Fréttablaðið - 13.06.2001, Page 1
KOSNINGAR
Vinstri-grœnir og
samfylking
bls 2
STE1NBÍTUR
Einungis pólitísk
ákvörðun
bls 4
TÓNLIST
Hljómar vekja
athygli erlendis
bls 17
55. tölublað - 1. árgangur
ÞRIÐJUDACUR
Umsögn send
ráðherra
Sixers og Lakers
mætast í kvöld
körfuknattleikur Philadelphia
76ers og Los Angeles Lakers mæt-
ast í fjórða lciknum í úrslitaeinvígi
NBA-deildarinnar í Philadelphia í
kvöld.
1KVÖLPIÐ I KVÖLD|
Tónlist 18 Bíó 16
Leikhús 18 fþróttir 14
Myndlist 18 Sjónvarp 20
Skemmtanir 19 Útvarp 21
menntamál Skólanefnd Menntaskól-
ans á ísafirði
sendir Birni
Bjarnasyni
menntamáiaráð-
herra formlega
ákvörðun sína um
ráðningu skóla-
meistara.
Norður-V íkingur
björcunaræfinc Utanríkisráðuneyt-
ið gerir grein fyrir Norður-Víkingi
2001. Varnarmálaskrifstofa utan-
ríkisráðuneytisins hefur unnið að
skipulagi æfingarinnar i samvinnu
við varnarliðið, landhelgisgæsluna
og yfirstjórn lögreglunnar.
f DAC
REYKIAVÍK Norðvestlæg átt,
5-8 m/S og léttskýjað.
Hiti 7 til 13 stig.
VINDUR URKOMA
ísafjörður O léttskýjað ©8
Akureyri © léttskýjað Q 9
Egilsstaðir O léttskýjað Q 9
Vestmannaeyjar O skúrir O12
Hávaði í
miðbænum
rokk Tónleikar hljómsveitarinnar
Ham verða á Gauk á Stöng í kvöld.
Sungið á Nesinu
tónlist Söngsveitin Fílharmónía
heldur tónleika í Seltjarnarnes-
kirkju í kvöld, vegna ferðar sveit-
arinnar til Ungverjalands.
Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500
Miðvikudagur 13. júni 2001
Einkaleyfi Aðalverktaka
fyrir herinn í uppnámi
Jón Olafsson hefur farið fram úr skilyrðum um hámarkseignarhlut í íslenskum aðalverktökum ef marka
má gögn Verðbréfaþings Islands og utanríkisráðuneytið hefur kallað eftir upplýsingum frá Aðalverktökum.
Meðeigandi Jóns, Sigurður G. Guðjónsson, segir eignarhlut Jóns ekki of stóran.
hlutabréfaviðskipti Hlutur Jóns Ólafs-
sonar, stjórnarmanns í íslenskum að-
alverktökum, í félaginu virðist nú
fara fram úr skilyrðum utanríkis-
ráðuneytisins um 7% hámarkseign
einstakra aðila í félaginu. Skilyrðið
var sett í september 1998 áður en rík-
issjóður seldi hluta af bréfum sínum í
félaginu og gildir um alla aðra núver-
andi hluthafa en ríkið sjálft. Klásúlan
var sett í ljósi þess að Aðalverktakar
njóta forgangs að tilteknum fram-
kvæmdum fyrir Bandaríkjaher út
árið 2003 en þá fellur skilyrðið úr
gildi.
Samkvæmt upplýsingum á Verð-
bréfaþingi íslands er eignarhlutur
Jóns Ölafssonar nú 8,83%. Utanríkis-
ráðuneytið tók við sér í gær eftir fyr-
irspurn Fréttablaðsins. „Við höfum
haft samband við stjórn fslenskra að-
alverktaka og með vísan í þetta skil-
yrði óskað eftir upplýsingum um
eignarhald einstakra aðila í félaginu
og við væntum þess að fá svar við því
á næstunni," segir Gunnar Gunnars-
son, skrifstofustjóri varnarmálskrif-
stofu hjá utanríkisráðuneytinu.
Gunnar segir ráðuneytið vilja fá
stöðu málsins upplýsta frekar áður
en það tekur afstöðu til þess, en eins
og að framan greinir kann reglan um
7% hámarkshlut að hafa verið brotin
og er óljóst hvaða þýðingu það kynni
að hafa fyrir Aðalverktaka.
Aðspurður um það hvers vegna
ráðuneytið hafi talið æskilegt að tak-
marka hlut einstakra aðila í Aðalver-
tökum á forgangstímabilinu segir
Gunnar: „Mönnum fannst eðlilegra
að eignaraðild sé dreifð þangað til
verktaka hefur verið gefin frjáls að
fullu."
Hjá Aðalverktökum var sagt í gær
að ekki væri unnt að afhenda nýjustu
hluthafskrá félagsins vegna bilunar í
tölvubúnaði. Verðbréfaþing íslands
segist alfarið byggja á upplýsingum
eigenda hlutabréfanna en innherjum
sé skylt að tilkynna um öll viðskipti
með hlutabréf í viðkomandi félagi og
gefa upp samanlagða eign sína í fé-
laginu.
Sigurður G. Guðjónsson, er með-
eigandi Jóns í tveimur eignarhaldsfé-
lögum sem eiga samtals 9,93% hlut í
Aðalverktökum, en Jón á síðan 0,69%
UR SKOLANUM I MATVÆLARÆKT
Einn af föstu liðunum þegar skólahaldi lýkur á vorin er að þá halda fjölmörg grunnskólabörn í skólagarðana. Fanney Elsa og Guðrún voru
önnum kafnar við iðju sína þegar Ijósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í gær og Ijóst að gróðursetning átti hug þeirra allan.
í eigin nafni. Hlutdeild Jóns í félög-
unum tveimur auk persónulegu eign-
arinnar er áðurnefnd 8,83%.
Sigurður segir þá félaga meðvit-
aða um 7% regluna hjá Aðalverktök-
um og að það sé ekki rétt sem kemur
fram á Verðbréfaþinginu að Jón sjálf-
ur eigi meira en 7% í félaginu heldur
séu félög þeirra tvö aðskildir hluthaf-
ar og að ekki eigi að leggja hlutbréfa-
eign þeirra saman með tilliti til 7%
reglunnar.
„Félögin eru bæði innan marka.
En þessi regla er ekkert vandamál.
Þú getur bara stofnað nýtt og nýtt fé-
lag um hvern hlut ef því er að skipta
án þess að brjóta gegn þessu
ákvæði," segir lögmaðurinn.
gar@frettabladid.is
Mælt með Ólínu í MÍ:
Þarf
undanþágu
skólamál Ólína Þorvarðardóttir er
eini umsækjandi um stöðu skóla-
meistara Menntaskólans á ísafirði.
Hinn umsækjandinn, Ásgerður
Bergsdóttir dró umsókn sína til baka,
en hún hefur full réttindi. Skólanefnd
fundaði í gær og neitaði Ólafur Helgi
Kjartansson að gefa upp nokkuð um
niðurstöðu fundarins. Áreiðanlegar
heimildir segja að skólanefndin hafi
mælt með ráðningu Ólínu með fyrir-
vara um að menntamálaráðherra
veiti undanþágu frá kröfum um
kennsluréttindi. Veiti menntamála-
ráðherra ekki slíka undantekningu
verður að auglýsa stöðuna að nýju.
„Að Ólínu ólastaðri, er það dapur-
legt og segir kannski sitt um stöðu
skólans að einn umsækjandi sé um
svo háa stöðu,“ sagði viðmælandi
tengdur skólanum. ■
Paul Watson í samtali við Fréttablaðið:
| FÓLK
ÞETTA HELST |
Hótar aðgerðum
hvalveiðar Hvalavinurinn Paul Watson
er ánægður með ákvörðun íslenskra
stjórnvalda um að ganga aftur í Al-
þjóðahvalveiðiráðið.
„Alþjóðahvalveiðiráðið er
eini vettvangur þjóða til þess
að veiða hvali en ég hef enga
trú á því að þessi ákvörðun
komi til með að breyta nokkru
á íslandi um veiöarnar," sagði
Watson í gærkvöldi. Hann
bætti því við að ummæli Árna
M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra,
um að hvalir éti í kringum 10-20 pró-
sent af nytjastofnun íslendinga sé
þvættingur.
„Allir líffræðingar og embættis-
menn ríkisstjórna segja augljóslega
það sem þeim hentar þegar það kemur
að vísindum og stærð nytjastofna í
hafinu. Ég kalla þessa menn einu
nafni og það er hórufræðingar."
,Brot íslendinga á núllreglunni
varð til þess að ég kom til ís-
lands 1986 og mótmælti harð-
lega,“ sagði Watson og skír-
skotaði þar til þess er hann
vann skemmdarverk á hval-
bátum í Reykjavíkurhöfn.
Watson útilokar ekki að til
frekari aðgerða komi hefji ís-
lendingar aftur hvalveiðar.
„Komi til þess að íslendingar reyni
að styðja Japani og Norðmenn í ráðinu
- og í framhaldi af því hefja veiðar -
mun ég og mín samtök spyrna kröft-
uglega á móti og mega íslendingar bú-
ast við því að sjá mig og skip mitt,
Ocean Warrior, á íslandsmiðum."
omarr@frettabladid.is
PAUL WATSON
Ham snýr aftur
SÍÐA 16
Samkeppnisstofnun hótar að sekta
olíufélögin vegna lélegra verð-
merkinga.
bls.2
Samherji hyggst selja flaggskipið
til útlanda vegna taps á sjó-
mannaverkfallinu.
bls.2
—♦—
Sjómennirnir á Júlíusi Geirmunds-
syni settu íslandsmet.
bls.4
—♦—
Hve lengi stunda Vestfirðingar
sjó, spyr Ólafur Ragnar Gríms-
son.
bls. 8