Fréttablaðið - 13.06.2001, Side 10
f
10
FRÉTTABLAÐIÐ
13. júní 2001 MIÐVIKUDAGUR
IlögreglufréttirI
Tveir bflaárekstrar urðu í gærmorg-
un í Hafnarfirði að sögn lögregl-
unnar þar. Annar áreksturinn varð á
Álftarnesveginum og hinn við Hafnar-
fjarðarbrúna. í báðum tilvikum þurfti
fólk að leita sér læknisaðstoðar en
meiðsl eru ekki talin alvarleg.
Brotist var inn í Gullsmíðaverk-
stæði Guðmundar á Laugavegin-
um á fimmta tímanum í gærmorgun.
Sýningarkassi var brotinn upp og það-
an stolið armböndum og hálsmenum
að verðmæti um 800 þúsund krónur.
Nágrannar verkstæðisins urðu varir
við mannaferðir þegar þjófarvarnar-
kerfi fór í gang og tilkynntu lögregl-
unni. Jafnframt sáu þeir til manna-
ferða og að sögn lögreglunnar er nú
verið að vinna úr þeim upplýsingum
og málið því enn í rannsókn.
Ástralía:
Ekki gott að gefa
villihundum að éta!
brisbane. ÁSTRALÍA. flp. Túristar sem
heimsækja vinsælt útivistarsvæði á
ástralskri eyju, þurfa nú að hugsa sig
tvisvar um áður en þeir ákveða að
gefa villtum hundum að borða. Sjáist
til þeirra mega þeir eiga von á að
verða reknir burt frá eyjunni og
þurfa að borga þungar sektir fyrir
uppátækið, en þessar hörðu aðgerðir
yfirvalda þar í landi eru til þess falln-
ar að vernda gesti eyjarinnar. Ástæð-
an er sú að nýlega lést 9 ára gamall
drengur og bróðir hans særðist illa
þegar tveir villihundar réðust á þá á
Fraser eyju við austurströnd Ástral-
íu í aprílmánuði, eftir að þeir reyndu
að gefa villihundum mat. Ákveðið
hefur verið að ráða fjóra nýja verði
til að fylgjast með að allt fari rétt
fram og til að sjá til þess að enginn
gefi villihundum að éta. Þeir sem
hins vegar brjóta reglurnar þurfa að
borga þungar sektir upp á rúmar 100
þúsund krónur ásamt því að verða
reknir burt af eyjunni. ■
ERLENT
Innanríkisráðherra Finna, Ville
Itala, var á laugardag kosinn for-
maður finnska íhaldsflokksins.
Hann tekur við embættinu af Sauli
Niinistö, fjármálaráðherra Finn-
lands, en Niinistö hefur verið for-
maður flokksins í sjö ár.
28 ára gamall kennari lét lífið í
Malatya í Tyrklandi þegar
sprengja sem komið hafði verið fyr-
ir í ruslapoka fyrir utan heimili hans
sprakk. Maðurinn, sem býr í fjölbýl-
ishúsi, hafði tekið pokann upp til að
færa hann frá innganginum að hús-
inu þegar sprengjan sprakk í loft
upp. Að sögn tyrknesku lögreglunn-
ar var þetta rörasprengja, en enn er
ekki vitað hver kom sprengjunni
fyrir.
Ný vara:
Godzilla kjöt á
markað í Japan
tokyo. ap. Þekktasta skrímsli Japana,
Godzilla, er nú á leið í búðir þar í
landi sem dósamatur. „Godzilla kjöt“,
heitir varan, sem í raun er 100
grömm af léttsöltuðu nautakjöti frá
japanska leikfangaframleiðandand-
um Takara Co., pökkuðu í dós með
myndum af risaeðlunni ógnarlegu,
sem fyrst kom fram í japanskri kvik-
mynd á sjötta áratugnum. „Fólk get-
ur nú borðað Godzilla og orðið stút-
fullt af orku og lífsgleði, alveg eins
og gerðist með Stjána bláa og spínat-
ið hans,“ segir talsmaður nýju vör-
unnar. Einnig er að koma á markað í
Japan með haustinu, Godzilla egg,
þar sem hægt er að gæða sér á um 15
niðursoðnum kornhænueggjum. ■
Ógnvænlegt að forseti
leggi blessun yfir aftöku
Félagar í íslandsdeild Amnesty International bregdast við mannréttindabrotum. Berjast gegn dauðarefsingum.
MANNRÉTTiNÐflMÁL „Við gerum ekkert
sérstaklega meira úr þessu máli en
öðrum, en við berjumst áfram gegn
A dauðarefsingum í
sjálfu sér, sama hver
á í hlut og hver ber
ábyrgð á aftökunni“,
segir Jóhanna K.
Eyjólfsdóttir fram-
kvæmdastjóri ís-
landsdeildar Am-
nesty International
um aftöku Timothy
McVeigh. Eins og
fram kemur hjá al-
þjóðasamtökum Am-
nesty er það að sjálf-
sögðu alvarlegt að
árlega fari fram
margar aftökur í
Þegar fréttir
berast af
mannréttinda-
brotum á
borð við af-
tökur eða
pyndingar eru
félögum is-
landsdeildar-
innar sendar
aðgerðabeiðn-
ir sem flokkast
undir neyðar-
kall.
—#—
JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR
Framkvæmdastjóri Islandsdeildar Amnesty
International.
hinum ýmsu ríkjum Bandaríkjanna
og víðar um heim. Hinsvegar sé það
sérlega ógnvænlegt við þessa aftöku
að það er alríkisdómstóllinn í Banda-
ríkjunum og forseti Bandaríkjanna
George Bush sem leggur blessun
sína yfir slíkan atburð, en slíkt hefur
ekki gerst þar síðan 1963. Jóhanna
segir að nú beinist sjónir manna að
þeim 20 alríkisföngum sem eftir eru
og óttast sé að þeir verði teknir af
lífi. Næsta skref sé að bregðast við
og reyna að koma í veg fyrir yfirvof-
andi aftöku Juan Raul Garza, en al-
ríkisdómstóll Bandaríkjanna hefur
dæmt hann til dauða í Indiana 19. júní
n.k. Fordæming íslandsdeildarinnar
fer fram á ýmsan hátt, segir Jóhanna.
„Dauðarefsingamálin í Bandaríkjun-
um eru meðhöndluð hjá okkur fyrst
og fremst innan svokallaðs skyndiað-
gerðanets, sem um 100 af 2000 félög-
um erú þátttakendur í.“
Þegar fréttir berast af mannrétt-
indabrotum á borð við aftökur eða
pyndingar, eru þessum félögum ís-
landsdeildarinnar, eins og félögum
um allan heim, sendar aðgerðabeiðn-
ir, sem eins og í tilfelli alríkisfanga
Bandaríkjanna flokkast undir neyð-
arkall. Þess er þá farið á leit við þá
sem virkir eru í bréfaskriftum, að
þeir sendi stjórnvöldum í viðkom-
andi landi bréf, þar sem farið er fram
á að tiltekið mannréttindabrot verði
ekki að veruleika. Þetta hafa félagar
í Amnesty International verið að
gera um allan heim á degi hverjum,
sagði Jóhanna. ■
I
Múrblöndur
fyrir sprautu-
og dæluvélar.
Hagkvæmt að velja og nota
liMÉ IgS Mft iwJ 1""*^
Sandur Imúr framleiðir margar gerðir múrblandna fyrir sprautu- og dæluvélar meðal
innimúr, rappmúr, trefjamúr, áferðamúr og nokkrar gerðir af flotmúr til gólfílagna.
annars: Utimúr,
sanDuriruuR
Tæknilegar upplýsingar eru á
www.sandurimur.is
Viðarhöfði 1,110 Reykjavík.
Sími: 567 35 55 • Myndsendir: 567 35 42 • www.sandurimur.is
Vörurnar fró Sandi ímúr fúst í öllum helstu byggingavöruverslunum
Nokkrir særðust lítillega:
Sprengja
sprakk í bíl
spánn. ap Nokkrir særðust lítillega
þegar að sprengja sprakk í bifreið í
borginni Logrono á Norður-Spáni í
gærmorgun. Sprengjan sprakk 45
mínútum eftir að lögreglan fékk sím-
tal þar sem sagt var frá því að
sprengja myndi springa í borginni.
Sprengjunni hafði verið komið fyrir í
hvítri Fiat-bifreið sem stóð við skrif-
stofubyggingu í borginni. Rúður í
nærliggjandi byggingum og bílum
sprungu þegar sprengjan sprakk og
særðust nokkrir íbúar á svæðinu lítil-
lega. Lögreglan innsiglaði svæðið og
er unnið að rannsókn málsins. Talið
er fullvíst að ETA, aðskilnaðarsam-
tök Baska, hafi staðið að sprengjutil-
ræðinu. ■
Framkvæmdastjóri Heil-
brigðisstofnunarinnar á
Siglufirði:
Konráð
Karl ráðinn
heilbrigðismál Jón Kristjánsson, heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra,
skipaði Konráð Karl Baldvinsson
framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofn-
unarinnar á Siglufirði, frá 1. júlí og
til næstu fimm ára, eins og stjórn
Heilbrigðisstofnunarmnar hafði lagt
til. Mat nefndar sem fjallaði um hæfi
umsækjenda var að tveir af fimm
umsækjendum uppfylltu tiltekin skil-
yrði um menntun og reynslu í rekstri
og stjórnun. Þrír af átta umsækjend-
um höfðu áður dregið umsóknir sínar
til baka. ■
ii