Fréttablaðið - 22.05.2001, Page 4

Fréttablaðið - 22.05.2001, Page 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 22. maí 2001 ÞRIÐJUDAGUR SVONA ERUM VIÐ ÚTGJÖLD HINS OPINBERA hafa vaxið mikið síðustu ár. Stærsti hluti útgjaldanna fer f samneyslu, sem er ýmis þjónusta hins opinbera. Umfang þessarar þjónustu hefur aukist ívið meira en landsframleiðslan í heild á hagvaxtarskeiðinu undanfarín ár. ALLAR UPPHÆÐIR I MILUÖRÐUM KRÓNA HEIMILD: PJÓÐHACSSTOFNUN STYTTA AF MANNI MEÐ SPORÐDREKAHJÁLM Ýmsir munir hafa verið grafnir upp undan þekktum fornleifum í Maya-borginni Chac sem benda til þess að menning þar hafi staðið í blóma undir lok fornaldar. Ævaforn Maya-borg: Fyrri aldurs- kenningum kollvarpað fornleifar. Þeir fjölmörgu íslending- ar sem ferðast hafa til Mexíkó og skoðað forn Maya-mannvirki gætu þurft að endurskoða þær upplýsing- ar sem þeir fengu um aldur rúst- anna. Vísindamenn hafa lengi talið að hápunktur menningar Mayanna hafi verið um 800 til 1000 eftir Krist, en nýjar rannsóknir við borgina Chak á Yucatan-skaga benda til þess að borgin hafi staðið í blóma á þriðju öld eftir krist, og kollvarpar það fyrri aldursgreiningum. Notaði fornleifafræðiprófessorinn Michael P. Smyth kolefnisaðferð við grein- ingu á ýmsum munum í hinni fornu menningarborg. Þá hafa rannsókn- irnar leitt í Ijós að meiri tengsl voru á milli byggða á Ycatan-skaga og byggða inni í Mexíkó en áður hafði verið ætlað. Borgin Chac var að miklu leyti lögð í rúst af trúarlegum ástæðum seint á áttundu öld, segir Smyth. ■ Norðurhluti Makedóníu í gær: Hörð átök hers og uppreisnarliðs Ríkisherinn í Makedóníu lenti í átökum við upp- reisnarmenn af albönskum uppruna í norðurhluta landsins í gærmorgun. Þúsundir óbreyttra borgara eru þar fastir í þorpum sem uppreisnarmenn hafa tekið á sitt vald, en átökin voru við þorpin Slupcane og Vaksince. Talsmaður makedónska hersins, Bla- goja Markovski, segir að uppreisnar- mennirnir hafi gert árás í dagrenn- ingu og því hafi herinn orðið að bregðast við. Engar fregnir bárust af mannfalli, en átökin héldu áfram fram eftir degi. Lagði Makovski áherslu á að uppreisnarmennirnir notuðu borgara á svæðinu enn sem vörn og því væri erfiðleikum bundið að svara árásum þeirra. Rauði kross- inn hefur á undanförnum vikum flutt hundruð borgara burtu af svæðinu. Makedóníustjórn lét undan al- þjóðlegum þrýstingi um að ráðast ekki af fullum krafti gegn uppreisn- armönnum eftir að frestur stjórnar- innar rann út sl. fimmtudag. Telur Markovski að uppreisnarmenn hafi notað hlé á bardögum yfir heigina til MÁLSVARI ÓBREYTTRA BORGARA Bíll frá Rauða krossinum hleypir skriðdreka stjórnarhersins framhjá, en mannúðarsam- tökin hafa á undanförnum vikum flutt hundruð borgara burt af svæðinu. að endurskipuleggja sig og taka sér nýjar stöður. Óttast margir að nái stríðið að magnast frekar í Makedón- íu muni það breiðast út til fleiri ríkja Balkanskaga. ■ Fangauppreisn: 26 fangar brunnu inni santiaco, ap. Fangar kveiktu í dýnum og sængurfötum í fangelsi norður af Santiago, höfuðborg Chile á sunnudag. Eldurinn barst í svefnskála og brunnu 26 fangar inni, en aðallega var um að ræða unga afbrotamenn sem afplán- uðu í fyrsta sinn refsingu. Lögregla varð að nota táragas gegn aðstandend- um sem reyndu að komast inn í fang- elsið til að leita upplýsinga. 32 fangar voru vistaðir á staðnum og komust því aðeins 6 lífs af. Ástæður uppþotsins eru ekki ljósar, en einn þeirra sem komst lífs af sagði varðmenn hafa komið illa fram við vistmenn. Dóms- málaráðherra Chile, Jose Gomes, mun hann hafa umsjón með rannsókninni. ■ Taktlaus stjórn slær ekki Sinfóníuna út af laginu Fulltrúi starfsmanna í stjórn Sinfóníunnar hunsaður og hljóðfæraleikurum tilkynnt um starfslok Saccanis á miðjum tónleikum. sinfónIan Hljóðfæraleikurum í Sin- fóníu íslands var illa brugðið þegar þeim var tilkynnt um starfslok Ricos Saccanis aðalstjórnanda hljómsveitarinnar á miðjum tónleik- um á fimmtudagskvöldið. Gréta Guðnadóttir, önnur fiðla í hljóm- sveitinni, segir að það sé því ekki rétt sem haft er eftir Þorkeli Helga- syni, formanni stjórnar Sinfóníunn- ar, í Fréttablaðinu í gær að tilkynnt hafi verið um málið eftir tónleikana og að starfsmenn hafi engin sérstök viðbrögð sýnt. ^ Gréta segir að Þröstur Ólafsson, Gréta Guðnadóttir framkvæmdastjóri segist hissa á að Sinfóníunnar, hafi í framkvæmda- hlénu lesið yfirlýs- stjórinn hafi ingar stjórnar Sin- hunsað beiðni fóníunnar og fulltrúa starfs- Saccanis um manna í stjórn starfslokin. Þögn Sinfóníunnar hafi slegið á hópinn um að bíða þar enda hafi mönnum til eftir tónleik- verið brugðið því ana með yfirlýs- þó brotthvarf ingarnar Saccanis hafi legið —. í loftinu hafi eng- inn átt von á endan- legri staðfestingu þess í miðju tón- leikahaldi. Hljóðfæraleikararnir hafi síðan þegjandi og hljóðalaust komið sér fyrir á sviðinu að nýju til að flytja fimmtu sinfónínu Tchaikovskys sem var síðust á efn- isskránni. Gréta segir að þrátt fyrir allt hafi það ekki verið að heyra á leik hljóðfæraleikaranna að þeir hefðu látið framkvæmdastjórann slá sig út af laginu. „Það var ótrúlegt og algert tak- leysi sem hefði getað orðið stórmál og til þess að einhver hefði ekki treyst sér til að spila á tónleikunum. ÓÁNÆGJA MEÐ FRAMKVÆMDA- STJÓRANN Þröstur Ólafsson nýtti hléið á tón- leikum Sinfónlunnar á fimmtudags- kvöldið til að skýra hljóðfæraleikurunum frá starfslokum Ricos Saccanis. Við erum hins vegar mjög sjóuð í þessum efnum og ýmsu vön auk þess sem við vorum við með frábær- an stjórnanda svo tónleikarnir héldu áfram eins og ekkert hefði í skorist," segir Gréta, sem er hissa á að fram- kvæmdastjórinn hafi hunsað beiðni fulltrúa starfsmanna í stjórn Sinfón- íunnar um að bíða þar til eftir tón- leikana með yfirlýsingarnar: „Hann hafði beðið um að yfirlýsingarnar yrðu ekki lesnar fyrr en eftir tón- STÓRFRÉTT f HLÉINU Hljóðfæraleikararnir voru að búa sig undir að leika fimmtu sinfóníu Tjækovskys fyrir fullan sal af áheyrendum þegar þeim var tilkynnt að aðalstjórnandinn væri hættur störfum. leikana og formaður starfsmannafé- lagsins stóð í þeirri trú að aðeins yrði skýrt frá því í hlénu að yfirlýs- inga væri að vænta eftir tónleik- ana.“ gar@frettabladíd.is Eggert Haukdal: Dæmdur fyrir eitt atriði af þremur pómur Eggert Haukdal, fyrr- verandi oddviti í Vestur-Land- eyjahreppi, segir að eftir dóm Hæstaréttar sé ljóst að hann hafi aðeins verið dæmdur fyr- ir eitt þriggja ákæruatriða, og þar sé um að ræða atvik, sem rekja megi til færslu endur- skoðanda. í frétt f blaðinu á föstudag var ranglega sagt að Eggert hefði verið sakfelldur fyrir um- EGGERT HAUKDAL Með dómi var ósannað að auðgunarásetning- úr "hefði þar legið að baki gjörðum Eggerts. Eggert var hins vegar sak- felldur fyrir fjárdrátt, þar sem Hæstarétti þótti ljóst að 500.000 kr. bókhaldsfærslur vegna vegagerðar hefðu leitt til lækkunar á skuld hans við hreppinn. Sem oddvita hafi honum hlotið að vera kunnugt um þennan frágang reikninga boóssvik með því að gefa út hann sýknaður af 0g ekki geta dulist hver áhrif skuldabréf í nafni hreppsins. en^sakfélTdur'fvr'ir nans væru- Vegna þessa var Hann var sýknaður af þeim en sa urtYnr hanndæmdurítveggjamánaða tveimur ákærum hans væru. Vegna þessa var ákærulið og af ákæru um að hafa skaðað hreppinn fjárhagslega meó ábyrgðaryfirlýsingum í tengslum við jarðakaup enda taldi rétturinn skilorðsbundið fangelsi. Eggert sagði í samtali við Fréttablaðið að endurskoðandi hefði borið ábyrgð á færslunni. ■ INNLENT Afkoma bæjarsjóðs Snæfells- bæjar var 57 milljónum betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsá- ætlun fyrir árið 2000. Helstu skýr- ingar eru að útsvarstekjur og greiðslur úr jöfnunarsjóði voru hærri en áætlað var. Þá voru ýmsir gjaldaliðir mun lægri en miðað var við, meðal annars fræðslumál og framkvæmdir við íþróttahús. Tekj- ur af málaflokkum voru hins vegar lægri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Skýrslu um kynferðislegt ofbeldi gegn þroskaheftum hefur verið stungið undir stól. Með skýrslunni voru lagðar fram tillögur um aukna fræðslu þroskaheftra og að rann- sakað yrði umfang kynferðislegs ofbeldis ggagnvart þeim. Þær hafa ekki verið framkvæmdar nema að litlu leyti. Skýrsluhöfundar komust að þeirri niðurstöðu að talsvert sé um að þroskaheftir hér hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni og of- beldi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.