Fréttablaðið - 10.05.2001, Síða 17
FIMMTUDAGUR 10. maí 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
17
LAUCAVECI 94, SIMI 551 6500
PFCMporiiM'ki
HVERFISCÖTU SÍMI 551 9000
.
VS
Sýnd kl. 6, 8 og 10
[CROUCHING TIGER... kl. 530,8 og 10.30
jMENOFHONOR ld.530.8og 10JÖ|
[flLMÓST FAMOUS kl. 5.45 og 10.20 [
,c{7DP7i
Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.10 vit223
jRftY rr FORWflRD kl. 5.45,8 og 10.20|^|
SflVETHELflSTDflNŒ 3.40, 5.50,8 og 10.15jj“£[
|NÝI STÍLLINN KEISflRANS (isl. lal) kl. 3.50;[v.''i
n 02 DALMATlUHUNDUR (ísl. tal) kl. 1.451
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
jENEMY ATTHEGATES 530,8 og 10.3ol
|THE WEDPING PLANNER kl. 5.50 og öl
Sýnd kl. 6, 8 og 10
[CHERRY FALLS ki. 6,8 og lo[
u*» *m im SStui in
Gannes hafin:
Rómantísk
opnunarmynd
cannes Ástralska leikkonan Nicole
Kidman, skartaði sínu fegursta á
fyrsta degi kvikmyndahátíðar-
innar 1 Cannes. Þetta er í 54
sinn sem hátíðin er haldin í
þessum fallega bæ á suð-
urströnd Frakklands.
Moulin Rouge eða
Rauða myllan er opnun-
armynd hátíðarinnar en
Nicole Kidman er einn
leikendanna í þeirri
mynd. Hún lét sig því ekki
vanta við opnunina í gær.
Auk Kidman fer skoski
leikarinn Ewan
McGregor, sem er
þekktastur fyrir
leik sinn í
Trainspott-
ing og nýj-
ustu Star
W a r s
myndinni,
með eitt af
aðalhlut-
verkunum.
Leikstjóri
myndarinn-
ar er landi
K i d m a n ,
B a z
Luhrmann,
en hann er
einnig hand-
ritshöfundur
ásamt Craig Pe-
arce. Luhrman
leikstýrði meðal
annars mynd-
inni Romeo og
Julia sem
byggð er á
leikriti Willimas Shakespear og var
frumsýnd árið 1996. Moulin Rou-
ge er ástarmynd, eins og
myndin um Romeo og Juliu
og verður forvitnilegt að
fylgjast með því hvort hún
muni ná sömu vinsæld-
um.
Talið er að rúmlega
60.000 ferðamenn muni
leggja leið sína til
Cannes á meðan há-
'j tíðinni stendur, en
kvikmyndahátíðin er
talin einn stærsti
kvikmyndaviðburður
ársins. ■
FLOTT AÐ VANDA
Nicole Kidman naut
sín vel fyrir framan
myndavélarnar á
opnun kvikmynda-
hátíðinni í Cannes.
Hún leikur í mynd-
inni Moulin Rouge.
I VIDEO FYRIR KVÖLDIÐ
Tónlist til bjargar lífinu
Paradise Road fjallar um hóp
kvenna sem er í haldi Japana á
eyjunni Súmötru í seinni heims-
styrjöld. Þær nota tónlistina til að
viðhalda andlegri heilsu sinni við
vægast sagt hörmulegar aðstæður.
Konurnar eru af mismunandi
þjóðerni og stéttarlegum uppruna
en Adrienne sem leikin er af
Glenn Close tekur þeirri áskorun
að mynda raddhljómsveit í hópn-
um. Myndin er átakanleg lýsing á
eymd kvennanna en um leið því
hvernig það að láta ekki brjóta sig
niður getur bjargað lífi fólks og
reisn. Hér er á ferðinni ein af nán-
ast óteljandi bíómyndum um ævi
og örlög á stríðstímum. Þær eru
nú orðnar nokkuð klisjukenndar
en samt er eins og maður hrífist
alltaf með. Japönunum er þarna
lýst eins og takamarkalausum
kvikindum, eiginlega þannig að
manni blöskrar. Styrkur myndar-
innar liggur í fínni persónusköpun
og framúrskarandi leik.
Steinunn Stéfánsdóttir
PARADISE ROAD_____________________________
Áströlsk/bandarísk 1997
Leikstjóri: Bruce Beresford
Handrit: David Giles
Framleiðandi: Martin Meader
Aðalhlutverk: Glenn Close, Frances
McDormand Pauline Collins,
Cate Blanchett, Jennifer Ehle,
Julianna Margulies
BIRTA, BÍDDU EFTIR MÉR
Gunnar Ólafsson og Chris Gíslason ætla að heilla Evrópu upp úr skónum með laginu Birta eða Angel.
Islendingar búsettir í Kaupmannahöfn:
Fjölmenna ekki á Eurovision
eurovision Eurovisionkeppnin eða
Melodi Grand Prix eins og hún er
kölluð í Danmörku, verður haldin á
laugardaginn í Parken. Ingibjörg
Hrefna Björnsdóttir leggur stund á
fornám í hjúkrunarfræði og er um-
sjónarkona messukaffis í Jónshúsi.
Að hennar sögn hefur myndast mik-
il og góð stemmning í kringum
keppnina og ekki spillir fyrir að
undanfarna daga hefur verið mikið
blíðviðri. „Ég hélt að Íslendíngar
væru slæmir hvað varðar Euro-
vision en Danir eru miklu verri. Það
ríkir hálfgert Grand Prix æði hérna.
Undanfarin ár hafa íslendingar
safnast saman í Jónshúsi og fylgst
með keppninni í sjónvarpi. Aðspurð
segir Ingibjörg að sama verða uppá
teningnum í ár, þó tækifæri gefist
til að sjá keppnina. „Það er svo dýrt
á keppnina og þar sem stór hluti
okkar eru námsmenn þá ætlum við
bara að hittast í Jónshúsi. Námslán-
in bjóða bara ekki upp á meira. Við
erum samt heppin að Alþingi, sem á
Jónshús, er nýbúið að fjárfesta í
skjávarpa svo við getum fylgst með
keppninni á breiðtjaldi."
Fjölmiðlar hafa sýnt keppninni
mikinn áhuga og telur Ingibjörg ís-
lensku keppendurna fá meiri um-
fjöllun í sjónvarpi en aðra keppend-
ur. „Það er samt svolítið skrýtið að
annar keppendanna, Kristján Gísla-
son, er yfirleitt kallaður Chris Gísla-
son af fjölmiðlum" segir Ingibjörg
og ekki er laust við að henni þyki það
nokkuð skondið. ■
®Husqvarna
VIKING
Husqvarna Viking 545 og 555
eru sérstaklega hannaðar
fyrir bútasaum.
Sérhannað bútasaumssett
að verðmæti kr. 11.980,-
fylgir hverri bútasaumsvél
til 20. maí 2001.
(fritaisaumsdlagar
Bútasaumssett
með 30% afslætti
fram til 20. maí.
I® VOLUSTEINN
Mörkinni 1 / 108Reykjavlk / Sími 588 9505 / volusteinn.is