Fréttablaðið - 10.05.2001, Page 16

Fréttablaðið - 10.05.2001, Page 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 10. maí 2001 FIMMTUDAGUR Hollow man: Ohugnaður á rannsóknarstofu 2. sæti Myndin Hollow Man er annar söluhæsti DVD diskur landsins. Myndin fjallar um starfsfólk rann- sóknarstofu sem rekin er af banda- ríska hernum. Rannsóknarfólkið kemst á snoðir um geislavirkt efni sem gerir dýr og fólk ósýni- legt. Efnið hefur hinsvegar ýmsar aukaverkanir í för með sér. Eitt af því sem hefur aukið vin- sældir DVD diska er að oft er að finna ýmislegt auka efni á DVD diskunum. Hollow Man diskurinn hefur til dæmis að að geyma slatta af heimildamyndir, sýnt er bak við tjöldin, ónotaðar senur og viðtöl við leikara. PVD LISTI~[ Söluhæstu DVD diskamir I verslunum Skífunnar |LOSER ný á lista 0 HOLLOW MAN ný á lista A TERMINATOR úr 1. sæti #1 X-MEN ^ úr 2. sæti 0 INDEPENDENCE DAY (ID4) w úr 3. sæti Me, Myself & Irene: Geðklofagrín i. sæti Fjórða stærsta mynd síðasta árs er komin á sölumyndband og trónir á toppnum á sölulista Skífunn- ar. Jim Carrey leik- ur Charlie, lög- reglumann sem er geðgóður og greiðvikinn mað- ur og er afar annt um syni sína þrjá. Því miður er Charlie líka geðklofi og ef hann hættir að taka lyfin sín nær Hank, hinn þer- sónuleikinn, yfirhöndinni. Hank er kjaftfor og orðljótur slagsmálahundur og eiga þeir Charlie og Hank eiga ekkert sameig- inlegt nema Irene (Renée Zellweger) sem þeir eru báðir ást- fangnir af og þar kemur að þeir verða að takast á um hylli hennar. MYNDBANPALISTI 1 Söluhæstu myndböndin í verslunum Skífunnar A ME, MYSELF & IRENE óbreytt Q 8UENA VISTA SOCIAL CLUB ný á lista 0 TITAN A.E. (MEÐ ÍSLENSKU TALI) úr 2. sæti (0 MAN ON THE MOON i ný á llstð (0 COYOTE UGLY úr 4. sæti HÁSKÓLABÍÓ HACATORCI, SIMI 530 1919 Þar sem allir salir eru stórir Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 [TRAFFIC kl. 10 fÍHIRTEEN DAYS kl. 7 og 10 Ibilly ELLIOT ki. 8 llfHEGÍFT kl. 5.45 STATil MAlð SLAOE RUNNER kl. 10.30 LALLIJOHNS kl. 6 VILLIUÓS kl. 8 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 FlLIVUiNDUR_____ múm spilar á hugsj ónar tónleikum Margar frægustu hljómsveitir landsins spila í kvöld til stuðnings stríðshrjáðum Palestínumönnum. tónleikar í kvöld verða haldnir styrktartónleikar í Hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð í þágu stríðshrjáðra Palestínumanna. Hljómsveitirnar sem hafa ákveðið að leggja baráttunni lið eru múm, Vígspá, X Rottweilerhundar, Andlát og raftónlistarmaðurinn Skurken. Félagið Ísland-Palestína, í sam- starfi við Listafélag MH, sér um skipulagningu tónleikanna. Féiagið hefur verið starfrækt í fjórtán ár en m.a. markmiða þess er að vinna gegn hverskonar þjóða- og kyn- þáttaandúð, kynna baráttu Palest- ínumanna og stuðla að því að ís- lendingar leggi sitt af mörkunum til að réttlát og friðsamleg lausn finn- ist í deilu þjóðanna tveggja sem gera tilkall til Palestínu. Að sögn Eldars Ástþórssonar, varaformanns félagsins, hefur fólk allsstaðar að úr heiminum risið upp gegn hernámi ísraelsmanna og yf- irgangsstefnu stríðsglæpamanns- ins Ariels Sharon. „Sharon hefur ávallt staðið gegn friðarsamningum ísraela við nágrannalönd sín og Palestínumenn. Undanfarin misseri hefur hann þverbrotið friðarsamn- inga fyrri ríkisstjórna" segir Eldar. „Hljómsveitirnar vilja leggja sitt af mörkunum til að styðja við bakið á þjóðfrelsisbaráttu Palestínumanna og kröfu þeirra um sjálfsögð rétt- indi. Allir sem koma fram á tónleik- unum gefa því vinnu sína. „Ágóði tónleikanna rennur til kaupa á sjúkragögnum og til stuðnings við KOMIN ÚR TÓNLEIKAFERÐ UM DANMÖRKU múm spilar í kvöld til stuðnings við þjóðfrelsisbaráttu Palestínumanna. starfsemi UPMCR, sem reka sjúkrahús á herteknu svæðum Palestínu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og standa fram til miðnættis. Miðaverð er einungis 600 krónur en 400 krónur fyrir meðlimi Nemenda- félags MH. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Hversu raunverulegt er raun- veruleikasjónvarpið? Mark Burnett, framkvæmdastjóri Survi- vor-þáttanna, viður- kenndi nú í vikunni að sum atriði í þátt- unum væru „endur- leikin" til þess að þau kæmu betur út í sjónvarpi og að staðgenglar væru notaðir til þess að leika þátttakendur í þáttunum í sumum af þessum „end- urtökum". Burnett segir að sér stan- di fullkomlega á sama þótt einhverj- um finnist slíkt ekki samræmast markmiði þáttanna. „Ég er að búa til frábært sjónvarp," segir hann kotroskinn í viðtalið við New York Times. Bandaríski leikarinn John Lith- gow á það víst til að taka lagið stöku sinnum. Hann kom nú síðast fram með Boston Pops hljómsveit- inni, sem sérhæfir sig í sykursætri vellu, og lét sér ekki muna um að sprikla eins og vit- laus maður í leið- inni. Meðal annars hoppaði hann um eins og kengúra meðan hann söng Iag eftir sjálfan sig, „Marsipual Sue“, en lagið fjallar um kengúru sem þjáist af krónískum hausverkj- um og bakverkjum. Leikkonan og eróbikfrömuðurinn Jane Fonda, var heiðruð fyrir leiklistarferil sinn af Film Society of Licoln í New York. Film Society ákvað að heiðra hana fyrir heillandi og ástríðu- fullan leik gegnum árin. Hún vann Ósk- arsvérðlaunin árið 1971 fyrir leik sinn í myndinni Klute og aftur sjö árum sein- na í myndinni Coming Home. Fonda, sem er 63 ára, lýsti því yfir að hún ætlaði ekki að snúa sér aftur að leik- listinni. Hún hefur sótt um skilnað við Ted Turner en þau giftu sig árið 1991 og entist sambandið næstum því í tíu ár. Aðrír sem fengu verð- laun á hátíðinni voru Sean Connery, AI Pacino, Audrey Hepbúrn, Clint Eastwood og Bette Davis. Nicole Kidman, fyrrum eigin- kona Tom Cruise, hefur farið þess á leit við dómstóla aö Matthew nokkrum Hooker verði bannað að koma nálægt heimil an heidur því fram að maöurinn. sem segist vera ljóðskáld og hand- ritshöfundur, hafi hangið fyrir utan heimili hennar til þess eins að berja hana augum. IJann hefur auk þess reynt að ná sambandi við hana í gegnum umboðsskrifstofu sem fer með hennar mál. Kornið sem fyllti mælinn var bréf sem hann sendi henni þar sem hann lýsti ást sinni á henni og skrifaði m.a. „Þú finnur ekki yndislegri mann, sálufélaga eða betri eiginmann en mig. Þó að þú eigir tvö börn eru þau engin fyrirstaöa. Ég mun ganga þeim í föðurstaö." Kidman kærir sig víst ekkert um góðmennskuna. hennar. Kidn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.