Fréttablaðið - 13.06.2001, Síða 6
FRÉTTABLAÐIÐ
13. júní 2001 MiÐVIXUDACUR
SPURNINC DACSINS £
Hvað fínnst þér um aftöku
Timothy Mcveigh?
„Hún er réttlætanleg, bæðí vegna þess að
hann hefur unnið fyrir henni og svo er hún
í samræmi við niðurstöðu dóms og laga í
viðkomandi fylki"
Sæmundur Elíasson er 23 ára gamall og er að
Ijúka verkfræðinámi frá Háskóla íslands.
Hann var tilnefndur til nýsköpunarverðlauna
forseta íslands 2001.
Athugasemd:
Ráðherra,
steinbítur
og netaveiðar
athucasemd í viótali viö Árna M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra í
blaðinu í gær gætti lítilsháttar mis-
skilnings. Þegar ráðherra var spurð-
ur hvort til standi að stjórna stein-
bítsveiðum, svaraði hann að svo yrði.
Ráðherra nefndi nokkrar færar leiðir
til að stjórna veiðum almennt og þar
á meðal möskvastærð neta og trossu-
fjölda. Hægt er að lesa fréttina þan-
nig að halda mætti að ráðherra hafi
talið að steinbítur væri veiddur í net.
Svo var ekki, heldur var hann að lýsa
veiðistjórnun almennt. Fréttablaðinu
þykir leitt að þetta hafi valdið mis-
skilningi. ■
—♦—
Evrópsk flugfélög:
Farþegum
fækkar
brussel. belcíu. ap. Farþegum hjá 29
stærstu flugfélögum Evrópu hefur
fækkað á þessu ári. Alls hefur
ferðalöngum fækkað um 0,2% frá
síðastliðnu ári, en ef tekið er mið af
þeim sem ferðast til Norður-Amer-
íku, þá hefur þeim fækkað um
4,1%. Einnig hefur fækkað í ferðum
til Asíu og Ástralíu, eða um 4,9%.
Kemur þetta fram í tilkynningu frá
sambandi evrópskra flugfélaga
(AEA). Ferðir til Evrópu hafa á hinn
bóginn aukist um 6,5% á tímabilinu.
Helstu ástæður fækkunar farþega
til N-Ameríku má rekja til þess að
hægt hefur á bandaríska hagkerf-
inu sem hefur þýtt að færri ferðast
þaðan til Evrópu. Gin- og klaufa-
veikin í Bretlandi og annars staðar í
Evrópu hefur einnig haft sín áhrif á
ferðamenn.
Á meðal hinna 29 meðlima í
AEA eru British Airways, Swissa-
ir, KLM og Lufthansa. ■
Islenskri barnamynd
dreift víða:
Ikingut
gengur vel
kvikmynpir Dreifing á íslensku barna-
myndinni Ikingut eftir Gísla Snæ Er-
lingsson gengur afar vel erlendis, en
íslenska kvikmyndasamsteypan
framleiddi myndina í samvinnu við
Filmhuset í Noregi og Zentropa í
Danmörku. Alþjóðlega dreifingarfyr-
irtækið LaFete í Kanada annast al-
heimsdreifingu myndarinnar, en ný-
lega hefur verið gengið frá samning-
um um dreifingu víðsvegar um Evr-
ópu og Asíu. Hún var valin besta
myndin á alþjóðlegum barnamynda-
hátíðum í Montreal og í Ale Kino í
Póllandi. Myndin er þessa dagana í
sýningum á alþjóðlegri kvikmynda-
hátíð í Sjanghæ. ■
Stóru útgerðimar um frjálsar veiðar á steinbít:
Akvörðun ráðherra óheppileg
sjávarútvegur „Það var mjög óheppi-
legt hjá ráðherra að fara þessa leið
bæði út af fordæminu og ég held líka
að við eigum eftir að sjá mikla ásókn
línubáta í þessa tegund,“ segir Guð-
brandur Sigurðsson framkvæmda-
stjóri Útgerðarfélags Akureyrar um
ákvörðun sjávarútvegsráðherra að
gefa veiðar á steinbít frjálsar.
Hann segir það hafa sýnt sig
hingað til að takmörkun veiða með
kvóta skili mestum verðmætum.
Með því að gefa veiðar frjálsar kepp-
ast allir við að veiða aflann með öllu
óhagræði sem því fylgir auk þess
sem stofninn þolir illa mikla veiði.
ÓHEPPILEG LEIÐ
Ásókn línubáta í
steinbít á eftir að
aukast mikið. Það
sem sjávarútveginn
vantar er meiri
stöðugleika segir
Guðbrandur.
REKSTURINN
ÓBREYTTUR
„Þessi ákvörðun er
bara pólitísk, en
hvort þetta er skyn-
samlegt skal ég
ekki tjá mig um,“
segir Sturlaugur.
Bush ræðir
Kyoto í
Gautaborg
Búist við hörðum mótmælum umhverfisverndarsinna.
Astralir vilja hunsa samninginn.
washington. ap. Margot Wallstroem,
umhverfisstjóri hjá ESB, segist
þess fullviss að aðildarríki sam-
bandsins geti virt Kyoto-samning-
inn án þess að setja hömlur á evr-
ópskan efnahag. Leiðtogar ESB
munu hitta Bush, Bandaríkjafor-
seta, á morgun á ESB-ráðstefnu í
Gautaborg þar sem Kyoto-málin
verða m.a. rædd. Ríkisstjórn Bush
hafnaði sem kunnugt er Kyoto-sam-
komulaginu í mars vegna þess að
hún skaðaði efnahagslega hags-
muni Bandaríkjanna. Hefur hann af
þessum sökum verið harðlega
gagnrýndur af leiðtogum Evrópu-
ríkja. „Við gerum okkur grein fyrir
ábyrgð okkar um að draga úr eitur-
gufum sem hleypt er í andrúmsloft-
ið, „ sagði Bush áður en hann hélt af
stað í opinbera sólarhringslanga
heimsókn sína til Spánar. „En við
gerum okkur líka grein fyrir hinni
hlið málsins, sem er sú að hin lönd
heimsins hleypa 80% allra gasteg-
unda út í andrúmsloftið og mikill
hluti þeirra kemur frá þróunarlönd-
unum.“ Þar vísaði hann til þess að
lönd eins og Indland og Kína eru
undanskilin samningnum. Ástralir
virðast vera á svipuðum meiði og
Bandaríkjamenn og hefur ríkis-
stjórn Ástralíu hvatt þjóðir heims-
ins til þess að hunsa Kyoto-samn-
inginn og semja upp á nýtt í næsta
mánuði á alþjóðlegri ráðstefnu í
Bonn í Þýskalandi þar sem um-
hverfismálin verða rædd nánar.
Kyoto-samningurinn kveður á
um að samningsaðilar verði búnir
að draga úr gróðurhúsaáhrifum um
að meðaltali 5,2% fyrir árið 2012 og
hefur Evrópusambandið sagst ætla
að draga úr gróðurhúsaáhrifum um
alls 8% á þessu tímabili.
Við komu Bush til Spánar í gær
mátti sjá borða þar sem mótmæl-
endur gagnrýna harðlega um-
hverfisstefnu Bandaríkjanna auk
þess sem andstæðingar dauðarefs-
inga hafa undanfarið Iátið mikið
fyrir sér fara. Búist er við um 10-
25 þúsund mótmælendum í Gauta-
borg á morgun og er viðbúnaður
þar í landi mikill vegna fundar-
ins. ■
„Það sem þessa grein skortir er
meiri stöðugleiki," segir Guðbrand-
ur. „Fáar greinar eru jafn óstöðugar
og sjávarútvegurinn. Það er ekki á
bætandi að stjórnvaldsaðgerðir auki
á óstöðugleikann."
Sturlaugur Sturlaugsson, aðstoð-
ar framkvæmdastjóri Haraldar
Böðvarssonar, segir ákvörðun sjáv-
arútvegsráðherra ekki hafa mikil
áhrif á rekstur HB. „Þessi ákvörðun
er bara pólitísk, en hvort þetta er
skynsamlegt skal ég ekki tjá mig
um.“
Sturlaugur telur þetta leiða af sér
auknar veiðar á steinbít og án efa
verði stjórnvöld að takmarka heild-
armagnið á einhverjum tímapunkti.
Hann segir það ekkert nýtt að
sjávarútvegur þurfi að búa við póli-
tíska óvissu og menn viti vel af því.
„Menn vona bara að þeir sem taka
ákvarðanir til framtíðar geri það að
einhverri skynsemi," segir Sturlaug-
ur.
Með ákvörðun ráðherra um
frjálsar veiðar verður aflahlutdeild
sjávarútvegsfyrirtækja í steinbít
verðlaus. Árni M. Mathiesen segist
ekki sjá að þeir, sem nýverið hafa
fjárfest í steinbítskvóta, eigi rétt á
skaðabótum frá ríkinu. ■
STÖÐVUM BUSH!
Mótmælandi dauðarefsinga í Bandarikjum fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna
í Madrid á Spáni. Eins og sjá má heldur stúlkan í annarri hendi á skilti þar sem á stendur
að stöðva eigi Bush, en í hinni hendi á gosdós merkta bandaríska
gosdrykkjaframleiðandanum Coka Cola.
íslensk erfðagreining gerir samning:
Gigtarrannsóknir með dönsku fyrirtæki
erfðaefni. „Ég er þess fullviss að próf
sem byggjast á greiningu á DNÁ og
RNA, á borð við þau sem við hyggj-
umst þróa ásamt Genmab, verði kjarn-
inn í næstu kynslóð meðferðarúrræða
við liðagigt og fleiri sjúkdómum, þar
sem hægt verður að ganga úr skugga
um það fyrirfram að lyfjagjöf sé rétt,
án þess að menn þurfi að prófa sig
áfram,“ segir Kári Stefánsson, for-
stjóri íslenskrar erfðagreiningar, en
fyrirtækið tilkynnti í gær samstarf við
danska lyfjafyrirtækið Genmab um
rannsóknir á liðagigt. ÍE mun reyna að
þróa erfðafræðilegar aðferðir til að
spá fyrir um virkni liðagigtarlyfja
Genmab á mismunandi einstaklinga.
Segir í yfirlýsingunni að slíkar aðferð-
ir til sundurgreiningar sjúklinga verði
„mikilvægar í framtíðinni þegar lyfja-
meðferð verður sniðin að þörfum
hvers sjúklings.“
Genmab mun borga ÍE fyrir rann-
sóknirnar og segir einnig í yfirlýsing-
unni að mögulegt sé að ÍE fái hlutdeild
í hagnaði fari svo að rannsóknirnar
skili árangri. ÍE hyggst rannsaka bæði
íslenska og erlenda sjúklinga til grein-
ingar á mögulegum erfðaþáttum sem
sagt geta fyrir um lyfjasvörunina. ■