Fréttablaðið - 13.06.2001, Blaðsíða 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
13. júní 2001 MIÐViKUDACUR
SVONA ERUM VIÐ
SAMANBURÐUR Á
LfFEYRISTÖKUALDRI OECD-RÍKJA
fslendingar eru nokkuð rosknir við byrjun
lífeyristöku ef miðað er við önnur OECD-
riki. Þrjú ár eru á milli okkar og Japana
sem eru í öðru sæti á listanum og 12 ár
eru I Belga, sem verða að teljast bráðungir
við upphaf lífeyristöku.
Eldsvoðinn í Strýtu:
Of snemmt
að fullyrða
nokkuð
rannsókn Daníel Snorrason, lögreglu-
fulltrúi á rannsóknardeild lögregl-
unnar á Akureyri, sagði í samtali við
Fréttablaðið í gær að rannsókn elds-
voðans í Strýtu á laugardagskvöld
væri enn í gangi. Því væri of snemmt
að fullyrða nokkuð um hvort kveikt
hefði verið í að yfirlögðu ráði eða
hvort aðrar ástæður væru fyrir brun-
anum.
„Það má segja að við séum í sömu
sporum og við vorum í á sunnudag",
segir Hjálmar Sigurþórsson, deildar-
stjóri tjónadeildar Tryggingamið-
stöðvarinnar sem fer með allar
tryggingar fyrir Samherja. „Það er
ljóst að tjónið hleypur á tugum millj-
óna króna en að svo stöddu er of
snemmt að ætla sér að gefa nákvæm-
ari tölur.“ Verkfræðingur á vegum
fyrirtækisins er að meta skemmdir á
húsnæði Strýtu og segir Hjálmar að
það megi búast við því að tölur um
flesta þætti þess tjóns liggi fyrir að
tveimur til þremur vikum liðnum.
Afurðir sem voru í húsnæðinu verða
hins vegar metnar á næstu dögum af
fulltrúum Strýtu og Tryggingamið-
stöðvarinnar. ■
—♦—
Reykjavík:
Naumur
meirihluti
Sjálfstæðis-
flokks
skoðanakönnun Sjálfstæðisflokkurinn
hefur naumt forskot á Reykjavíkur-
lista samkvæmt skoðanakönnun sem
Gallup hefur unnið fyrir Ríkissjón-
varpið. Samkvæmt könnuninni styðja
50,9% kjósenda í Reykjavík Sjálf-
stæðisflokkinn en 49,1% Reykjavík-
urlistann en munurinn á fylkingunum
tveimur er ekki marktækur. Þetta er í
fyrsta skipti í um það bil ár sem Sjálf-
stæðisflokkur mælist með meira
fylgi heldur en Reykjavíkurlistinn í
skoðanakönnunum. ■
Kína:
Grafarræningi
dæmdur til dauða
peking. ap. Kínverskur dómstóll hefur
dæmt leiðtoga grafarræningjagengis
til dauða fyrir að hafa sprengt sér
leið inn í 2000 ára gamalt grafhýsi.
Zhang Guohua og gengi hans notaði
dínamít, kúbein, reipi og fleiri áhöld
til þess að grafa sér leið inn í hýsið,
sem staðsett er í Mangshan sýslu.
Alls brutust þeir inn í fimm skipti í
júní- og júlímánuði árið 1996 og stálu
ýmsum verðmætum munum sem nú
hafa flestir komið í leitirnar. Gröfin
var áður hluti af eigum konunga Li-
ang-ættarinnar, sem uppi voru á ár-
unum 206 fyrir Krist til ársins 24.
Hinir meðlimir gengisins fengu
dóma frá 7 árum til lífstíðar. ■
Samsetning viðskiptahallans að breytast:
Ríkið tekur lán
en borgar ekki
viðskiptahalli Samkvæmt bráða-
birgðauppgjöri Seðlabanka íslands
tók hið opinbera erlend lán fyrir tæp-
an 1,5 milljarð króna á fyrsta árs-
fjórðungi þessa árs. Á sama tíma í
fyrra voru erlend Ián hins vegar grei-
dd fyrir um 2 milljarða króna.
Seðlabanki íslands hefur líka auk-
ið lántöku sína á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs og hefur fjármagnsinn-
flæði aukist töluvert sökum þessa.
Fyrstu fjóra mánuði ársins tók bank-
inn lán fyrir um 12 milljarða miðað
við tæpa 8 milljarða á sama tíma í
fyrra.
Viðskiptahallinn á þessu tímabili
er 15,6 milljarðar króna en var 12,6
milljarðar í fyrra. Fjármögnun hall-
ans er að breytast vegna þess að inn-
lánsstofnanir eru að bæta sína er-
lenda stöðu um 2,8 milljarða króna en
staða hins opinbera að veikjast. í
morgunkorni íslandsbanka i gær
segir að þetta sé gríðarlegur viðsnún-
ingur og endurspegli breyttar horfur
i' efnahagslífinu. ■
Háskóli Islands:
Vaka fagnar j
fjölskyldu-
stefnu
skólamál Mótun fjölskyldustefnu, er
markmið nefndar sem sett hefur ver-
ið á laggirnar við Háskóla íslands. Sí- ,
fellt fleiri nemendur við skólann eiga
börn eða eignast þau meðan á námi
stendur. Vaka, félag lýðræðissinn-
aðra stúdenta við Háskóla íslands
fagnar því að skólayfirvöld skuii
ætla að koma til móts við þarfir neii
enda með þessum hætti, því ýmsu
sem lýtur að timasetningum á
kennslustundum og prófum sé ábóta-
v'ant hvað þessa nemendur varðar. H
. * ’fe..
300.000 BÖRN HERMENN UM ALLAN HEIM
Á myndinni eru börn í hernum í Zaire, en fjölmörg börn eru hermenn í Afriku .
„Ódýrt og sveigjanlegt vinnuafl“
Börn allt niður í sjö ára gömul eru hermenn í 41 landi um heiminn. Börnin eru notuð til alls kyns starfa í her-
num, til bardaga fremst í víglínunni, til njósna og sprengjuleitar segir í nýrri skýrslu um málið.
jóhannesarborg. ap. „Þetta var mjög
slæmt. Þeir létu alla 15 og 16 ára
fremst í víglínuna á meðan herinn
var á undanhaldi. Ég var með 40 öðr-
um börnum. Ég barðist í sólarhring.
Þegar ég sá að eingöngu þrír vinir
mínir voru á lífi þá hljóp ég til baka,“
segir hinn 17 ára gamli Mohammad í
nýútkominni skýrslu um börn í her-
mennsku i heiminum. Mohammad,
sem er eþjópískur, var 15 ára þegar
hann var neyddur til að ganga í her-
inn í landi sínu.
Samkvæmt niðurstöðum skýrsl-
unnar eru meira en 300.000 börn, allt
niður í sjö ára gömul, hermenn í 41
landi um allan heim. Skýrslan var
unnið af samtökum sem berjast gegn
því að börn séu hermenn og kom út í
í gær. Auk þess að vera í fremstu víg-
línu þá eru börnin notuð í sprengju-
leit, sem njósnarar, burðarmenn og
kynlífsþrælar segir í skýrslunni.
Ríkisstjórnir halda áfram að ráða
börn í herinn vegna þeirra eigin-
leika sem börn hafa sem starfskraft-
ar „þau eru ódýrt vinnuafl, sveigjan-
leg og auðveldara er að láta þau
drepa hugsunarlaust og hlýða skil-
yrðislaust.“ Einnig kemur fram að
börnum séu oft gefin eiturlyf þannig
að þau séu síður hrædd við að berj-
ast.
Tbla barna sem eru hermenn hef-
ur haldist nokkuð stöðug undanfarin
ár. Löndum sem ráða börn hefur hins
vegar fjölgað.
Börnum í hermennsku hefur
fækkað í Mið-Austurlöndum og Suð-
ur-Ameríku en talið er að allt að
120.000 börn taki þátt í erjum í Afr-
íku. Asíulandið Myanmar er það land
þar sem flest börn eru í herþjónustu,
eða um 50.000.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti í fyrra áætlun þar
sem lönd eru hvött til að koma í veg
fyrir að hersveitir skipaðar fólki
yngra en 18. ára taki þátt í átökum.
79 lönd hafa skrifað undir ályktun-
ina, en einungið sex fylgt henni eft-
ir. ■
Öll met slegin
Togarinn Júlíus Geirmundsson ÍS fiskar 600 tonn.
Hásetahlutur rúmlega ein og hálf milljón.
Elstu menn muna ekki til þess að nokkur hafi
fiskað meira í einum túr.
aflamet Hvað getur maður gert fyrir
1.6 milljón? Þetta er spurning sem
hásetamir á frystitogaranum Júlíusi
Geirmundssyni ÍS eru væntanlega að
velta fyrir sér þessa dagana, en á
laugardaginn landaði togarinn 600
tonnum af grálúðu í ísafjarðarhöfn.
Meira hefur ekki náðst á land í einum
túr svo lengi sem elstu menn muna.
Sverrir Pétursson er útgerðarstjóri
hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvör á Isa-
firði.
„Aflaverðmæti togarans er vænt-
anlega um 162 milljónir króna og þá
er hásetahluturinn eitt prósent af
því. Þann 16. maí hélt togarinn á mið-
inn og síðan létti hann á sér þann 28.
maí í Reykjavík. Hann var svo al-
kominn í land á laugardaginn sl. fyr-
ir sjómannadaginn,“ sagði Sverrir.
Hann bætti því við að hljóðið í mönn-
unum væri gott og alla hlakkaði mik-
ið til þess að komast aftur á miðin í
kvöld. Togarinn hefur verið á veiðum
á svokölluðu Hampiðjutorgi um 80
sjómílur vestur af Látrabjargi og
býst Sverrir við því að þangað verði
stefnan tekin aftur í kvöld.
„Þarna hjálpast allt að: góðir
menn, gott veður, gott skip, góður
skipstjóri og góð veiði. Eins er fisk-
verð í dag mjög hagstætt og það eyk-
ur hásetahlutinn umtalsvert. Þetta er
bara eins og best verður á kosið og
vonandi verður næsti túr eins góður -
án þess að verið sé að lofa neinu.“
Hraðfrystihúsið Gunnvör er með
níu skip á sínum snærum og er Júlíus
Geirmundsson ÍS stærst þeirra eða
1402 brúttótonn.
omarr@frettabladid.is
FRÆKNIR VORU FÍRAR
Ekki þykir óllklegt að þeir f/rar sem sækja
sjóinn með Júllusi Geirmundssyni Is séu
kampakátir núna með hásetahlutinn. Bet-
ur fór þó hjá þeim en fírunum I kvæðinu
hans Reimars skálds, þvl allir komust heilu
og höldnu I land - með 1.6 milljón I
rassvasanum!