Fréttablaðið - 12.06.2001, Síða 11

Fréttablaðið - 12.06.2001, Síða 11
ÞRIÐJUPACUR 12. júní 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Spenntur að fá að spreyta mig Birgir Karl Olafsson er 27 ára nýútskrifaður matreiðslumaður. Hefur haft áhuga á matreiðslu frá unglingsárum. Að loknu sveinsprófi tók við starf á Hótel Holti. matreiðsla „Ég hef alltaf haft áhuga á eldamennsku," segir Birgir Karl Ólafsson sem í síðustu viku útskrif- aðist sem matreiðslumaður af mat- reiðsludeild Hótel- og matvælaskól- ans sem er í Menntaskólanum í Kópa- vogi. Birgir segir áhugann hafa kviknað á unglingsárum, nánar til- tekið í Húsmæðraskólanum á Hall- ormsstað. Þar var Birgir staddur ásamt skólafélögum sínum úr grunnskólan- um á Seyðisfirði í matreiðslukennslu vetrarins. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég kynntist matreiðslu en síðan þá hef ég alltaf verið að fikta eitt- hvað 1 eldhúsinu." Leið Birgis frá Seyðisfirði til Reykjavíkur lá um Menntaskólann á Akureyri en þaðan lauk hann stúd- entsprófi. „Ég gerði síðan stutt stopp 1 Háskólanum en kokkurinn togaði í mig og ég endaði í matreiðslu." Að sögn Birgis eru það tíu manns sem nú ljúka námi í matreiðslu. Ekki hefur reynst erfitt fyrir hópinn að fá vinnu og segir Birgir eftirspurn eftir nýútskrifuðum matreiðslumönnum. „Það er mikið brottfall úr starfsstétt- inni, þetta er náttúrulega ekki bein- línis fjölskylduvænt starf, vinnutími langur og frekar mikið stress." Þrátt fyrir þessa lýsingu leggst það mjög vel í Birgi að hefja störf. Vinnustaðurinn nýi er heldur ekki af verri endanum, Hótel Holt. „Ég er mjög spenntur fá að spreyta mig meira en maður gerir sem nemi. Þá er maður alltaf undir ákveðnum járn- hæl þannig að það verður gaman að hefja störf sem fullgildur mat- reiðslumeistari." Matreiðslumeistaranámið er fjög- urra ára nám, að miklu leyti verklegt. „Ég fékk bóklegu greinarnar metnar úr stúdentsprófinu og var því ekki í fullu námi, „ segir Birgir sem var „öldungurinn" í útskriftarhópnum núna, 27 ára gamall. Birgir segist ekki hafa í hyggju að snúa aftur til Seyðisfjarðar í bráð, SÆTINDIN HEILLA „Ég hef alltaf verið veikur fyrir dessertum og öllu því sem þeim viðkemur, þar er mesta föndrið," segir Birgir. þar séu tækifærin í faginu ekki ýkja mörg. „Straumar og stefnur í þessu fagi breytast mjög hratt og því meira spennandi að vera hér í Reykjavík.“ sigridur@frettabladid.is Eignarhaldsfé- lagið heldur Gylfa um sinn fólk Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans, mun gegna starfinu áfram þar til nýr framkvæmdastjóri er fundinn. Gylfi hafði óskað eftir því við stjórn félagsins að láta af störfum sem framkvæmda- stjóri og samþykkti stjórnin það í gær. Eins og fram hefur komið hyggst Gylif fylla tóman framkvæmdastjórastól Alþýðusambands íslands. ■ GYLFI ARN- BJÖRNSSON Hann ætlar ekki að skilja stól framkvaemda- stjórans eftir auð- an. Mc Veigh tekinn af lífi Nýja Sjáland: Sá fæðingu dóttur sinnar Sprengjumaðurinn sagðist einskis iðrast. Síðasta máltíðin var súkkulaðiís. TERRE HAUTE. INPÍANA. AP. Timothy McVeigh var í hádeginu í gær tekinn af lífi fyrir aðild sína að sprenging- unni í Oklahomaborg árið 1995 þar sem 168 manns létu lífið. Ekkert varð af sjónvarpsupptökum frá aftökunni, en ættingjar fórnarlamba McVeigh fengu að fylgjast með aftökunni í lok- aðri sjónvarpsútsendingu. Síðasta máltíð McVeigh var eitt kíló af súkkulaðiís og sögðu fangaverðir hann hafa verið mjög rólegan síðasta sólarhringinn fyrir aftökuna, sem fór fram í Terre Haute fangelsinu í Indi- ana fylki, Var hún framkvæmd með eitursprautu í hægri fót McVeigh. Er hann sagður hafa verið þögull á dauðastundinni, en hann var úrskurð- aður látinn klukkan 12:14. George W. Bush, Bandaríkjaforseti, gaf út yfir- lýsingu skömmu eftir aftökuna og sagði réttlætinu hafa verið fullnægt. Síðasta máltíð McVeigh var eitt kíló af súkkulaðiís og sögðu fangaverðir hann hafa verið mjög rólegan síðasta sólarhringinn fyrir aftökuna. Hann er fyrsti alríkisfanginn í Bandaríkjunum sem tekinn er af lífi í 38 ár. í fyrradag sögðu lögfræðingar McVeigh, sem var 33 ára, að hann væri leiður fyrir hönd þeirra sem lét- ust í sprengingunni, en að hann sæi ekki eftir því að hafa sprengt upp Al- fred P. Murray, alríkisbygginguna og framið þar með mesta hryðjuverk sögunnar á bandarískri grund. McVeigh fékk ungur að aldri mik- inn áhuga á byssum í gegnum afa sinn. í uppvexti sínum lagði hann smátt og smátt hatur sitt á bandarísk stjórnvöld, en þrátt fyrir það skráði hann sig í Bandaríkjaher og tók þátt í Persaflóastríðinu. Þegar hann sneri heim þaðan hafði hatur hans á heima- landi sínu aukist til muna sökum þess hversu illa hann taldi Bandaríkin hafa farið með írösku þjóðina. Innrás alríkislögreglunnar í Wacó varð ein- nig til að auka á hatur hans, sem end- aði síðan með því að hann kom sprengju fyrir í bíl fyrir útan alríkis- bygginguna í Oklahoma, kveikti á og MINNAST LATINS ASTVINAR Angela Richerson faðmar son sinn Matthew eftir að hafa lagt blóm við minningarstól móður sinnar, sem var eitt af fórnarlömbum sprengjuárásarinnar í Oklahoma fyrir sex árum. Stóllinn er staðsettur í sérstökum minningargarði fyrir fórnarlömbin í miðborg Oklahoma. gekk síðan í burtu án þess að líta til baka. Af þeim 168 sem létust voru 19 börn. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa fordæmt aftök- una og segja hefndina hafa sigrað réttvísina, en hinum fjölmörgu ætt- ingjum fórnarlambanna er hins veg- ar létt. ■ á milli atriða wellington. reuters. Fáheyrður at- burður átti sér stað nýlega þegar Jeff Knight, nýsjálenskur leikari stal sen- unni þegar hann skaust í burtu til að vera viðstaddur fæðingu dóttur sinn- ar á milli þess sem hann stóð á leik- sviði og lék Montano í Shakespear- eleikritinu Othello. Knight yfirgaf sviðið fljótlega eftir að leikritið hófst eftir að hann fékk þær upplýsingar að Lisa, konan hans, væri að því kom- in að fæða. Að því er kemur fram á fréttavef Reuters dreif Knight sig þá á sjúkrahúsið til að vera viðstaddur fæðinguna, en náði síðan að koma aft- ur í lok sýningarinnar til að klára hlutverk sitt. „Charlotte kom svo snöggt inn í heiminn. Það komu engin vandamál upp og því sagði Lisa við mig að ég skyldi bara drífa mig aftur í leikhús- ið til að ljúka verkinu. Það má segja að þarna hefði hið fornkveðna komið í ljós að listin við gott leikrit er góð tímasetning," sagði Knight glaður í bragði að sýningunni lokinni. ■ LÖGREGLUFRÉTTIRj Eldur kom upp í gámi um ell- efuleytið á sunnudagskvöld sem staðsettur var bak við Apó- tekið í Álftamýri. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Að sögn lögregl- unnar í Reykjavík er talið að um íkveikju hafi verið að ræða. —♦— Að sögn lögreglunnar á Ólafs- firði brugóu sér margir á sjó- mannadansleik sem haldið var á sunnudagskvöld. Engin afskipti þurfti að hafa af fólki. Síðla föstu- dagskvöld var maður stoppaður grunaður um ölvun við akstur. Sá reyndi að hlaupa lögreglunnar af sér en náðist þar sem hann reyndi að komast inn til sín. Kennaraháskólinn tekur inn stærri hóp nemenda en áður: Doktorsnám í fyrsta sinn menntun Kennaraháskóli íslands býð- ur í haust upp á doktorsnám í uppeld- is og menntunarfræðum í fyrsta sinn. Þá verða 3 doktorsnemar teknir inn í skólann. Að sögn Ólafs Proppé rekt- ors skólans hafa frá upphafi 50 nem- endur útskrifast með MA próf og fer þeim ört fjölgandi. Skólanum bárust rúmlega 1000 um- sóknir um nám á haustönn „við erum að taka inn núna á haustönn mun stær- ri hóp en við höfum nokkru sinni fyrr tekið inn“ segir Ólafur og gerir ráð fyrir að á milli 7 og 800 komist að. Þá verða alls um 1700 nemendur í skólanum á hinum ýmsu brautum, en grunnskólakenn- aranám er þar vinsælast. Fjórðungur þeirra sem sækja nú um skólavist fer í framhaldsnám, þar sem yfirleitt er krafist starfsreynslu. Helmingur nemenda skólans stundar fjarnám sem nú er boðið upp á í hverri ein- ustu námsbraut. „Við erum með fleiri nemendur í fjarnámi á háskólastigi KENNARAHÁSKÓLI fSLANDS. Tekið vérður við fleiri umsóknum ( skól- ann en nokkru sinni fyrr. en nokkúr-.arinar skóli á íslandi" stffföh ir Ólafur enúfremur:É —♦— Helmingur nemenda skólans stund- ar fjarnám, að sögn Ólafs Proppé rekt- ors. --■-♦— Landbúnaðarráðuneytið Tollkvótar vegna innflutnings á blómum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutningsmagn sem sótt skal um í stykkjatölu: Tollnúmer: Vara Tímabil Vörumagn stk. Verðtollur % Magntollur kr./stk. 0602.9095 Aðrar pottaplöntur til og með 1 m á hæð 01.07.-31.12.01 2.500 30 0 0603.1009 Annars (afskorin blóm) 01.07.-31.12.01 125.000 30 0 Skriflegar umsóknir skulu sendar með bréfi eða símbréfi til land- búnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík, og skulu hafa borist.fyrir.kl. 15:00 föstudaginn 15. júní 2001 Landbunaðarréouneytinu, 8. júní 2001.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.