Fréttablaðið - 10.05.2001, Síða 14

Fréttablaðið - 10.05.2001, Síða 14
FRÉTTABLAÐIÐ ío.maí 2001 FIMMTUDACUR HVERNICFER? 14 3. leikur Milwaukee Bucks og Charlotte Hornets? GUÐJÓN SKÚLASON, KÖRFUKNATTLEIKS- LEIKMAÐUR: „Milwaukee hefur verið mjög sterkt og virmur. Leikmenn bera viðrðingu fyrir þjálfaranum George Karl. Sam Cassell skorar meira í þessum leik en i þeim síðasta. Charlotte klórar svo í bakkann en Bucks vinnur 3:1." GUÐBJÖRC NORÐ- FJÖRÐ, KÖRFUKNATT- LEIKSLEIKMAÐUR: „Þrétt fyrir að vera 2:0 undir mun Charlotte vinna og hafa sigur í ein- viginu við Bucks. Jamal Mashburn og P.J. Brown verða sterkastir í liði Charlotte sem gæti jafn- vel farið enn lengra í úrslitakeppninni. SÖNN ÁST Þeir P.J. Brown, leikmaður Charlotte Hornets, og Jason Caffey, leikmaður Milwaukee Bucks, vita það að það er ástin sem skiptir mestu máli þegar ganga á vel á vellinum. NBA-deildin í kvöld: Svitaböndin hert að hausunum nba Milwaukee Bucks fpr í heim- sókn til Charlotte Hornets í kvöld. Charlotte fagnar því eflaust að spila á heimavelli þar sem Milwaukee komst yfir, 2-0, í einvígi liðanna á þriðjudagskvöld. Það vann leikinn mjög naumt, með 91 stigi gegn 90. Félagarnir Ray Allen og Glenn Robinson voru stigahæst- ir í liði Milwaukee, Allen með 28 stig og Robinson með 19. David Wesley var hinsvegar stigahæstur í liði Charlotte með 19 stig. Svita- böndin verða því hert í kvöld þegar það er að duga eða drepast fyrir Charlotte. Af hinum leik þriðjudagskvölds- ins er það að segja að hinn risavaxni Shaquille O’Neal virðist enn vera óstöðvandi. Maðurinn skoraði 43 stig og tók 20 fráköst þegar Los Angeles Lakers unnu sinn annan sigur í röð á Sacramento Kings. Hollívúddstjörn- urnar fjölmenntu á völlinn og hylltu sína menn, sem unnu 96-90. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Los Ang- eles. Þá var Chris Webber var at- kvæðamestur leikmanna Sacramento með 22 stig og 18 fráköst en Pedrag Stojakovic skoraði 20 stig. ■ SKIPULAGT KAÓS Það var hart barist á Ólympíuleikvanginum i Miinchen í gær. Bayern Munchen tók á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. Bayern sigraði með tveimur mörkum gegn einu og mætir því Valencia f San Siro 24. maí. KR, Grindavík og Fylkir í toppbaráttunni Ráðgjafar Fréttablaðsins spá KR titlinum. Þá segja þeir erfitt sumar framundan hjá Val og Fram. 1 MOLAR Fylkir vann Val í úrslitum Reykja- víkurmótsins í knattspyrnu á þriðjudagskvöld. í fyrri hálfleik sýndi markvörður Vals, Þórður Jó- hannsson, góða takta. Hann varði vítaspyrnu frá Pétri Birni Jóns- syni og stöðvaði boltann frá Stein- grími Jóhann- essyni, sem komst einn á móti honum. Það stöðvaði þó ekki Steingrím, sem skoraði fyrir Fylki í seinni hálfleik. Matthías Guð- mundsson jafnaði fyrir Vai undir lok leiksins þannig að leikurinn fór í markalausa framlengingu. Þá tók vítaspyrnu keppni við. Fylkir skor- aði úr fjórum vítaspyrnum en Valur úr tveimur. Þá var lítið eftir fyrir Fylki en að lyfta bikarnum. Sundkappin’n Örn Arnarson er bjartsýnn á að ná inntökuprófi i bandarískan há- skó'la sem hann þreytti um helgina. Skólinn sem um ræðir er í Suður- Kaliforníu en þar hyggst Örn æfa undir stjórn banda- ríska þjálfarans Mark Schubert. „Ég tók próf í ensku óg stærðfræði og þetta var nokkuð strembið. Til að ná prófinu þarf ég að ná 850 stigum af 1600,“ sagði Örn. Hann fær niður- stöðui-nar 18. maí. DV greindi frá. Arnar Gunnlaugsson skoraði fal- legasta mark Leicester á tíma- bilinu, að mati stuðningsmanna fé- lagsins. Það var mark Arnars gegn Aston Villa í bikarkeppninni sem varð fyrir valinu. Um leið var Robbie Savage útnefndur leikmaður ársins af stuðningsmönnunum. Mbl.is greindi frá. Leeds töpuðu aldeilis Valencia á þriðjudagskvöld. Spánverjarnir unnu leikinn með þremur mörkum gegn engu. Juan Sanchez skoraði mark í fyrri hálfleik. Hann undir- strikaði það þegar seinni hálfleikur var rétt að byrja með öðru marki. Gaizka Mendieta skoraði síðan þrið- ja mark Valencia. Þar með eru Evr- ópudraumar Leeds úr sögunni en bjartsýnisyfirlýsingar höfðu komið úr herbúðum liðsins fyrir leikinn. Valencia spilar á móti Bayern Múnchen í San Siro 24. maí. Af Bayern Múnchen er það annars að frétta að liðið hefur ákveðið að fara á hlutabréfamarkað. íþrótta- vöruframleiðandinn Adidas hefur þegar tryggt sér 10% hlut í félaginu. Ekki er vitað um verðmæti félagsins en Borussia Dortmund, sem er eina þýska félagið á hlutabréfamarkaðn- um er metið á 93 milljónir punda. DV greindi frá. Harry Redknapp, knattspyrnu- stjóri West Ham, hefur sagt upp störfum eftir sjö ára setu í stjóra- stóli liðsins. Gengi West Ham síðari hluta tímabilsins hefur verið slakt og sagði Redknapp það vera aðalá- stæðuna. „Síðustu mánuðir hafa ver- ið erfiðir og kannski er kominn tími til breytinga," sagði Redknapp sem þykir nú líklegur til að taka við Sout- hampton. DV greindi frá. knattspyrna. Nú eru aðeins fimm dag- ar í að Símadeildin hefjist. Opnunar- leikurinn er á milli KR á Fylkis og fer fram í Árbæ næstkomandi þriðjudag. Fréttabiaðið fékk nokkra fyrrum knattspyrnumenn til að spá í spilin fyrir komandi leiktíð. Sævar Jónsson, fyrrum leikmaður Vals segir deildina hafa verið í nokk- urri lægð undanfarin ár en vonar að sumarið verði skemmtilegt og „engin flatneskja.” „Mörg lið virðast svipuð að styrkleika, en líklega verða KR, Fylkir og Grindavík í toppbarátt- unni.“ Vonar hann að tvö síðarnefndu liðin geti veitt meisturunum keppni. „Spennan verður þó meiri við botn- inn, þar verða hugsanlega Fram, Keflavík, ÍBV og Breiðablik, en allt getur gerst og ég vil ekki spá neinu liði falli... Vonandi birtir til á Hlíðar- enda en Valsliðið lítur mjög vel út, hefur gengið vel undanfarið og nýir menn, til dæmis rúmenski leikmað- urinn sem von er á, styrkja liðið ... Valur verður í efri hluta deildarinn- ar,“ segir Sævar. Guðmundur Steinsson, fyrrum leikmaður Fram er á sama máli varð- andi efstu lið er ekki alveg jafn bjart- sýnn varðandi Valsara sem hann spá- ir fallbaráttu. „Króatarnir tveir hjá Fram styrkja liðið verulega, en það er mjög ungt og óreynt eins og reyndar fleiri Iið. Ekki er ástæða til að ætla annað en að Fylkismenn stan- di sig vel eins og í fyrra en liðið virð- ist ekki hafa veikst... ÍA er með ungt lið og verður í neðri hlutanum. Allt annað en fall hjá Fram verður plús,“ segir Guðmundur og bætir við að deildin verði jöfn. Grindvíkingurinn Hjálmar Hall- grímsson er bjartsýnn fyrir hönd sinna manna og spáir þeim að sjálf- sögðu toppsæti. „Þeir sönnuðu það í fyrra að liðið er engin loftbóla. Það er kominn tími á þá á toppnum, liðið spilar góðan bolta og þjálfararnir eru að gera góða hluti.“ Telur hann Fylk- ismenn ennþá ferska og spáir þeim öðru sæti. „Það getur allt gerst með KR, liðið er kornungt en þegar gömlu refunum er hleypt inn á fer allt í gang.“ Hjálmar telur að toppbaráttan verði tvísýn í ár, nokkur lið muni safnast saman heyja harða baráttu. „Breiðablik verður í botnbaráttunni en allt annað en það verður mikill plús fyrir liðið." Spáir Hjálmar botn- baráttu hjá ÍBV og Val og falli hjá Fram. „Eitthvað lið verður að falla og það er alltaf leiðinlegt.” Skagamaðurinn Alexander Högnason er á því að KR séu með „yfirburðalið." „Ef það vinnur ekki mótið er það algjört slys af þeirra hálfu ... Fylkir og Grindavík eiga eft- ir að veita þeim einhverja baráttu en það mun ekki duga til,“ segir Alex- ander. „Þetta liggur ljóst við þegar maður skoðar mannskapinn og kapít- alið sem KR hefur úr að spila ... Lið sem getur sent 2. flokk í úrslit deild- arbikars og sigrað er líklega ósigr- LOKASTAÐA SÍMADEILDAR 2000 Sæti Stig 1. KR__________________________ 37 2. Fylkir ____________________ 35 3. Grindavtk .................. 30 4. IBV________________________ 29 5. lA.......................... 26 6. Keflavik.................... 19 7. Breiðablik_____........._ 18 8. Fram ...................... 17 9. Stjarnan____________________ 17 10. Leiftur ____________________ 16 andi.“ Segir Alexander þetta sjást best á því að FH, sem margir ætla sæmilegt gengi, hafi ekki sigrað 2. flokk KR. „Annars lýst mér betur á FH en Val. Það eru margir útlending- ar að spila í Val sem eru enn óskrifað blað ... Breiðablik hefur verið vetrar- lið undanfarin ár, mér sýnist engin breyting vera á því. Spáir Alexander Breiðabliki erfiðleikum en að ÍA, FH og Keflavík sigli lygnan sjó. Sæbjörn Guðmundsson tannlækn- ir og KR-ingur er á því að von sé á góðu knattspyrnusumari. „Miðað við það sem ég héf séð útundan mér eru flest lið vel undirbúin og til alls vís ... Ekkert lið á eftir að hafa yfirburði í sumar, keppnin verður jöfn og spenn- andi.“ Telur Sæbjörn að Fylkismenn verði jafnvel sterkari en í fyrra og veiti KR keppni um titilinn. „Þó að liðið hafi misst Gylfa þá eru komnir öflugir strákar í staðinn, t.d. Pétur og Steingrímur." Spáir Sæbjörn að ÍA verði í toppbaráttu en ÍBV eru „hulin ráðgáta." Breiðablik er „vetrarlið" að mati Sæbjörns og gæti misst móðinn þeg- SPA SPEKINGANNA FYRIR 2001 Sæti Stig 1. KR__________________________ 48 2. Fylkir_____________________ 45 3. Grindavik__________________ 41 4. lA......................... 28 5. Keflavík_________________ 26 6. IBV______________________ 25 7. FH......................... 20 8. Breiðablik................. 16 9. Valur.................... 14 10. Fram ...................... 11 Stigin eru reiknuð úl frá spám viðmælenda biaðs- ins. Fyrsta sæti gaí 10 stig, annað sæti 9 stig o.strv. STEMMNING Í STÚKUNNI Boltinn fer brátt að rúlla og þjálfarar liða í meistarflokki birta sína spá seinna í dag. ar líður á sumarið. „Þrátt fyrir gott gengi á Reykjavíkurmótinu gæti Val- ur lent í vandræðum þegar á líður,“ segir Sæbjörn. ■ MOLAR Evander Holyfield mætir John Ruiz aftur í ágúst. Don King er að skipuleggja bardagánn sem fer fram í Peking í Kína. Þetta er þriðji bardagi risanna á einu ári. Þeir mættustu fyrst í ágúst s.l. Þá vann Holyfield á stigum. Þegar þeir mættust í mars vann Ruiz örugg- lega. Ekki er búið að ákveða ná- kvæma dagsetningu en lítill fugl hvíslaði 4. ágúst að fjölmiðlum ytra. Mike Tyson er búinn að fresta bardaganum við David Izon sem átti að fara fram 2. júní. Allt virðist vera komið í hönk í samninga- viðræðum milli hans, heimsmeist- arans Hasim Ra- hman og Lennox Lewis. Týson, sem fór nýlega í mál til að þröngva bar- daga við Rahman í gegn, er á samn- ingi hjá sjónvarpsstöðinni Showtime en Lewis hjá HBO. Gylliboðunum rignir því yfir Hasim Rahman, sem sér fram á að berjast í best launað- asta bardaga fyrr og síðar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.