Fréttablaðið - 22.05.2001, Síða 2

Fréttablaðið - 22.05.2001, Síða 2
KJÖRKASSINN 2 FRÉTTABLAÐIÐ 22. maí2001 ÞRIÐJUDAGUR TRILLURNAR I KVÓTAKERFIÐ Meirihluti Netverja telur rétt að fella smábátana undir kvótakerfið Á að fresta því að setja smá- báta undir kvótakerfið? Niðurstöður gærdagsins á www.vlsir.is 44% Nei Spurning dagsins í dag: Velur Keikó frelsið frekar en fiskabúrið? Farðu inn á vlsi.is og segðu I þlna skoðun I ÚRSLITUM FAGNAÐ Ivo Sanaderformaður HDZ og Vladimir Seks varaformaðúr voru kampakátir að loknum kosningum Króatía; Óvænt úrslit í kosningum zagheb. flp. Lýðræðisbandalag Króa- tíu, HDZ, flokkur Franjo heitins Tidjraaijs.Tyrrverandi forseta, vann óvæntán sigur í kosningunum sem fram fóru á sunnudag. Flokkurinn hlaut meirihluta atkvæða í 14 af 21 héraði í Króatíu. Skoðanakannanir höfðu ekki spáð flokknum miklu fylgi. HDZ er flokkur þjóðernissinna sem hefur verið við stjórnvölinn í mörgum sveitastjórnum í Króatíu. Að margra mati er flokkurinn ein helsta hindrun framfara í Iandinu. Talið er að andstæðingar HDZ muni taka höndum saman til að koma í veg fyrir að flokkurinn nái yfirhöndinni í sveitastjórnum héraðanna 14 en úr- slitin þykja sýna fram á að ekki er hægt að afskrifa HDZ. ■ Colin Powell: I STUTT Bandaríkin leysa ekki vandann WASHINGTON. NEW YOBK. DAMASKUS, AP Colin Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna hvatti í gær ísraels- menn og Palestínumenn til þess að rjúfa vítahring ofbeldisins og studdi eindregið tillögur nefndar undir for- ystu George Mitchell, fyrrverandi öldungadeildarþingmanns í Banda- ríkjunum, en skýrsla nefndarinnar kom opinberlega út í gær. Powell tilnefndi jafnframt Willi- am Burns í embætti fulltrúa Banda- ríkjanna í málefnum Austurlanda nær og fól honum að reyna að endur- vekja viðræður milli fsraelsmanna og Palestínumanna. Mitchell-nefndin hvetur ísraels- menn til þess að stöðva allt landnám og Palestínumenn til þess að reyna betur að koma í veg fyrir árásir á ísraelsmenn. Nauðsynlegt sé að byg- gja upp að nýju gagnkvæmt traust milli þeirra. Powell sagði í gær að nú væri aug- ljósara en nokkru sinni fyrr að engar hernaðarlausnir væru til á þessum átökum. „Skýrsla nefndarinnar er uppbyggileg og jákvæð tilraun tii þess að rjúfa vítahring ofbeldisins," sagði hann. „Á endanum er það ekki nokkuð sem Bandaríkin geta komið á,“ heldur verði leiðtogar fsraels- manna og Palestínumanna að „grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til þess að rjúfa vítahring ofbeld- isins.“ ■ ARIEL SHARON Colin Powell, Kofi Annan og Javier Solana hvöttu í gær Israelsmenn og Palestinu- menn til.þess að rjófp vítahring ofbeldisins. Urvalsvísitalan hækkaði lítillega á Verðbréfaþingi íslands í gær, fór í 1095 stig, og námu heildarvið- skiptin 1.245 milljónum króna. Bréf í Þormóði Rammi-Sæberg hækkuðu mest, eða 5,8%, en mesta lækkunin varð 3,7% hjá Húsasmiðjunni. Nas- daq-vísitalan á Wall Street skaust upp um rúmlega 4,85% en Dow Jo- nes fór aðeins lítillega upp. Þá hækkuðu evrópskir hlutabréfamark- aðir einnig almennt í gær. —♦— Harður árekstur varð á Selfossi í gær þegar fólksbíll ók í veg fyr- ir vegmerkingarbíl. Að sögn lög- reglu urðu engin slys á fólki, en fólksbíllinn er gjörónýtur og búnað- ur á vegmerkingarbílnum skemmd- ist. ÓTTAST EKKERT Þroskaþjálfarafélag Islands er ungt félag með aðeins um 200 þúsund krónur í verkfallssjóði. Verkfallsstjórn segir að það hafi ekki dregið þrótt úr félagsmönnum og að verkfallið muni standa yfir eins lengi og til þarf. Þroskaþj álfar telja verk- fall brotið á leikskólum Sex leikskólar hafa ekki sent fötluð börn heim. Samningamenn hengja sig í prósentuhækkun og líta fram hjá krónutölu. Neyðarástand í uppsiglingu. 1 lögreglufréttir] Níu nagladekkjum var stolið í Breiðholti um helgina. íbúi í fjölbýlishúsi hafði verið að taka til í geymslu og sett nagladekkin út fyrir geymsluna í stutta stund. —4---- Farið var inn í fyrirtæki í Brautar- holti og þaðan stolið fartölvu um helgina. —♦— Uppgjöri dagsins var stolið úr veitingastað í Grafarvogi á laug- ardagskvöld. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins. verkfall „Eins lengi og til þarf,“ kvað verkfallsstjórn Þroskaþjálfarafélags íslands við í einum róm þegar spurt var hversu lengi félagið myndi end- ast í verkfalli. í verkfallsstjórninni eru þær Jóhanna K. Jónsdóttir, Jar- þrúður Einarsdóttir, Siggerður Á. Sigurðardóttir og Elva Ösp Ólafs- dóttir. Stjórnin bendir á að þroska- þjálfarar eru að fara fram á að grunnlaun þroskaþjálfa verði hækk- uð úr 100.001 krónu í 150.000 krónur. Að þeirra sögn hengja samninga- menn sig á prósentuhækkun. „Þegar litið er á krónutöluna sér það hver maður að þarna er ekki um að ræða mikinn pening. Hins vegar finnst samningamönnum að pró- sentutalan sé of há,“ sagði Jóhanna. Frá því að verkfallið skall á hafa þroskaþjálfar hist á hverjum morgni í höfuðstöðvum sínum í Hamraborg 1 í Kópavogi þar sem stálinu er stappað í fólk, farið yfir daginn sem er í vændum og hvað skuli gera. Síð- an halda félagsmenn út í verk- fallsvörslu og í lok dagsins koma þeir saman aftur og gefa skýrslu. En hefur eitthvað verið um verkfalls- brot? Það segir verkfallsstjórn fé- lagsins vera deilumál, að þeir telji eina fimm leiksskóla vera að brjóta á sér verkfallsréttinn með því að senda ekki börn sem hingað til hafa verið í umsjá þroskaþjálfara heim á meðan verkfallinu stendur. „Við erum að vinna að því að leysa [þennan ágreining] í samvinnu við þá leikskólastjóra sem um ræðir ... Þetta eru sex leikskólar sem túlka þetta atriði á annan hátt en við og fimm leikskólar sem túlka það á sama hátt og við,“ sagði Elva Ösp Ólafsdóttir. Þeir 297 meðlimir sem Þroskaþjálfarafélagið telur óttast að neyðarástand skapist semjist ekki fyrir 1. júní - daginn sem þroska- þjálfarar í vinnu hjá ríki og bæjum leggja niður vinnu. „Vonandi semst fyrir þann tíma ... það eru mörg börn sem eru rosalega mikið fötluð og þurfa á sérmenntuðu fólki til þess að annast það - það eru þessi börn sem munu líða fyrir verk- fallið," bætti Jarðþrúður Einarsdótt- ir við að lokum. ■ íslensk Auðlind L æ k j a r t o r g i Hafnarstræti 20. 2h 101 Reykjavík www.audlind.is Fatahreinsun Erum með á söluskrá okkar öfluga fatahreinsun sem rekin er með miklum mynd- arbrag á stór Reykjarvíkursvæðinu. Fyrirtækið er vel tækjum og búnaði búin og með fína viðskiptavild. Kaffi og Matsölustaður Vorum að fá á söluskrá okkar góðan kaffi og matsölustað sem rekinn er í leigu- húsnæði miðsvæðis i Reykjavík. Staðurinn tekur um 70 manns í sæti og er vel tækjum og búnaði búinn. Vínveitngaleyfi. Öflug Lúgusjoppa í úthverfi Reykjavíkur vorum að fá á söluskrá okkar öflugan söluturn með grilli, myndböndum og bilalúgum. Fyrirtækið er í góðum rekstri í dag og með mikla veltuaukningu milli mánaða. Seljendur - Kaupendur Vegna mikilla sölu undanfarið vantar okkur allar gerðir af fyrirtækjum á skrá. Einnig er mikil eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði. Erum með stóran hóp af traustum og öflugum kaupendum. Fyrirtækjasala I Fasteignasala I Leigumiölun I Lögfræðiþjónusta Ráðning rektors Skálholtsskóla: Skólaráð endurtekur sig menntamAl. Skólaráð Skálholtsskóla komst að þeirri niðurstöðu í gær að það skyldi styðja Guðmund Einars- son í starf rektors Skálholtsskóla... aftur. Skólaráð hafði áður komist að sömu niðurstöðu, en þar sem Kirkju- ráð hafði farið fram á það að lág- marksmenntun væntanlegs rektors væri háskólamenntun var skólaráð beðið um að endurskoða ákvörðun sína og gera nýja tillögu um rektor. Umsækjendur voru sex: áðurnefndur Guðmundur Einarsson sem var ekki talinn uppfylla menntunarskilyrði og fimm aðrir sem uppfylltu skilyrðin. Fimm skólaráðsmenn munu hafa stutt Guðmund en tveir studdu Bern- harð Guðmundsson. Sigurður Sigurð- arson, vígslubiskup í Skálholti og einn skólaráðsmanna, sagði í gær- kvöld að ráðið hefði ákveðið að tjá sis ekkert um ákvörðunina að öðru en að hún hefði verið tekin og henni fylgdi nýr rökstuðningur. rökstuðningurinn var fékkst ekki upp gefið né hverjir þeir voru er studdu ráðningu Bernharðs. Skólaráð bætti því við að til vara styddi það Árna Svan Daníelsson. ■ NÝR RÖKSTUÐNINGUR Meirihluti skólaráðsmanna styðja ráðningu Cuðmundar Einarssonar í stöðu rektors Skálholtsskóla en minnihluti séra Bernharð Guðmundsson.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.