Fréttablaðið - 09.05.2001, Síða 12

Fréttablaðið - 09.05.2001, Síða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 9. maí 2001 MIÐVIKUDACUR Reykjavík: Milljarðar í bílastæðahús miðborg. Ráðgert er að hefja fram- kvæmdir við tvö ný bílastæðahús í miðborg Reykjavíkur á þessu ári og er áætlaður byggingartími um tvö ár. Stefán Haraldsson, forstöðumaður bílastæðasjóðs Reykjavíkur, sagði að annars vegar væru um að ræða bíla- stæðahús á horni Barónstígs og Hverfisgötu og hins vegar á horni Túngötu og Suðurgötu. Stefán sagði að einnig stæði til að reisa bílastæðahús við Geirsgötu í tengslum við nýtt ráðstefnuhús og hótel við höfnina, en að það mál væri skemmra á veg komið. Hann sagði að áætlaður kostnaður við byggingu þessara þriggja bílastæðahúsa væri um 2 milljarðar króna. Húsið á horni Túngötu og Suður- götu mun væntanlega vera fyrir um 150 til 250 bíla, en húsið á horni Hverfisgötu og Barnónstíg fyrir um 400 bíla. ■ —♦— SECIST SAKLAUS „Sumir hafa dregið ásakanir sínar til baka og segjast hafa sett þær fram undir þrýstingi." Uppnám í Júgóslavíu: Kynferðislegt áreiti ráðherra belgrað. ap. Varaforsætisráðherra Júgóslavíu, Vuk Obradovic, sagði í gær að hann myndi ekki segja af sér þrátt fyrir mikinn þrýsting samflokksmanna sinna. Þeir vilja Obradovic úr embætti vegna meints kynferðislegs áreitis hans við flokkssystur sínar. Obradovic er meðlimur í Jafnaðarmanna- flokknum en stjórn hans íhugar nú hvort vísa beri honum úr flokknum. Það voru nokkrir meðlimir flokks- ins sem kröfðust fyrst afsagnar Obradovic sl. mánudag. Þá sendu þeir frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla um aó hann hefði gerst sekur um al- varlegt kynferðislegt áreiti. Ekki voru frekari upplýsingar gefnar um málið í yfirlýsingunni. Obradovic vísaði þessum ásökunum hins vegar á bug í gær og sagði þær hluta af stærra samsæri. Hann von- aðist einnig til þess að andrúmsloft- ið yrði hreinsað á fundi flokksfor- ystunnar. ■ ..♦— Ráðherra segir af sér: Mætti á nasistafund brussel. ap. Innanríkisráðherra flæm- ska hluta Belgíu, Johan Sauwens, sagði af sér í gær í kjölfar upplýsinga um að hann hefði mætt á endurfundi gamalla meðlima SS-sveita Hitlers nú um helgina. Sauwens viðurkenndi að hann hefði gert mistök með því að mæta á fundinn en sagði sér til máls- bóta að hann hefði ekki gert sér grein fyrir eðli fundarins. Hann sagðist hafa gengið út þegar einn ræðu- manna óskaði eftir enduruppbygginu Þýskalands sem stórveldis. Það voru Sint Maartensfond samtökin sem stóðu að fundinum en þau voru stofn- uð 1953 til stuðnings flæmskumæl- andi Belga sem gerðust sjálfboðalið- ar í baráttu Þjóðverja á austurvíg- stöðunum. Sauwens hefur verið með- Iimur síóan 1960. Ilann segist hafa haldið samtökin vera ópólitísk. ■ Castro í Iran: „Höfum beðið í 22 áru teheran. AP. Muhammad Khatami for- seti írans tók í gær á móti Fidel Castro Kúbuforseta sem þar er í op- inberri heimsókn. „Þjóð okkar hefur miklar mætur á Kúbumönnum og höfum við beðið komu Castro hingað í 22 ár,“ sagði Khatami. Mikil við- skipti eru á milli þjóðanna og sagðist Castro vona að heimsókn hans styrk- ti böndin enn frekar. „Heimsóknin til íran er mikill heiður fyrir mig og þjóð mína,“ Dagblöð í Teheran sögðu frá því að tengslin milli þjóðanna væru sterk vegna sameiginlegs óvinar sem væri Bandaríkin. Tilgangur leiðtogafund- arins væri að efla andstöðu við „heimsvaldastefnu" Bandaríkjanna. Bæði ríki eru beitt viðskiptaþvingun- um af Bandaríkjunum sem saka þau meðal annars um hryðjuverkastarf- semi. Víða má sjá merki um andstöðu við Bandaríkin í íran og kalla til dæmis margir þarlendir stjórn- málamenn stórveldið „hinn mikla Satan.“ Þá má sjá skilaboðin „dauði til Bandaríkjanna" í mörgum hót- elanddyrum í höfuðborginni. Castro segir ógjarnan frá ferðaáætlunum sínum með miklum fyrirvara af ör- yggisástæðum en búist er við því að forsetinn heimsæki næst Qatar og Malasíu. ■ KASTRÓ f TEHERAN Forseti Kúbu var aldrei þessu vant iklæddur jakkafötum en ekki herklæðnaði þegar hann hitti Khatami íransforseta. Búið að eyðileggj a árið fyrir mér og áhöfninni Fáránlegt að halda í verkfall þegar fyrirtækin eru rekin með tapi, segir Stefán Einarsson útgerðarmaður. Sömu kröfunum haldið fram án árangurs og aðrar látnar sitja á hakanum. TÖKUM ÞÁ AF LAUNASKRÁ Stefán segir réttast að taka forystumenn sjómanna af launaskrá meðan á verkfalli stendur. Það verði kannski til að leysa deiluna. verkfall „Ég er með tvo báta og fiskverkun og þetta verkfall þýðir ...4... einfaldlega að það . er búið að eyði- Þá segir hann leggja árið fyrir að sjómenn útgerðinni og gætu náð ýmsu áhöfninni"; segir fram en það nái Stefán Einarsson aldrei fram þar útgerðarmaður sem forystan sem er eins og einblíni á fleiri allt annað en stærstu mál og sáttur við ganginn haldi sjómönn- í kjaradeilu sjó- um á meðan manna og útgerða. kaup- og bóta- „Við erum bún- lausum í landi. ir að skipta okkar —4— mönnum út en þarna eru menn innandyra sem greinilega geta ekki samið“, segir Stefán og er mikið niðri fyrir. „En það má alls ekki setja lög á þetta. Það verður að klára þetta mál núna. Ég ætla ekki í eitt verkfall í við- bót.“ Stefán er ósáttur við áherslur sjómannaforystunnar. „Þeir eru alltaf að hjakka í þessu fiskverði. Það er sjálfsagt brenglað og bogið í ýmsar áttir en það á að fara öðru- vísi að því en svona.“ Þá segir hann að sjómenn gætu náð ýmsu fram en það nái aldrei fram þar sem foryst- an einblíni á stærstu mál og haldi sjómönnum á meðan kaup- og bóta- lausum í landi. Óánægjan nær einnig inn í rað- ir sjómanna. Jónas Sigmarsson, sjómaður frá Húsavík segir að sjó- mannaforystan hafi árum saman barist fyrir sömu májum án þess að ná þeim fram. „í staðinn er fórnað málum sem er orðið tíma- bært að vinna að og fyrir vikið erum við með samninga sem eru forngripir.“ Jónas segir að þakka megi for- ystumönnum sjómanna fyrir að búið sé að gera verkfallsrétt sjó- manna að bitlausu vopni. „Það tek- ur enginn mark á þessu lengur," segir Jónas og telur að skipta megi um forystu í sjómannahreyfing- unni. „Þó það sé búið að skipta um forystu í Farmanna- og fiskimanna- sambandinu er það bara sami söng-. ur í nýrri pípu. Svo eru menn sem hafa verið við völd í rúman áratug og aldrei komið með samning heim til sín. Það er ekkert til að hrósa sér af.“ Jónas á ekki von á að semjist í deilunni. Til þess þurfi að gefa eft- ir og það vilji hvorugur aðilinn. „Þeir ætla hvorugir að koma til sinna manna og segja að þeir hafi gefið eftir. Þá er auðveldara að láta ríkið stöðva þetta.“ binni@frettabladid.is Samtök gegn kynþáttafordómum: Duldir fordómar fordómar „Kynþáttafordómar eru vissulega til staðar en okkar verkefni verður helst það að koma í veg fyrir að þeir skjóti rótum“, segir Sverrir Bolla- son, einn þeirra sem stendur að stofn- un samtaka gegn kynþáttafordómum á Geysi Kakóbar næsta laugardag. Sverrir segir að markmiðið með stofnun samtakanna sé að hefja um- ræðu um kynþáttafordóma og vekja fólk til umhugsunar um hvað eru for- dómar og hvað ekki. Sverrir hafnar því að besta leiðin til að berjast gegn fordómum sé að úthýsa þeim og tala ekki um þá. „Það er alveg ljóst að for- dómar skapast aðallega af fáfræði. Við teljum að aðeins verði gert út af við fordóma með fræðslu og umræðu.“ Aðstandendur samtakanna segja fordóma vera útbreiddari en margur skyldi ætla og duldir fordómar ekki síður hættulegir en ofbeldisfullir öfga- hópar. Því er ætlunin að standa fyrir uppákomum og miðla upplýsingum til að upplýsa almenning um ranglæti og afleiðingar kynþáttafordóma. ■ Ný vísindi: Jákvæðni lengir lífið heilsa. Þeir sem búa að jafnaði við já- kvætt tilfinningalegt ástand verða síður veikir og lifa lengur, samkvæmt nýrri rannsókn sem Reuters sagði frá. „Það hefur lengi verið vitað að til- finningar svo sem þunglyndi eða árásargirni geti með tímanum leitt til veikinda,“ segir David Snowdon, pró- fessor við Kentrucky-háskóla. „Kenn- ing okkar er að neikvætt tilfinninga- legt ástand, svo sem kvíði, hatur og reiði safnist upp í líkamanum yfir tíma ... og auki líkurnar á að viðkom- andi fái í ellinni hjartaáfall, heilablóð- fall eða ýmsa öldrunarsjúkdóma. Snowdon hefur í 15 ár fylgst með yfir 600 sjúklingum sem eru yfir miðjum aldri og segist hann geta sagt fyrir um það með 85-90 prósent vissu hverjir eigi það á hættu að fá ýmsa öldrunarsjúkdóma. Byggir hann það einnig á gögnum sem hann hefur afl- að sér um líf sjúklinganna áður en hann hóf að fylgjast reglulega með þeim. „Þeim mun jákvæðari sem manneskja er, þeim mun minni strei- ta safnast fyrir í líkamanum," segir Snowdon. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.