Fréttablaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.05.2001, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 16. maí 2001 MIÐVIKUDAGUR Öskjuhlíð: Fá að hjóla á haugunum útivist. Hjólreiðafélag Reykjavíkur hefur farið fram á það við borgaryf- irvöld að lögð verði sérstök braut fyrir fjallareiðfijólamenn i sunnan- verðri Öskjuhlíðinni skammt frá Nauthólsvík, á svæði þar sem geymd er mold og önnur jarðefni. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd tók erindið fyrir, en í þvi var óskað eftir leyfi til að hjóla um moldar- haugana og í framhaldi að leggja var- anlega braut um þá. Hjólreiðafélagið hefur fengið ieyfi til þess að hjóla um haugana en varðandi það að leggja varanlega braut, þá var þeim hluta erindisins vísað til borgarskipulags til skoðunar. ■ RÍKISVALD OG FJÖLMIÐLAR Ólga er í Rússlandi vegna þess að talið er að stjórnvöld vilji hafa tangarhald á sjón- varpsstöðinni NTV, sem hefur þótt standa undir nafni sem óháð og frjáls sjónvarps- stöð. I Rússlandi starfar sérstakur fjölmiðla- ráðherra og hann sver af sér afskiptin. Rússneskur ráðherra: Ríkið vill ekki stjórna NTV moskva. ap Mikhaíl Lesin, fjölmiðla- ráðherra í rússnesku ríkisstjórninni, segir að vilji ríkisstjórnarinnar sé að NTV-sjónvarpsstöðin sé sjálfstæð og ekki verði reynt að hafa áhrif á stöð- ina í gegnum meirihlutaeiganda hennar, sem er hið risastóra einokun- arfyrirtæki Gazprom. Margir frétta- menn NTV-stöðvarinnar telja fullvíst að gasfyrirtækið Gazprom, sem hef- ur gífurleg völd í Rússlandi, hafi náð meirihluta í stöðinni í apríl gagngert í þeim tilgangi að koma ríkisstjórn- inni til hjálpar við að þagga niður í gagnrýnum fréttaflutningi. Þeir hafa sakað Lesin um að hafa verið með í ráðum um yfirtöku Gazprom á sjón- varpsstöðinni. Lesin neitaði þeim ásökunum í blaðaviðtalinu, sem birt- ist í Isvestia í gær. „Ríkið vill ekkert hafa með NTV að gera,“ sagði Lesin. „Gazprom er ekki ríkið.“ ■ ------ Veitingastaðir: Afram langur afgreiðslutími veitingastaðir Borgarráð hefur sam- þykkt að framlengja reynsluákvæði um lengdan opnunartíma veitingar- staða til 1. júlí n.k. Þetta er gert vegna þess að tillögur verkefnis- stjórnar um afgreiðslutíma veitinga- staða liggja ekki fyrir. Sem kunnugt er þá var afgreiðslutími veitinga- staða rýmkaóur til muna í samræmi við samþykkt borgarráðs sumarið 1999. Þá voru afnumdar takmarkanir á veitingartíma áfengis um helgar í tilteknum hluta miðborgarsvæðisins, miðhverfum, athafnasvæðum, iðnað- arsvæðum og hafnarsvæðum að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. ■ WWF beita sér gegn álveri: Stafar ógn af verkefninu reyðarál. Samtökin World Wildlife Fund hafa sent frá sér fréttatilkynn- ingu þar sem m.a. er farið fram á það við norsk stjórnvöld að þau beiti sér gegn því að Norsk Hydro ráðist í framkvæmdir á Reyðarfirði. Samtök- in segja að „einstöku óbyggðu svæði ... stafi ógn af verkefninu." I fréttatil- kynningunni er rætt við Árna Finns- son frá Náttúruverndarsamtökum ís- lands sem segir að komi til fram- kvæmda muni Norsk Hydro bera ábyrgð á því að svæðið umhverfis Vatnajökul eyðileggist. Bent er á að Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra, sé hlynnt hugmyndum um að breyta svæðinu í þjóðgarð svo laða megi að ferðamenn, en hafi ekki tek- ið fyrir að þar verði ráðist í fram- kvæmdir vegna álvers. Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Útvarpið í gær að verði ekki að stækkun álvers Norðuráls eða rísi ekki álver í Reyðarfirði, muni verða eyðilegt um að litast í ís- lensku efnahagslífi - að auknar fram- kvæmdir séu forsenda fyrir því að lífskjör á íslandi batni í samræmi við önnur iðnríki heims. ■ UMDEILT HEIMA OG ERLENDIS Frá Reyðarfirði þar sem stefnt er að byg- gingu umdeilds álvers. Stóð aldrei til að lækka verðið til langframa Opnun fyrstu sjálfsafgreiðslustödvar ESSO hratt verðstríði bensínstríðinu í gang. Talsmenn olíufélaganna sammála um að félögin þoli lága verðið ekki til lengdar. bensínverð Sú ákvörðun ESSO að kynna fyrstu sjálfsafgreiðslustöð sína með lægra verði en keppinaut- arnir buðu hratt af stað miklu verð- stríði í síðustu viku. Forsvarsmenn olíufélaganna segja þó ljóst að aldrei hafi staðið til að lága verðið gilti til langframa. „Við vorum að opna fyrstu ESSÓ Express stöðina okkar og til að kynna hana fyrir fólki létum við gamla verðið gilda“, segir Geir Magnússon forstjóri ESSO um ástæður þess lága bensínverðs sem þeir buðu á lágverðsstöð sinni í síð- ustu viku. „Þá kom þetta mikla fár á hinar stöðvarnar en við vorum fyrst og fremst að auglýsa upp okkar stöð.“ Hann segir að það hafi ekki verið stefnan að bjóða gamla verðið til langframa. „Það er takmarkað hversu mikið er hægt að setja í markaðskostnaðinn gegnum lítrann með þessum hætti. Öll veisla tekur enda.“ Gunnar 0. Skaptason, fram- kvæmdastjóri Orkunnar segir alveg ljóst að það verð sem félagið bauð þegar það var hvað lægst hafi verið út úr korti og ekki hægt að byggja afkomu félagsins á því til framtíðar. „Við höfum gefið okkur út fyrir að vera alltaf lægstir og þessir stóru að- ilar, eins og ESSO sem eiga 130 staði Alveg ljóst að sem selja bensín á það verð sem fullu verði, opnuðu félagið bauð einn lítinn stút úti í þegar það var Kópavogi og ætl- hvað lægst hafi uðu að fara að vera verið út úr korti ódýrari en við.“ og ekki hægt Það hafi stjórnend- að byggja af- ur Orkunnar ekki komu félagsins sætt SÚ við og ein- á því til framtíð- sett ser uð vera ar lægstir. „Það er einfald- —♦— lega þannig að við (Etiuasf atgLi. i ESSO EXPRESS ESSO fetaði í fótspor Olís og bauð lægra verð til að kynna fyrstu sjálfsafgreiðslustöð sína. Hin félögin svöruðu með verðlækkun sem Ijóst þótti að myndi ganga til baka. tókum ákvörðun um að lækka verð á okkar ódýru stöðvum sem eru ÓB stöðvarnar. Með hliðsjón af afkomu félagsins var tekin ákvörðun um að hækka verðið“, segir Samúel Guð- mundsson, forstöðumaður fjárfest- inga og aðhaldsstýringar hjá Olís. Samúel segir engar nýjar upplýsing- ar hafa komið fram um stöðu félags- ins frá því verð var lækkað þar til það hækkaði aftur. „Það lá alltaf fyr- ir að þetta lága verð gæti aldrei ver- ið til lengdar. Þetta er einfaldlega ákvörðun sem réðist af samkeppnis- aðstæðum." binni@frettabladid.is Mótmæla gjaldþroti: „Mafían ræð- ur Rúmeníu" búkarest. ap. Yfir 3000 manns fóru í kröfugöngu í Búkarest, höfuðborg Rúm- eníu til að kerfjast bóta vegna peninga sem töpuðust þegar að stærsti fjárfest- ingasjóður landsins varð gjaldþrota í fyrra. Hópurinn bar meðal annars spjöld sem á stóð „Mafían ræður fyrir Rúmen- íu“. Þá stöðvuðu mótmælendur umferð og kröfðust þess að ríkisstjórnin endur- greiddi fé sem þeir töpuðu. Mótmælendurnir, margir eldri borgarar, segja að ríkisstjórnin hafi sagst ábyrgjast innistæður sjóðsins gæti hann ekki staðið við gerða samn- inga og höfðu margir lagt allt sitt spari- fé í sjóðinn. Ríkið hefur áfrýjað dómi um að það skuli bæta tjónið. ■ BJÖRK VILHELMSDÓTTIR FORMAÐUR BHM: Kjaradómur hefur gefið tóninn um afturvirkni samninga hjá ríkinu. Bandalag háskólamanna: Afturvirkni í stíl við Kjaradóm kjaramál Björk Vilhelmsdóttir for- maður Bandalags háskólamanna seg- ir að aðildarfélögin fari fram á það í samningum við ríkið að gildistími þeirra verði afturvirkur að minnsta kosti til 1. apríl sl. Fyrirmyndin og fordæmið er sótt til Kjaradóms þeg- ar dómurinn úrskurðaði um launa- hækkanir til þingmanna og æðstu embættismanna hjá ríkinu. Þessi aft- urvirkni hjá Kjaradómi hefur vakið athygli ríkisstarfsmanna og þá sér- staklega vegna þess að ríkið hefur ávallt neitað stéttarfélögum þeirra um einhverja afturvirkni á gildis- tíma kjarasamninga. Þá hefur engu skipt þótt margir mánuðir hafi liðið frá því eldri samningur rann úr gildi þangað til samið var um nýjan. Staðan á kjaramálum aðildarfé- laga BHM verða til umræðu á mið- stjórnarfundi þess í dag, miðviku- dag. Þegar hafa tvo aðildarfélög boðað til vinnustöðvunar, þ.e. hjúkr- unarfræðingar og þroskaþjálfar. Af 24 aðildarfélögum hafa sjö gengið frá nýjum kjarasamningum, eða um þriðjungur. ■ __ Könnun Merrill Lynch: Fleiri milljónamæringar í heiminum new york. ap. Milljónamæringum heldur áfram að fjölga. Á árinu 2000 jókst lausafé helstu auðkýfinga í heimi um 6 prósent og er nú 27 trilljónir bandaríkjadala, eða 27 kva- drilljónir íslenskra króna, sam- kvæmt könnun sem fjármálafyrir- tækið Merrill Lynch gerði nýlega. Einungis er um að ræða þá einstak- linga sem eiga meira en milljón bandaríkjadala í lausafé, en þeim fjölgaói nokkuð á síðasta ári og telja nú 7,2 milljónir í öllum heiminum. Fjármálafyrirtækið leitaði einnig sérstaklega uppi þá sem eru „vell- auðugir," en til þess að komast í þann flokk verður maður að eiga meira en 30 milljónir dollara í lausafé. Fyrir- tækið fann 57 þúsund slíka. Upplýsingarnar eru aö sögn fyrir- tækisins mikilvægar fyrir stór fjár- málafyrirtæki sem byggja afkomu sína á því að geyma og ávaxta fjár- muni auðkýfinga; barist sé um „bestu bitana." Mest varð fjölgun milljónamær- inga í Evrópu og telja þeir nú 2,3 milljónir sem eiga yfir milljón doll- ara í lausafé. Mesta aukningin á heildarauð milljónamæringa varð hinsvegar í mið-austurlöndum þar sem lausafé 200.000 einstaklinga sem eiga meira en milljón dollara hver jókst um heil 18 prósent og er nú 1,3 milljarðar dollara. Heildarauður ríkustu einstak- linganna dróst hinsvegar saman í Asíu. Þar fækkaði auðkýfingunum um hálft prósent og auður þeirra dróst saman um 9 prósent, en Merrill Lynch telur helstu ástæðuna vera bágt gengi efnahags Japans. í Afríku var fjöldi milljónamæringa óbreyttur, eða aðeins 40.000 manns, og heildarauður þeirra stóð þar ein- nig í stað. ■ BRAUTRYÐJANDI A TÖLVUSVIÐI Steve Jobs er hópi „vellauðugra." Hann stofnaði tölvufyrirtækið Apple árið 1975 og ar auður hans nátengdur upplýsingaöldinni. INNLENT 173 milljóna halli varð á sam- stæðureikningi Nýsköpunar- sjóðs á síðasta ári og er það rakið til lækkana sem urðu á verðbréfa- mörkuðum. 104 milljónum króna var veitt til margvíslegra sam- starfsverkefna og til vöruþróunar- og markaðsaðgerða. Þá námu verkefnabundin áhættulán 185 milljónum. Eigiö fé sjóðsins um áramót var 5.748 milljónir og eru 5.046 milljónir bundnar í stofn- sjóði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir af- henti í gær lyklana að 400. íbúð- inni sem Búseti tekur í notkun á höfuðborgarsvæðinu. íbúðin er í 26 íbúða húsi sem Búseti hefur reist við Kirkjustétt í Grafarholti og er hún fyrsta íbúðin til að verða tekin í notkun í nýjasta hverfi Reykjavíkur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.