Fréttablaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 1
NÝSKÖPUNARS1ÓÐUR FATAHÖNNUN Ætlum okkur mikið bls 18 FJÖLBRAUT Fœrri nýnemar í Breiðholti bls 4 Hagnaðurinn minnkar um milljarð bls 2 una.net FRETTABLAÐIÐ 34. tölublað - 1. árgangur ÞRIÐIUDAGUR íbúðalán í maí FasTEiCNAViÐSKiPT! Upplýsingar um lánveitingar íbúðalánasjóðs í maí 2001 verða birtar í dag. í apríl drógust lán- veitingar saman um 29% og verð- ur forvitnilegt að sjá hvort sú þróun heldur áfram. Spennandi leikir í Símadeild kvenna Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 12. júní 2001 Alþingismenn í sumarfríi fá greidda hótelgistingu Alþingismenn fá greidda vikugistingu á hóteli í fríum innanlands úr svokölluðum Arnessjóði og hafa afnot af tveimur sumarhúsum sjóðsins, sem er svo leynilegur að einn varaforseta þingsins segist aldrei hafa heyrt hans getið. Alþingi íhugaði að leigja sumarhús Vigdísar Finnbogadóttur á Þingvöllum en þótti húsið óhentugt. fótbolti Lið Grindavíkur mætir ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld klukkan 20, en með sigri kemst lið- ið í efsta sæti deildarinnar á ný. Á sama tíma tekur Stjarnan á móti Vai en FH fær KR í heimsókn. VEÐRIÐ í DAC | reykiavík Norðaustlæg átt, 5-8 m/S og léttskýjað. Hiti 8 til 11 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI fsafjörður O 5-8 léttskýjað Q9 Akureyri O 5-8 úrkomulítiðQ 6 Egilsstaðir O 5-8 skurir Q7 Vestmannaeyjar O 5-8 léttskýjað Q11 alþingi Alþingismenn fá greiðslur úr sérstökum sjóði til að greiða fyrir gistingu í fríum innanlands í sára- bætur fyrir að þingið leggur þeim ekki til sumarbústað. Sami sjóður á reyndar tvö sumarhús sem þingmenn hafa aðgang að. Alþingi hætti í fyrra við að taka á leigu sumarhús frú Vigdísar Finn- bogadóttur á Þingvöllum en að sögn Friðriks Ólafssonar, skrifstofustjóra Alþingis kom í ljós að hús frú Vigdís- ar var óhentugt. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins þótti sýnt að legg- ja þyrfti í talsverðar lagfæringar á húsinu. „Það þótti við hæfi að Alþingi ætti afdrep fyrir þingmenn og yfirstjórn þingsins á þessum helga stað þar sem þingið stóð fram eftir öldum. En þetta var hugmynd sem fæddist en náði ekki fram að ganga,“ segir Friðrik. Friðrik segir að ætlunin hafi verið að nýta bústað Vigdísar sem orlofshús en ekki til móttöku gesta þó gestir þingsins gætu fengið af því afnot. Áform um sumar- hús fyrir Alþingi hafa ekki verið lögð á hill- una. „Hugmyndin er alltaf við lýði en það er ekkert að gerast eins og sakir standa. Menn litu að sjálfsögðu mest til Þingvalla en það er ekki á allt kos- ið. Þar er allt orðið friðað og ekki er hægt að byggja nýtt og eigendur eldri bústaða eru fastheldnir á þá,“ segir Friðrik. Þrátt fyrir að Alþingi sjáift eigi ekki sumar- hús hafa þingmenn að- gang að húsum í eigu svokallaðs Árnessjóðs, en þau hús eru á Laugar- vatni og á Akureyri. Þess utan geta þing- menn að sögn Friðriks fengið greidda fjárhæð úr Árnessjóðnum sem svarar til sjö eða átta gistanátta á Edduhótelum eða í bændagistingu. „Alþingismenn eru ekki í neinum or- lofssjóðum og þetta kemur því í stað- inn fyrir þá sumarhúsaaðstöðu sem embættismenn, sem kjaradómur úr- skurðar laun hjá, hafa,“ segir Friðrik. Árni Steinar Jóhannsson, þing- maður VG og einn varaforseta Al- þingis, kemur af fjöllum þegar hann er spurður um Árnessjóðinn. „Mér hefur aldrei verið kynnt þetta. En maður þarf reyndar aldrei á neinu sumarhúsi að halda því það er aldrei frí,“ segir Árni Steinar. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, segist hins vegar ít- rekað hafa fengið kynningarbréf frá Árnessjóðnum. „En ég hef aldrei nýtt mér þjónustu hans. Eg var reyndar að hugsa um að taka hús í sumar en held að það sé einfaldara að fara með tjald,“ segir Pétur. gar@frettabiadid.is SUMARBÚSTAÐUR VIGDÍSAR Sumarbústaðurinn hentaði ekki Alþingi og þeir hafa haldið sig við Édduhótelin. Tilboð frá þroskaþjálfum kjaradeila Þroskaþjálfar ætla að leggja fram tilboð í dag í von um að það dugi til að koma á samningi við borgina. Sumartónleikar í Laugarnesi tónlist Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar efnir til sumartónleika í kvöld. Þetta er þrettánda árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir. Eftirspurn efitir fólki atvinna Vinnumálastofnun ætlar að kynna í dag stöðu og horfur í at- vinnumálum. |KVÖLPIÐ í KVÖLP| Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 (þróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 19 Útvarp 21 Ræstingar LIVERPOOL VANN! Mánuður er síðan Liverpool hampaði bikar sem er afkomandi þessa bikars sem er táknmynd ensku bikarkeppninnar. Hann þjónaði hlutverki draums knattspyrnumanna í 80 ár. Sjávarútvegsráðherra vinnur að tillögum: Steinbítsveiðum mun verða stýrt iávarútvegur „Við höfum hugsað okk- eftirlit og stýring veiðanna er beti siávarútvegur „Við höfum hugsað ur að þessar veiðar verði ekki algjör- lega stjórnlausar. Það eru notuð önn- ur stjórntæki viö veiðarnar en bara kvótinn. Það eru t.d. svæðislokanir, hrygningarstopp, ákveðin möskva- stærð neta og fjöldi af trossum. Það eru ýmsir slíkir möguleikar varðandi steinbítsveiðarnar líka og það er ver- ið að vinna í því,“ segir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sem ákvað að steinbítur yrði utan kvóta næsta kvótaár. Veiðarnar eru tiltölulega svæðis- og tímabundnar, og aðallega stundað- ar með ákveðnum veiðafærum, svo og stýring veioánna er betur möguleg. Aðspurður um hvort frek- ari breytinga væri von á kvótakerf- inu sagði Árni að það hefði komið upp í hugann að taka flatfisktegundir eins og sandkola út úr kvótakerfinu þar sem úthlutað aflamark hefur ekki veiðst ár eftir ár. „Menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því á meðan ég er hérna að stærri bolfisktegundirnar verði teknar út úr kvóta. Það er hins vegar álitamál með smærri flatfisk- tegundir ef kvótinn veiðist ekki, og verið er að nota hann frekar í teg- undatilfærslur, hvort slíkar tegundir eigi að vera inn í kvóta.“ ■ \FÓLK f Götustrákar dansa SÍÐA 16 o T ÍÞRÓTTIR Kvenboxari vill berja karlmenn Frægur bikar í heimsókn: Soflð hjá bikar sigurlaun Annar tveggja stærstu drauma enskra knattspyrnumanna, bikar ensku bikarkeppninnar, er í heimsókn á íslandi. Bikarinn sem er frá árinu 1911, er eign enska knatt- spyrnusambandsins, en fyrirtækið ísvá stendur að komu hans hingað til lands. ísvá er samstarfsaðili trygg- ingafélagsins Axa- Sunlife sem er að- alstyrktaraðili bikarkeppninnar. Steinar Birgisson hjá fsvá segir að bikarinn fari landa á milli til styrktar góðgerðarmálum og honum fylgi gæslumaður sem „sofi hjá honum" hvað þá meira. Wolverhamton Wanderers unnu bikarinn til eignar á sínum tíma og gáfu knattspyrnusambandinu bikar- inn aftur með því skilyrði að ekkert félag ynni hann til eignar. Bikarinn er táknmynd keppninnar, en hann var síðast afhentur 1991 þegar Liverpool vann bikarinn, eins og reyndar kepp- nina í ár. ■ 1 PETTA HELST | Engin kreppumerki, segir Gissur Pétursson hjá Vinnumálastofnun. bls. 2 —♦....- Ekki er allt sem sýnist, segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, um þær kjaradeilur sem eru óleystar. bls. 6 --->— Ibúðalánasjóði ekki breytt á þessu kjörtímabili. bls. 8 ....... Hvalveiðar eru glapræði, segir Magnús Skarphéðinsson. bls. 10 Fólk kemur með seli í Húsdýra- garðinn og fyrist við þegar því er sagt að skila dýrunum. bls. 12

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.