Fréttablaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 16. maí 2001 MIÐVIKUDAGUR | HRAÐSODIÐ RAGNAR AÐALSTEINSSON lögmaður Engar nýjungar HVAÐ verður til þess að Réttindaskrá Evrópusambandsins er sett saman? Evrópusambandið hefur verið gagn- rýnt fyrir skort á skráðum mann- réttindareglum og að það halli á lýðræðið. Það er að hluta til verið að koma til móts við þessi sjónarmið en réttindaskráin er þannig að það er mögulegt að fella hana inn í Evrópu- sambandssamninginn, sem myndi þá líkjast meira stjórnarskrá en áður. HVERJU, ef einhverju, breytir rétt- indaskráin hérlendis? Hún hefur engin bein áhrif á ís- lenskt þjóófélag en það eru nokkur athyglisverð atriði sem gætu haft óbein áhrif. í fyrsta lagi er félags- legum réttindum gert jafnhátt undir höfði og pólitískum og borgaraleg- um réttindum. Það eru margir þeirr- ar skoðunar á íslandi að sum mann- réttindi séu æðri en önnur en þarna er afstaðan klárlega að þau séu jafn rétthá. Annað sem er merkilegt í þessari almennu mannréttindayfir- lýsingu eru ákvæði um lífsiðfræði og persónuvernd og það gerir stöðu þessara mannréttinda kannski virk- ari og sýnilegri en áður. Það gæti haft áhrif hér á íslandi. HVAÐ er nýtt í réttindaskránni? Það er ekkert nýtt í henni, í þeim skilningi að það sé ekki þekkt áður. Sumt af því finnst í mannréttinda- skrá Evrópu en annað í öðrum mannréttindasamningum sem gerðir hafa verið, svo sem um persónu- vernd og alþjóðlegum samningum um lífsiðfræði. Það er safnað saman á einum stað mjög mörgum mann- réttindum en ekki öllum. En það er ekkert nýtt í réttindaskránni. Nefnd- inni sem tók skrána saman var bann- að að tiltaka réttindi sem ekki eru viðurkennd annars staðar. Ragnar Aðalsteinsson er 65 ára hæstaréttarlög- maður. Hann hefur fjallað mikið um mannrétt- indamál og var fenginn til að flytja erindi og taka þátt í pallborðsumræðum um réttindaskrá Evrópu á fundi í Háskóla íslands á mánudag. Fáðu litinn þinn á úðabrúsa til að laga grjótbarning og smárispur. Sikkens gefur rétta litinn á bílinn þinn. G«sy JÓNSSON ehf Bíldshöfða 14 ■ s. 5876644 Skattlagning á dagpeninga veldur Atlanta erfiðleikum: íslenskum starfs- mönnum fækkar leiguflug Starfsmenn flugfélagsins Atlanta eru nú um 1400 í mörgum starfsstöðvum víða um heim. Þeim hefur fiölgað um 1000 á síðustu sex árum. A sama tíma hefur íslenskum starfsmönnum Atlanta fækkað um 200 hundruð, úr tæplega 600 niður í innan við 400. Arngrímur Jóhannsson forstjóri Atlanta sagði á ársfundi Útflutninga- ráðs að ein af ástæðunum fyrir þess- ari fækkun væru óskiljanlegar regl- ur um skattlagningu dagpeninga. Þannig þyrfti stöðugt að vera að færa til og kalla heim íslendinga úr erlendum starfsstöðvum til þess að þeir færu ekki illa út úr því. „Þetta er óhagræði, sem er ein skýringin á fækkuninni, en einnig kemur það til að við þurfum að ráða fólk sem þekk- ir vel til á þeim stöðum og í því um- hverfi sem við erum að vinna,“ sagði Arngrímur. Reglurnar eru þær að starfsmenn fá 68% skattafslátt á dagpeningum upp að 21 starfsdegi erlendis, en ef þeir starfa lengur fer ÓSKILJANLEGAR REGLUR Erlendum starfsmönnum Atlanta fjölgaði um þúsund meðan íslenskum fækkaði um 200 afslátturinn niður í 22% og það verð- ur þá meira að segja afturvirkt um hálfan mánuð. Ef starfsmaður Atl- anta starfar erlendis lengur en í þrjá mánuði fellur allur skattafsláttur niður. „Við verðum náttúrlega að umbuna starfsmanninum sérstak- lega vegna þeirrar kjararýrnunar sem hann verður fyrir.“ Hjá ríkis- skattstjóra fengjust þær upplýsing- ar að skattlagning dagpeninga væri í stöðugri endurskoðun, en ríkisskatt- stjóri gæfi út skatmat um skilyrði fyrir frádrætti á hverju ári, og það væri síðan skattstjóra á hverjum stað að túlka þau ákvæði. ■ 1 FRÉTTIR íwFFðÍJKT Fundur Alþingis á laugardag var fyrir margt einkennilegur. Stjórnarandstaðan hafði ekki hug- mynd um að til stæði að leggja fram frumvarp sem kæmi í veg fyrir verkfall sjómanna. Stjórnarandstæð- ingar hafa farið mikinn vegna þessa og meðal annars kvartað yfir að fjöl- miðlar hafi vitað um hvað til stóð. Þeir virðast meira að segja halda að ríkisstjórnin, með Davíð Oddsson í farabroddi, hafi látið fjölmiðla vita - en ekki stjórnarandstöðuna. Auðvit- að er þetta ekki rétt. Fjölmiðlafólk var í vinnunni, hafði grun um að eitthvað myndi gerast og fylgdist þess vegna með. Það var allt of sumt. Sumir þingmanna, sem mættu í þinghúsið, voru ekki undir það búnir að mæta í vinnuna - voru „borgaralega" klæddir. Það hafa sennilega ekki í annan tíma talað eins margir þing- menn sem ekki báru hálstau. Einn þingmannanna var alls ekki tilbúinn til þingstarfa. Hann var á sundi í sundlauginni á Hótel Loftleiðum þegar kallað var í hann og honum sagt að verið væri að setja lög á sjómenn. Þingmaðurinn, Össur Skarphéðinsson, brá skjótt flýtti sér upp úr ásamt ungri dóttur sinni. Gaf sér ekki tíma til þurrka hár sitt eða hennar og mætti rennvotur með ungu stúlkuna á handleggnum til þingstarfa. Hann lét stuttan fyrir- vara ekki trufla sig, var fyrstur í ræðustól. Meira af þinginu á laugardag. Ríkisstjórnarflokkarnir boðuðu þingflokksfundi. Fundur var settur í þinginu meðan stjórnarsinnar sátu á fundum og það var virkilegaspen- na í húsinu. Árni M. Mathiesen tilkynnti að hann myndi ekki greina fjölmiðlum frá frumvarpinu fyrr en það hefði verið lagt fram. Fjölmiðlamenn urðu að kyngja þeirri ákvörðun ráðherr- ans. Tíminn leið og líflegar umræð- ur voru í þingsal - á meðan var lokað að þingflokkum stjórnarinnar. Klukkan varð sex og Óðinn Jónsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, sagói frá atburðum dagsins. Eitt af því sem hann sagði var að þingflokks- fundir stæðu yfir. Það var víst ekki svo - formlegir fundir voru á enda skömmu fyrr. Þá brá svo við að Björn Bjarnason menntamálaráð- herra gerir það að umræðuefni á heimasíöu sinni að Óðinn hafi ekki vitað að formlegur þingflokksfundur væri á enda. Björn bætir um betur, og sem fyrrverandi fjölmiðlamaður, bendir hann Óðni á að betra hefði verið að ræða við Árna Mathiesen. Þar brást gamla blaðamanninum at- hyglin. Samráðherrann hafði til- kynnt að hann myndi ekki ræða mál- ið opinberlega - ekki strax. viðskipti „Við réðum Kaupþing í New York til þess að leita fyrir okkur að tækifærum á lágvöruverðsmarkað- inum í Bandaríkjunum í desember sl.“, sagði Tryggvi Jónsson aðstoðar- forstjóri Baugs á ársfundi Útflutn- ingsráðs. „Við vorum á höttunum eftir stækkunarmöguleikum í fram- haldi af kaupum á Bonus Dollar Stores. Kaupþing fann fyrir okkur Bill’s Dollar Stores sem var í eigu fjárfestingarbanka og hafði lent í fjárhagsvandræðum vegna offjár- festinga. Þetta tók ævintýralega stuttan tíma, 15. febrúar var til- kynnt um greiðslustöðvun hjá fyrir- tækinu og 20. mars var það keypt fyrir okkar hönd á uppboði. Það skipti miklu að við vorum vel undir búnir og gátum farið fljótt í ákvarð- anatöku og eftirskoðun með gjör- þekkingu á fyrirtækinu. Daginn eft- ir uppboðið höfðu samkeppnisaðilar samband vió okkur og vildu kaupa Bill's Dollar Stores." HELSTU SAMKEPPNISAÐILAR Fyrirtæki Sala Fjöldi (Sm) versl. 1. Dollar General 4,551 5,001 2. Family Dollar 3,523 3,920 3. Dollar Tree 1,688 1,729 4. Variety VUholesalers 500 491 5. Bill's Dollar Stores 320 410 6. 99 Gents Only Stores 452 101 Tryggvi vakti athygli á því að þegar fyrirtæki eru seld í kjölfar greiðslustöðvunar þá sé það ekki gert í Bandaríkjunum í formi til- boða, sem hafnað er eða tekið, held- ur er haldið uppboð og þeim selt sem hæst býður á staðnum. „Þarna er greinilega verið að hugsa um hag lánardrottnanna betur en víðar er gert annarsstaðar", sagði Tryggvi. Eftir sameiningu Bonus Dollar Stores og Bill's Dollar Stores verður móðurfyrirtækið nefnt Bonus Stor- es Inc, höfuðstöðvar þess fluttar til Colombiu frá Delaware, og yfir- stjórn þess skorin niður úr 120 í 60 manns. Jim Schafer verður forstjóri sameinaðra Bonus verslana í Banda- ríkjunum og A1 Johnson fyrrverandi forstjóri og varaformaður Wal Mart, verður í stjórn fyrirtækisins. Það er greinilegt að sótt er til fyrrverandi starfsmanna Wal Mart, sem er ein stærsta og hagkvæmasta verslunar- keðja heims, sem leiðtoga fyrir fyr- irtæki Baugs í Bandaríkjunum. „Það er grundvallaratriði að stjórnendur hafi staðbundna reynslu og þekk- ingu“, sagði Tryggvi Jónsson í um- fjöllun um útrás þjónustufyrir- tækja, „við höfum heldur ekki nóg af hæfu fólki til þess að sinna stór- verkefnum af þessu tagi. Mikill vöxtur er í lágvöruverðs- búðum vestra og hefur þeim fjölgað um 10 þúsund á áratug, og vaxa doll- araverslanir, þar sem allt er selt á dollar eða á föstu dollaraverði, mest innan þessa geira.“ ■ Kaupþing fann Bills Dollar Stores fyrir Baug: Gerðist ævintýralega hratt KEYPTUM ÞEKKINGU Það skipti milklu máli að við vorum búnir að afla okkur góðrar þekkingar á Bill's Dollar Stores og gátum tekið skjótar ákvarðanir, segir Tryggvi Jónsson Islenska krónan var rétt búin að jafna sig eftir stóru dýfuna um daginn þegar bankaráð Seðlabank- ans og nokkrir yfirmenn bankans fóru norður í land. Bankaráðið hefur um skeið haldið einn bankaráðsfund utan Reykjavíkur á ári til að „kynn- ast viðhorfum landsbyggðar og að- stæðum í atvinnulífi og menningu með öðrum hætti en í daglegu amstri í bankanum," eins og segir í svari Ólafs G, Einarssonar, for- manns bankaráðs, til Fréttablaðsins. Að þessu sinni var ferðinni heitið norður í Skagafjörð og gist þar. Auk bankaráösmeðlima sjálfra, sem fyrir utan Ólaf eru Davíð Aðalsteinsson, Ragnar Arnalds, Ingunn Elín Sveins- dóttir og Þröstur Ólafsson, voru bankastjórarnir þrír með í för og sömuleiðis yfirmennirnir Ingimund- ur Friðriksson, Már Guðmundsson og Tómas Ingi Kristinsson. Kostnað- ur við ferðina er líklega um 400 þús- und krónur eða nálægt 40 þúsund krónum á mann. 1 ÞRÚÐA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.