Fréttablaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 2
2
FRÉTTABLAÐIÐ
16. maí 200! MIÐVIKUDAGUR
KJÖRKASSINN
HALLDÓR
ÁSGRÍMSSON,
UTANRÍKIS-
RÁÐHERRA
Naumur meirihluti
sammála honum um
að álver sé forsenda
bættra lífskjara.
Er álver forsenda fyrir bætt-
um lífskjörum?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Spurning dagsins í dag:
Á að fresta gildistöku laga um kvóta á
smábáta?
SJÚKRALIÐAR Á LANDSSPÍTALA-
HÁSKÓLASJÚKRAHÚSI
Krefjast þess að vera metnir jafnt til launa
á við aðra hópa sem eru með sambæri-
lega menntun og þjónustu hjá rikinu.
Maraþonfundur
sjúkraliða:
An samnings
í sjö mánuði
sjúkraliðar Mikil óánægja og reiði
ríkir meðal sjúkraliða á Landsspít-
ala-háskólasjúkrahúsi vegna seina-
gangs í samningaviðræðum Sjúkra-
liðafélags íslands við ríkið.Trúnaðar-
menn þeirra ákveðið að stofna til
vinnustaðafundar um kjaramál í
morgunsárið i dag. Viðbúið er að
þetta muni eitthvað raska starfsemi
spítalans því óvíst er hvenær fundin-
um lýkur. Á fundinum verður einnig
rætt hvort ástæða sé til að grípa til
einhverra aðgerða til að knýja á um
raunverulegar viðræður við ríkið.
Kjarasamningur sjúkraliða rann
út 1. nóvember sl. og hafa því verið
lausir í tæpa sjö mánuði. A þessum
tíma hefur verið boðað til sjö samn-
ingafunda og þar af hafa þrír verið
afboðaðir af hálfu ríkisins. Þessutan
hafa sjúkraliðar ekki enn náð samn-
ingum hvorki við Reykjavíkurborg
eða Launanefnd sveitarfélaga.
Kristín Á. Guðmundsdóttir for-
maður Sjúkraliðafélagsins segir að
sjúkraliðar krefjist þess að vera
metnir jafnt til launa og aðrir hópar
með sambærilega menntun og þjón-
ustu hjá ríkinu. í viðmiðunarhópnum
eru m.a. hjúkrunarfræðingar, lög-
regla og tollverðir. Hún minnir á að
samkvæmt tveggja ára könnun vanti
sjúkraliða til starfa í 800 stöður.
53 ár frá stofnun ísraels:
Aðalfundur SA:
Skattkerfisbreyting
frá næstu áramótum
skattkerfið Davíð Oddsson, forsætis-
ráðherra, sagði á aðalfundi Samtaka
atvinnulífsins í gær að stjórnarflokk-
arnir væru að fara yfir mögulega
skattkerfisbreytingu frá og með
næstu áramótum. Viðræðurnar hafa
einkum snúið að breytingum á skatt-
prósentu fyrirtækja, eignarskatti ein-
staklinga og fyrirtækja, stimpilgjöld-
um og viðmiðunarmörkum hátekju-
skatts. Lokaákvarðanir hafa ekki
verið teknar en góður vilji er hjá báð-
um stjórnarflokkum að vinna að þess-
um breytingum.
Davíð sagði að breytingarnar miði
við að dregið hafi úr þenslu seinni-
hluta ársins og að skattalækkanir
væru til þess fallnar að ýta undir at-
hafnagleði fólks og fyrirtækja. Að
sögn Davíðs sanna dæmin að heildar-
tekjur ríkissjóðs þurfa ekki að lækka
þótt skattareglurnar séu gerðar sann-
gjarnari og auki hér umsvif og tryggi
forsendur fyrirtækjareksturs.
í ræðu Davíðs kom fram að ríkis-
valdið hefur verið að draga úr álögum
á fyrirtæki en dregið hefði verið úr
áhrifum þessara breytinga þar sem
sum sveitarfélög hækkuðu skatta hjá
sér í skjóli þessara breytinga. ■
DAVÍÐ ODDSSON
Skattalækkanir á fyrirtæki eru til þess fallnar að auka athafnagleði fólks og gerir forsendur
fyrirtækjareksturs á íslandi þær allra bestu í heimi.
Klofningur er nú innan
Sj ómannasambandsins
Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjaíjarðar og varaformaður Sjómannasambandsins segir aðra
bera ábyrgð á klofningi innan sambandsins vegna samningamála. Þetta er ekki klofningur, segir Sævar Gunnars-
son. Norðlenskir sjómenn tilbúnir að semja heima fyrir. Útgerðin vill semja við þá. Lögin taka gildi í dag.
SJÓMENN Á ÚTIFUNDI
Hundruð sjómanna mættu við Alþingi í gær til að mótmæla lagasetningu sem kemur í veg fyrir verkfall þeirra.
sjómannadeilan „Við vorum búnir að
ákveða að falla ekki frá verkfallinu.
Eftir að ákvörðunin var tekin dróg-
um við samningsumboðið til baka.
Ef á að tala um þetta sem klofning
þá var það Sjómannasambandið sem
klauf sig frá okkur, við höfum ekki
klofið okkur frá einum né neinum,"
sagði Konráð Alfreðsson, formaður
Sjómannafélags Eyjafjarðar og
varaformaður Sjómannasambands-
ins, eftir að sú staða kom upp að
eyfirskir sjómenn standa einir utan
samþykktar Sjómannasambandsins
um að aflýsa verkfalli. Mikill óá-
nægja er innan Sjómannasambands-
ins og viðmælendur Fréttablaðsins
tala um klofning - alla vega í þessu
máli.
„Þetta er ekki klofningur, hvorki
til né frá,“ sagði Sævar Gunnarsson,
formaður Sjómannasambands ís-
lands. Hann metur stöðuna svo að
það sé kostur fyrir sambandið að
eiga aðild að væntanlegum gerða-
dómi gegnum Sjómannafélag Eyja-
fjarðar. „Félagar mínir eru búnir að
leggja frá sér verkfallsvopnið en við
hér erum ennþá í verkfalli. Okkur
ber skylda til að semja og við erum
tilbúnir til þess,“ sagði Konráð.
Skipstjóra- og stýrimannafélag
Norðlendinga hefur átt í viðræðum
við útgerðarmenn. Árni Bjarnason,
formaður félagsins, segir að fátt sé
að frétta af þeim viðræðum. Þegar
hann er spurður hvort hans félags-
menn, og þá félagar í Sjómannafé-
lagi Eyjafjarðar, hafi sérstöðu í ljósi
þess að þar eru ennþá möguleikar á
samningum, segir hann svo vera.
Mikið sé um frystitogara og öflug
nótaskip og þess vegna sé fiskverðs-
myndun ekki jafnstórt mál fyrir þá
og marga aðra sjómenn. Hann segir
sína félagsmenn vilja semja um sér-
eignarsparnað, tryggingar og fleiri
mál. Hann segir endurtekin löng
verkföll litlu hafa skilað.
„Við erum tilbúnir að setjast að
samningum með Sjómannafélagi
Eyjafjai-ðar og ég tel að það sé hægt
að ná samningum við Skipstjói'a- og
stýrimannafélag Eyjafjarðar, en þá
verða þeir að afturkalla samnings-
umboðið," sagði Friðrik J. Arn-
grímsson hjá LÍÚ. Hann segir út-
gerðarmenn ekki hafa fallið frá
verkbanni og að það standi ekki til.
Flest bendir til að lög á sjó-
mannaverkfall verði samþykkt á Ál-
þingi síðar í dag.
sme@frettabladid.is
Kaupþing leitar að og kaupir erlend fyrirtæki:
20 milljarða
fyrirtækjaleit
NÝJUNG f REKSTRI
Fyrirtækjaleit og umsvif tengd henni ein skýringanna fyrir góðri afkomu Kaupþings, segir
Sigurður Einarsson forstjóri
Hörð átök í
tilefni dagsins
B_EjTUNIYA, RAIVIALLAH, AP. í gær VOrU 53
ár síðan fsraelsríki var stofnað og
750.000 Palestínumenn fluttir frá
heimilum sínum. Palestínumenn
söfnuðust því út á götur og torg í til-
efni dagsins eins og þeir hafa gert ár-
lega frá upphafi hernámsins; margir
kyrjuðu „aldrei uppgjöf" og sumir
köstuðu grjóti að ísraelskum her-
mönnum í nálægum stöðvum. Hörð
átök brutust út í nokkrum bæjum og
lágu fjórir Palestínumenn í valnum,
og að minnsta kosti 129 slösuðust. í
bænum Ramallah svöruðu ísraels-
menn grjótkasti palenstínskra borg-
ara með skothríð og leitaði fólk skjóls
fyrir aftan bíla sem velt hafði verið á
hliðina.
fjárfestinc Kaupþing er um þessar
mundir að skoða fjárfestingar er-
lendis fyrir viðskiptavini sína sem
nema um 200 milljónum dollara, eða
um 20 milljörðum íslenskra króna.
„Þetta eru ennþá fuglar í skógi, en
eitthvað gæti orðið fast í hendi af því
innan tíðar“, sagði Sigurður Einars-
son forstjóri á fundi Utflutningsráðs
um útrás þjónustufyrirtækja. Fram
kemur hjá TVyggva Jónssyni aðstoð-
arforstjóra Baugs annarsstaðar í
blaðinu að Baugur réð Kaupþing til
þess að leita að búðakeðju sem hent-
aði fyrirtækinu í Bandaríkjunum.
Segja má að fyrirtækjaleit sé orðin
útvegur hjá Kaupþingi enda hefur
bankinn komið að ráðgjöf og fjár-
mögnun við kaup Össurar, Pharmaco,
Bakkavarar og Baugs á fyrirtækjum
erlendis. Leitin byggist á fastri mán-
aðarlegri þóknun en síðan leiðir hún
oft til þátttöku í fjármögnun kaup-
anna. Góða afkomu Kaupþings á sl.
ári má að nokkru rekja til fyrirtækja-
leitarinnar. „Við höfum áhuga á að
reyna fyrir okkur með slíka þjónustu
við erlend félög, því staðreyndin er
að þóknanir fyrir fjármálaþjónustu
og ráðgjöf við lítil og meðalstór fyrir-
tæki eru miklu hærri víðast erlendis
heldur en hér heima", sagði Sigurður
ennfremur.
Nánar bts. 22