Fréttablaðið - 09.05.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 09.05.2001, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 9. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 7 | INNLENT | s Ibúar Iðnnemasetra hafa vakið at- hygli á því að staða Félagsíbúða iðnnema sé hrikaleg. Þeir segja yfir- vofandi að íbúar iðnnemasetrana verði bornir út um áramót vegna sinnuleysis yfirvalda. í fréttatil- kynning frá íbúum Félagsíbúða iðn- nema segir að skuldir FIN séu um 60 milljónir og fari í þrot ef ekkert verður gert nú þegar. Þingmönnum Alþingis hafi öllum verið kynnt staða FÍN án þess að það hafi ýtt mikið við þeim. —«— Hafnarf'jörður: Samið vegna leikskóla vinnumarkaður. Samningar tókust í fyrrinótt milli samninganefndar LN og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Þetta kemur fram á vefnum hafnarfjord- ur.is. Þar með hefur vinnustöðvun verið afstýrt um sinn. Samningurinn verð- ur borinn upp og kynntur í dag. í hon- um er ákvæði um vikufyrirvara á vinnustöðvun komi til þess að félags- menn í Hlíf felli samkomulag samn- inganefndanna í atkvæðagreiðslu eins og gerðist á dögunum. Starfsemi í leikskólum og öðrum stofnunum Hafnarfjarðarbæjar verður því með eðlilegum hætti. ■ FJÖGUR LÖND Forsiður dagblaðanna sem hafa gert með sér bandalag Evrópa: Fjölþjóðleg samvinna dagblaða berlín. ap. Að sögn þýska dagblaðs- ins Die Welt hefur það sett á fót rit- stjórnarbandalag með þremur öðr- um íhaldsömum evrópskum dag- blöðum, Daily Telegraph í Bret- landi, Le Figaro í Frakklandi og ABC á Spáni. Bandalag evrópskra dagblaða, eins og það kemur til með að heita hefur það að markmiði að styrkja ritstjórnir erlendra frétta í blöðunum. Einnig munu blaðamenn fara í skiptiprógrömm á hin blöðin auk þess sem aðgangur að greina- safni verður sameiginlegt. ■ 1 INNLENT 1 Al-Anon á íslandi, samtök að- standenda alkóhólista, eru orðin sýnileg á Internetinu með opnun nýs vefseturs: www.al-anon.is. Al-Anon er sjálfshjálparaðferð byggð á tólf reynslusporum AA-samtakanna. Fé- lagar deila reynslu sinni, styrk og vonum svo þeir megi leysa sameig- inleg vandamál sín. Fjölskyldudeild- ir Al-Anon eru nú 36 talsins um land allt. Al-Anon lítur á alkóhólisma sem fjölskyldusjúkdóm og telur að breytt viðhorf geti stuðlað að bata. Al-Anon er óháð hverskyns trúar- hópum, stjórnmálaskoðunum, fé- lagasamtökum eða stofnunum, tekur ekki þátt í deilum, styður hvorki né er í andstöðu við nokkurn málstað. Kostnaði er mætt með frjálsum framlögum félaganna. Nafnleyndar er ávallt gætt í Al-Anon. Flóttamenn við Gíbraltarsund: Fæstir ná alla leið tarifa. ap. Lögregla safnaði saman í gær 120 ólöglegum innflytjendum frá norður Afríku sem komist höfðu við illan leik yfir Gíbraltarsund til Spánar. Lögreglunni hafði borist til- kynning áður um að skip væri í vand- ræðum úti fyrir strönd Tarifa, en þegar hún kom á staðinn var skipið lent í fjörunni og fólkið, sem var á öllum aldri, komið á ströndina og I bæinn. Marokkóskur drengur fannst látinn á ströndinni og stendur yfir rannsókn á dauða hans. Þá hefur skipstjórinn verið handtekinn vegna gruns um illa meðferð á farþegum sínum. Lögregla mun sjá um flutning á fólkinu aftur til Marokkó. Á hverju ári reyna þúsundir Afr- íkubúa að komast ólöglega til Evrópu yfir Gíbraltarsund en talið er að litl- um hluta takist ætlunarverkið. Sam- kvæmt lögreglu nást flestir og einnig er talið að hluti fólksins farist á leið- inni, jafnvel án þess að það komi nokkursstaðar fram. Ástæðurnar eru ýmsar en oft er reynt að komast yfir sundið á lélegum bátum sem sigla við misjöfn veðurskilyrði að næturlagi. Bátarnir sem flytja fólkið eru einnig oft yfirhlaðnir af fólki. Spænska lög- reglan hefur mikinn viðbúnað í kring- um Gíbraltar og hefur sætt nokkurri gagnrýni vegna harkalegrar með- ferðar á ólöglegu innflytjendunum. ■ NÆRRI GÍBRALTAR Spænska lögreglan safnar fólkinu saman á ströndinni við Tarifa. Launþegar og atvinnu- rekendur: I vörn fyrir stöðugleika vinnumarkaður. Alþýðusamband ís- lands og Samtök atvinnulífsins ákváðu á fundi sínum í fyrradag að fara á næstu dögum yfir stöðu og þróun efnahagsmála til að meta hvort og hvernig megi treysta þann stöðug- leika sem stefnt var að með kjara- samningum á almennum vinnumark- aði. ASI og SA byggðu kjarasamn- inga á árinu 2000 á ákveðnum for- sendum um stöðugleika efnahagslífs- ins og minnkandi verðbólgu og telja það vera sameiginlegt hagsmunamál sitt að forsendur samninganna stand- ist og markmið þeirra um stöðug- leika gangi eftir. Breytingar á almannatryggingum: Lögin sögð bæta kjör þeirra verst stöddu Kostar ríkissjóð 1350 milljónir króna. Stefnt að gildistöku nýrra laga 1, júlí n.k. almannatryggingar Bætur almanna- trygginga munu hækka um 1350 milljónir með frumvarpi til laga sem ríkisstjórnin leggur fram á alþingi á næstunni. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi frá og með 1. júlí n.k. Helstu markmið þessarar breytinga eru að bæta kjör þeirra sem verst eru settir, jafna kjör hjóna og ein- hleypra lífeyrisþega, hvetja öryrkja til atvinnuþátttöku og auka sveigjan- leika lífeyristrygginga. Það var vinnuhópur undir forustu Ólafs Dav- íðssonar ráðuneytisstjóra sem vann að gerð þessara breytinga fyrir ríkis- stjórnina. Áætlað er að þessar breytingar bæti kjör um 70% ellilífeyrisþega, eða rúmlega 18 þúsund manns. Hjá öryrkjum eru breytingar sagðar ....... bæta kjör 60% þeirra, eða 5.500 manns. Samkvæmt þeim hækkar sér- stök heimilisupp- bót, eða tekju- tryggingarauki úr 7.409 krónum í 14.062 krónur á mánuði. Skerðing þessa tekjutrygg- ingarauka verður minnkuð úr 100% í 67%. Fyrir ein- hleypan ellilífeyr- isþega þýðir þetta að tryggðar lág- markstekjur hans hækka úr 72.659 krónum í 79.312 krónur á mánuði. Samsvarandi lág- markstekjur ör- orkulífeyrisþega hækka úr 73.546 í Einnig verður fólki gefinn kostur á að fresta töku líf- eyris almanna- trygginga til 72 ára aldurs, gegn hækkun allra bótaflokka um 0,5% á mánuði. Þá er lagt til að til skerðingar á tekjutryggingu öryrkja komi 60% atvinnu- tekna þeirra. Þetta á að hækka verulega bætur til öryrkja með atvinnu- tekjur. RAÐHERRABÚSTAÐURINN Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að þótt það orki tvímælis að auka útgjöld ríkissjóðs þá sé einhugur um að stlga þetta skref til auk- ins jöfnuðar. Auk hans kynntu áformaðar breytingar á lögum um almannatryggingar þeir Halldór Ásgrímsson utanrikisráðherra og Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra ásamt aðstoðarmönnum 80.200 krónur á mánuði. Þá verða skilyrði til að njóta tekjutryggingar- auka rýmkuð. Það þýðir að öllum óháð hjúskaparstöðu verður gefinn kostur á honum í stað þess að hann gangi eingöngu til einhleypra sem eru einir um heimilisrekstur. Með þessu fá hjón rétt á tekjutryggingar- auka sem nemur 10.548 krónum á mánuði hvort hjóna en 21.096 ef bæði eru lífeyrisþegar. Þetta ásamt hækk- un grunnlífeyris hjóna um 10%, eða úr 90% í 100% af lífeyri einhleypings mun tryggja þeim 60.651 krónum á mánuði. Það er um 76,5% af lág- markstekjum einstaklings. Þá hækkar frítekjumark tekju- tryggingar ellilífeyrisþega úr 22.380 krónum í 32.512 krónur á mánuði. Hinsvegar verður sérstakt frítekju- mark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði lagt niður. Einnig verður fólki gefinn kostur á að fresta töku lífeyris al- mannatrygginga til 72 ára aldurs, gegn hækkun allra bótaflokka um 0,5% á mánuði. Þá er lagt til að til skerðingar á tekjutryggingu öryrkja komi 60% atvinnutekna þeirra. Þetta á að hækka verulega bætur til ör- yrkja með atvinnutekjur. grh@frettabladid.is FYRIR OG EFTIR ■ Láamarkstekiur Var Verður ■ Einhlevpingur á ellilífevri 72.659 79.312 ■ Örorkulífevrísþeaí 73.546 80.200 ■ Frítekjumark ellilífeyrisþeaa 22.380 33.512 — Áslandsskóli í Hafnarfirði: Fimm kennarar í fullt starf grunnskóli Böðvar Jónsson talsmað- ur íslensku menntasamtakana segir að það gangi vel að fá kennara til starfa við Áslandsskóla. Meðal ann- ars hafa kennarar haft samband að eigin frumkvæði. Hann vill þó ekki upplýsa á hvaða kjörum verðandi kennarar munu starfa. Segir það ekki tímabært á þessu stigi, enda ekki búið að ganga frá neinum ráðn- ingarsamningum. Stefnt er að því að ráða fimm kennara í full starf og eitthvað af kennurum í hlutastarf. Aðspurður hvort samtökin hafi hug á því að færa enn frekar út kvíarnir með starfi í öðrum skólum segir hann að reynslan verði að skera úr um það. Guðrún Ebba Ólafsdóttir formað- ur Félags grunnskólakennara segist ekki hafa orðið vör við að skólastjór- ar grunnskóla séu að bjóða kennur- um hærri laun en kveðið er á í kjara- samningi. Hinsvegar sé dæmi þess að skólar úti á landi séu að bjóða ýmis fríðindi eins t.d. flutningsstyrki og niðurgreiðslu á ýmsum kostnaði vegna húsnæðis. Það sé álíka og ver- ið hefur í baráttu landsbyggðarskóla til að fá til sín kennara. ■ ÁSLANDSSKÓLI Svo virðist sem áhugi sé meðal grunnskólakennara að starfa hjá íslensku menntasamtök- unum I nýja skólanum I Hafnarfirði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.