Fréttablaðið - 13.06.2001, Page 11

Fréttablaðið - 13.06.2001, Page 11
IVIIÐVMiUPAGUR 13. júnf 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Aukin innbrot í íbúðarhús yfir sumartímann: „Nágrannavarsla er ódýrasta og öruggasta þj ófavarnarkerfið ‘ ‘ Nokia: Afkomuvið- vörun helsinki. ap. Nokia sendi frá sér af- komuviðvörun í gaer. Samkvæmt henni verður hagnaður á öðrum árs- fjórðungi helmingi minni en spáð hafði verið, eða innan við 10%. Hluta- bréf í fyrirtækinu féllu um 20% í verði í kjölfar tilkynningarinnar. „Undanfarið hafa markaðsskil- yrði versnað meira en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir,“ segir í yfirlýsingu framkvæmdastjóra Nokia, Jorma Ollia. Nokia er stærsti framleiðandi farsíma í heiminum. Hlutur þeirra hefur aukist að því er kom fram í yf- irlýsingunni en farsímamarkaðurinn mun vaxa lítið í ár miðað við í fyrra að því er segir þar. ■ forvarnir „Nágrannavarsla er ódýrasta og öruggasta þjófavarnar- kerfið fyrir fólk sem ætlar í ferða- lög,“ sagði Jón Ólafssonar, deildar- stjóri Sambands íslenskra trygging- arfélaga, aðspurður um hver væri helsta forvörnin gegn þjófnaði í íbúð- arhús yfir sumartímann. „Fólk ætti að kappkosta við að vera í góðu sam- bandi við nágranna sína og gæta að eigum hvors annars þegar farið er í fríið." Lögreglan og Samband íslenskra tryggingarfélaga hafa tekið höndum saman um að vekja fólk til umhugs- unar um hvað hægt sé að gera til að tryggja að ekki sé brotist inn hjá því þegar það skreppur í sumarleyfi en að sögn Jóns hafa þessir tveir sam- starfsaðilar orðið varir við aukna tíðni tilrauna til þjófnaðar um þetta leyti. Jón sagði að fólk ætti að gæta sín á því að skilja húsið eftir þannig að ekki sé hægt að lesa utan á því að engin sé heima. Þetta er hægt að gera með ýmsu móti m.a. að láta tæma póstkassann, nota ruslatunnuna, slá grasflötina og jafnvel kveikja ljós eða nota sjálfvirka ljósarofa. Einnig á fólk að gæta sín á því að láta sím- svara ekki upplýsa að fólk sé að heiman og jafnframt að ganga tryggilega frá gluggum og dyrum og athuga að allur læsingabúnaður sé í lagi. Tjón af völdum vatns og raf- magns fjölgar einnig um þetta leyti árs vegna ófullnægjandi frágangs. Mælt er með því að fólk loki fyrir vatn að þvottavél og uppþvottavél, gæti að hvort sírennsli sé í blöndun- artækjum og að niðurföll séu í lagi. Einnig er ráð að taka raftæki úr sam- bandi. ■ Ætlar sér að vinna traust Evrópuþjóða Fyrsta ferð Bush til Evrópu. Mun ræða mikilvægi eldflaugavarnakerfis og stækkun NATO. madrid. spáni, ap. Við komu sína til Spánar í gær lagði Bush áherslu á mikilvægi eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna, stuðning landsins við stækkun NATO til austurs og að þrátt fyrir spennu á milli Evrópu og Bandaríkjanna undanfarið, væru bandarísk stjórnvöld vinur sem hægt væri að treysta á. Á Spáni hitti Bush Juan Carlos, konung landsins og Soffiu drottningu. Síðan átti hann tal við Jose Maria Aznar, forsætisráð- herra auk þess sem hann heilsaði upp á starfsfólk bandaríska sendiráðsins í Madrid. f sjónvarpsviðtali reyndi Bush að sýna færi sína í spænsku, en tókst ekki allt of vel upp. Bar hann nafn Aznar, forsætisráðherra Spánar, fram sem Anzar, auk þess sem mál- fræði og framburður var ekki upp á marga fiska. „Ég þarf að æfa mig að- eins betur í þessu fallega tungumáli,“ sagði Bush til afsökunar. í dag mun forsetinn hitta aðildar- þjóðir NATO í Brussel í Belgíu. Við komu sína til Spánar talaði Bush um að Bandaríkin styddu NATO dyggi- lega, en sagði hins vegar að engin þjóð ætti að hafa neitunarvald um stækkun sambandsins. Bush mun á fundinum einnig ræða stöðu mála á Balkanskaganum þar sem hann mun tala fyrir áframhaldandi friði. Þetta er fyrsta ferð Bush til Evr- ópu frá því hann tók við forsetaemb- ættinu. Eftir fundinn í Brussel mun forsetinn á morgun halda til Gauta- borgar á fund með Evrópusamband- inu og þvínæst heimsækir hann Var- sjá í Póllandi. Á laugardag fer forsetinn síðan til Slóveníu þar sem hann mun hitta Vladimir Putin, forseta Rússlands, í fyrsta sinn. Þar mun Bush reyna að stríðsins um að Rússland og Banda- ríkin eigi að stefna í sameiningu að eyðingu allra varnakerfa til að tryg- gja frið í heiminum," sagði Bush við komu sína til Spánar. „Ymsar ógnir steðja að okkur, aðallega líffræðileg- ar, efnafræðilegar og úr heimi upp- lýsingatækninnar." „En okkur er líka ógnað úr annarri átt,“ sagði Bush, sannfæra hann um mikilvægi eld- flaugavarnakerfis í Bandaríkjunum og að samningur á milli þjóðanna frá 1972 sem kveður á um bann við eld- flaugavörnum sé úreltur og hamli frekari þróun varnarkerfa sem stuðli að því að gera heiminn örugg- ari. „Við eigum að setja til hliðar hugarfar okkar frá dögum kalda KOMIN TIL EVRÓPU Bush og kona hans Laura veifa til almenn- ings við komu sína til Spánar. „og það er sú staðreynd að nú geta sumar þjóðir beint eldflaugum að Bandaríkjunum semog öðrum Evr- ópuþjóðum og þ.a.l. haldið okkur í gíslingu.“ ■ í HNAPPHELDUNA Þessi ógurlegi apamaður er á leiðinni í hnapphelduna þann 16. júni n.k. Áður en apamaðurinn fær að gifta sig verður hann þó að leysa nokkrar þrautir sem félagar hans leggja fyrir hann. Ein þeirra var að klæðast hjólabuxum og pungbindi einum fata og hlaupa niður Laugaveginn. Vinir hans brugðust honum ekki og hvöttu hann til dáða i jeppabifreið sem fylgdi honum eftír. Fréttablaðið óskar apamann- inum og konu hans að sjálfsögðu innilega til hamingju. Indónesía: Suharto veikur iakarta. ap. Fyrrum einræðisherra Indónesíu, Suharto, veiktist alvar- lega í gær. Suharto réði ríkjum í Indónesíu í 32 ár og hefur verið sak- aður um gríðarlega mikla spillingu í valdatíð sinni. Læknar hans sögðu ástand hans í fyrstu alvarlegt en síð- ar í gærdag var hann á batavegi. Suharto var neyddur frá völdum 1998. Ilann hefur verið sakaður um að hafa dregið að sér milljónir. Hann hefur notað bágt heilsufar sitt sem röksemd gegn því að hann mæti fyr- ir rétt og svari til saka fyrir gjörðir sfnar. ■ Evrópusambandið: ESB samþykkir lög gegn barnaklámi STRASBQRG. FRAKKLANDI, AP. StjÓm Evr- ópusambandsins hefur samþykkt með miklum meirihluta ný lög gegn barnaklámi, en barnaklám hefur und- anfarin misseri verið að vaxa sem iðnaður í Evrópu. Lögin, sem sam- þykkt voru með 446 atkvæðum gegn 16, kveða á um stóraukið samstarf Evrópuþjóða gegn kynferðislegri misnotkun á börnum. Samkvæmt lög- unum mega dómar gegn þeim sem misnota börn undir 16 ára aldri ekki vera lægri en átta ár. Enn eiga aðild- arríki ESB eftir að samþykkja lögin, sem eftir það munu vera notuð sem fordæmi fyrir dóma gegn þessum al- varlega glæp. ■ Nú hægir á í upplýsingageiranum Öflugt fyrirtæki verður til við sameiningu Aco og Tæknivals. Störfum fækkar um sjötíu. ÁRNI SIGFÚSSON FORSTJÓRI TÆKNIVALS OG BJARNI ÁKASON FRAMKVÆMDASTJÓRI ACO Áætlað er að við sameininguna fækki starfsfólki um 70 manns. Ekki er Ijóst hvort Árni og Bjarni stjórna hinu sameinaða fyrirtæki; saman eða annar hvor. viÐSKiPTi Tæknival og Aco eru að sameinast. Nefnd sem skipuð var af stjórnum beggja fyrirtækja leggur til að félögin verði samein- uð. Frosti Bergsson aðaleigandi Opinna kerfa sem eiga fjórðungs hlut í Aco og þriðjung í Tæknivali segir menn vera að bregðast við breyttum aðstæðum. „Það hefur hægt á fjárfestingu í tölvugeiran- um og við teljum að með þessu verði auðveldara að reka arðbært fyrirtæki." Frosti segir að ekki sé mikil skörun þessara tveggja fyrir- tækja við Opin kerfi, en ekki verði komist hjá því að fyrirtæk- in keppi á einhverju sviði. „Tæknival er með BT tölvur og heimilismarkað- inn og Aco með prentiðnaðinn. Það er samt aldrei hægt að koma í veg fyrir einhverja samkeppni sjálfstæðra fyrirtækja.“ Stefnt er að því að auka hlutafé Tæknivals sem síðan mun kaupa Aco. Þetta mun vera spurning um aðferð- ir, en Árni Sigfússon forstjóri Tækni- vals segir að fyrirtækin verði sameinuð á jafnréttisgrunni. Um 270 manns störfuðu samanlagt hjá fyrirtækjunum um áramót, en áætlaður starfsmannafjöldi sam- einaðs fyrirtækis verður 200 manns. Árni segir að hluti fækk- unarinnar sé þegar komin fram, þar sem ekki hafi verið ráðið í stöður sem hafa losnað frá ára- mótum, en vildi ekki tjá sig að öðru leyti um ákvarðanir í kjölfar sameiningarinnar. Ljóst er að ein- hver fækkun starfsfólks mun fyl- gja í kjölfarið. Áætluð velta sam- einaðs félags er um sjö milljarðar og áætlað markaðsvirði þessara tveggja félaga er um tveir milljarðar samkvæmt verðmati íslandsbanka í maí og er hlutur Tæknivals sam- kvæmt sama mati um 70% í samein- ingunni. ■ u Við smíðum fyrir þig % allt sem smíöa þarf! Garöpalla, uppsetning innréttinga og margt fleira, hringdu og fóöu aö vita meira ? síma: 689-7919 Jón eða 866-9903 Hákon FB-MYND: ÓMAR R.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.