Fréttablaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 5
^Friðrik Pálsson segir í fyrsta sinn frá dramatísku brotthvarfi sínu frá SH fyrir tveimur árum þegar þar var gerð hallar- bylting. 'SA \\ Sumartískan er svart- hvítur draumur. Marta María fata- hönnuöur fór á stúf- ana og fann flottustu flíkurnar i bænum. ýtt Mannlíf er komið á sölustaði. Þar getur m.a. að líta viðtöl við káta hjúkrunarfræðinga á Húsavfk sem veita þeim sem vilja hætta að reykja símaráðgjöf. Leikkonan Nanna Kristín Magnúsdóttir og leik- listarnemarnir Tinna Hrafnsdóttir og María Heba Þor- kelsdóttir segja frá því þegar þær gerðu garðinn frægan í Free Style dansi. Lesið líka um hina 22 ára gömlu Ingibjörgu Kol- söe sem ætlar að vera fararstjóri í Afríku í sumar. í blaðinu er síð- an að finna fallegan myndaþátt með nokkrum Islendingum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið öðrum góðar fyrirmyndir. Þ.á m. eru Guðrún Helgadóttir, Ragnheiður Clausen og Ragnhildur Gísladóttir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.