota aldrei ólögleg efni til að bæta getu mína,“ sagði de Boer. Hann grunar að ástæðan liggi í einhverju sem hann hefur neytt. „Þó ég athugi yfir- leitt hvað ég læt ofan í mig er ómögulegt að fylgjast með öllu. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ster- inn komst í blóðstreymið." Hann segist hlakka til að fara í annað próf til að sanna sakleysi sitt. Fyrirliði skoska landsliðsins, Colin Hendry, hefur áfrýjað sex leikja banni sem FIFA setti hann í á dögun- um. Hendry var settur í bann eftir að kýla leikmann Sán Marino í síð- asta mánuði. Ef bannið fer í gegn missir Hendry af öllum þremur leikjunum sem Skotar eiga eftir í undankeppninni, tveimur aukaleikj- um um sæti í keppninni ef þarf og að minnsta kosti einum leik í Japan að ári. Þetta þýðir að alþjóðlegur ferill Hendry, sem er 35 ára, gæti verið að renna sitt skeið. Sumir kjósa að skrapa botninn Við hlífum honum! LANDSSAMBAND smábátaeigenda

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.