Fréttablaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 10. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 MYNDBRHYTTUR BOTTICELLI Ekki er öllum sama hvernig jógúrt er auglýst. eyrisþega. Miðinn gildir einnig í hin hús safnsins. Sýnigarnar standa til 1. októ- ber. Ljósmyndasýning grunnskólanema stendur yfir í Cerðubergi. í vetur hafa þeir unnið undir handleiðslu hugsjóna- mannsins Marteins Sigurgeirssonar og afraksturinn hangir á veggjum Gerðu- bergs. Sumar myndanna eru Ijóðskreytt- ar aðrar segja sjálfar ailt sem segja þarf. Sýningin stendur til 2. júní. MYNPLIST______________________________ Ropi er yfirskrift myndlistarsýningar sem opnuð hefur verið í Nýlistasafninu. [ SÚM sal er Anna Líndal að velta fyrir sér gjaldföllnu gildismati, í Gryfju safns- ins sýnirólöf Nordal skúlptúr og gagn- virk myndverk og í Forsal safnsins sýnir Valka (Valborg S. Ingólfsdóttir) leirstyttur og vatnslitamyndir. Hlíf Ásgrímsdóttir hefur opnað sýning- una Innivera í Galleríi Sævars Karls. A sýningunni eru vatnslitamyndir, Ijós- myndir og skúlptúr. Petta er fimmta einkasýning Hlífar. Sýningin stendur til 23. maí. Hrafnkell Sigurðsson hefur opnar sýn- ingu á verkum sínum í galleríi i8, Klapp- arstíg. Sýnd verða nýjustu verk Hrafnkels af tjöldum í íslensku vetrarumhverfi. Sýn- ingin er opin þriðjudaga til laugardaga kl. 13-17 ogstendurtil 16. júní. Jón Gunnarsson, listmálari, hefur opn- að sýningu á olíu- og vatnslitamyndum í Hafnarborg í Hafnarfirði. Jón er þekktur fyrir sjávarmyndir sínar þar sem hann sýnir störf við fiskveiðar og - vinnslu. Á undanförnum árum hefur Jón í auknum mæli sótt efnivið sinn í íslenskt landslag, ekki síst í uppland Hafnarfjarðar. Sýning- in er opin milli kl. 11 og 17 alla daga nema þriðjudaga og lýkur 14. maí nk. í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg hefur Kristján Jónsson opnað sína 6. einka- sýningu. Öll verkin á sýningunni eru unnin á þessu ári og sérstaklega með rými Stöðlakots í huga. Sýningin er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14- 18 og lýkur 13. maí. Jean Posocco sýnir í Sverrissal, Hafnar- borg. Yfirskrift sýningarinnar er Stemm- ing eða „Ambiance". Á sýningunni eru vatnslitamyndir, flestar unnar á þessu ári. Posocco stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla (slands 1985-1989 og er þetta 5. einkasýning hans. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 11- 17 og henni lýkur 14. maí. í Norræna húsinu sýna fimm myndlist- armenn frá Svíþjóð Rose-Marie Huuva , Erik Holmstedt, Eva-Stina Sandling, Lena Ylipaa og Brita Weglin. Norður- botn er á sömu norðlægu breiddargráð- um og (sland og að flatarmálí helmingi stærra þó íbúar séu þar álíka margir og á [slandi. Sýningin stendur til 13. mai. í Listasafninu á Akureyri stendur yfir sýning á Ijósmyndum eftir hinn þekkta franska Ijósmyndara Henri Cartier- Bresson, en líklega hefur enginn átt meiri þátt í því að gera Ijósmyndun að viðurkenndri listgrein. Opið 14-18. Sýn- ingin stendur til 3. júní. i gallerí@hlemmur.is stendur yfir sýning Erlu Haraldsdóttur og Bo Melin „Here, there and everywhere". Á sýningunni leika þau Erla og Bo sér að því að breyta Reykjavík í fjölþjóðlega borg með aðstoð stafrænt breyttra Ijós- mynda. Opið 14-18. Sýningin stendurtil 6. júní. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning norska listmálarans Odds Nerdrums, sem baðst nýverið afsökunar á því að hafa siglt undir fölsku flaggi með því að kalla sig listamann. Sýningin er opin 10- 17 en til kl. 19 miðvikudaga. Sýningin stendur til 27. maí. Sjö olíumálverk er á sýningu Kristinar Geirsdóttur í Hallgrímskirkju. I verkunum er lögð áhersla á krossinn, þríhyrninginn og litinn en verkin voru gerð sérstaklega fyrir þessa sýningu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9-17. Sýningin stendur til 20. maí. „Heimskautalöndin unaðslegu" er heiti sýningar sem lýsir með myndrænum hætti lífi, starfi og hugsjónum Vestur- íslendingsins Vilhjálms Stefánssonar. Sýningin er um leið kynning á umhverfi, menningarheimum og málefnum norðurslóða, en hún er í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu og er opin 10-17. Sýningin stendurtil 4. júní. „Á meðan eitthvað er að gerast hér, er eitthvað annað að gerast þar" nefnist sýning á vekum Bandarlkjamannsins John Baldessari sem stendur yfir I Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Hann er eitt af stóru nöfnunum I samtí- malistasögunni og hefur verið nefndur Ijóðskáld hinnar öfugsnúnu fagurfræði og húmoristi hversdagsleikans. Sýningin er opin 11-18 og fimmtudaga til kl. 19. Sýningin stendur til 17. júní. Norðmaðurinn Gisle Nataas hefur opnað sýningu á Mokka-kaffi við Skólavörðustíg. Sýninguna nefnir lista- maðurinn Eitt andartak og þrjár sam- ræður og fjallar hún um hreyfingu og rými. Ljós og skugga. Sambandið á milli mynda og samræðna og þau áhrif sem hlutirnir hafa á rýmið. [ Listasafni Sigurjón Ólafssonar er sýning á verkum Sigurjóns sem spanna 30 ára tímabil í listsköpun hans. Sýndar eru Ijósmyndir og verk í eigu safnsins, raunsæisverk, andlitsmyndir og abstrakt verk. Fram til 1 júní er safnið opið lau- gardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma. Sýningin stendur til 1. júní. Ásdís Kalmanheldur sýningu í Listasalnum Man, Skólavörðustíg, á abstrakt-málverkum sem hún hefur gert á sl. tveimur árum. Þetta er hennar 4. einkasýning. Flórens á Ítalíu: Osæmileg auglýsing? mynplist Antonio Paolucci er for- stöðumaður Lista- og sögusafnsins í Flórens á Ítalíu. Þar í miðbænum hafði jógúrtframleiðandi nokkur sett upp þessa auglýsingu í þeirri von að fleiri myndu freistast til þess að gæða sér á framleiðslu hans. Pa- olucci var hins vegar ekki par hrif- inn, því á auglýsingunni getur að líta hluta af hinu ódauðlega málverki „Venus“ eftir Sandro Botticelli, nema hvað myndinni hefur verið breytt með tölvu. Hann kærði jógúrtfram- leiðandann fyrir vísvitandi afskræm- ingu á listaverki Botticellis. Kærunni fylgir krafa um 500 milljón lírur. ■ VEITINGAHÚS Toppstaður Sommelier við Hverfisgötu er einn besti veitingastaður borg- arinnar. Þar fer saman fyrsta flokks matur og þjónusta. Fusion- eldhúsið er aðalsmerki staðarins þannig að óvæntar blöndur verða gjarnan á vegi braðlaukanna. Þetta átti svo sannarlega við bæði um súpu og kjúklingabringur sem smakkaðar voru á dögunum. Matseðillinn á Sommelier er til fyrirmvndar þar sem mælt er nteð nokkrum víntegundum sem fara vel með hverjum rétti. Þjónustan er fyrsta flokks, formleg eins og hæfir veitingastað í þessum verð- flokki en um leið afar glaðleg. Steínunn Stefánsdóttí Hverfisgötu 46 Verðlag: Hátt, meðalverð aðalrétta 2800 kr. Umhverfi: Einstaklega notalegt, fallegur borðbúnaður og fyrsta flokks vínglös. Matur: í hæsta gæðaflokki. Hverjir koma: Áhugafólk um mat og vín auk þess sem útlendingar virðast vera búnir að uppgötva staðinn. Kostir: Hér er hægt að ganga að því besta. Gallar: Engir nema auðvitað það að geta ekki leyft sér að borða þarna oftar. Réttí veitingastaðurinn fyrir þá sem ætla að gera sér regiulegan dagamun. BIRGIR ANDRÉSSON OG BENEDIKT GESTSSON Til þess að standa vörð um þjóðlegar hneigðir og forn gen sem leynst gætu með íslenskum myndlistarmönnum var ákveðið að veita viðurkenningu þeim myndlistarmanni sem ræktar hvað frumlegast slíkan arf í myndsköpun sinni. Gallerí Áhaldahúsið veitir viðurkenningu: Myndlistarmönnum á Islandi alltaf kalt viðurkenning Birgi Andréssyni mynd- listarmanni hefur verið formlega veitt staðfestingarskjal þess efnis að hann er handhafi ullarvettlinga Gall- erí Áhaldahússins fyrir árið 2001 en viðurkenningin er nú veitt í fyrsta sinn. Afhendingin fór fram við lát- lausa en hátíðlega athöfn á horni Klapparstígs og Grettisgötu. Fyrr á árinu voru honum afhentir ullarvett- lingarnir við enn látlausari og hátíð- legri athöfn. Ástæður þess að ákveð- ið var að hafa viðurkenninguna ullar- vettlinga er eftirfarandi: í fyrsta lagi er það hráefnið sjálft sem fengið er af reifi sannanlega landnámsrollu, í annan stað vegna hins grípandi forms vettlinganna, í þriðja lagi vegna þeirrar vísunar sem prjóna- skapur hefur til list- og handmennta á íslenskum baðstofuloftum allt til vorra daga. Síðast en ekki síst vegna þess að myndlistarmönnum á íslandi hefur alltaf verið kalt. ■ Ritaskrá Einars Ólafs Svéinssonar: Afkastamikill fræðimaður b.íkur Komin er út Ritaskrá Ein- ars ðlafs Sveinssonar sem var gerð í 100 ára minningu Einars Ólafs Sverr- issonar þann 12. desember 1999. Ein- ar ólafur var einn afkastamesti og þekktasú fræðimaður þjóðarinnar á sinni tíð. Hann naut mikillar virðing- ar sem vísindamaður og var vinsæll af alþýðu, ekki síst fyrir upplestur sinn á fornsögum í útvarp. Eftir hann hafa komið út 16 frumsamdar bækur sem hafa verið þýddar, ýmis á dön- sku, norsku, ensku, frönsku eða kín- versku og sumar frumsamdar á er- lendu máli. Ólöf Benediktsdóttir tók saman. Bókin er 88 blaðsíður. Jassklúbburinn Múlinn: Tena Palmer og félagar tónleikar Jassklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikum hvert fimmtudagskvöld í Húsi Málarans. í kvöld á jasssöng- konan Tena Palmer að koma fram. Með Tenu koma fram gítarleikararnir Hilmar Jensson og Pétur Hallgríms- son, Kjartan Valdimarsson á píanó og Matthias Hemstock á trommur. Tena segist ætla að flytja á tónleikunum eitthvað sem hún kallar „elect- roaccoustic-groove-poetry“. ■ Fyrirlestur í Hugvísindastofnun: Þögnin flókin og ekki falleg saga Tónskóli Sigursveins: Fagnar 10 ára afmæli bókmenntaumræða Dagný Kristjáns- dóttir ræðir bók Vigdísar Grímsdótt- ur Út úr þögninni kl.12.05 í stofu 301 í Nýja Garði. Þögnin er ef til vill flóknasta skáldsaga Vigdísar Gríms- dóttur hingað til og „falleg" er þessi saga ekki. Ein persóna hennar er rússneska tónskáldið Pytor Ilyich Tchaikovsky og mögnuð tónlist hans leikur ólítið hlutverk í byggingu textans. Eins og Tchaikovsky fjallar Vigdís í list sinni um grundvallarspurningar. Hún fjallar meðal annars um til- finningar manna, tengsl og aðskilnað og ást sem verður of mikil, of lítil eða fer á annan hátt á skjön við allt og alla. ■ tónleikar í tilefni þess að Árbæjar- deild Tónskóla Sigursveins er 10 ára á þessu ári eru sérstakir hátíðartón- leikar í Árbæjarkirkju í kvöld kl. 20. Þetta er jafnframt lokaátakið í af- mælishátíðarhöldunum en í vetur hefur þess verið minnst með ýmsum hætti þ.á.m. með tónleikum víðs veg- ar um hverfið og í Árbæjarskóla. Ráðstefna um tilíinningagreind: Ert þú framúrskarandi einstaklingur? ráðstefna Ráðstefnan Tilfinninga- greind verður haldin í dag kl. 9-12 á Hótel Sögu. Á ráðstefnunni verður fjallað um hlutverk tilfinninga í ár- angri. Fyrirlesari á ráðstefnunni er Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusál- fræði, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarsmiðju IMG. Rannsóknir sýna að það er tilfinn- ingagreind sem aðgreinir framúr- skarandi einstaklinga frá hinum. Til- finningagreind fjallar um getu til að skilja sjálfan sig, stjórna eigin til- finningum og færn í að skilja og vinna með öðru fólki. Allt frá því fyrsta bók Daníels Golemans um til- finningagreind kom út í Bandaríkj- unum árið 1995 hefur umræðan um hlutverk tilfinninga í árangri verið að aukast. í nýjustu bók sinni Work- ing With Emotional Intelligence tek- ur Goleman fyrir árangur fólks í starfi. Rannsóknir hans á frammi- stöðu framúrskarandi starfsmanna í 181 starfi í alls 121 fyrirtæki hafa leitt í ljós að tilfinningagreind skýrir um 70% af frammistöðu þeirra. Fag- leg geta og vitsmunagreind til sam- ans virðast ekki skýra meira en um 30% af muninum milli framúrskar- andi einstaklinga og þeirra sem stan- da sig ekki eins vel. ■ MAÐUR OG BRAUÐ Ofimoto bindur brauð við höfuð á sjálfboðaliða i London. Japönsk list: Brauðmaður- inn ógurlegi listamenn Japanski listamaðurinn Tatsumi Orimoto lætur sér ekki nægja að snæða sitt daglega brauð, heldur finnst honum ógurlega snið- ugt að festa brauðhleifa utan á höfuð fólks. Orimoto er einn virtasti lista- maður Japans. Hann hefur ferðast um allan heim í hlutverki lifandi listaverks sem hann kallar „Breadman", eða Brauð- manninn. Hvar sem Brauðmaðurinn kemur er skipulögð skrúðganga, og um síðustu helgi var hann staddur í London þar sem hann gekk í farar- broddi skrúðgöngu eftir Oxford- stræti. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.