Fréttablaðið - 10.05.2001, Page 6
6
FRÉTTABLAÐIÐ
10. mai 2001 FIMMTUDAGUR
Getnaðarvarnarplástur:
Jafn öruggur
og pillan
Fellaskóli:
Skólahandbók á údensku
chicago. flp. Heimsins fyrsti getnaðar-
varnarplástur er, samkvæmt rann-
sókn væntanlegs framleiðanda, jafn
öruggur og pillan. Plásturinn er til
skoðunar hjá embættismönnum rík-
isstjórnar Bandaríkjanna en hún
mun taka ár. Plásturinn, sem er á
stærð við eldspýtustokk, gefur frá
sér hormónin estrógen og progestin
og á, líkt og pillan, að koma í veg fyr-
ir egglos. Irannsókninni voru bornar
saman 812 konur sem notuðu plástur-
inn í a.m.k sex tíðarhringi og 605 sem
tóku pilluna. Fimm konur með plás-
tra urðu óléttar en sjö sem voru á
pillunni. Munurinn er ekki talinn
marktækur. ■
skólamAl Skólahandbók Fellaskóla
verður þýdd á fimm tungumál og
er markmiðið að stuðla að árang-
ursríkum samskiptum við fjöl-
skyldur sem hafa annað móðurmál
en íslensku. Ekki skýrist fyrr en i
haust á hvaða tungumál verður
þýtt.
„Þetta eykur líkur á góðri sam-
vinnu skóla og heimila og dregur
einnig úr kostnaði vegna túlkaþjón-
ustu. Tilgangurinn er að bjóða nýja
nemendur og forráðamenn þeirra
velkomna og stuðla þannig að far-
sælu samstarfi heimila og skóla,“
segir Sigurlaug HrundSvavarsdótt-
ir, umsjónarmaður nýbúamála og
nýbúakennari við Fellaskóla, sem
ásamt Hrönn Baldursdóttur náms-
ráðgjafa hefur umsjón með verk-
efninu, sem hlaut 200.000 króna
styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla
Reykjavíkui'.
í handbókinni verða hagnýtar
grunnupplýsingar um skólastarfið,
þar á meðal mikilvæg símanúmer,
þjónusta sem veitt er í skólanum,
skóladagatal, skólareglur, félags-
starf og tómstundir.
Að sögn Kristínar Jónsdóttur
forstöðumanns þróunarsviðs
Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur er
styrkurinn fyrst og fremst veittur
vegna frumkvæðisins en ekki
FELLASKÓLI
■ Nemendur
Fjöldi nemenda 552
Fjöldi nýbúa 40 (7%)
■ Bekkiardeildir
Fjöldi bekkjardeilda 28
Fjöldi bekkjardeilda
með nýbúum 21 (70%)
vegna handavinnunnar sem feist í
að þýða handbókina. Þarna er, að
mati Kristínar, veriö að ríða á vaðið
og sýna að þetta er hægt. ■
FARSÆLT SAMSTARF HEIMILA
OG SKÓLA
( Fellaskóla er litið þannig á að fjölbreyti-
leiki auðgi skólastarf og að allir nemendur
eigi jafnan rétt á þjónustu.
Danmörk:
Nýnasistar
reknir út
pómstólar íbúar bæjarins
Nðrresundby á N-Jótlandi fögnuðu
ákaft í gær þegar héraðsdómsstóll
komst að þeirri niðurstöðu að erfða-
skrá sem arfleiddi nýnasista að húsi
í bænum væri ógilt plagg. Það var
gamall danskur nasisti, Gunnar
Gram, sem arfleiddi flokksbræður
sína að húsinu. Hálfsystir hans gerði
hins vegar tilkall til eigninnar og
ógilti dómstóllinn erfðaskrána í kjöl-
farið. Vafasamt þótti að einn af vott-
um skrárinnar var meðlimur í Nas-
istaflokknum en hann hafði augljósa
hagsmuni af því að húsið félli þeim í
skaut og stangast það á við dönsku
erfðalögin. íbúar bæjarins hafa
staðið fyrir mótmælum fyrir utan
húsið sl. tvö ár og fögnuðu úrskurð-
inum. ■
—♦—
Útlendingahatur:
Sendinefnd
til S-Afríku
kynpAttamisrétti Ríkisstjórnin hefur
falið félagsmálaráðuneyti að undir-
búa för sendinefndar á þing Samein-
uðu þjóðanna um kynþáttamisrétti og
útlendingahatur sem haldinn verður í
Durban í S-Afríku um mánaðamótin
ágúst-september n.k. Samkvæmt
upplýsingum úr ráðuneytinu er ekki
enn vitað hversu margir verða í þess-
ari sendinefnd né heldur hverjir
verða í henni. Undirbúningur að því
er í þann veginn að hefjast. Hinsveg-
ar er talið að íslendingar geti lært
mikið af því að sækja þingið og lært
af biturri reynslu annarra þjóða í
þessum efnum. ■
—♦—
Forstjóri Amazon selur
hlutabréf:
Vissi hann
um lækkun?
viðskipti. Sala Jeff Bezoz, forstjóra
og aðaleiganda Amzon.com, á bréf-
um í fyrirtækinu hefur vakið grun-
semdir hjá Bandaríska verðbréfa-
eftirlitinu, SEC, að því er Reuters
geinir frá. Með nokkurra daga
millibili í febrúar síðastliðnum
seldi Bezos 800 þúsund hluti í inter-
netfyrirtækinu rétt áður en verð-
bréfafyrirtækið Lehman Brothers
lækkaði mat á fyrirtækinu. Grun-
semdir eftirlitsins beinast að því
hvort líklegt hafi verið að Bezos
hafi vitað af fyrirhugaðri lækkun
Lehman og því gripið til sölunnar.
Forstjórinn fékk tæplega 12 millj-
ónir dollara fyrir bréfin þegar hann
seldi þau, en verðgildi þeirra
minnkaði umtalsvert eftir að
Lehman breytti afstöðu sinni
nokkrum dögum síðar. „Þeir hafa
beðið okkur um ýmsar upplýsingar
og við munum glaðir hjálpa þeim á
allan þann hátt sem við getum,“
sagði talsmaður Amazon. ■
Verslunarráð óttast kreppu
Stórtæk aðgerðaáætlun til að endurvekja efnahagslegan stöðugleika.
efnahagsmál . Framkvæmdastjórn
Verslunarráðs íslands telur nauðsyn-
legt fyrir stöðugleika efnahagslífsins
að stjórnvöld bregðist skjótt við mik-
illi og óvæntri lækkun á gengi ís-
lensku krónunnar sem geti haft í för
með sér að hraðar og meira hægi á
efnahagsstarfseminni en vonast hafi
verið til. Framkvæmdastjórnin setti í
gær fram tilllögur sínar um það
hvernig stjórnvöld geti komið í veg
fyrir samdrátt í atvinnulífinu.
f fyrsta lagi er lögð til lækkun
tekju- og eignaskatta á fyrirtæki og
afnám stimpilgjalds til að skapa at-
vinnulífinu sóknarfæri og treysta
skattalega samkeppnisstöðu íslands.
í öðru lagi er að Seðlabankinn
lækki vexti og stuðli þannig að al-
mennum vaxtalækkunum til að
styrkja atvinnulífið og gengi krón-
unnar.
í þriðja lagi er lagt til að ríkis-
stjórnin taki erlent lán til að styrkja
eiginfjárstöðu Seðlabankans og auka
þannig framboð af erlendu fjármagni
inn á gjaldeyrismarkaðinn og styrkja
Seðlabankann.
í fjórða lagi að ríkissjóður gangi á
inneign sína í Seðlabankanum og
greiði innlendar skuldir og noti fé
sem fæst við einkavæðingu til að
greiða niður innlendar skuldir til að
styrkja gengið.
Þá er lagt til að einkavæðingu rík-
SÓKN GEGN SAMDRÆTTI
Þingmennirnir Einar K. Guðfinnsson og Guðjón A. Kristjánsson voru á morgunverðarfund-
inum þar sem Verslunarráð kynnti tillögur sínar um úrbætur í efnahagsmálum.
isbanka og Landssímans verði hraðað
og að þeim fengnir erlendir fjárfestar
til að auka fjárstreymi til landsins.
Ennfremur að stjórnvöld hafi forystu
um að auka eigið fé fjármálafyrir-
tækja til að styrkja eiginfjárhlutföll
TILLÖGUR VERSLUNARRÁÐS
1. Skattar á fyrirtæki verði lækkaðir.
2. Seðlabankinn lækki vexti.
3. Ríkið taki erlent lán til að styrkja
Seðlabankann.
4. Ríkið noti inneign sína í
Seðlabankanum til að greiða
niður innlendar skuldir sínar.
5. Einkavæðingu verði hraðað og
fengnir erlendir fjárfestar. Rikið
gangist fyrir styrkingu eigin-
fjárstöðu fjármálafyrirtækja.
6. Fyrirtæki þurfi ekki að gera
ársreikninga I islenskum krónum.
7. Drifið verði i uppbyggingu virkjana
og stóriðju með uppbyggingu
Norðuráls og álvers í Reyðarfirði.
þeirra og koma í veg fyrir samdrátt í
útlánum.
í sjötta lagi er lagt til að íslenskum
fyrirtækjum verði heimilað að setja
fram ársreikninga sína og gera upp
til skatts í erlendum gjaldmiðlum og
hætta notkun verðbólgureiknings-
skila.
Að lokum leggur Verslunarráð til
að sem fyrst verði gengið frá samn-
ingum um frekari uppbyggingu stór-
iðju og virkjana með stækkun Norð-
uráls og nýju álveri í Reyðarfirði.
gar@frettabladid.is
Umberto Eco um Berlusconi:
Segir einveldi
í uppsiglingu
HALLDÓR BJÖRNSSON VARAFORSETI ASÍ
Segir að seiglan í sér sé alveg ótrúleg.
Ársfundur ASÍ:
Halldór er að hugsa
verkalýðshreyfing Halldór Björnsson
varaforseti ASÍ segist ekki vera bú-
inn að gera það upp við sig hvort
hann gefur kost á sér til til endur-
kjörs á ársfundi sambandsins sem
haldinn verðurl seinnihluta mánað-
arins. Hann leggur þó áherslu á að
sem formaður Starfsgreinasam-
bandsins eigi hann að sitja í mið-
stjórn fari svo að hann gefi ekki
áfram kost á sér í embætti varafor-
seta. Halldór sem er á áttræðisaldri
var kosinn varaforseti ASÍ á þingi
þess í nóvember sl. Áður hafði hann
látið af störfum sem formaður Efl-
ingar sökum aldurs.
Töluverðar þreifingar eiga sér
stað innan verkalýðshreyfingarinnar
vegna ársfundarins og óvissu um
framtíð Halldórs sem varaforseta.
Aðspurður hvort það sé ekki lýjandi
að standa í eldlínunni segir hann að
það sé alveg ótrúlegt hvað seiglan í
sér sé mikil. Hann segist þó reyna að
vinna þetta eins létt og mögulegt er,
enda með góða samstarfsmenn bæði
innan ASÍ og Starfsgreinasambands-
ins. ■
Róm, ap ítalski rithöfundurinn Um-
berto Eco hvetur landa sína til þess að
líta á þingkosningarnar á sunnudag-
inn sem eins konar „siðferðilega at-
kvæðagreiðslu" og greiða atkvæði
gegn Silvio Berlusconi.
Eco skrifaði í dagblaðsgrein í gær
að sigri fjölmiðlakóngurinn
Berlusconi í kosningunum verði í
raun ríkjandi einveldi á Ítalíu, því svo
mikil völd væru komin á hendur
þessa eina manns að „ekki einu sinni
englar" gætu staðist freistingarnar
sem af því hlytust. Lýðræði á Ítalíu er
í hættu, að mati Ecos.
Berlusconi ræður yfir fjölmiðla-,
fjármála- og íþróttaveldi sem metið
er á nærri 1.200 milljarða íslenskra
króna. Meðal annars ræður hann yfir
stærstu einkareknu sjónvarpsstöð-
inni á Ítalíu, og sem forsætisráðherra
hefði hann yfirráð yfir ríkissjónvarp-
inu að auki.
Berlusconi hefur ekki ljáð máls á
því að losa sig við eitthvað af eignum
sínum hljóti hann kosningu, en hann
segist ætla að leggja fram frumvarp
um hagsmunaárekstra á fyrstu 100
dögum sínum í embætti.
Berlusconi er spáð miklum sigri í
kosningunum á sunnudag, en helsti
andstæðingur hans er Francesco
Rutelli, fyrrverandi borgarstjóri í
Róm. Andstæðingum hans hefur ekki
BERLUSCONI HINN MIKLI
Silvio Berlusconi kom fram í sjónvarps-
þætti á þriðjudaginn, en honum er spáð
sigri I kosningunum á sunnudag.
tekist að sameinast undir einni „regn-
hlíf“ og sundrung þeirra hefur óneit-
anlega komið Berlusconi til góða. ■