Fréttablaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
12. júní 2001 ÞRIÐJUPAGUR
N orðurskautsráðið:
Vilja for-
mennsku
AiÞióÐflSflMSTARF Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráðherra lýsti því yfir á
fundi Norðurskautsráðsins í
Rovaniemi í Finnlandi í gær að ís-
lendingar væru reiðubúnir að taka að
sér formennsku í Norðurskautsráð-
inu á næsta ári þegar formennsku-
tímabili Finna lýkur. Formennska í
ráðinu er til tveggja ára. Átta ríki
eiga aðild að Norðurskautsráðinu en
það eru Norðurlöndin, Bandaríkin,
Kanada og Rússland. Tveir af fimm
föstum starfshópum ráðsins eru þeg-
ar með aðstöðu hérlendis. ■
Ingvar Sigurðsson besti leikarinn:
Kominn dauður heim
kvikmyndir „Ég kom heim fyrir viku
en þá var búið að drepa mig,“ sagði
Ingvar E. Sigurðsson, leikari og verð-
andi stjarna í Hollywood, í gærkvöldi.
Eins og landanum er kunnugt um hef-
ur Ingvar verið að leika í stórmynd
KAMPAKÁTUR
Ingvar Sigurðsson er nokkuð hress með
verðlaunin sem hann vann til I Portúgal.
Hann er nýbúinn að Ijúka tökum á mynd-
inni K19: The Widowmaker þar sem hann
er ( hlutverki kafbátaforingja. Myndin er
sögð vera æsispennandi og er einn af
framleiðendum myndarinnar bóndinn á
Eiðum: Sigurjón Sighvatsson.
Sigurjóns Sighvatssonar og félaga,
K19: The Widowmaker. Stórleikur á
sviði Hollywood bíómynda er ekki
það eina sem Ingvar er að gera þessa
dagana, því í gær fékk hann verðlaun
fyrir besta leik í karlhlutverki í
meistarverkinu Englar alheimsins.
„Ég veit í raun og veru lítið um
þessa kvikmyndahátíð sem ég vann
verðlaunin á. Hátíðin á sér stað í
borginni Troia í Portúgal og mér
skilst að það hafi verið veitt verðlaun
fyrir bestu myndina, besta leikstjór-
ann, besta karlhlutverkið og besta
kvenhlutverkið,“ sagði Ingvar. Ingvar
segir að því miður hafi hann ekki átt
kost á því að fara á hátíðina en Þor-
finnur Ömarsson hjá Kvikmyndasjóði
íslands sat í dómnefnd hátíðarinnar.
„Hátíðin er með helstu kvik-
myndahátíðum Portúgals og Ingvar
var í flokki með mjög góðum mynd-
um,“ sagði Þorfinnur en hátíðin er
meðalstór kvikmyndahátíð sem er
nokkuð vel þekkt af fólki í kvik-
myndaiðnaðinum. Níu íslenskar kvik-
myndir voru sýndar á hátíðinni en
einungis ein þeirra - Englar alheims-
ins - keppti um verðlaun. Besta kvik-
mynd hátíðarinnar var Italian for
Beginners.
omarr@frettabladid.is
Bandarísk rannsókn:
Martraðir af
litlum svefni
CHicflco. reuters. Með því að hvetja
börn til að sofa meira er hægt að
koma í veg fyrir martraðir og að
ganga í svefni. Kemur þetta fram í
rannsókn sem kynnt var á árlegri
ráðstefnu bandarískra svefnsam-
taka. Það var Dr. Kuhn, prófessor við
háskólann í Nebraska, sem komst að
þessari niðurstöðu eftir að hafa rann-
sakað 10 börn á aldrinum 2 til 9 ára.
Að því er kemur fram á fréttavef
Reuters, hafði eitt barnanna, sjö ára
gömul stúlka, stokkið upp úr rúmi
sínu öskrandi á sama tíma á hverju
kvöldi í langan tíma. Annað barn, níu
ára gamall strákur reis reglulega upp
úr rúmi sínu og klifraði út um glugg-
ann og meiddist einu sinni það illa að
það þurfti að skera hann upp. ■
Fólk reiðist þegar við segj -
um því að skila dýrunum
Mikið er um það að fólk taki að sér einmana dýr sem það telur í hættu. Staðreyndin sú að oftast er líklegt að slíkt
verði til þess að skaða dýrin fremur en að hjálpa þeim. Því er oft réttara að segja að fólk ræni dýrum en hjálpi þeim.
pýralíf „Við fáum nokkur símtöl á
dag frá fólki sem vill koma til okk-
ar dýrum sem það hefur tekið með
sér í því skyni að hjálpa þeim og
fólk verður oft mjög sárt og reitt
þegar við segjum þeim að skila
dýrunum á sinn stað“, segir Tómas
Guðjónsson forstöðumaður Hús-
dýra- og fjölskyldugarðsins í Laug-
ardal.
Mikið hefur verið um það að
fólk sjái dýr sem það telur hjálpar-
laus og ákveður að koma þeim til
bjargar. „Það getur skapað vand-
ræði að fólk kann ekki að greina á
milli hvenær dýr þurfa á hjálp að
halda og hvenær ekki“, segir
Tómas. „Fólk getur t.d. lent í því að
keyra yfir gæs og sitja upp með
ungana. Þá hjálpum við til með
glöðu geði. En þegar fólk er að
nema dýr á brott úr heimkynnum
sínum viljum við að þau séu færð
aftur á sínar heimaslóðir. Fyrst og
fremst viljum við þó að fólk láti
villt dýr í friði í náttúrunni."
Undir þetta tekur Erlingur
Hauksson, sjávarlíffræðingur, sem
hefur áhyggjur af því að fólk sé að
bjarga dýrum að ástæðulausu og
skaða þau í stað þess að hjálpa
þeim. „Kópar eru villt dýr og þeir
læra að bjarga sér sjálfir, annars
myndu þeir ekki lifa af. Þó fólki
finnist þetta kannski harkalegt
verður það að gera sér grein fyrir
því að það er ekki að hjálpa dýrun-
um með því að taka þau að sér. Urt-
an venur kópinn frá sér á fjórum
vikum og eftir þann tíma bjargar
kópurinn sér sjálfur.“
Erlingur og Tómas eru sammála
um að fólki sé hætt við að gera
meira úr þeirri hættu sem stafar að
KÖPUR f HÚSDÝRAGARÐINUM Í LAUGARDAL
Starfsfólk Húsdýragarðs hefur nóg að gera við að afþakka dýr sem fólk vill koma í fóstur. Talsvert um að fólk sjái einmana ung dýr og telji
þau í hættu.T raun eru þau aðeins í sínu venjulega umhverfi við venjulegar aðstæður. Hér er Trausti Hafsteinsson að fóðra sel.
dýrum en efni standa til. Þannig
virðist margir ekki gera sér grein
fyrir því að afkvæmi dýra séu fljót
að aðlagast náttúrunni og læra að
bjarga sér sjálf. Hins vegar sé sú
hætta fyrir hendi þegar fólk tekur
dýr að sér að þau læri ekki að bjar-
ga sér sjálf. Þannig breyti fólk villt-
um dýrum í húsdýr og þegar kemur
að því að sleppa þeim geti þau ekki
bjargað sér sjálf.
binni@frettabladid.is
GUHDO
HJÓLSAGARBLÖÐ
M
HJÓLSAGARBLÖÐ
HANDFRÆSITENNUR
LOOSKINKEL
BIM BANDSAGARBLÖÐ
HSS -TENNUR
BANDSAGARBLÖÐ
Skerping sff.
Smiðjuvegi ? 1 200 Kópavogi
Simi. 564 2488 fax. 564 2550
SKATAHREYFiNGi
WWW.SCOUT.IS
w©u (Q)uuu®1híu m* u
JUMI
- - ....................
ÍSUMTA
Stuðmngur þmn setur
æskufólk í öndvegi með
íslenska þjóðfánanum.
Flöggum á góðum degí
Sumarhappdrætti
5' S&KííjSfeír vífMfefi:
20 vinningar
Feröavinningar frá
Plýs-ferðum,
hver að verðmæti 200X00,-
messis
mi Hi/iiinii fui
50 virmingar
Vöruúttektir í Kringlunni,
hver að verðmæti 100.000.-
2000 vinningar
Emmess fjölskyldupakkar af
blönduðum ís og ístertum,
hver að verðmæti 2SQ0,-
&STURINN
Greiða má með grelðslukorti I sima 550 9800