Fréttablaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 10. maí 2001 FIMMTUDAGUR Fjölbreyttur listi: Mest af skáldsögum metsölubækur Þegar rýnt er í met- sölulista Amazon.com er greinilegt að smekkur þeirra sem kaupa bæk- ur á netinu er hreint ekki einsleitur. Á listanum er að finna allt frá lítilli bænabók í pólitíska lesningu meðal annars með viðkomu í skáldsögum, ferða- og matreiðslubók og sjálfs- hjálparbók. Efsta bókin á listanum, The Prayer of Jabez, er lítil bók um bæn- ir og í öðru sæti er heldur viðameiri bók, saga verðlaunahests frá folaldi til frægðar, Seabisquit: An Americ- an Legend. í þriðja sæti er reyfari eftir höfundinn vinsæla Mary Higg- ins Clark. Þetta er dularfull spennu- saga í hennar anda, sú 24. í röðinni og flestar hafa bækur hennar verið á metsöluslistum. Bandaríkjamenn eru enn að gera upp forsetakosningarnar í vetur og í fjórða sæti metsölulistans á Amazon er pólitísk bók, greinilega rituð af andstæðingi A1 Gores. Bókin Hollywod Moms er nýkom- in út og er myndabók með frægum H o 11 y w o o d - stjörnum sem ýmist eru ljós- myndaðar með mæðrum sínum eða dætrum. Þessi bók hefur runnið út sfem mæðradagsgjöf French Lessons er ferða, matar- og vínbók í senn og hefur höfundur hennar áður gefið út bók um matar- gerð í Próvence héraðinu franska. Death in Holy orders er ellefta bókin um Adam Dalgliesh, lögreglu- manninn breska sem við íslend- ingar þekkjum bæði úr sjón- varpinu og bók- um sem hafa komið út í Kilju- klúbbi Máls og menningar. Bækur P.D James standa alltaf fyrir sínu ef menn eru fyrir góða krimma á annað borð. Bók Anne Tyler, Back When We Were Grownups er skáldsaga þar sem söguhetjan, Rebecca 57 ára ætt- móðir í teygjufjölskyldu, gerir upp líf sitt. A Common Life, sömuleiðis skáldsaga er 6. bókin í flokki sem Nefnist The Mitford Years og fjallar um prest nokkurn, ævi hans og ástir og í tíunda sæti er sjálfshjálparbók þar sem boðað er að taka beri breyt- ingum í lífinu sem tækifæri til að gera enn betur. D/EATH IN HOLY OR’DERS R D. JAMES METSÖLUBÆKUR TOPP 10 Á AMAZON.COM Qt David Kopp, Bruce H. Wilkinson: THE PRAYER OF JABEZ Laura Hillenbrand: SEABISQUIT M Mary Higgins Clark: ON THE STREET WHERE YOU LIVE fþ Bill Sammon AT ANY COST: HOW AL GORE TRIED TO STEAL THE ELECTION ^ Joyce Ostin (myndir) og Carrie Fisher (texti) HOLLYWOOD MOMS Daniel Goleman: TILFINNINGAGREIND fþ P.D. James: DEATH IN HOLY ORDERS íj Anne Tyler: BACK WHEN WE WERE GROWNUPS (01 Jan Karon: A COMMON LIFE: THE WEDDING STORY Spencer Johnson og Kenneth H. Blanchard: WHO MOVED MY CHEESE?: AN AMAZING WAY TO DEAL WITH CHANGES IN YOUR WORK AND IN YOUR LIFE Platanof í Hafnarfjarðarleikhúsinu: Holdið sá möndull sem allt snýst um leiklist Hafnarfjarðarleikhúsið og Listaháskóli íslands sýna í kvöld eitt af sígildu verkum leikbókmenntana, P1 í leikgerð Péturs Einarssonar og Kjartans Ragnarssonar. Leiksýningin, sem er fyrsta út- skriftarverkefni leiklistarnema við nýjan Listháskóla, fjallar um einstak- linga úr efri stéttum rússnesks sam- GÍSLI ÖRN GARÐARSSON Þótt vettvangur leikritisins sé hjá rússneskum aðli fyrir um öld siðan gæti samkvæmið eins hafa átt sér stað í Reykjavík í gær. félags í upphafi síðustu aldar. Hópur fólks hittist að vori á óðalssetri til að gera sér glaðan dag (og nótt) og fagna komandi sumri. En eins og vænta má á fallegu vori tekur til- hugalífið óvænta stefnu og áður en dagur rís hefur þetta annars dyggð- um prýdda fólk farið um víðan völl í tilfinninga og tilhugalífi þar sem holdið er sá möndull sem allt snýst um. Næstu sýningar eru á morgun, laugardag og sunnudag. Miðaverð er aðeins 700 kr. eða á sama verði og einn bíómiði. ■ FIMMTUDAGURINN 10. maT Styrktartónleikar í Hlaðvarpanum: Hjálpa börnum á Indlandi að mennta sig styrktartónleikar Félagið Vinir Ind- land standa fyrir styrktartónleikum í Hlaðvarpanum í kvöld kl. 20 en fé- lagið er liður í starfi Húmanista- hreyfingarinnar. Tónleikarnir í kvöid er liður í f jársöfnun til stuðn- ings verkefnum sem hópar sjálf- boðaliða í hreyfingunni eru að vinna að í S-Indlandi s.s. menntun barna, stuðningur við munaðarleysingja- heimili o.fl. Að sögn Kjartans Jónssonar, eins af stofnendum félagsins, stuðl- ar söfnunin að aukinni menntun barna sem koma frá fjölskyldum sem eru um og undir fáfæktarmörk- um. „Við hófum starfsemina síðasta haust og gengu þá inn í starf sem þegar var verið að vinna úti. Starf- semin var ekki mjög öflug, en mjög skipulögð, og varð innkoma okkar til þess að hún efldist til muna.“ Kjartan sagði að stöðugt væri verið að safna peningum úti og kæmi framlagið héðan sem mótframlag FJÖLDI BARNA ÞARFNAST AÐSTOÐAR Börnin á Munaðarleysingjahæli í Chinnai sem Vinir Indlands styðja við. Á myndinni má sjá glitta í Kjartan Jónsson í bakgrunni. og virkaði þetta því sem mikil hvatning. „Við viljum að ábyrgðin sé í höndum þeirra úti“. Listafólkið og þeir sem taka þátt í skipulagningu tónleikanna, gefa vinnu sína þannig að hver króna mun renna óskipt til verkefna á Indlandi. Miðverð er 1.500 kr. Þeir sem koma fram eru Sigrún Eð- valdsdóttir, fiðluleikari, Gunnar Eyjólfsson, leikari, sem verður með upplestur, Jóhanna Linnet, söng- kona, Jóhann Friðgeir Valdimars- son, tenór og Ólafur Albert Vignis- son, píanóleikari. Einnig verður Kjartan með stutta kynningu á starfinu. Kynnir verður Hallfríður Þórarinsdóttir. Miða má panta í Kaffileikhúsinu eða kaupa við inn- ganginn, ■ FUNDUR_____________________________ 12.05 Dagný Kristjánsdóttir fjallar um skáldsöguna Þögnina eftir Vigdísi Grímsdóttur í dag á hádegisfyrir- lestri í Hugvisíndahúsi, stofu 301 í Nýja Garði. 12.30 Fræðslufundur verður í dag að Keldum Þar mun Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir Hólum, tala um „Spatt í íslenskum hest- um". Fræðslufundurinn er haldinn á bókasafni Keldna. 16.15 Þórunn Rafnar ónæmisfræðingur flytur í dag erindi í málstofu í læknadeild. Erindið nefnist: Bólu- setningar gegn krabbameini? og fer fram ( sal Krabbameinsfélags íslands, efstu hæð. 16.15 Sven Þ. Sigurðsson prófessor flytur erindi í dag, sem nefnist: Reiknað í sjóinn. Fjallað verður um ýmis reiknifræðileg úrlausnar- efni við hönnun á reiknilíkani fyrir grunnsjávarstrauma. Lýst verður, hvernig slikt líkan tengist reiknilík- önum af göngum fiska, sem verið er að þróa á reiknifræðistofu Raunvísindastofnunar. Fyrirlestur- inn er á vegum fslenzka stærð- fræðafélagsins og verður fluttur í stofu 157 í húsi verkfræði- og raunvísindadeilda Háskólans á Hjarðarhaga 6. 20.00 í kvöld verður haldinn opinnum- ræðufundur um sorgina á veg- um Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Þessi siðasti fundur vetrarins verð- ur haldinn á fundarstað samtak- anna í Safnaðarheimili Héteigs- kirkju í Reykjavík og stendur til kl. 22. Fundarstjóri er sr. María Ágústsdóttir. Öllum er frjáls þátt- taka. TÓNLEIKAR__________________________ 20.00 í tilefni þess að Árbæjardeild Tónskóla Sigursveins er 10 ára á þessu ári verða sérstakir hátíðar- tónleikar i Árbæjarkirkju í kvöld. Á tónleikunum munu nemendur deildarinnar ásamt nokkrum gest- um frá kennslustöðum skólans við Hraunberg og Engjateig flytja fjölbreytta efnisskrá. Allir vel- komnir. 22.00 Hljómsveitin Dead Sea Apple verður með tónleika á Gauknum í kvöld. SKEMMTANIR_________________________ 22.00 Groove Improve klúbbakvöld fara fram hvert fimmtudagskvöld á Rex og þar má heyra nokkra fremstu plötusnúða þjóðarinnar spinna grúvaða húsog fönk mús ík. Stundum er boðið upp á lif- andi spilamennsku samhliða plötunúningnum. Enginn að- gangseyrir. 22.00 Dj. Árni Sveins sér um tónlistina á Café Ozio í kvöld. LEIKLIST_____________________________ 20.00 í Þjóðleikhúsinu er sýning á Syngjandi í rigningunni eftir Comden, Green, Brown og Fred. Á sýningunni er dansað, steppað og sungið af hjartans lyst. Við erum stödd i Hollywood þegar fyrsta talmyndin lítur dagsins Ijós. Þöglu myndirnar hverfa á auga- bragði og gömlu stjörnurnar fá skyndilega málið. 20.00 Píkusögur eftir Eve Ensler eru sýndar í kvöid í Borgarieikhús- inu. Leikarar eru Halldóra Geir- harðsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. 20.00 Nemendaleikhúsið og Hafnar- fjarðarleikhúsið sýna í kvöld Platanof eftir Tsjekhov. Miðinn kostar 700 kr. 22.00 Þeir félagar Karl Ágúst Úlfsson og Örn Arnason sprella og grín- ast í Leikhúskjallaranum i kvöld. Húsið opnar kl. 20 fyrir matar- gesti. SÝNINGAR___________________________ ( Borgarskjalasafni Reykjavík, stendur yfir sýning á skjölum og Ijósmyndum tengdum verkalýðsbaráttunni í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar. Á sýningunni eru skemmtilegar og sjaldséðar Ijósmyndir af fyrstu kröfugöngunni í Reykjavík, þann 1 maí 1923. Margir nafngreindir þekktir (slendingar sjást á myndunum, en Pétur Pétursson, þulur hefur unnið að rannsóknum á Ijósmyndunum. Sýn- ingin er á 6. hæð Grófarhúss, Tryggva- götu 15 og er aðgangur ókeypis. Hún er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10- 20 og föstudaga til sunnudaga 13-17. Sýningin stendur til 21. maí. Sýningin World Press Photo er haldin í Kringlunni. Þar er að finna fjölda Ijós- mynda sem unnu til verðlauna í ólíkum flokkum. Samhliða sýningunni er Ijós- myndasýning Morgunblaðsins þar gef- ur að líta úrval Ijósmynda fréttaritara og Ijósmyndara blaðsins á landsbyggðinni. Sýningin er liður í samkeppni um bestu Ijósmynd fréttaritara frá árunuml999- 2000. Sýningin stendur til 14. maí. í Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulif víkinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í vikingaþorpi þar sem hægt er að sjá fólk við vinnu sína og hins vegar sýn- ingu sem heitir „Skullsplitter" á frum- málinu, þar má sjá beinagrind og haus- kúpur víkinga sem féllu í bardögum. Á sýningunni eru raunverulegar líkamsleif- ar sem geta valdið óhug. Sýningin er opin alla daga frá 13-17, kostar 300 krónur, frítt fyrir börn, unglinga og ellilíf- Ný dögum: Búa syrgj- endur undir sumarið fundur Opinn umræðufundur um sorgina verður haldinn í kvöld kl. 20 á vegum Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Aðalá- herslan verður á samtal um sorgina og viðbrögð við henni. Einnig verður stutt fræðsla um slökun og heilsu- samlegt líferni sem hjálp í sorgar- vinnunni. Markmið fundarins er að safna saman þráðum vetrarins og búa syrgjendur undir sumarið sem framundan er. Fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimili Háteigs- kirkju í Reykjavík. ■ FRÁ FERÐ EINARS TIL YANGTZE Fyrirlesturinn er haldinn í minningu Magnúsar Ólafssonar Ijósmyndara sem fæddist 10. mai 1862. Fyrirlestur: Opnar upp dagbók sína mynpasýning Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari, heldur fyrirlestur í kvöld um ferðalagamyndir sínar og dagbók í myndum. Fyrirlesturinn er liður í fyrirlestraröð sem Ljós- myndasafn Reykjavíkur heldur ár- lega í minningu Magnúsar Ólafsson- ar ljósmyndara. Hann er haldinn kl. 20 í Listasafni Reykjavíkur - Hafnar- húsinu við Tryggvagötu 17. Einar Falur Ingólfsson er fæddur árið 1966. Hann lauk prófi í bók- menntafræði frá Háskóla íslands árið 1991 og MFA-gráðu í ljósmyndun frá School of Visual Arts í New York árið 1994. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.