Fréttablaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 12. júní 2001 PRIÐJUPAGUR HVERNIC FER? ÍBV-Grindavík í Símadeild kvenna? ÁSTA B. CUNNLAUCS- DÓTTIR, FYRRUM KNATTSPYRNUKONA (BV vinnur 2-0. Þær eru sterkari en Crindavik og ef Ásthildur Helgadóttir spilar með breytir það miklu. ÍBV getur unnið hvaða lið sem er og þó Grindavik sé sterkt og spili skynsamlega vantar reynslubolta. AUÐUR SKÚLADÓTTIR ÞJÁLFARI OC LEIKMAÐUR STJÖRNUNNAR Leikurinn fer 5 eða 6 núll fyrir ÍBV. ÍBV er sterkt lið og framspilandi. Það fer eftir því hvort þær nái að brjóta Grindavík snemma niður. Það munar um Ásthildi. Hún er algjör markamaskína. 1 MOLAR~7 ið Margrétar Ólafsdóttur og Rakelar Ögmundsdóttur, Phila- delphia Charge, er í efsta sæti bandarísku atvinnudeildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á Carolina Courage í nótt. Charge sigraði með þremur mörkum gegn engu. Rakel lék allan leikinn og Margrét kom inn á völlinn sem varamaður á 63. mín- útu. Margrét átti þátt í einu marka Charge. Hún gaf boltann fyrir mark- ið þar sem Mandy Clemens tók við honum og skaut í netið. Charge er með 17 stig, hefur unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og tapað tveimur. Atlanta Beat og New York Power eru bæði með 16 stig. Miðjuleikmaðurinn Frank Lampard er á förum frá West Ham. Aston Villa hafði augastað á honum en tilboði þeirra var hafnað. Nú hefur West Ham tekið tilboði Chelsea, upp á ell- efu milljónir punda. Chelsea seldi Gustavo Poyet til Tottenham á sunnu- daginn og vildi tryggja sér Lampard fyrir helgi, þegar það ætlar að næla í Emmanuel Petit frá Barcelona. Þó West Ham hefði viljað hafa Lampard áfram þurfti liðið peninga til leikmanna- kaupa. Lampard vildi ólmur fara eft- ir að liðið losaði sig við frænda hans Harry Redknapp og föður hans og alnafna, sem var einn þjálfaranna. Fyrrum þjálfari Barcelona, Johan Cruyff, er harður á því að hann langi ekki til að taka við fram- kvæmdastjórastarfi hjá Manchester United. Eric Cant- ona sagði nýlega að Cruyff væri tilval- inn til að taka við af Alex Ferguson þegar hann hættir hjá United að ári. „Eg hef ekki áhuga. Ég kann ekki illa við Man. Utd. Ástæðan er sú að ég er upptekinn við annað en að þjálfa. Ég fylgist með en vil ekki tengjast neinu liði,“ sagði Cruyff og bætti við að sá sem tæki við Ferguson þyrfti að gefa sig allan í starfið. Ferguson hefur verið orðaður við Barcelona. Cruyff segir hann hafa þekkinguna í starfið en sé óvanur Spánverjum. „Fólkið er allt öðruvísi. Enskur hugsunarháttur er gjörólíkur þeim spænska." Fyrrum tennisleikarinn Boris Becker sneri sér að viðskiptum þegar hann hætti að spila. Það virð- ist ganga misvel hjá honum. f gær tilkynnti netfyrir- tækið Sportgate sig gjaldþrota. Becker var forsprakki Sportgate, sem sér- hæfði sig í umfjöll- un um íþróttir og heimasvæði íþróttafélaga. Þýska íþróttasam- bandið átti einnig í fyrirtækinu, sem var stofnað með pompi og prakt síð- astliðið sumar. Becker þarf ekki að örvænta þar sem hann á hluti í nokkrum Mercedes umboðum í Þýskalandi og öðrum fyrirtækjum. NBA-úrslitin: Sixers tapa heimaleik körfuknattleikur Los Angeles Lakers er aftur komið með pálmann í hend- urnar í úrslitum NBA-deildarinnar eftir 96-91 sigur á Philadelphia 76ers á útivelli á sunnudaginn. Lakers, sem tapaði fyrsta leiknum í einvíginu á heimavelli, leiðir það nú 2-1, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki mun standa uppi sem sigurveg- ari. Næstu tveir leikir verða í Phila- delphia en síðan færa liðin sig yfir til Los Angeles og leika allt að tvo leiki þar ef úrslitin verða ekki ráðin áður. Leikurinn á sunnudaginn var mjög spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á síðustu mínútunni. Shaquille O’Neal fékk sína 6. villu þegar 2,21 mínúta var eftir og hafði Lakers þá tveggja stiga forystu. Six- ers tókst hins vegar ekki að nýta sér fjarveru O’Neal sem skyldi. Robert Horry skoraði 7 af 15 stigum síðnum í leiknum á síðustu 47 sekúndunum og tryggði þar með sínu liði sigur. Hjá Sixers var Iverson stiga- hæstur að vanda með 35 stig, en Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers. ■ SLECIST UM BOLTANN Shaquille O'Neal, leikmaður LA Lakers, ( harðri baráttu við Tyrone Hill, leikmann Philadelphia 76'ers, á sunnudaginn. Philadelphia tapaði leiknum , sem er fyrsti af þremur heimaleikjum þeirra. Sanngjarn sigur Skagamanna IA heimsótti Val á Hlíðarenda í gærkvöldi. Skagamenn unnu með tveimur mörkum gegn engu. DUCÐI SKAMMT Þó Valsmenn hafi verið grimmir í leiknum þá báru Skagamenn þá ofurliði. knattspyrna Sólin skein á leikmenn ÍA og Vals á Hlíðarenda í gærkvöld þegar fjórðu umferð í Símadeild- inni lauk. Fjöldi áhorfenda mættu á völlinn en Valur stóð fyrir skemmtidagskrá fyrir leikinn til að endurvekja stemmninguna að Hlíðarenda þar sem íslandsmeist- arar Vals frá 1930 voru heiðraðir. Skagamenn unnu leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Fyrri hálfleikur var tíðindalít- ill. Valur var sterkara liðið til að byrja með en upp úr miðjum hálf- leik hresstust Skagamenn við. Lið- in skiptust á færum og leikurinn var jafn. Ármann Björnsson, leik- maður Vals, átti snemma þrumu- skot í hliðarnetið og Sigurbjörn Hreiðarsson, leikmaður ÍA, skaut að marki stuttu seinna. Félagi SÍMADEILDIN Keflavik 4 3 0 1 7: 9 ÍA 4 1 1 1 7: 7 Fylkír 4 2 1 1 4: 7 IBV 4 2 1 1 2: 7 Valur 4 2 1 0 4: 7 Grindav. 4 2 0 2 5: 5 Breiðabl. 4 2 0 2 3: 6 FH 4 1 2 1 5: 5 KR 4 1 0 3 2: 3 Fram 4 0 0 4 3: 0 hans, Baldur Aðal- steinsson, komst inn fyrir vörn Vals en brenndi af. Enn var markalaust í hálfleik. Á 49. mínútu gaf Gunnlaugur Jónsson frábæra sendingu fram völlinn sem Hjörtur Hjartarson tók við. Hann sendi boltann beint í netið hjá Þórði Þórðarsyni. Næstu mínútur voru Valsarar í stöðugri sókn og átti Ármann Björnsson m.a. skot að marki. Hjörtur Hjartarson skoraði sitt annað mark í leiknum á 59. mínútu. Aftur fékk hann góða sendingu fram völlinn, nú frá Haraldi Hinrikssyni, sem Hjörtur tók við og skoraði í kjölfarið. Val- ur reyndi að rétta úr kútnum, átti m.a. skot úr auka- spyrnu sem var varin í horn. Barátt- an var til staðar og fékk Valsarinn Fikret Alomerovic gult spjald fyrir að brjóta á Hálfdáni Gíslasyni. Þrátt fyrir góðann stuðning áhangenda þurftu Valsmenn að sætta sig við tap. Liðið er því komið í fimmta sæti í deildinni á meðan í A fer upp í annað. Hjörtur Hjartarson er markahæsti leikmaður deildar- innar með fjögur mörk. ■ ítalski boltinn: Úrslitin enn óráðin knattspyrna ítalska liðið Roma, sem leitt hefur ítölsku deildina mest allt tímabilið, náði ekki að tryggja sér tit- ilinn um helgina líkt og stuðnings- menn þess höfðu óskað, en um 100 þúsund manns höfðu komið saman i miðborg Rómar til að fagna þriðja meistaratitli liðsins í 74 ára sögu þess og þeim fyrsta í 18 ár. Roma, sem hefði tryggt sér titilinn með sigri á Napolí, fékk á sig mark á 82. mínútu leiksins og varð þvi að sætta sig við 2- 2 jafntefli á meðan Juventus og Lazio sigruðu. Roma hefur því einungis 2 stiga forystu í deildinni þegar einni umferð er ólokið og því ljóst að úrslit- in ráðast ekki fyrr en um næstu helgi. Þetta verður í þriðja skiptið á jafn- mörgum árum sem úrslitin ráðast á síðasta leikdegi. Árið 1999 hampaði AC Milan titlinum á kostnað Lazio og í fyrra skaust Lazio uppfyrir Juventus á dramatískan hátt eftir að síðar- nefnda Iiðið gerði jafntefli við Perugia á útivelli. Staðan í deildinni er þannig að Roma er með 72 stig, Juventus 70 og Lazio 69. Roma fær Parma í heim- sókn, Juventus leikur við Atalanta í heimavelli og Lazio við Lecce á úti- velli. Ef tvö efstu liðin verða jöfn að stigum eftir síðustu umferðina munu úrslitin ráðast í úrslitaleik. Á botni deildarinnar er einnig mik- il spenna, en þrjú lið falla. Bari er þeg- ar fallið, en Napolí, Vicenza, Verona, VONBRICÐI Stuðningsmenn Roma voru svekktir eftir jafntefli sinna manna við Napolí á sunnu- daginn. Reggina og Lecce berjast um að halda sæti sínu í deildinni. Napolí og Vicenza eru með 33 stig og hin þrjú liðin stigi meira. ■ Landsliðsþjálfari Brasilíu: Sagði upp á flugvellinum knattspyrna Hinn umtalaði landsliðs- þjálfari Brasilíu, Emerson Leao, hef- ur sagt upp störfum. Hann beið ekki eftir því að fá reisupassann þegar hann sneri heim frá Álfukeppni FIFA í Japan. Leao tók ákvörðunina á flug- vellinum í Tokyo, nokkrum augna- blikum áður en hann og landsliðið lögðu af stað heim til Brasilíu. Sam- kvæmt brasilískum dagblöðum tók Antonio Lopez, umsjónarmaður landsliðshópsins, hann tali á flugvell- inum og tilkynnti að Knattspyrnu- samband Brasilíu myndi reka hann þegar hann kæmi heim. Gengi Brasilíu í Japan var ekki gott. Liðið skoraði einungis þrjú mörk í fimm leikjum. Það vann ÞJÓÐIN ÞOLIR HANN EKKI Brasilía er ekki besta landið til að standa sig illa ( sem landsliðsþjálfari. Allir fylgjast með knattspyrnunni og hafa sterkar skoðanir. Kamerún, gerði jafntefli við Japan og Kanada, tapaði fyrir Frakklandi í undanúrslitum og Ástralíu í leik um þriðja sætið. Leao tók við af Wand- erley Luxemburgo í október og undir hans stjórn hefur liðið unnið þrjá leiki, gert fjögur jafntefli og tapað þremur leikjum. Brasilía er í fjórða sæti af tíu í sínum riðli í undankeppni HM 2002. Fjögur efstu liðin halda áfram í úr- slitakeppnina en það fimmta spilar um sæti á móti sigurvegaranum í Eyjaálfuriðlinum í nóvember. Líklegur arftaki Leao samkvæmt brasilískum fjölmiðlum er Luiz Felipe Scolari, þjálfari Cruzeiro. ■ Markaðssetning: Man. Utd. og Ferrari í samstarf? markaðssamstarf Forráðamenn Man. Utd. hafa, samkvæmt breskum fjöl- miðlum, átt í viðræðum við bílafram- leiðandann Ferrari um hugsanlegt markaðssamstarf, en Ferrari hefur gengið einkar vel í Formúlu 1 keppn- um undanfarin misseri. Síðastliðinn vetur gerði knattspyrnuliðið millj- arða samning við bandaríska hafnar- boltaliðið New York Yankees, en samkvæmt honum er varningur merktur Man. Utd. seldur í verslun- um Yankees í Bandaríkjunum og öf- ugt. Man. Utd. hefur gengið gríðar- lega vel í að markaðssetningu á ýms- um varningi sem tengist liðinu m.a. minjagripum og búningum og eru þeir enn að leita leiða til að útvíkka starfsemina, með aukna sölu í huga. Vodafone, helsti styrktaraðili Man. Utd., gerði nýverið 15 milljarða króna styrktarsamning við Ferrari og í kjölfarið funduðu forráðamenn bílaframleiðandans og knattspyrnu- liðsins um möguleika á markaðssam- starfi. Þó viðræður hafi átt sér stað ligg- ur enginn samningur fyrir að sögn Paddy Harrington, almannatengsla- fulltrúa Man. Utd. Hann sagði að ef gengið yrði til samstarfs yrði það ekki jafn víðtækt og samstarf United og Yankees. Man. Utd. er með fleiri járn í eldinum því forráðamenn þess hafa einnig átt í viðræðum við Ný- Sjálenska rúbíliðið All Blacks um markaðssamstarf í Eyjaálfu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.