Fréttablaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 10. maí 2001 FRETTABLAÐIÐ 11 Sarajevo: Múslimar mótmæla Saka erlend ríki um áhugaleysi. Fá ekki að endurbyggja moskur. Þúsundir múslima krefjast þess að lögum verði komið yfir serbneska þjóðernissinna sem þeir segja að ofsækí þá. sarajevo. flp. Þúsundir bosnískra mús- lima mótmæltu á götum Sarajevo fram á gærmorgun. Vildi fólkið vekja athygli á ofbeldi Serba í garð músli- ma sem snúið hafa tilbaka til heimila sinna. Eftir að hafa gengið um götur miðborgar Sarajevo staðnæmdist mannfjöldinn fyrir utan skrifstofu Wolfgang Petritsch sem er helsti stjórnaerindreki Bosníu á alþjóða- vettvangi. Telja múslimar að ofsókn- um Serba á hendur þeim sé haldið leyndum fyrir alþjóðasamfélaginu og að stjórn landsins aðhafist lítið til að verja þá. Mótmælin komuf kjölfar óeirða sem Serbar efndu til um síðustu helgi vegna áforma múslima um að endur- byggja tvær moskur sem eyðilögðust í sprengjuárásum í Bosníustríðinu. Síðastliðin mánudag efndu Serbar til óeirða í bænum Banja Luka þar sem þeir köstuðu grjóti og veifuðu kyndl- um fyrir utan byggingu múslima. Nokkrum lögregluþjónum sem tóku þátt í óeirðunum hefur verið vikið úr starfi, en tugir múslima slösust. Ljóst er að spenna í samskiptum múslima og Serba hefur ekki verið meiri síðan Bosníustríðinu lauk árið 1995. Vojislav Kostunica, Júgóslavíu- forseti, sem er í New York, sagðist áhyggjufullur vegna ástandsins. Sagði hann eftir fund sem hann átti með Kofi Annan, aðalritara Samein- uðu Þjóðanna, að sumar kirkjur og moskur ætti ekki að endurbyggja „því að slíkt geti hrundið af stað óeirðum." Haft var eftir óbreyttum borg- ara í Sarajevo, múslimanum Avdija Sisic, að „áhugaleysi alþjóðasamfé- lagsins hefði þessi áhrif.“ Ekkert eftirlit væri með samskiptum Serba og múslima, en ef ástandið lagaðist ekki þyrfti augljóslega að grípa inn í með einhverjum hætti. Sisic, sem kominn er á efri ár, hafði meðferðis hafnarboltakylfu sem hann sagðist ekki búast við að nota nema „í neyð.“ ■ Flóttamennirnir flýja landsbyggðina líka Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fyrstir komu er fluttur frá viðtökusveitarfélagi. Suðvesturhornið heillar flóttamenn rétt eins og landsbyggðarfólk. FYRSTI HÓPURINN Aðeins ein af sex fjölskyldum sem kom til isafjarðar 1996 er þar enn. Allir þeir sem komu til Blönduóss tveimur árum síðar eru fluttir. Skaut kennara sinn: „Það var slys“ PAUVLBEACH. flqripa, ap Við réttarhöld í gær sagði fjórtán ára bandarískur piltur, Nathaniel Brazill, með tárin í augunum að hann hefði ekki ætlað sér að hleypa af skammbyssu sem hann tók með sér í skólann í maí á síðasta ári. Skotið varð Barry Gru- now, kennara piltsins að bana. „Þetta var slys,“ sagði pilturinn, en hann á yfir höfði sér ævilangt fang- elsi án náðunarmöguleika verði hann fundinn sekur um morð að yf- irlögðu ráði. ■ JC DAGUR Á (SLANDI Lisa A. Parrish er.varaforseti JCI og eru þáu lönd sem hún þjónar öll í norðanverðri Evrópu. Varaforseti JCI staddur á Islandi: Gestur á JC degi heimsókn Hér á landi er stödd Lisa A. Parrish varaheimsforseti Junior Chamber International. Lisa var kjörin í þetta embætti til eins árs á heimsþingi samtakanna sem haldið var í Japan í haust. Hingað er hún komin til að viðstödd JC daginn á ís- landi sem er 10. maí. Lisa A. Parrish er endurskoðandi og framkvæmdastjóri stórs endur- skoðunarfyrirtækis í Bandaríkjunum og mun hún halda námskeið fyrir JC félaga á íslandi meðan á dvöl hennar stendur. ■ flóttamenn. Flestir þeir flóttamenn sem hafa komið hingað til lands og notið aðstoðar Flóttamannaráðs við að aðlagast íslensku þjóðfélagi eru fluttir úr viðtökusveitarfélagi sínu. Stærstur hluti þeirra sem fyrstir komu hafa flutt á suðvesturhornið en nokkrir þeirra sem síðar komu fluttu aftur til heimalands síns. Fyrstu flóttamennirnir komu til landsins 1996. Þeir voru 30 talsins og settust að á ísafirði þar sem þeim bauðst aðstoð við að koma sér fyrir og aðlagast íslensku þjóðfélagi. Síðan þá hafa sex hópar til viðbótar komið hingað til lands á vegum Flótta- mannaráðs, alls 141 einstaklingur. Fyrsta fjölskyldan flutti frá ísa- firði þremur árum eftir komuna og nú er ein fjölskylda eftir. Á Höfn í Hornafirði voru allir kyrrir í tvö ár en í dag býr um helmingurinn á höf- uðborgarsvæðinu. Frá Blönduósi eru allir farnir. Öðru vísi horfir þó við hjá þeim sem hafa komið síðustu tvö árin. Á Dalvík búa enn allir þeir sem þangað komu 1999 ef undan er skilin ein fjölskylda sem flutti aftur til Kosovo og sömu sögu er að segja um þá sem komu til Hafnarfjarðar. Allir sem komu til Reyðarfjarðar héldu aftur til síns heima en ein fjöl- skylda gæti verið á leið til íslands aftur. „Það er enginn mælikvarði á flóttamannaverkefnið eða vilja flóttamanna til að búa á landsbyggð- inni hvort þeir eru búsettir þar í dag eða ekki“, segir Hólmfríður Gísla- dóttir, deildarstjóri flóttamanna hjá Rauða krossinum. Hólmfríður segi að það sama eigi við um íslendinga og þá flóttamenn sem hafa sest hér að. „Ef ekki er vinnu að hafa og fólk hefur ekki lffsviðurværi þá flytur það burt.“ Hólmfríður segir að sér þyki sárt að heyra gert lítið úr því mikla starfi sem lagt hefur verið á sig í þeim sveitarfélögum sem hafa tekið við flóttamönnum. Brottflutningur flóttamanna frá þeim stöðum þar sem þeim er komið fyrir sé ekki áfellisdómur yfir flóttamannaverk- efninu heldur markist það af stöðu byggðamála. ■ Breytt tollafgreiðsla: Gengur marg falt hægar tollmeðferð „Öll afgreiðsla gengur margfalt hægar en áður“, segir Áskell Jónsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs íslandspóst, um afleiðingar þess að Hæstiréttur úrskurðaði tollafgreiðslunni óheimilt að opna sendingar sem koma hingað til lands. Því hefur ekki verið hægt að tollafgreiða sendingar fyrr en heim- ild viðtakanda er fenginn og hefur það valdið töfum. Misjafnt er hversu fljótt fólk er að bregðast við og því hafa safnast upp ótollskoðaðar sendingar og af- hending tafist sem hefur valdið óá- nægju sumra viðskiptavina. Áskell segir ekki ljóst hve mikill kostnaður hlýst af flóknara afgreiðsluferli en leggur áhersla á að hann leggist ekki aðeins á póstinn heldur einnig á við- skiptavini sem þurfa að mæta á stáð- inn og vitja sendingar eða senda heimild til tollmeðferðar. Samkvæmt lögum er allur inn- flutningur virðisaukaskattskyldur. Áskell segir að finna verði sann- gjarna leið við afgreiðslu svo flýta megi afgreiðslu. Sú ákvarðanataka liggi hins vegar hjá fjármálaráðu- neytinu. ■ E1 Salvador: Uppnám vegna jarð- skjálfta san SALVADOR.AP. Tíu jarðskjálftar riðu yfir E1 Salvador á 30 mínútum í gær, og olli jarðskjálftahrina miklu upp- námi meðal 'landsmanna en hvórki skemmdum né slysum. Skjálftarnir voru 3 til 4,8 stig á Richter og er upp- haf þeirra talið nálægt San Vicente héraðinu, en það varð verst úti þegar að jarðskjálfti að stærðinni 6,6 stig á Richterskala reið yfir 13. febrúar síð- astliðinn. Að minnsta kosti 1246 manns létust í þeim jarðskjálfta og jarðskjálfta, sem mældist 7,6 og reið yfir svæðið 13. janúar. ■ skipulagsmál. Náttúruvernd ríkisins hefur skilað inn umsögn til Skipu- lagsstofnunar vegna landfyllingar í Arnarnesvogi, en áætlanir eru uppi um það að reisa þar íbúðabyggð á næstu árum. Það er mat Náttúru- verndar að matsskýrsla geri ekki nægilega grein fyrir hugsanlegum umhverfisáhrifum landfyllingarinn- ar og að því ætti framkvæmdin að fara í frekara mat. Náttúrvernd bendir á að á undan- förnum árum hafi orðið mikil rösk- un af mannavöldum við fjörur á á höfuðborgarsvæðinu. Hvað íbúða- byggð snertir er það álit stofnunar- innar að ef nægjanlegt byggingar- land sé til í landi Garðabæjar beri að meta kosti þess að byggja á því í stað þess að byggja á landfyllingu í voginum. Telur stofnunin mikilvægt að halda í þær leirur og voga sem eftir eru ósnertir á höfuðborgar- svæðinu, því ómanngerð náttúra muni vafalítið auka gildi Garðabæj- ar í framtíðinni. ■ AP/HIDAJET DELIC

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.