Fréttablaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 12. júní 2001 ÞRIÐJUPAGUR UNCIR SEM ALDNIR Á SJÓMANNADECI Kynslóðirnar komu saman og gerðu sér glaðan dag við Reykjavíkurhöfn á sjómannadag- inn. Guðmundur Kærnested, skipherra, kempa íslendinga í þorskastríðunum lét sig ekki vanta við hátíðarhöldin sem fóru fram í mildu veðri í gær. Ályktun frá SAMÚT: Mótmæla framkvæmdum kárahnjúkavirkjun Samtök útivistar- félaga mótmælir harðlega fyrirhug- uóum framkvæmdum við Kára- hnjúkavirkjun þar sem unnin verða meiri náttúruspjöli en þekkst hafa áður á íslandi. í ályktun sem var samþykkt á aðalfundi Samtaka útivi- starfélaga (SAMÚT), þann S. júní síð- astliðinn, segir að framkvæmdirnar muni rýra verulega gildi svæðis sem ósnortins víðernis og nýtingu þess fyrir ferðamennsku og útivist. SAMÚT krefst þess að ekki verði tek- in ákvörðun um virkjun fyrr en vinnu er lokið við Rammaáætlun um nýt- ingu vatnsafls og jarðvarma og mat hefur verið lagt á gildi svæðisins fyr- ir þjóðgarð án virkjunar. ■ Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur: Hátíð við höfnina hátíðahöld Sjómannadagurinn var að vanda haldinn hátíðlegur víða um land. Líf og fjör var á miðbakka Reykjavíkurhafnar, þar sem ungir og aldnir héldu upp á daginn. Sem fyrr nutu siglingar á Faxaflóa með skóla- skipinu Sæbjörginni mikilla vinsælda og langar biðraðir voru eftir því að komast um borð. Hátíðahöldin voru með hefð- bundnu sniði, með ræðuhöldum og sjómenn sem stigið hafa ölduna í ára- tugi, þjóðinni til heilla, voru heiðraðir. Margt var um manninn í mildu veðri og dagskráin fjölbreytt. Tívolí var á hafnarbakkanum og þyrla Landhelg- isgæslunnar sýndi björgun auk list- flugs yfir höfninni. Mátti sjá margar hetjur hafsins rifja upp gamla daga í ljúfsárum söknuði meðan æskan hám- aði í sig spunnin sykur og hljóp á milli leiktækja Tívolísins. ■ Árbæjarhverfi: Kona beit lögreglu lögreclumál Ölvuð kona beit lög- reglumann til blóðs, þegar lögregl- an handtók hana fyrir að brjótast inn í tvo bíla í Arbæjarhverfi í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Lögreglu var tilkynnt um innbrot konunnar og þegar hún kom á stað- inn og ætlaði að handtaka konuna varð hún mjög æst og sýndi hún mikla mótspyrnu. Hún réðst meðal annars á lögregluþjón og beit hann til blóðs í gegnum úlpu. Konan gisti fangageymslur lögreglunnar um nóttina. ■ Hvalveiðar glapræði Ráðherra „skríður inn í hvalveiðiráðið með skottið á milli lappanna." Aðgerðir ráðamanna vita á gott. Erum á réttum vettvangi en ekki á þessu kjörtímabili. Þýskaland: Loka kjarn- orkuverum berlin. ap. Þýsk stjórnvöld ásamt orkuverum landsins hafa skrifað undir samning þess efnis að loka eigi alls 19 þarlendum kjarnorku- verum. Búist er við að það geti tek- ið áratugi að framfylgja samningn- um, sem undirritaður var einu ári eftir að báðir aðlilar komust að samkomulagi um að loka verunum. Síðasta kjarnorkuver landsins til að undirrita samninginn var E.On. í samningnum eru engin ákvæði þess efnis að verunum skuli lokað fyrir ákveðinn tíma, en búist er við að þau orkuver sem nú eru starf- andi ættu að geta starfað í um 32 ár, þannig að nýjasta kjarnorkuver Þýskalands gæti því lokað árið 2021. Áætlað er að fyrsta verinu verði lokað árið 2003. Kjarnorku- ver í Þýskalandi t já landinu fyrir næstum því þriðjungi af orkuþörf Þjóðverja. ■ hvalveiðar „Það sem mér finnst merkilegast við inngöngu íslendinga í hvalveiðiráðið er að Halldór Ás- grímsson, höfundurinn að því að við skyldum ganga út úr ráðinu og hafði stór orð um ómöguleika ráðsins, kemur með skottið á milli fótanna og skríður inn í ráðið aftur,“ sagði Magnús Skarphéðinsson, hvalavinur og skólastjóri Sálarrannsóknarskól- ans. Hann bætti því að það væru eng- ar líkur á því að nokkur hefði áhuga á því að kaupa hvalaafurðir af íslend- ingum og að best væri að henda „10 milljónum í kjaftinn á þessu hval- veiðimönnum til þess að þeir þegi.“ Magnús telur að með því að hefja hvalveiðar aftur ógni ráðamenn stöðu íslenskra afurða á erlendum mörkuðum og að það væri glapræði. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, er á öndverðum meiði. Hann telur að aðgerðir ráðamanna viti á gott og hann býst við því að fljótlega geti hann farið að gera skipin sín klár. „Það væri lítið vit í því að vera að Sólar- tilboð Portúgal 12. júni i viku Krít 14. júní í 6 nætur á mann miðað við ferð fyrir tvo, í stúdíoi. Inn'rfalið: Flug, gisting, ferð til og frá flugvelli erlendis, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. HVALVEIÐAR Magnús Skarphéðinsson segir sjávarútvegsráðherra vera blekktan með lygum forstjóra Haf- rannsóknarstofnunar þegar ráðherra segir að hvalir éti 10-20 prósent af fslenskum fisk í kvóta. „Yfir 90 prósent fæðu hvals er Ijósáta - ekki nytjastofnar Islendinga." í rannsóknum Japana hefur komið fram að hvalir éti meira magn af nytjastofnum þeirra en áður var talið. ganga í ráðið og borga þau aðildar- gjöld og eyða þeim tíma sem til þarf i það ef ekkert ætti að gera. Ég er ekki búinn að gera skipin klár ennþá en það tekur stuttan tíma og hvalirn- ir bíða á miðunum,11 sagði Kristján. Svanfríður Jónasdóttir, þingmað- ur og nefndarmaður í sjávarútvegs- nefnd, telur að einhver bið geti orðið á því að íslendingar hefji hvalveiðar, en að innganga okkar í ráðið sé skref í rétta átt. Hún hefur þrisvar flutt þingsályktunartillögu þess efnis að íslendingar gangi í ráðið aftur og því ánægð með ákvörðunina. „Það er engu að síður að mörgu að huga en loksins getum við tekið þátt í umræðu um hvalveiðar á þeim vett- vangi sem þær umræður fara fram,“ sagði Svanfríður. Hún bætti því við að líklega hæfu íslendingar hrefnuveið- ar fyrst þannig að töluverð bið getur orðið á því að hægt sé að gera hval- veiðibátana sjóklára. „Ekki á þessu kjörtímabili," sagði Svanfríður. omarr@frettabladid.is Danmörk: I fangelsi vegna þagmælsku dómsmál Danski sálfræðingurinn Kjeld Fruensgaad gæti þurft að dúsa í fangelsi í hálft ár, ef hann heldur fast við það að bregðast ekki trúnaði fimm manna sem hafa verið í með- ferð hjá honum. Að því er kemur fram í danska dagblaðinu Berlingske tidende skrifaði Fruensgaard les- endabréf í blaðið Fyens stiftstidende fyrir ári síðan þar sem hann hélt því fram að mennirnir hefðu þurft að sæta ofbeldi af hendi lögreglunnar á lögreglustöðinni í Óðinsvéum. Að sögn ríkissaksóknara Dan- merkur, Birgitte Vestermark, eru ásakanarnar svo alvarlegar að Fruensgaard ber að upplýsa nafn mannanna. Fruensgaard hefur hins vegar neitað allri samvinnu við lögregluna. Hann segist ekki vilja bregðast trún- aði mannanna. í lesendabréfinu sagði Fruens- gaard að mennirnir hefðu verið tekn- ir höndum eftir að hafa verið með óspektir og hellt sér yfir lögregluna. Á lögreglustöðinni hefðu þeir síðan verið barðir með blautum handklæð- um, sem hefðu ekki skilið eftir sig opin sár heldur „einungis" mar og áverka. Lögreglan beri hins vegar alltaf fyrir sig að slíkir áverkar eigi EKKI BARA SÓL OC SÆLA Danska lögreglan er ekki hrifin af ásökun- um um að hún beiti fanga ofbeldi. rætur sínar að rekja til átaka við handtöku. Fruensgaard á nú yfir höfði sér meiðyrðamál frá lögreglusamband- inu. Lögfræðingur hans segir hins vegar að í lýðræðissamfélagi hljóti að vera leyfilegt að gagnrýna á lög- regluna. ■ Kjaradeila tónlistarskólakennara: Formlega vísað til ríkissáttasemjara kjarapeila Kjaradeilu Félags tónlistar- skólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna við samninganefnd Launanefndar sveitarfélaga hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Tónlistarskólakennarar gerðu skammtímasamning við viðsemjend- ur sína í janúar. Því var þá lýst yfir að stefnt væri að því að hefja samninga- viðræður á ný 15. apríl og ljúka end- anlegri gerð nýs kjarasamnings fyrir 31. maí 2001. Viðræður fóru seint í gang í vor og hafa þær einkennst af nær algeru áhugaleysi af hálfu samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga á því að ná samkomulagi um nýjan kjarasamn- ing. Tónlistarskólakennarar krefjast þess að launakjör þeirra verði færð til samræmis við kjör annarra kennara í landinu. Rfkissáttasemjari tekur nú við stjórn samningaviðræðna tónlistar- skólakennara og viðsemjenda þeirra í samræmi við lög. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.