Fréttablaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ H RAÐSOÐIÐ 12. júní 2001 ÞRIÐIUDAGUR II i'-Wdi (irt H11 Víll (1:1 MTD Fór þetta á hörkunni HULDA HJARTARDÓTTIR læknir T vískinnungur á Irlandi HVAÐ finnst þér um fóstureyðingar almennt? Það á að vera sjálfsákvörðunarrétt- ur konu hvort hún velur að fara í fóstureyðingu, en innan þeirra lag- aramma sem settir eru. Það er mikið um fóstureyðingar á íslandi en ein leiðin til að draga úr því væri að auka fræðslu um getnaðarvarnir og kynlíf, frekar en að setja frekari hömlur við fóstureyðingu. HVER er réttlætingin fyrir fóstureyð- ingu? Þegar konan er ekki andlega eða lík- amlega tilbúin til að ganga með barn og ber hugsanlega einhvern skaða af, andlegan eða líkamlegan, þá er fóstureyðing réttlætanleg. HVERJAR eru neikvæðu hliðar fóstureyðingar? Margar konur finna fyrir eftirsjá eða þunglyndi eftir slíka ákvörðun. Slíkt getur til að mynda gerst þegar konan hefur ekki hugsað út í alla þætti ákvörðunarinnar eða gerir sér ekki grein fyrir að kringumstæður geta breyst. Þá má nefna að í undan- tekningartilvikum getur aðgerðin leitt til ófrjósemi. HVERS VEGNA eiga fóstur- eyðíngaskip á borð við það sem nú stefnir að þvf að bjóða írskum konum fóstureyðing- ar, tilverurétt, eða ekki tilverurétt? Mér finnst að svona skip eigi rétt á sér og vísa til þeirra sérstöku kring- umstæðna sem eru í írlandi, það er ákveðinn tvískinnungur í gangi. írskar konur vilja greinilega eiga þennan möguleika á að fara í fóstur- eyðingu en kaþólska kirkjan og al- menningsálitið hefur ekki viljað samþykkja það. Það er vel þekkt að írskar konur fara í stórum hópum í fóstureyðingu. Fólk er fast í ákveðn- um hlekkjum því það er hvorki leyfilegt að nota getnaðarvamir né fara í fóstureyðingu. Fólk er því að eiga kannski 6-7 börn, og ásamt því að stjómvöld viðhaldi hinu trúarlega mynstri er fátæktinni viðhaldið líka. Þama skapast togstreita á milli þess sem fólkið vill og þeirra laga sem stjómvöld fylgja. Könnun meðal ungra kvenna: r' Ast og kynlíf fara saman könnun í nýrri könnun sem Reuters segir frá taka ungar konur ákvörðun um það hvort þær vilja lifa kynlífi út frá eigin persónulegri afstöðu og ekki vegna þrýsting frá umhverfinu. Mikill meirihluti ungra kvenna í könuninni segja lifa kynlífi vegna þess að þeim „falli við“ eða þær „elski“ þann sem þær velja að vera með. Einungis þriðj- ungur segir ástæðuna fyrir kynmök- um hafa verið þá að þeim „þyki gott að lifa kynlífi". Doktor Jan E. Paradise frá Lækna- háskólanum í Boston í Massachi- settes, sem stjórnaði könuninni, segir að niðurstöðurnar ættu að geta hjálp- að til þess að meta það hvernig best sé rFRlTTIR AF FÓLKi I að fræða unglinga sem eru virkir á kynlífssviðinu í því skyni að minnka hættuna á sjúkdómum sem smitast við kynmök. „Almennt sé er tíðni kyn- sjúkdóma mest hjá fólki á aldrinum 15 til 30 ára“, segir Paradise sem ásamt samstarfsfólki sínu lagði margháttað- ar spurningar fyrir 197 stúlkur 14 ára og eldri, sem komu á heilsugæslustöð í borginni. í niðurstöðum rannsóknarinnar, sem birt var í maí hefti Tímarits um heilsu unglinga, kemur fram að fjöru- tíu af ungu konunum 197 sögðu að þær héldu enn meydóminum og 25 höfðu ekki lifað kynlífi síðustu þrjá mánuði. Meirihluti þátttakendanna, 132, sögð- ust stunda kynlíf. „Heinar meyjar eru líklegri en óvirkar stúlkur til þess að greina þrjár sérstakar ástæður fyrir því að lifa ekki kynlífi: „Ekki rétti tím- inn fyrir mig núna“ (82% á móti 50%),. „bíða þar til ég er orðinn eldri" (69% á móti 8%) og „bíða þar til ég er gift“ (67% á móti 38%)“. ■ ÁST OG KYNLÍF I vikunni verður frumsýnd í Þýskalandi myndin „Love and Sex" þar sem leikkonan Famke Janssen leikur blaðamann sem á að skrifa um „20 leiðir til þess að lifa í var- anlegu sambandi", en sjálf hefur hún að- eins reynslu af skammvinnum sambönd- um. Mótleikari hennar erf Jon Favreau. Hér er um að ræða rómantíska gamanmynd. EHEa HYA I\J f n lííi iivi/xi\i .l/M ;l IMtrsl=l\l I tAIMtsl IIVI»=fcí atMtAtf-BH Skúli Björnsson í bakvarðasveit íjallgöngukappans Haraldar Arnar Ólafsssonar segir hann hafa lagt Denali fjall að fótum sér á mettíma. Nú bíði fjallganga í Kákasusfjöllum þar sem helsta hættan stafi af misindismönnum. fjallasport Haraldur örn Ólafsson pólfari og fjallagöngukappi er kominn niður af hæsta fjalli Norð- ur-Ameríku eftir að hafa tekið það með sannkölluðu áhlaupi og er væntanlegur heim á næstu dögum. Eftir að hafa staðið á tindi hins 6194 metra háa Denali fjalls um miðnætti aðfararnótt sunnudags að íslenskum tíma fór hann niður í efstu búðir í 5200 metra hæð þar sem hann svaf áður enn hann fór til fundar við félaga sinn Guðmund Eyjólfsson sem beið lasinn í lækna- búðum í 4300 metra hæð. „Þaðan tóku þeir einfaldlega strax strikið niður allt fjallið niður í fyrstu búð- ir en þær eru í 2200 metra hæð,“ segir Skúli. Það var því mikill hraði á Har- aldi niður Denali og hæðarmunur- inn 3000 metrar á aðeins einum degi. Skúli viðurkennir að nokkuð hafi verið af kappanum dregið en að hann hafi þó látið vel af sér. „Auðvitað var hann orðinn þreyttur en hann gerði þetta ein- faldlega á hörkunni. Þetta er heil- mikið afrek hjá Haraldi að ná þessu á svona stuttum tíma. Hann fékk mjög stutta aðlögun því frá því hann kom á fjallið og þar til hann náði toppnum liðu ekki nema fjórt- án dagar sem er alveg það minnsta sem þekkist, “segir Skúli. Áður hefur komið fram að innan við fjórðungur manna sem leggja upp Denali ná toppnum. Skúli segir helstu erfiðleikana felast í súrefn- isskorti og nístingskulda auk þess Hulda Hjartardóttir er kvemjúkdómalækrtir á Landspítalanum og hefur ásamt ððrum, séð um að gera legvatnsástungur, hnakkaþykktarmæl- ingar og að taka fylgjusýni á ófrfskum konum. BAKVÖRÐURINN „Þetta er heilmikið afrek hjá Haraldi að ná þessu á svona stuttum tfma," segir Skúli Björnsson. sem veður á fjallinu geti verið allsvakaleg. Sjálf gangan sé ekki svo flókin eða hættulega nema á tveimur stöðum ofarlega í fjallinu sem séu varhugaverðir. Þegar kom- ið sé í mikla hæð geti súrefniskort- urinn dregið úr getu manna. „Ein- beitingin minnkar og gangan verð- ur enn hættulegri fyrir vikið. Menn þurfa því að hafa mikinn vara á sér og vera þjálfaðir til að meta að- stæður," segir Skúli. Næsta verkefni Haraldar Arnar er hæsta fjall Evrópu, Elbrus í Kákasusfjölium, en það nær hæst 5642 metra yfir sjávarmál. Næsta fjall þar á eftir er Kilmanjaro í september, síðan heldur hann til Nýju Gíneu þar sem bíður erfið ganga áður en hann heldur á suður- hvel jarðar í desember þar sem hann ætlar að ganga á hæstu fjöli í Antartíku og í Suður-Ameríku. „Elbrus er ekki svo svakalegt. Það er 5690 metrar, svipað og Kilmanjaro. En það sem er hins vegar aðaláhyggjuefnið er sá rumpulýður sem þar er í landinu. Það ber mönnum víst að fara mjög varlega," segir Skúli. ■ sóknum og vídeóböndum sem stíluð eru á ákveðna hópa. Á kjördag er svo barið upp á hjá einstaklingum og fjölskyldum sem eru í hinum skilgreindu markhópum. Og auðvit- að sitja liðsmenn Verkamanna- fiokksins í kjördeildum og merkja við þá sem kjósa eins og Sjálfstæð- isflokkurinn gerir einn flokka á ís- landi. Allt frá því að Davíð Oddson lét að því liggja í véfréttarstíl að Halldór Ásgrímsson yrði góður for- sætisráðherra, hefur verið þrálátur orðrómur um hrókeringar í rfkis- stjórninni á hausti komanda. Enginn veit í raun hvað verið er að tala um Avefsíðu sinni stríðir Björn Bjarnason menntamálaráðherra Samfylkingunni með því að ýmsir framámenn Sam- fylkingarinnar hafi verið í Bretlandi og tekið þátt í kosn- ingastarfi með Verkamannaflokkn- um. „Þeir ættu að hafa séð“, segir Björn „að mikið þarf til þess að fella ríkisstjórn sem gengur sam- hent og án stóráfalla á ferli sínum til kosninga. Þeir ættu einnig að hafa séð, að það skiptir máli að fylg- ja ábyrgri stefnu og hafa forystu- menn, sem njóta trausts. Samfylk- ingin þarf að taka sér tak, ætli hún að uppfylla þessi skilyrði." Ihaldsflokkurinn í Bretlandi þarf líka að taka sér tak. Flokkurinn er leiðtogalaus eftir að William Hague boðaði afsögn sína. Það sem verra er að enginn af nefnd- um eftirmönnum hans er talinn hafa minnstu möguleika : til þess að rétta hlut flokksins svo I nokkru nemur. Er þá talið alveg sama hvort leiðtoginn verður Anne Witcombe, Michaei Portillo eða Ken Clarke. Miklar deilur eru einnig um það hvort íhaldsflokkurinn á að halda í gamlar kennisetningar og Evrópuf jandskap eða taka um sam- keppni við Verkamannaflokkinn um miðjuna. Einn Samfylkingarmannanna í Bretlandi var Björgvin Sigurðs- son framkvæmdastjóri flokksins. Það sem honum mun hafa komið mest á óvart var hve lítil áhersla var lögð á auglýsingar og veggspjöld í kosningabarátt- unni. Það efni sem lagt var fram af hálfu flokksins var allt í hófstilltari stíl en fyrir síðustu kosningar þótt línurnar væru fáar og skýrar. Hins vegar var öll áher- sla lögð á skoðanakannanir og grein- ingu á markhópum. Þrjú hundruð manns starfa f fjölmiðía- og könnun- armiðstöð flokksins og 150 sinna stöðugum úthringingum í hópa. Síð- an er málum fylgt eftir alveg fram á kjördag með markpósti, heim- nema Halldór og Davíð, en það breytir ekki því að þingmenn stjórnar- flokkanna velta því mjög fyrir sér hvað í vændum kunni að vera. Talið er ólíklegt að forsætis- og utanríkisráðherra hyggist hafa stólaskipti, og senni- legra að málið tengist brotthvarfi Davíðs úr stjórnmálum. Væntanlega myndu þá framsóknarmenn gefa eftir einn ráðherrastól fyrir forsæt- isráðherrastólinn, og berast þá böndin að Páli Péturssyni sem í vor lagði kapp á að öll sín mál hlytu af- greiðslu á vorþinginu. Hitt er einnig talið koma til greina að Davíð hieypi Geir H. Haarde í forsætisráðherra- stólinn til þess að styrkja stöðu hans fyrir landsfund Sjálfstæðisflokks- ins. ÞRÚÐA „Ef þoð er ekki hurðin ó isskápmim athugoðu þá hurðino á frystínum. Það er hefkah hérnaí Eitthvað er opjðf" Ðalvegur 16A • 202 Kó|

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.