Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2001, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 16.05.2001, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 16. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ n Bankamenn: jr- Vilja norrænan banka til Islands til að bæta stöðu starfsmanna Fornleifarannsókn í fyrrum Sovétlýðveldi: Áður óþekkt ritmál fundið í Turkmenistan bankamenn Friðbert Traustason for- maður Sambands íslenskra banka- manna segist vera mjög hrifinn af þeirri hugmynd að hér á landi taki til starfa einhver norrænn banki. Hann segir að það mundi verða til þess að bæta mjög mikið allt það er lýtur að málefnum starfsmanna. í því sambandi bendir hann m.a á að í norrænum bönkum sé meðá- kvörðunarréttur starfsmanna virtur um stjórnun, auk þess sem starfs- menn eiga fulltrúa í bankastjórn og einnig í öllum nefndum og ráðum, öndvert við það sem gengur og gerist FRIÐBERT TRAUSTASON: Hann var endur- kjörinn formaður Sambands islenskra bankamanna. hjá íslenskum bönkum. Meðal annars séu nor- rænir banka- starfsmenn í þeim nefndum sem taka ákvörðun um nýráðningar og uppsagnir í stað íslenskra geð- þóttaákvarðana. Friðbert segir að norrænir bankar telji að hérlendis séu sóknarfæri á líf- og tryggingarmarkaði sem teng- ist fjármálastarfsemi. Atvinnu-og menntamál bar hæst á nýafstöðnu þingi Sambands íslenskra bankamanna sem haldið var í Borg- arnesi um sl. helgi. Hins vegar var lítið fjallað um sölu ríkisins á hluta- bréfum sínum í ríkisbönkunum að öðru leyti en því að áhersla var lögð á að starfsmannavelta yrði látinn ráða um fækkun starfsmanna fremur en hópuppsagnir. í menntamálum var lögð áhersla að auka menntun banka- manna með samstarfi við skóla á há- skólastigi. ■ new york. ap. Fornleifafræðingar sem vinna að uppgreftri í Hirkmenistan gætu verið á leiðinni að endurskrifa sögubækur um upphaf siðmenningar. Það er álit Fredrik T. Hiebert, pró- fessors við Pennsylvania-háskóla, en hann telur að tákn sem hann hefur fundið í uppgreftrinum sanni að sam- félagið í mið-Asíu hafi notað áður óþekkt ritmál 2300 fyrir krist. Hiebert þakkar uppgötvunina lokum kalda stríðsins, en aðeins á síðasta áratug hafi landamæri fyrrum Sovét- ríkjanna opnast fræðimönnum. Forn- leifafræðingar eru almennt sammála Hiebert um að táknin séu óskyld þekktum letrum frá sama tíma, svo sem frá Mesópótamíu eða íran. Hingað til hafa flestir vísinda- menn talið að lítið annað hafi verið þar sem Turkmenistan er nú en opið svæði sem hýst hafi takmarkaða menningu. „Samfélag þeirra hafði alla þætti sem skilgreina siðmenn- ingu,“ segir Kiebert. Með frekari rannsóknum hyggjast vísindamenn finna leiðir til að ráða í og skilgreina ritmálið, og fá þar með lykil að menn- ingu sem hingað til hefur verið svo til óþekkt. ■ í sumar er lokaútkall fyrir Keikó. „Við munum ieggja okkur öll fram til þess að ná því markmiði að Keikó geti synt frjáls á ný og stefnum að því að fá endanlegt svar við spurningunni í sumar: Fer hann út í villta náttúru eða ekki? Þó við séum mjög bjartsýn- ir og staðráðnir að gera Keikó þetta kleift er valið skepnunar og við munum taka því sem að hönd- um ber. Það væri góður endir ef Kiekó velur villta náttúru á ný en samtökin hafa skuldbundið sig gagnvart íslenskum stjórnvöld- um til að annast um velferð há- hyrningsins ævi hans á enda og við munu auðvitað standa við það,“ segir Hallur. gar@frettabladid.ís Norðfjörður: Færeyskir togarar landa fiskveiðar. Tveir færeyskir ísfisks- togarar lönduðu afla á Norðfirði á mánudag. Þar með er vinnsla hafin á ný í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar eftir rúmlega fjögurra vikna vinnu- stöðvun vegna verkfalls sjómanna. Haraldur Jörgensen, verkstjóri hjá Síldarvinnslunni sagði í samtali við Sjávarp að togararnir séu með alls 80 tonn og er uppistaða aflans ufsi en einnig þorsk og karfa. Telur hann að þessi afli dugi til þriggja til fjögurra daga vinnslu í fiskiðjuverinu. Fær- eysku togararnir heita Gorpur og Skrápur en ganga nú undir nöfnunum Glámur og Skrámur á Norðfirði. ■ Offita barna eykst á íslandi Bandarískar rannsóknir segja samband milli offitu og brjóstgjafa. chicaco. ap Engir foreldrar vilja að börnin sín þurfi að kljást við offitu- vandamál. Tvær nýjar rannsóknir í Bandaríkjunum benda til þess að hægt sé að koma í veg fyrir vanda- málið strax frá unga aldri. Hvernig er það hægt? Jú, með því að hafa börnin á brjósti í stað þess að gefa því pelamjólk. Önnur rannsóknin bendir þó á að þyngd móður geti skipt enn meira máli en brjóstagjaf- ir. Læknadeild Harvard háskólans í Cambridge, Massachusettsfylki, komst að því að þau börn sem eru á brjósti munu síður eiga við offitu- vandamál að stríða á unglingsárun- um. Rannsóknaraðilar segja að litlu máli skipti hversu lengi börnin eru á brjósti og forsvarsmaður Harvardhópsins, Dr. Matthew Gillman, telur að með því að hafa börn á brjósti læri börn aó hætta að drekka þegar þau eru södd. Gillman hefur sett fram þá kenningu að for- eldrar sem gefi börnum sínum pela- mjólk eigi það til að láta börn sín klára pelann og þannig hunsa skila- boð líkamans um að hann sé orðinn saddur. Það getur aukið líkurnar á þvl að börnin þurfi að kljást við offituvandamál síðar meir. Árni V. Þórsson, barnalæknir hjá Landspítalanum, segir að ekki séu til hliðstæðar rannsóknir frá íslandi. Hann bendir þó á að hlutfall þeirra barna sem eru á ’—♦-— brjósti á fslandi sé mjög hátt - mun Gillman hefur hærra en gengur og sett fram þá gerist í Bandaríkj- kenningu að unum. foreldrar sem „Offita barna er gefi börnum hins vegar sívax- sínum pela- andi vandamál á ís- mjólk eigi það landi og líklega má til að láta börn að miklu leyti rekja sín klára pelann það til hinna hefð- og þannig bundnu þátta: mik- hunsa skilaboð illar inniveru, sjón- llkamans um að varpsgláps, tölvu- hann sé orðinn leikja og ruslfæð- saddur. is.“ sagði Árni og bætti því við að —♦— framboð fæðu sem LYKLABÖRN f HÆTTU Árni telur að hin svonefndu lyklabörn séu í meiri hættu heldur en þau börn sem eyða meiri tíma í umsjá foreldra sinna. „Pað er svo auð- velt að háma I sig kremkex og gos þegar enginn er heima," sagði Árni. telur margar hitaeiningar væri sí- fellt að aukast og að það á sama tíma og börn hreyfa sig minna. Árni taldi að þeir foreldrar sem ættu ungabörn þyrftu að hafa litlar áhyggjur ef þau væru dálítið feit, en hins vegar að það væri meiri hætta á því að börn sem eiga við offituvandamál að stríða á fimm til sex ára aldri myndu líka þjást af vandamálinu á sínum eldri árum. omarr@frettabladid.is Pólland: Loks réttað yfir Jaruzelski varsiá, ap. Rúmum 30 árum eftir að tugir verkamanna voru skotnir til bana í skipasmíðastöðvum í Póllandi hefur sá sem grunaður er um að hafa gefið fyrirskipanirnar, Vojicieh Jar- uzelski, verið leiddur fyrir rétt. Jar- uzelski var varnarmálaráðherra árið 1970 þegar morðin voru framin en gerðist síðar leiðtogi í kommúnista- stjórn landsins þar til honum var steypt af stóli árið 1989. Morðin á verkamönnunum, sem mótmæltu bágum kjörum, eru talin hafa ýtt undir baráttu almennings, og flokks- ins Samstöðu, gegn kommúnisma. Gerð var tilraun til að draga fyrr- um kommúnistaleiðtogann fyrir rétt árið 1996 en réttarhöldum var frestað af heislufarsástæðum. Hefur hann ávallt haldið fram sakleysi sínu, en ljóst er að hinn aldni Jaruzelski á erfitt verk fyrir höndum því búist er við því að réttarhöldin taki um það bil eitt ár. Að sögn AP-fréttastofunnar býst almenningur í Póllandi ekki við því að Jaruzelski, verði hann sakfelldur, hljóti hámarks refsingu, sem er 25 ára fangelsi. Réttarhöldin snúist frekar um að komast að sannleikan- um heldur en að fangelsa Jar- uzelski. ■ | STUTT| Landvernd hefur sent frá sér tilkynn- ingu þess efnis að íslensk stjórnvöld hafi leyft laxeldi í sjókvíum í meiri mæli en samræmist varúðarráðstöfunum og nauðsynlegt sé að undirbúa betur laxeldi í sjókvíum. Landvernd bendir á að sleppi lax í sjókvíum hefur það í för með sér hættu á útbreiðslu sjúkdóma, erfðablöndun og mengun. Þetta hefur þótt vera sýnt á eldi á norskum laxi í sjókvíum. Landvernd telur að gangi fyrirhugaðar áætlanir eftir um laxeldi í sjókvíum á íslandi geti það leitt til þess að í lífríki íslands verði meira af laxi af norskum uppruna en íslenskum. Japanska keisarafjölskyldan hefur til- kynnt að krónprinsessan Masako sé barnshafandi eftir átta ára hjónaband hennar og erfingja krúnunnar. Tilkynningin kemur mánuði eftir að fréttirnar spurðust fyrst út og er Masako sögð vera komin þrjá mánuði á ieið. Ef barnið reynist vera drengur mun hann erfa krúnuna eftir föður sinn, Naruhito. FYRRUM KOMMÚNISTALEIÐTOGI Heilsufar Jaruzelski hefur hingað til haldið honum frá réttarsalnum, en nú sér hann fram á löng réttarhöld.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.