Fréttablaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 12. júní 200! PRIDJUDAGUK SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI NEMENDA I VINNUSKÓLA REYKJAVÍKUR 1998-2000 Starfið í Vinnuskóla Reykjavíkur fór mjög vel af stað sl. fimmtudag að sögn Arfinns Jónssonar, skólastjóra. Fjöldi nemenda í ár virðist ætla að verða svipaður í ár og á síð- asta ári, eða um 2000 unglingar. Af ein- hverjum ástæðum hefur þó fækkað nokk- uð í skólanum síðan 1998. LISTASOFNIN LOKKA Það eru ekki bara listaverk sem draga ítali á listasöfn ef marka má niðurstöður könn- unar Rómarháskóla. Italía: Listasöfn draumastaður elskenda kynlíf Fimmti hverji ítali segir lista- söfn draumastað ástarlífsins. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sál- fræðistofnunar Rómarháskóla sem sænska dagblaðið Aftonbladet segir frá. Ekki er eingöngu um draumóra að ræða heldur sagði 20% þátttak- anda í rannsókninni að þeir hefðu stundað kynlíf á listasöfnum. Fyrir- bærið gegnur undir nafninu Rúbens- syndrómið meðal sérfræðinga. Listasöfnin eru ekki einu spenn- andi „opinberu" staðirnir til ástar- leikja í augum ítala. Krár, dansstað- ir, tónleikar eru meðal staða sem falla ítölum vel í geð. Vinsælustu staðirnir eru þó annars vegar lestar- vagnar, en 22% sögðust hafa stundað kynlíf þar. Baðstrendur slá þó öllu öðru við, 43% aðspurðra segjast hafa notið ásta þar. ■ —4----- Vísitöluspá Kaupþings: Verðbólguhrað- inn nú 12,7% verðbólca Kaupþing spáir 1% hækk- un á vísitölu neysluverðs á milli mán- aða en sú hækkun svarar til 12,7% verðbólgu á ársgrundvelli. Gangi spáin eftir mun verðlag hafa hækk- að um 6% síðustu 12 mánuði. Meðal helstu for- sendna spárinnar má nefna 5 krónu hækkun á bensín- verði fyrr í mánuð- inum vegna breyt- inga á heimsmark- aðsverði og á verði dollars gagnvart ís- lensku krónunni. Þá er tiltekin hækkun á verði tóbaks og áfengis vegna breytinga á verði heildsala sem stafa sömuleiðis af fal- landi gengi krónunnar. Kaupþing gerir ráð fyrir nokkurri hækkun á matvöru fatnaði og annar- ri innfluttri vöru og tiltekur einnig sérstaklega hækkanir sem hafa orðið á pakkaferðum til útlanda. Að end- ingu minnir Kaupþing á að fjölmarg- ir verslunar- og þjónustuaðilar hafi tilkynnt um verðhækkanir á síðustu vikum en segist hins vegar ekki eiga von mikilli breytingu á húsnæðislið vísitölunnar. ■ SICURÐUR EINARSSON Forstjóri Kaup- þings og liðs- menn hans segja verðbólguhrað- ann nú vera 12,7%. ítölsk stjórnmál: Silvio Berlusconi sór eið sem nýr forsætisráðherra Italíu róm. ap. Silvio Berlusconi sór í gær eið sem forsætisráðherra á Ítalíu. Einn meðlima nýskipaðrar ríkis- stjórnar hans er Umberto Bossi, hinn hviklyndi stjórnmálamaður sem varð til þess að steypa fyrrverandi ríkis- stjórn hins nýkrýnda forsætisráð- herra af stóli fyrir sjö árum. Sór hann eið sem næsti ráðherra fyrir umbótamál í landinu. Á undan honum hafði Gianfranco Fini, aðstoðarfor- sætisráðherra, svarið sinn eið. Berlusconi komst til valda þann 13. maí þegar hægrisamsteypuflokk- ur hans hlaut öruggan meirihluta í þingkosningunum. Berlusconi, sem er 64 ára, er einn af ríkustu mönnum heims og stjórnar hann þremur einkareknum sjónvarpsstöðvum auk þess sem hann er hluthafi í hinum ýmsu útgáfu-, auglýsinga-, trygg- inga- og fasteignafyrirtækjum. Andstæðingar Berlusconi hafa gagnrýnt hann fyrir að vera á móti innflytjendum í landinu og hefur það vakið töluverða athygli í Evrópu. Evrópusambandið virðist þó ekki ætla að blanda sér í málið líkt og það gerði á sínum tíma í máli austurríska hægri-öfgamannsinns Jörg Haider. ■ SVER EIÐINN Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu (t.v.) ásamt Silvio Berlusconi við athöfnina í Róm í gær. Berlusconi hefur lofað nýjung- um, frelsi og velferð fyrir alla ítali. Ilögreglufréttir Sjómannahelgin fór fram í friði og spekt á Akranesi og að sögn lög- reglunnar þar hélt fólk sér í þægi- legum skefjum og mætti til sjó- mannamessu á sunnudagsmorgnin- um. ---4---- Mikil ölvun átti sér stað á Pat- reksfirði um helgina en þrátt fyrir það var hún ákafleg friðsöm að sögn lögreglu. Um 20 manns voru teknir fyrir u hraðan akstur um helgina að sögn lögreglunnar í Borgarnesi og mældust þeir á hraðanum 110-120 km hraða. Þrír voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur. f Mun færri nýnemar í Breiðholti Aukning á heilbrigðisbrautir Fjölbrautarskólans við Armúla menntamál Fækkun er frá í fyrra í innritun nýnema í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. í fyrra bárust um 4800 umsóknir en þær eru um 4000 fyrir næsta skólaár. Þar af hef- ur Fjölbrautarskólinn í Breiðholti fengið flestar eða tæplega 600 um- .,—4— sóknir, sem er um 100 umsóknum færra en í fyrra. Þeir gera ráð fyrir að taka inn um 400 nýnema. Stefán Andrésson áfanga- stjóri FB segist ekki geta fundið aðra skýringu á fækkuninni en þá Sölvi Sveins- son skóla- meistari við Fjölbrautar- skólann í Ár- múla sagði „yfirfljótandi nóg af fólki" ...♦.... að árgangurinn núna sé fámennari. í þessum tölum eru ekki umsóknir um nám í öldungadeild, en Stefán sagðist eiga von á því að fá tæplega 500 umsóknir í haust. FB býður upp á 17 brautir fyrir nýnema. Þó sjúkraliðabraut skólans sé að sögn Stefáns ekki stór, þá hafa þeir í ár útskrifað 34 nemendur. „Við byrjuð- um með sjúkraliðabraut 1975, en þegar sjúkraliðaskólinn var lagður niður 1990 var tekin stjórnvaldsá- kvörðun um það að sjúkraliðaskól- inn skyldi fara í Ármúlaskóla þó við værum þá þegar með fullkomna braut“, sagði Stefán og vildi með því benda á að sjúkraliðabrautin væri öflug í skólanum, sem kæmi mörg- um á óvart. Sölvi Sveinsson skólameistari við Fjölbrautarskólann í Ármúla sagði „yfirfljótandi nóg af fólki“, þeir myndu taka inn á bilinu 210-300 nýnema, af um 400 umsóknum. „Það sem ánægjulegast er, er að aðsókn á heilbrigðisbrautirnar hefur stór- aukist", sagði Sölvi ennfremur. Nú hefur sú breyting orðið á, að skólar eru ekki lengur bundnir af því að taka inn nemendur eftir búsetu heldur er þeim heimilt að velja inn í skólana eftir einkunnum úr grunn- skólum. Aðspurður um þá breytingu sagði Sölvi þeirra skóla myndu halda sig við fyrri stefnu „við lítum þannig á að það eigi ekki að þeyta nemendum milli hverfa" og telur flesta skóla vilja hafa þá stefnu að þjóna sínu hverfi. Stefán í FB tók í sama streng og sagði ómögulegt að segja til um áhrif þessarar breyt- ingar á inntöku nemenda í skóla. ■ STEFÁN ANDRÉSSON ÁFANGASTJÓRI FJÖLBRAUTARSKÓLANS f BREIÐHOLTI. Tæplega 600 nýnemar hafa innritað sig í skólann. Makedónía: Fjölbrautarskólinn við Ármúla: Tímabundið vopnahlé dregur úr spennu skopje. ap. Makedóníuher og albanskir skæruliðar lýstu í gær yfir tíma- bundnu vopnahléi sín á milli. Vopna- hléið hófst á hádegi í gær og mun standa í sólarhring. Heldur dró úr spennu á svæðinu í kjölfar vopna- hlésins en skæruliðarnir höfðu hótað að hefja árásir á ýmis mannvirki í borgum landsins, m.a. flugvöllinn í höfuðborginni Skopje, hætti herinn ekki árásum á þá. Nikola Dimitrov, ráðgjafi ríkis- stjórnarinnar, sagði að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hefði hvatt til vopnahlésins'. Makedóníski herinn réðst í gær- morgun af fullum þunga á nokkur þorp í norðuhluta landsins sem eru á valdi albanskra skæruliða. Stjórnin hunsaði því í fyrstu hótanir skærulið- anna. Bardagar hófust í dögun vestur af borginni Kumanova. Skæruliðarn- ir náðu vatnsbólum hennar á sitt vald fyrir viku síðan og hafa íbúar hennar því þurft að reiða sig á innflutt vatn. Flugvöllurinn í Skopje var opinn í Á FLÓTTA Fjölskylda af albönsku bergi brotnu flýr heimili sitt í þorpi í grennd Skopje í gær. gær en a.m.k tvö flugfélög, British Ariways og JAT, sem er júgóslav- neskt flugfélag, felldu niður flug í gær vegna hugsanlegra árása á flug- völlinn. Einn af leiðtogum skæruliðanna, Hoxha, sagði í gær í samtali við blaðamanna AP að uppreisnarsveit- irnar hefðu ýmis skotmörk í sigtinu og að skæruliðarnir myndu láta verða af árásunum fyrst að ríkisstjórnin hefði virt hótanir þeirra að vettugi. ■ Veruleg aukning í sjúkraliðanám skólamál Umsóknum fer fjölgandi á sjúkraliðabraut Fjölbrautarskólans við Ármúla. Á undanförnum árum hafði dregið úr umsóknum og í ár út- skrifuðust aðeins átta af brautinni. Guðrún Hildur Ragnarsdóttir kennslustjóri á sjúkraliðabraut segir þó að miðað við þær umsóknir sem nú liggja fyrir hjá skólanum um nám í haust, megi sjá að umsóknir eru um 30 sem er rúmlega tvöföldun frá í fyrra. „Við auglýstum mikið til að vekja athygli á náminu. Það er ánægjulegt að fjölgun er á fólki miili 30 og 50 ára sem gjarnan hefur verið að vinna á dvalarheimilum og öldrun- arheimilum án þess að hafa starfs- réttindi. Nú virðist sem efnahagur fari versnandi og þetta fólk, sem er um 3/4 hluti umsækjenda nú, vilji því tryggja réttindi sín „segir Guðrún. Hún telur þennan hóp ákjósanlega nemendur, því þeir stundi námið vel og samviskusamlega og lítið sé um TVÖFÖLDUN UMSÓKNA FRÁ í FYRRA. Guðrún Hildur Ragnarsdóttir kennslustjóri sjúkraliðabrautar F.Á. er ánægð með innrit- anir á brautína. brottfall úr námi. Oft eru þetta „þroskaðar konur sem hafa reynslu af umönnunarstörfum", segir Guð- rún ennfremur. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.