Fréttablaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN FÁIR CRILLA Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði á Vísi höfðu engan áhuga á að standa við grillið. Ætlar þú að grilla í kvöld? Niðurstöður gærdagsins á www.vfsir.is 1 20% i 80% Spurning dagsins í dag: Finnst þér sanngjarnt að alþingismenn gisti frítt á hóteli i viku? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun JÁTUÐU fKVEIKJUR Tvímenningarnir sem voru 17 og 20 ára þegar brotin voru framin játuðu að hafa kveikt í ruslagámum tveggja fjölbýlishúsa og stigagangi þess þriðja. Reykjavík: Dæmdir fyrir fjórar íkveikjur dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær tvo menn um tvítugt, Ei- rík Hrafnkel Hjartarson og Ragnar Þór Björnsson, í tveggja og hálfs árs fangelsi og tveggja ára og níu mán- uða fangelsi fyrir fjórar íkveikjur og eignaspjöll sem þeir unnu á eins mánaðar tímabili síðasta haust. Auk fangelsisvistarinnar voru þeir dæmdir til greiðslu skaðabóta að upphæð 4.200.000 krónur og hálfrar milljónar króna í málsvarnar- og verjendalaun. Mennirnir voru fundnir sekir um að kveikja í ruslageymslum tveggja f jölbýlishúsa og stigagangi þess þrið- ja og stofna þannig lífi og limum 79 einstaklinga í hættu. Ein íkveikjan er rakin til hefndarvilja vegna slæmra samskipta annars mannsins við íbúa þess en þriðja íkveikjan er rakin til þess að mennirnir reyndu að beina sök frá sér, Mennirnir, sem voru 17 og 20 ára þegar brotin voru framin, játuðu brot sín hreinskilnislega og er það virt þeim til refsilækkunar en önnur brot þeirra og einbeittur brota- vilji eru metin til refsiþyngingar. ■ —♦— Reykjavík: Tugmilljóna skattsvik rannsökuð skattsvik Efnahagsbrotadeild Ríkis- lögreglustjóra rannsakar nú um- fangsmikil skattsvik þriggja manna. Alls er talið að mennirnir hafi gefið út tilhæfulausa reikninga að upphæð 71 milljón króna og þannig skotið á þriðja tug milljóna undan sköttum. Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði mennina þrjá í tveggja vikna gæsluvai’ðhald í síðustu viku en einn þeirra hefur áfrýjað úrskurð- inum til Hæstaréttar, Einn mannanna þriggja er rúmlega fimmtugur bygg- ingaverktaki og voru reikningarnir notaðir til að lækka skilaskyldu virð- isaukaskatts í fyrirtæki hans. Hinir mennirnir tveir, sem báðir eru um þrítugt, eru taldir tengjast málinu með því að búa til reikningana sem notaðir voru til að svíkja undan skat- ti. Ljóst er að reikningarnir hafa ver- ið notaðir til að svíkja nær 16 milljón- ir króna undan virðisaukaskatti. Þá er verið að rannsaka hversu miklu fé að auki hefur verið skotið undan tekjuskatti og útsvari með sama hætti. ■ 2 FRÉTTABLAÐIÐ 12. júní 2001 ÞRIÐJUPACUR Gissur Pétursson: Sjáum engin merki um kreppu atvinnumál „Við sjáum almennt engin merki um kreppueinkenni í þjóðfé- laginu - alls ekki,“ segir Gissur Pét- ursson, forstjóri Vinnumálastofnun- ar, um eftirspurn eftir vinnuafli. Hann sagði að útgáfa atvinnuleyfa hefði aukist frá því á sama tíma og í fyrra. Mikil eftirspurn er eftir vinnuafli i byggingariðnaðinum og í ræstingar- og umönnunarstörf og er ásókn í er- lent vinnuafl til að gegna þeim störf- um mikil. „Við erum að skila af okkur sex mánaða uppgjöri um stöðu og horfur í atvinnumálum og það er okkar mat að við finnum fyrir smá slaka. Það hefur verið gífurleg eftirspurn eftir vinnuafli og við sjáum ekki ástæðu til að ætla annað en að það muni halda áfram eitthvað um sinn og að at- vinnuleysi verði áfram mjög lágt. Einnig er það okkar skoðun að spá stofnunarinnar upp á 1,5% til 1,8% atvinnuleysi á árinu muni alveg standast." Gissur sagði miklar framkvæmdir í Smárahvammi spila stórt hlutverk í eftirspurn vinnuafls í byggingariðn- aðinum en sagðist ekki geta sagt fyr- ir um horfurnar að þeim loknum. Hann sagði jafnframt atvinnuleysi hafa aðeins aukist í apríl sl. sem þeg- ar væri farið að draga úr aftur og sagði það einhverju leyti mega rekja til sjómannaverkfallsins. ■ BLÓMSTRANDI BYGGINGARIÐNAÐUR Eftirspum eftir erlendu vinnuafli í bygging- ariðnaði hefur aukist og hafa fleiri atvinnu- leyfi verið gefin út í ár heldur en á sama tíma í fyrra. |lögreglufréttir| Umferðarslys átti sér stað á Sel- fossi um hálfeittleytið aðfaranótt mánudagsins þegar bifreið keyrði af akbraut og á steyptan vegg við Aust- urveg. Ökumaður meiddist minnihátt- ar að sögn lögreglunnar og var hann fluttur á Heilsugæslustöðina á Sel- fossi. Tildrög slyssins eru ókunn. Fyrr um daginn var lögreglunni til- kynnt um ofsaakstur og að sögn lög- reglu loguðu allar símalínur. Ökumað- urinn var stöðvaður í Kömbunum og er hann grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja. Var hann í vörslu lögreglu þangað til í gærdag þegar honum var sleppt þaðan alsgáðum. —♦— Við eigum spaka sjómenn og sluppum vel fyrir horn, sagði lögreglan á Sauðákróki aðspurð um viðburði helgarinnar. „Mjög þungt hjá okkur undanfarið ‘ ‘ Hagnaður Nýsköpunarsjóðs milljarði minni á milli ára. Tapaðar afskriftir þrefaldast. Fjórðungsaukning á umsóknum. Erum ennþá að fara inn í ný fyrirtæki, segir Smári Þórarinsson. Aukin áhersla á að mennta fólk í fyrirtækjarekstri. efnahagslíf. „Við viljum alltaf hafa einhverja fjárfesta með okkur. í fyrra voru hinir og þessir fjárfest- ingarsjóðir og bankar með okkur, all- ir voru til í að f járfesta, en nú eru all- ir búnir að loka sjoppunni. Það halda allir að sér höndum,“ segir Smári Þórarinsson, fjármálastjóri Nýsköp- ——♦— unarsjóðs atvinnu- lífsins, um breytta stöðu fjárfesta í nýj- um fyrirtækjum. Endanlega tapað- ar afskriftir Ný- sköpunarsjóðs voru 155 milljónir á síð- asta ári samanborið við 54 milljónir árið 1999. Þá kemur í fyrra voru hinir og þessir aðilar með okkur í fjár- festingum en nú eru allir búnir að loka sjoppunni. ---♦— fram í ársskýrslum sjóðsins að hagn- aður, þar með talið framlög í afskrift- arsjóð, hafi verið neikvæður um 173 milljónir á síðasta ári, en jákvæður um 870 milljónir árið 1999. Þetta er viðsnúningur upp á rúman milljarð á milli ára. Fyrstu fjóra mánuði ársins bárust 145 umsóknir um stuðning sem er fjórðungsaukning frá því fyr- ir ári. Smári Þórarinsson segir við- skiptaumhverfið hafa breyst mjög hratt. Segir Smári sjóðinn vera í nokkrum vandræðum þar sem stefna hans er að hafa með sér samherja. ARNAR SICURMUNDSSON, STJÓRNARFORMAÐUR „Dregið hefur úr framboði áhásttufjár- magns i kjölfar mikils verðfalls á' hluta- bréfamörkuðum um allan heim. Nýsköp- unarsjóður hefur ekki farið varhluta af þessari þróun," skrifar Arnar í nýlegri árs- skýrslu. „Eðlilegt er að hafa bandalag þriggja til fjögurra aðila um að koma að nýju fyrirtækjunum, sem sækjast eftir stuðningi, en því miður þá hefur ástandið verið mjög þungt undanfar- ið.“ Blair rekur smiðshögg á r áðherr askip an Keit Vaz rekinn úr bresku ríkisstjórninni. Nýskipaður utanríkisráðherra, Jack Straw, fundar með utanríkisráðherrum Evrópusambandsins. Portillo í framboð til leiðtoga íhaldsflokksins. london. ap. Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, losaði sig í gær við Keith Vaz, hinn umdeilda ráðherra Evrópumála. Brottrekstur Vaz er hluti af uppstokkun Blairs á ríkis- stjórninni í kjölfar kosninganna í síð- ustu viku. Tilkynningin kom ekki á óvart þar sem Vaz hefur legið undir stöðugum ásökunum um misferli í fjármálum. Þar að auki hefur hann átt í vandræðum með heilsuna und- anfarið og útskrifaðist einmitt af spítala í gærmorgun, eftir að hafa dvalíð þar um helgina. Við embætt- inu tekur Peter Hain. Kate Hoye, íþróttaráðherra, fór einnig sömu leið í gær, út úr ríkis- stjórninni. Hoye hefur, eins og fyrr- um yfirmanni sínum, Chris Smith, menningarráðherra, verið kennt um klúðrið í kringum nýja Wembley leik- vanginn í London. Smith vék úr ríkis- stjórninni fyrir helgi. Það voru þó ekki einungis brott- rekstrar sem einkenndu gærdaginn í breskri pólitík. Blair tilkynnti um helstu breytingar á ráðherraembætt- um í ríkisstjórninni, sl. föstudag, daginn eftir kosningar. Að sögn breskra dagblaða varði hans hins vegar helginni í að velta fyrir sér öðrum breytingum, svo sem skipan aðstoðarráðherra og ýmissa embætta í ráðuneytunum sem alltaf er einhver Þrátt fyrir að aðstæður séu erfið- ar segir Smári sjóðinn hafa barist áfram og fjárútlát ekki dregist sam- an. „Mjög aukin ásókn hefur verið í fé undanfarið frá nýjum fyrirtækj- um og einnig þeim sem komin eru eitthvað af stað og vantar fjármagn." Segir Smári að sjóðurinn haldi ótrauður áfram, ekki sé búið að bremsa algerlega á fjárfestingu í nýjum fyrirtækjum eins og margir aðrir aðilar á fjárfestingamarkaðin- um hafi gert: „Við erum ennþá að fara inn í ný fyrirtæki.“ Það sé grundvallaratriði að halda dampi í starfseminni. „Við getum ekki lokað og sagst ætla að bíða þar til ástandið þatnar,“ segir Smári. Ljóst er af- skriftir hafa aukist en Smári segir sjóðinn undir gjaldþrot fyritækja bú- inn; þannig hafi afskriftarsjóðurinn verið rúmlega 626 milljónir um síð- ustu áramót. Þó að Nýsköpunarsjóður hafi ekki dregið saman starfsemi sína þá segir Smári nokkra breytingu hafa orðið að undanförnu. Þar sé helst að telja að menntun hafi nú veigameiri sess. „Það er mjög lítið um það að við séum að styrkja einstök fyrirtæki, aðal- styrkirnir eru í formi verkefnafjár- mögnunar. Það er aðstoð við nám- skeiðahald, markaðssetningu, sýn- SMÁRI ÞÓRARINSSON, FJÁRMÁLASTJÓRI IVIikil aukning hefur orðið á umsóknum milli ára, en sjóðurinn á erfiðara með að hjálpa vegna skorts á samherjum um fjár- festingar, segir Smári. ingar o.s.frv. Einnig borgum við fyrir verkefnið Auður í krafti kvenna. Styrkir okkar hafa verið að færast meira yfir á þann kantinn, að mennta landslýð í fyrirtækjarekstri.“ matti@frettabladid.is endurskipan á í kjölfar þingkosninga. Gærdagurinn fór svo, að sögn þreska dagblaðsins The Guardian, í að hring- ja í „rísandi stjörnur" í þingmanna- liði Verkamannaflokksins. Hinir nýskipuðu ráðherrar fengu ekki langan tíma til að setja sig inn í málin. Utanríkisráðherra Bretlands, Jack Straw, hélt til Lúxemborgar að hitta kollega sína í Evrópusamband- inu. Helsta mál þar á dagsski’á er að ræða úrslitin í þjóðaratkvæða- greiðslu fra í síðustu viku um Nice sáttmálann, sem kveður m.a. á stækkun bandalagsins í austurátt, en frar höfnuðu samningnum. Slagurinn urn leiðtogaembætti RÁÐHERRAR FUNDA Javier Solana, æðsti talsmaður Evrópusam- bandsins í utanríkismálum, og Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, ræddu saman áður en fundur utanríkisráðherra hófst í gær. íhaldsflokksins er að sögn fréttavefj- ar BBC alveg við það að hefjast. Sam- kvæmt þeirra heimildum ætlar Michael Portillo að gefa kost á sér og mun gefa frá sér tilkynningu á næstu sólarhringum. Ann Widdecombe, inn- anríkisráðherra skuggaráðuneytis íhaldsflokksins, sagði einnig í sam- tali við BBC að margir hefðu komið að máli við hana og þrýst á hana um að fara í framboð. ■ AP/VIRGINA MAYO

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.