Fréttablaðið - 10.05.2001, Qupperneq 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
10. maí 2001 FIMMTUDAGUR
Glinton hittir Kínaforseta:
Komu Zemin mótmælt
í HUGLEIÐSLU
Meðlimir Falun Gong náðu að slaka vel á í hugleiðslu i gærmorgun, áður en þeir héldu
mótmælum áfram.
1 MENNTAMÁL |
Björn Bjarnason, menntamálaráð-
herra, hefur skipað Yngva Pét-
ursson, konrektor, í embætti rektors
Menntaskólans í Reykjavík til fimm
ára frá 1. ágúst 2001 að telja. Tvær
umsóknir bárust um embættið sem
sendar voru skólanefnd Menntaskól-
ans í Reykjavík til umsagnar og til-
lögugerðar . Skólanefndin mælti í
umsögn sinni til menntamálaráð-
herra einróma með því að Yngva
Péturssyni yrði veitt embættið. Hinn
umsækjandinn var Pétur Rasmus-
sen, konrektor við MS.
Samtök iðnaðarins:
Þeir kvarta
sem síst skyldi
HúSflSMiÐiR Samtök iðnaðarins telja að
það skjóti skökku við að Meistarafé-
lag húsasmiða skuli hafa áhyggjur af
námskeiðum vegna löggildingar iðn-
meistara. Sérstaklega þegar haft sé í
huga að félagið hefur haft mest áhrif
á reglugerðina um námskeiðin og á
jafnframt fulltrúa í verkefnisstjórn
þeirra. Samtökin árétta jafnframt að
námskeiðsgjöld vegna þessara nám-
skeiða renna ekki til þeirra heldur til
Menntafélags byggingariðnaðarins.
Hinsvegar séu samtökin aðili að
Menntafélaginu eins og Meistarafé-
lag húsasmiða. ■
honc kong. flp. Ráðstefna leiðtoga úr
fjármálaheiminum sem nú stendur
yfir í Hong Kong hefur fallið mjög í
skuggann á mótmælum vegna komu
Kínaforseta, Jiang Zemin. Trúar-
hreyfingin Falung Gong efndi til
mótmæla í gær vegna komu Kínafor-
seta til borgarinnar. Bill Clinton,
fyrrverandi forseti Bandaríkjanna,
átti fund með Zemin í gærmorgun.
Clinton lagði áherslu á að hann væri í
einkaerindum í Hong Kong. Talið er
að Zemin og Clinton hafi ætlað að
ræða tengsl ríkjanna á meðan Clinton
var í embætti en hann leitaðist við að
bæta samskipti ríkjanna.
Talsmenn Falung Gong gagnrýndu
ráðamenn í Hong Kong harðlega í
gær. Þeir halda því fram að allt að 100
meðlimum hreyfingarinnar hafi ekki
verið hleypt inn í landið síðustu daga
en þeir ætluðu sér að taka þátt í mót-
mælum gegn komu Jiang Zemin. Því
vísa stjórnvöld á bug og segjast ekki
hafa gripið til sérstakra ráðstafana.
Falung Gong hreyfingin er bönnuð á
meginlandi Kína en ekki í Hong Kong.
Ráðamenn Hong Kong gera sér vonir
um að viðskipti við landið aukist í
kjölfar ráðstefnunnar. ■
BT Reykjanesbæ - S:421-4040 • BT Akureyri - S:461-5500 • BT Egilsstöðum - S:471-3880
HLJÓÐNEMI LAGFÆRÐUR
Kardinálarnir fylgjast með þegar hermaður á Möltu lagfærir hljóðnema fyrir Jóhannes Pál
páfa á Möltu í gær.
Páfi lýkur ferð sinni á Möltu:
I fótsporum Páls postula
VALLETTA. MÖLTU, flp „Ég er kominn aft-
ur til ykkar í fótspor Páls postula,"
sagði Jóhannes Páll páfi við messu á
eyjunni Möltu í Miðjarðarhafinu í
gær, en þar rak skip Páls postula á
land í ofviðri á sínum tíma. Á Möltu
er lokaáfangi í ferð páfa um Biblíu-
slóðir, en hann heldur aftur heim í
Páfagarð í dag. Hugur hans var í
gær bundinn við ófriðinn fyrir botni
Miðjarðarhafs og sagði hann nauð-
synlegt að biðja fyrir friði þar.
Nærri 98% íbúa á Möltu eru róm-
versk-kaþólskrar trúar, og þar eru
skilnaðir og fóstureyðingar ólögleg-
ar. Páfinn hefur átt við þreytu að
stríða á ferðalagi sínu, en hann er
orðinn áttræður. ■
Bandaríkjaþing:
Hótar Samein-
uðu þjóðunum
BANDftRlKiN Jafnt Demókratar sem
Repúblikanar í fulltrúadeild Banda-
ríkjaþings samþykktu í gær að halda
eftir greiðslum til Sameinuðu þjóð-
anna ef Bandaríkin endurheimta ekki
sæti sitt í Mannréttindaráði S.Þ. á
næsta ári. Bandaríska dagblaðið New
York Times sagði frá þessu í gær.
Fulltrúadeildin samþykkti að
greiða þær 582 milljónir dollara sem
Bandaríkjunum ber að greiða á þessu
ári, en hóta því að 244 milljónir verði
ekki greiddar á næsta ári. Colin
Powell utanríkisráðherra sagði að
það hefði óneitanlega komið banda-
rískum stjórnvöldum á óvart að
Bandaríkin skyldu ekki ná kosningu í
Mannréttindaráðið, og ekki hafi bætt
úr skák að Bandaríkin skyldu einnig
tapa kosningu í alþjóðlega Fíkniefna-
eftirlitinu.
Nokkur ríki sem ekki eru beinlín-
is þekkt fyrir fögur afrek í mannrétt-
indamálum voru kosin í Mann-
réttindaráð S.Þ. í síðustu viku, þar á
meðal Súdan og Líbía. ■
COLIN POWELL
Hreint ekki sáttur við málalok i Mann-
réttindaráðinu.
KOMDU MEÐ AUGLÝSINGUNA
OG ÞÚ FÆRÐ 10% AFSLÁTT*
OXFORD STREET
‘AFSLÁTTUR GILDIR TIL 15 MAÍ
AP/MASSIMO SAMBUCETTI