Fréttablaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 10. maí 2001 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: IP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta alft efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Góðar nýbúagreinar Fjölmenningarkonur skrifa: Greinar Fréttablaðsins og fréttir um nýbúa, tregðu til þess að ráða menntafólk úr þeirra hópi í störf við hæfi, fjölmenningarlega viðleitni í landinu og almennt um kjör þeirra hafa vakið mikla ánægju margra okkar úr hópi lesenda. Þetta fólk þarf að sjást og ræða um sína hagi eins og aðrir íslendingar. Þannig fær það eðlilega sjálfsmynd og við vitneskju sem okkur er nauðsynleg til þess að taka þeim eins og jafningjum. Við skorum á ykkur á Fréttablaðinu að halda áfram á þessari braut og láta ekki deigan síga. ■ Gísli Rúnar þýddi verkið leiðrétting í blaðinu í gær var spjall- að við Björgvin Franz Gíslason um söngleikinn Hedwig. Þar kom fram að Hallgrímur Helgason hefði þýtt verkið sem er ekki rétt heldur var það Gísli Rúnar Jónsson sem það gerði. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. ■ 45 milljarðar LEiÐRÉTTiNG í frétt um samningaferli og fjárútvegun vegna stækkunar Norðuráls á síðu 2 í blaðinu í gær var sagt að fjárfesting Columbia Ventures vegna nýframkvæmda yrði 150 milljón dollara eiginframlag og 300 milljónir dollara, sem teknir yrðu að láni. Það er rétt en hinsvegar var viðsnúningur í íslenska mynt ekki réttur, en þar er um að ræða annars vegar 15 milljarða íslenskra króna og hins vegar 30 milljarða íslenskra króna. ■ TÍSKUVERSLUNIN Smort Crtmeba vmúntaðayéfl Sumar- vörur | komnar MORE * MORE Uf t i 'hilO; ii /i 'i i Glæsibæ s. 5888050 Við erum jákvæð ígarð „sólsetursiðnaðarins“ Þegar gengið er í álver inn er þrennt sem vekur athygli. í fyrsta lagi lýsir sölu- og markaðsdeildin með fjarveru sinni. í öðru lagi eru skrifstofur í vinnuskúrunum sem reistir voru í upphafi vega. Þarna er allt með verkfræðingabrag og for- stjóraflottheit hvergi sjáanleg. I þrið- ja lagi eru engar birgðageymslur hvað þá birgðir. —4— Álklumparnir eru settir í eins tonna stæður út í gám og sendir við- stöðulaust til Billiton risafyrir- tækisins fyrir 170.000 krónur á tonnið, takk. Það má bráðum margfalda með 90.000 og fá út söluverðmætið. Samt var upphafsfjárfestingin, 21 „Gæti reynst mjög dýrt við fjármögnun á stækkun." milljarður króna plús 9, svo mikil að arðsemi eiginfjár verður ekki næg nema að álverið sé stækkað um meira en helming. Til þess þarf að verja 45 milljörðum til viðbótar, gróflega reiknað á tímum gengisflökts. Álframleiðsla hefur verið nefnd „sólsetursiðnaður" en samt eru ís- lendingar jákvæðir í garð álvera. Það eru ekki nema 20-30% sem í könnun- um streitast á móti nýjum álverum, en hinir styðja þau eða láta sér fátt um finnast. Og lítil ytri mengun er af nútíma álverum, nema náttúrulega koltvísýringsútblásturinn og duggun- arlítið af flúorídi og brennisteini. En allt verður innan marka í þeim efnum nema Kyoto markanna sem eru ekki gengin í gildi enn. Og svo er álið létt og nýtilegt, framleitt með „grænni iyi.á.1.manoa EINAR KARL HARALDSSON ræðir við Ragnar Guðmundsson hjá Norðuráli. orku“. Fróðlegt er að heyra viðhorf Ragnars Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra til gengisóróa og verð- bólguskota. „Við sjáum í útborgunum hér strax um síðustu mánaðamót að við erum að græða á þessu til skamms tíma. En þegar fram í sækir leiðir svona þróun til óróleika og óánægju meðal starfsfólks og þverrandi trausts á íslensku efnhagslífi meðal erlendra lánveitenda. Það gæti reynst okkur mjög dýrt við fjár- mögnun á stækkun Norðuráls." Ekki einu sinni þeir sem græða á því vilja gengisfellingar og verð- bólgu aftur. ■ Margar virkjanir í takinu vegna Norðuráls T anrlsvirTiiin Rpfur laoraslrvlrli virkjanir Landsvirkjun hefur laga- skyldu til þess að útvega Norðuráli raf- magn í samræmi við starfsleyfi fyrir- tækisins, sem heimilar því að reka 180 þúsund tonna álver, en í júní verður verksmiðjan í Grundartanga í stakk búin til þess að framleiða 90 þúsund tonn á ári. Stækkun í næsta áfanga er 90 þúsund tonn og fellur hann innan Lítils- ramma starfsleyfisins. Ef semst um raforkuverð og annað þá þarf Lands- virkjun að hafa til reiðu orku fyrir Norðurál 2004 og framkvæmdir við virkjanir að hefjast sem fyrst því helmingi lengri tíma tekur að virkja heldur en stækka álver. Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, sagði á fundi Verslunarráðs HEIÐARCÆSIN FÆRIR SIC Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkj- unar telur að með núverandi hug- myndum um Norðlingaöldulón sé ekki um „óhæfilega rýrnun á náttúruvernd- argildi Þjórsárvera" að ræða. háttar röskun á Þjórsárverum Aðeins 1,4 ferkílómetri af gróðurlendi fer undir Norðlinga- öldulón í stað 93 ferkilómetra samkvæmt eldri hugmyndum. í gær að Búðarhálsvirkjun og Norð- lingaölduveita væru forsendur fyrir því að hægt væri að standa við orkuaf- hendingu 1320 gígawattstundir á ári til Norðuráls á árinu 2004. Síðar, á árun- um 2006-7, þegar framkvæmdum við fyrsta áfanga Kárahnjúkavirkjunar væri lokið, mætti sinna þörfum Norð- uráls fyrir 60 þúsund tonna viðbót með Núpsvirkjun í Þjórsá á vegum Lands- virkjunar eða virkjunum á vegum Hitaveitu Suðurnesja á Reykjanesi og virkjunum Orkuveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum og Hellisheiði. ■ náttúruvernp Um Þjórsárver gilda al- þjóðlegir samningar og þar er varp- stæði heiðargæsarinnar meðan á Eyjabökkum var aðeins um að ræða fellisvæði hennar. Þess vegna verður að fara varlega að öllum fram- kvæmdum sem snerta verin. Þetta var skoðun Friðriks Sophussonar for- —4-—- stjóra Landsvirkj- unar á fundi Versl- unarráðs í gær. Hann benti á að samkvæmt auglýs- ingu um friðlýsingu svæðisins frá 1981 hefði Landsvirkjun „Sammála Þjórsárvera- nefnd um frek- ari rannsóknir" —♦— og aftur 1987 heimild fyrir Norðlingaöldulóni með 581 metra vatnshæð, ef í ljós kæmi að það væri hægt að gera „án þess að náttúruverndargildi svæðisins rýrni óhæfilega.“ Með hugmyndum um dælingu úr lóninu hefði sá kostur nú reynst ákjósanlegur, að hafa vatnsyf- irborðið aðeins 575 metra, og þá færi aðeins 5,6 ferkílómetrar af Þjórsár- verum undir vatn, í stað 27,7 ferkíló- metra áður, og þar af aðeins 1,4 fer- kílómetrar af gróðurlandi í stað 93 ferkílómetra samkvæmt eldri hug- myndum. Þetta er innan við 2% af varpstæði heiðargæsarinnar. Friðrik taldi að hér væri ekki um „óhæfilega rýrnun á náttúruverndargildi að ræða“, og gæsin myndi hæglega færa sig um set miðað við svo litla röskun. Friðrik sagði að Landsvirkjun og Þjórsárveranefnd væru sammála um að frekari rannsóknir þyrfti að gera í tengslum við tillögurnar um 575 metra vatnshæð, en þær þyrfti að gera fyrst og fremst vegna þess að fyrri rannsóknir og líkön hefðu miðað við 581 eða 579 metra vatns- hæð. Hann vonaðist til þess að út- koman yrði Landsvirkjun hagstæð og hægt væri að koma Norðlinga- ölduveitu í opinbert umhverfismat í haust. í því sambandi minntist hann á það sem lögfræðilegt álitaefni hvort Náttúruvernd ríkisins væri beint framhald af Náttúruverndar- ráði, sem upphaflega stóð að samn- ingum um friðlýsingu Þjórsárvera, og taldi í öllu falli að síðasta orðið lægi hjá umhverfisráðherra. ■ Ekkert samþykki enn Árni Bragason forstjóri Náttúruverndar ríkisins segir Þjórsárveranefnd ekki hafa samþykkt 575 metra vatnshæð á Norðlingaöldulóni. Niðurstaðan gæti orðið ósk um frekara umhverfísmat. náttúruvernp íslenskir fram- kvæmdaaðilar virða ekki nægilega friðlýst svæði á íslandi. Þetta er skoðun Árna Brágasonar for- stjóra Náttúru- verndar ríkisins. Hann segir að Þjórsárver séu mikilvægasta há- lendissvæði ís- lands og falli undir RAMSAR samn- inginn um verndun votlendissvæða. Þjórsárveranefnd, sem sé Náttúru- vernd ríkisins til ráðuneytis í sam- FRIÐLÝSINGAR LÍTILSVIRTAR Árni Bragason segir íslenska framkvæmdaaðila ekki virða nægi- lega friðlýst svæði bandi við verndun veranna og virkj- anaframkvæmdir þar um slóðir, hafi ekki samþykkt 575 metra vatns- hæð á Norðlingaöldulóni, og telji sig ekki hafa forsendur til þess án frek- ari rannsókna. í nefndinni eigi sæti 3 fulltrúar sveitarstjórna á virkjun- arsvæðinu og einn fulltrúi Náttúru- verndar og einn fulltrúi Landsvirkj- unar. Hún hafi á hinn bóginn 3. maí sl. hafnað öllum hugmyndum um lón með hærra vatnsyfirborði og lagt áherslu á að horfið verði frá áform- um um 6. áfanga Kvíslarveitu. Allir nefndarmenn séu sammála um þessi atriði. Árni Bragason segir að þegar um framkvæmdir á friðlýstum svæðum sé að ræða séu leyfisveitendur tveir, viðkomandi sveitarfélög og Nátt- úruvernd ríkisins. Áður en slíkar framkvæmdir séu settar í opinbert umhverfismat beri að leita leyfis sveitarfélaga og Náttúrverndar. Stofnunin hafi verið hunsuð í sam- bandi við umhverfismat á Kísilgúr- verksmiðjunni við Mývatn og Kára- hnjúkavirkjun sem snerti friðlýst svæði við Kringilsárrana. Að hinu sama hafi verið ýjað í sambandi við Norðlingaöldulónið, en sú viðbára að Náttúruvernd ríkisins sé ekki lögformlegt framhald af Náttúru- verndarráði standist ekki eins og lögin frá 1996 beri skýrt með sér. Hann segir hins vegar að ef niður- staða Þjórsárveranefndar verði að mæla með því að Norðlingaöldulón verði gert og miðað við 575 metra vatnshæð, verði að setja framkvæmdina í lögformlegt um- hverfismat. Þjórsárveranefnd kem- ur næst saman um miðjan næsta mánuð. ■ ORÐRETT Við erum að sameina fólk evrópusambanpið „Eins og komið hefur fram byggist ESB á opnu markaðs- hagkerfi og frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. Þrátt fyrir það er sambandið neikvætt sósíalískt fyrir- bæri í svarthvítum heimi frjáls- hyggjumanna og fer hin félagslega vídd mikið fyrir brjóstið á þeim. Þessi staðreynd, þ.e. opið markaðshagkerfi og félagsleg vídd sem standa eiga vörð um grundvallarréttindi einstak- linga, gerir það að Evrópusambandið nýtur víðtæks stuðnings meðal hóf- samra stjórnmálaafla og flest öll ríki Mið- og Austur-Evrópu hafa sótt um aðild að því. Þannig hyggjast þau styrkja efnahags- og menningarlega sjálfsmynd sína og sjálfstæði og festa lýðræðislega stjórnunarhætti í sessi. Þetta viðhorf kemur vel fram í grein Václavs Havels, forseta Tékklands, hér í blaðinu 6 þ.m. Havel segir að ör- lög þjóða ráðist af því hvort þær loki sig af í þeirri von að válynd veður þessa heims fari fram hjá eða hvort þær taki virkan þátt í gangi heimsins og axli sinn hluta af ábyrgðinni. Að mati Havels er sjálfsmynd þjóða ekki ógnað utan frá. Ef hún er í hættu er ástæðunnar fyrst og fremst að leita innan frá. Þetta er mjög í anda þeirra gilda sem ESB stendur fyrir - eða eins og Monnet (einn helsti frumkvöðull um nánari samvinnu Evópuríkja- aths. Fréttablaðsins) sagði: „Við erum ekki að skapa samsteypu ríkja, við erum að sameina fólk.“ Úlfar Hauksson, formaður Evrópusamtakanna, i Morgunblaðsgrein 9. maí 2001.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.