Fréttablaðið - 10.05.2001, Síða 15
FIMMTUDAGUR 10. maí 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
ís
HVERN STYÐUR ÞÚ VÆNI?
Þau eru orðin döpur augun sem sjá ekki
með hvaða knattspyrnuliði þessi spræki
(tali heldur. Daglega þeysir hann um götur
Rómar á gulu og rauðu vespunni sinni og
heldur uppi merkjum AS Roma.
Barsmíðar á HM 1998:
Fótboltabulla mætir fyrir rétt
knattspyrna Þýska knattspyrnubullan
Markus Warnecke fór fyrir rétt í
Frakklandi í gær. Warnecke, sem er
30 ára gamall húðflúrari, er að gjalda
gjörða sinna þegar hann barði
franskan lögreglumann á Heims-
meistarakeppninni í knattspyrnu árið
1998. Lögreglumaðurinn Daniel
Nivel var í dái í sex vikur. Hann hlaut
einnig miklar taugaskemmdir fyrir
lífstíð.
Ef Warnecke hlýtur fulla refsingu
þarf hann að dúsa í steininum í 15 ár.
Hann var forsprakki hóps nauðrak-
aðra Þjóðverja sem réðust að Nivel
og börðu hann með járnrörum og við-
arkylfum eftir að þýska landsliðið
spilaði við Júgóslavíu í Lens í Norð-
ur-Frakklandi. Kona Nivel, Lorette,
er honum til stuðnings við réttarhöld-
in og segir hann ekki muna neitt eft-
ir árásinni. Fjórir aðrir Þjóðverjar
sem tóku þátt í árásinni voru dæmdir
í Þýskalandi fyrir tveimur árum í 10
ára fangelsi. Vitni segja að Warnecke
hafi skellt stóru skilti ofan á höfuð
Nivel á meðan hinir spörkuðu í hann.
Einn sló hann svo fast með járnröri
að það fór í tvennt. Hundruðir Þjóð-
verja voru í Lens að horfa á leikinn,
sem var uppselt á. Þrátt fyrir mikinn
fjölda lögreglumanna, sem reyndu
eftir fremsta megni að halda friðinn,
brutust út mikil slagsmál eftir leik-
inn, sem endaði þó með jafntefli, 2-2.
Þegar lögregluhersingin gekk á móti
óaldarseggjunum fór einn hópur inn í
hliðargötu þar sem Nivel var stað-
settur. Daginn eftir kom mynd af
honum liggjandi í blóðpolli á götunni
í dagblöðum heimsins. Helmut Kohl
kanslari sagði í tilefni af þessu að
Þýskaland skammaðist sín fyrir
hegðun Warnecke og félaga. ■
NAUÐRAKAÐUR HÚÐFLÚRARI
Markus Warnecke skellti stóru skilti á
höfuð lögreglumannsins Daniel Nivel.
Al-hringurinn:
Heimavöllur
Heidfeld
formúla Ökumenn Sauber, Nick Heid-
feld og Finninn Kimi Ráikkönen, eiga
það sameiginlegt með Mika Hákkinen
og David Coulthard
að horfa björtum
augum til helgarinn-
ar. Um helgina á að
bæta stöðu Sauber,
sem er í fimmta sæti
í keppni bílasmiða.
„Ég kann vel við Al-
hringinn. Það er
braut fyrir mig,“
sagði Heidfeld á
blaðamannafundi í vikunni. „Þetta er
einskonar heimavöllur fyrir mér og
ég næ í stig um helgina." Ráikkönen
bætti við: „Þetta er enn önnur brautin
sem ég er að keyra í fyrsta skipti. Ég
tel mig hinsvegar hafa sannað það að
nýjar brautir vefjast ekki fyrir mér.“
Menn eru bjartsýnir í Formúlunni
þessa dagana. ■
McLaren menn bjartsýnir
Sjötta Formúlu 1-helgi ársins framundan á Al-hringnum í Austurríki. Hakkinen bjartsýnn en Schumacher ekki.
formúla i Félagarnir og ökumenn
McLaren David Coulthard og Mika
Hakkinen eru rólegir fyrir baráttu
helgarinnar. Kappaksturinn lítur vel
út fyrir þá félaga. Þeir lentu í fyrsta
og öðru sæti 1998 og 2000 og voru
fremstir í upphafinu bæði 1999 og
2000. í fyrra setti David Coulthard
nýtt tímamet á brautinni þegar hann
fór hring á einni mínútu og 11.783 sek-
úndum.
Coulthard er í öðru sæti í keppn-
inni um heimsmeistaratitil ökumanna
með 28 stig á meðan Hakkinen er í tí-
unda sæti með fjögur stig. Staða hans
væri betri ef kúplingin hefði ekki bil-
að þegar kappaksturinn á Spáni var
rétt að enda. „Þó svo að endirinn á
Spánarkappakstrinum hafi verið
svekkjandi trúi ég því ennþá að ég
geti unnið heimsmeistarakeppni öku-
manna. Ég hlakka til að keppa í Aust-
urríki," segir Hakkinen. „Undanfarin
þrjú ár hefur mér gengið vel á Al-
hringnum, þrisvar staðið á verðlauna-
pallinum, þar af tvisvar sem sigurveg-
ari. Ég nýt þess að keyra brautina.
Hún lýkist Go-kart braut að vissu
leyti, hún er stutt með þröng horn og
býður upp á mörg tækifæri til fram-
úraksturs,*1 segir Hakkinen bjartsýnn.
Það ríkir ekki jafn mikil bjartsýni í
búðum Ferrari. Al-hringurinn er eina
brautin sem Michael Schumacher hef-
ur aldrei unnið á. Besti árangur hans á
henni var þriðja sæti árið 1998. Hann
var í sjötta sæti árið 1997, lenti í árek-
stri á fyrsta hring í fyrra og þurfti að
sleppa kappakstrinum árið 1999 þegar
hann uppgötvaði fótbrotið eftir Silver-
stone. „Öheppnin hefur elt okkur í
Austurríki," segir Schumacher. ■
( SVAKA STUÐI
Finninn Hakkinen er kannski ekki sikátur en hann tók þvi nokkuð vel að tapa í Katalóníu.
Hér erum við