Fréttablaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 10. maí 2001 FRETTABLAÐIÐ 7 Hátíðarhöld á Rauða torginu: 56 ár frá stríðslokum moskva. ap. Mikið var um dýrðir á Rauða torginu í Moskvu í gær þegar Rússar héldu upp á 56 ára afmæli sig- ursins yfir þýsku nasistahreyfing- unni. Vladimir Pútín, forseti Rúss- lands, hélt ræðu fyrir framan bygg- inguna sem hýsir lík Leníns og sagði sigurinn mikilvægan fyrir land og þjóð. „Sigurinn gerði okkur kleift að lifa saman í friði, vinna að skapandi verkefnum og gerði ríki okkar sjálf- stætt og stolt,“ sagði forsetinn. Hermennirnir sem börðust í stríð- inu voru viðstaddir, en þurftu nú í fyrsta sinn ekki að taka þátt í her- göngu um torgið af aldursástæðum. „Ég tala ávallt við skólabörn á þess- um degi, svo að börnin viti hvað stríð SIGURSINS MINNST Aldnir hermenn úr síðari heimsstyrjöldinni þurftu nú í fyrsta skipti ekki að fara í her- göngu á hátíðisdaginn. er ... til þess að þau geti haldið frið- inn,“ sagði fyrrum hermaðurinn Mik- hail Rugarkov, 85 ára. ■ Þróun tekna af útflutningi: Alið eykst en ekki fiskur ÚTFiUTNiNCUR. Þekkingariðnaður, ferða- þjónusta og áliðnaður verða uppistað- an í vexti útflutnings á næstu tíu árum, að því er kom fram í máli Þórð- ar Friðjónssonar forstjóra Þjóðhags- stofnunar á fundi Verslunarráðs í gær. Til þess að halda hér lífskjörum á við samanburðarþjóðir okkar þarf að vera 3 % árlegur hagvöxtur á þessu tímabili, og til þess að svo megi verða þarf vöxtur útflutningsverðmæta að vera 4-6% á ári. Þjóðhagsstofnun spá- ir því að ferðaþjónusta og þekkingar- iðnaður, sem er að hluta inn í flokkn- um önnur þjónusta og að hluta í flokknum aðrar vörur í grafinu sem fylgir fréttinni, muni halda 5% árleg- SPÁ UM SKIPTINGU ÚTFLUTNINGS | I Spó um skiptingu útflutnings 2000 og 2010. 2000 2010 Ferðaþjónusta 15% 15% Önnur þjónusta 20% 20% Aðrar vörur 10% 13% Ál 12% 20% Sjávarafurðir 43% 32% Heimild Þjóðhagsstofnun um vexti, en hlutdeild áls í útflutn- ingsverðmætum mun aukast úr 12 í 20% . Hlutur sjávarafurða minnkar á hinn bóginn úr 43% í 32%. Spáin er miðuð við að tvö álver og tengdar virkjanir komi til á tímabilinu. ■ STUTT Hugbúnaðarfyrirtækið Kögun hf. skilaði 44 milljóna króna hagn- aði á síðari helmingi rekstrarárs fyr- irtækisins en það er frá 1. október til 30. september. Rekstrartekjur fé- lagsins jukust verulega miðað við sama sex mánaða tímabil á síðasta rekstrarári, fóru úr 329 milljónum króna í 566 milljónir. Rekstrargjöld jukust einnig mikið eða í 475 millj- ónir króna miðað við 282 milljónir áður. Hagnaður félagsins eftir skatta var 44 milljónir króna. —♦— Fjárkláðamaur hefur nú greinst á nítján bæjum í Víðidal í Húna- þingi. Kostnaðurinn við að útrýma honum hleypur á tugum milljóna króna. RÚV greindi frá. Velferð mæðra lykilatriði: Sænskar mæður hafa það best washington. ap Samkvæmt skýrslu al- þjóðlegu samtakanna Bjargið börn- unum (Save the Children) hafa sænskar mæður það best í heimi. í skýrslunni voru ýmsir þættir er varða mæður og börn könnuð, svo sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu, notkun og fræðsla um getnaðarvarn- ir, læsi og þátttaka í stjórnmálum. 94 lönd voru tekin til athugunar. Næst á eftir Svíþjóð komu Noregur, Dan- mörk og Finnland, þá Holland, Sviss, Kanada, Austurríki, Ástralía og Bret- land. Verst var ástandið í Gíneu Bissau, Burkina Faso, Eþíópíu og Mali. Samkvæmt skýrslunni er aðgengi að læknisþjónustu á meðgöngu og í fæðingu auk aðgengi að nútímaleg- um getnaðarvörnum lykilatriði er kemur að velferð kvenna. Aukin tækifæri til menntunar eru mjög mikilvæg auk varna gegn HIV veirunni og ofbeldi. Velferð mæðra skilar sér í aukinni velferð barna sagði formaður samtakanna í gær. í Eþíópíu t.d. þar sem eingöngu 2% kvenna nota getnaðarvarnir og MÓÐIR SYRGIR Palestínskar mæður hafa oft þurft að syrg- ja börn sín undanfarna mánuði eingöngu 10% kvenna fá læknisað- stoð við fæðingu deyja nær 12% barna á fyrsta ári. í Svíþjóð deyja 0,3% barna á fyrsta ári. Þar eru nær allar fæðingar undir eftirliti lækna og hjúkrunarfólks og 71% kvenna. ■ UTANDAGSKRÁR umræður um efnahagsmál A alþingi Davið Oddsson forsætisráðherra segir þýðingarmikið að menn átti sig á því að breytingar á gengisþróuninni undanfarið eigi ekki rætur að rekja til efnahagslegra aðstæðna á Islandi. Steingrímur J. Sigfússon sagði Davíð hafa eignað sér góðærið á sínum tíma en firra sig nú allri ábyrgð á efnahagsþróuninni. Ráðherrar segja hag- kerfið 1 góðu jafnvægi Hart deilt um gengisþróun krónunnar á Alþingi. Stjórnarandstaðan óttast vaxandi verðbólgu. efnahacsmál. Hart vat deilt um efna- hagsmál og gengisþróun krónunnar í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að 6% lækkun krónunnar mið- vikudaginn 2. maí væri nú öll gengin til baka og að þýðingarmikið væri að menn áttuðu sig á því að þær breyt- ingar sem orðið hefðu á gengisþróun- inni í síðustu viku ættu ekki rætur að rekja til efnahagslegra aðstæðna á fs- landi. Davíð gagnrýndi stjórnarandstöð- una fyrir að hafa hlaupið upp til handa og fóta í síðustu viku og líkja miðviku- deginum við blóðugasta dag krónunn- ar, því nú liti út fyrir að blóðið væri aftur runnið inn í æðarnar og því virt- ist sem meira flökBt væri í stjórnar- andstöðunni í þessu máli en genginu. Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, sagði tíma til kominn að forsætisráðherra liti upp úr sandkassanum. Hann sagði að samkvæmt greinargerðum fjár- málastofnana kæmi í ljós að menn óttuðust mjög að vaxandi verðbólga færi að bíta fast í afkomu fyrir- tækja þegar líða tæki á árið og að það skapaði hættu á hækkandi verðlagi sem myndi bitna á almenn- ingi. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, gagnrýndi forsætisráðherra, sem hann sagði hafa eignað sér góðærið á sínum tíma, fyrir að firra sig nú allri ábyrgð á efnahagsþróuninni og koma henni á Seðlabankann. Hann sagði viðbrögð stjórnarandstöðunn- ar í síðustu viku hafa verið rétt því öll skilaboð, sem komið hefðu úr ís- lenska hagkerfinu, bentu til þess að óstöðugleiki væri að aukast og að mikil óvissa ríkti um framtíðina. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, var harðorð- ur í garð ríkisstjórnarinnar, sem hann sagði hafa misst öll tök í geng- ismálum. Hann sagði hrollvekju blasa við í íslensku efnahagslífi því áfram væri verið að kynda undir þenslu. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði að í grundvallaratriðum væri hagkerfið í góðu jafnvægi og efnahagsstaða landsins sterk. Þó út- lit væri fyrir minni hagvöxt í ár en síðustu ár væru engar sérstakar líkur á því að lendingin yrði hörð. ■ Álfasala SÁÁ dagana 10.-13. maí -w- Sölufólk athugið Skráning og afhending álfa fyrir sölufólk á höfuðborgarsvæðinu hefst í dag kl 16:00 að Ármúla 18 • Góð sölulaun • Góð skemmtun • Gott málefni Leggðu þitt af mörkum til að hjálpa öðrum í dag www.firmaskra.is Upplýsingar um íslensk fyrirtæki á netinu éröafélagar ehf FERÐffl FYHlH FATlAÖA Spánn og Portúgal fyrir þroskahefta Ennþá eru örfá sæti laus í ferðir okkar fyrir þroskahefta til Spánar og Portúgal í sumar. Gamla verðið gildir ef greitt er fyrir 15. maí. Við svörum í síma alla daga til kl. 10 á kvöldin nema laugardag og sunnudag til kl. 17. Uppl. gefur Sveinn í síma 564-4091 og 899-4170.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.