Fréttablaðið - 13.06.2001, Síða 12

Fréttablaðið - 13.06.2001, Síða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 13. júní 2001 IVIIDVIKUDAGUR Björn Guðjónsson, grásleppukarl: Útgerð leggist af á Ægisíðu Leikskólastj órar: Hvetja til samninga KJARADEIIA ÞRQ3KAÞJÁLFA LeíkskÓla- stjórar hjá Leikskólum Reykjavíkur funduðu í Gerðubergi í gær um stöð- una í kjaradeilu Reykjavíkurborgar og þroskaþjálfafélags íslands og samþykktu þar ályktun þar sem samningsaðilar eru hvattir til að ganga þegar til samninga. fályktuninni segir að neikvæðra áhrifa nærri fjögurra vikna verkfalls þroskaþjálfa sé farið að gæta í mörg- um leikskólum borgarinnar. Leik- skólar hafi skert þjónustu hvoru tveggja við fötluð og ófötluð börn og því fái börn með sérþarfir fá ekki þjónustu við hæfi. ■ fólk Útgerð hefur verið frá Ægisíð- unni frá því elstu menn muna þangað til fyrir skemmstu. Björn Guðjóns- son er einn sá síðasti sem gert hefur þaðan út og var hann spurður út í framtíð útgerðar á þessu svæði: „Ég er orðinn eins og síðasti móhíkaninn og reikna fastlega með því að þegar ég hætti sjómennsku leggist starf- semin á Ægisíðunni niður.“ Björn sagði þægilegra fyrir menn að koma að bryggju og bátana mikið hafa breyst. Björn hefur ekki getað stundað sjóinn í u.þ.b. eitt og hálft ár vegna aðgerða á fótum. Hann sagðist þó ekki hugsa um annað en að komast aftur út á sjó og væri ekki búinn að gefa það upp á bátinn. „Ég er fæddur og uppalinn við Ægisíðuna, eins var með hann föður minn en afi keypti jörðina á sínum tíma en hann var ætt- aður frá Nesjavöllum í Grafningi. Ég byrjaði þegar ég var krakki að hlunna fyrir kallana þegar þeir voru að setja. Maður er búinn að vera hérna alla tíð og hefur þetta í blóð- inu.“ Aðspurður um stöðu mála á grá- sleppuveiðum sagði Björn stundum vera hringt í sig og að menn væru að kvarta undan dræmri veiði og lágu verði. „Margir hafa hætt grásleppu- veiðum vegna lágs verðs en það er lágmark að menn haldi tímakaupi," sagði Björn að lokum og má geta þess að hann heldur upp á áttræðisafmæli sitt í lok nóvember. ■ SÍÐASTI MÓHÍKANINN „Bátar í dag eru hraðskreiðir og hafa mikið breyst. Liggur við að menn skaki sér út í sparifötunum og það tekur þá ekki nema nokkrar minútur að hendast út á miðið en tók mig kannski klukkutíma hér áður fyrr." Upplýsingar í síma: 562 6500 eða 690 1441. Gott tíðarfar: Astralía: Fuglar herma eftir farsímum canberra. AstralIu. ap. Hávaðinn úr hringjandi farsímum er orðinn það mikill í Ástraliu að fuglar herma eftir hljóðunum sem hluta af mökunar- og svæðasöngvum sínum. Þetta er haft eftir fuglafræðingnum Greg Czechura. í Ástralíu lifa sex tegundir af svokölluðum „hermifuglum," sem herma eftir hljóðum í náttúrunni, sér- staklega hljóðum frá öðrum fuglum. Á síðustu árum hafa fuglarnir í auknum mæli hermt eftir tíðum símhringing- um, enda er Ástralía með einn mesta fjölda síma á mann heiminum miðað við höfðatölu. „Þessi tilfelli eiga sér- staklega við um opin svæði í manna- byggðum eins og svæði fyrir lautar- ferðir og þjóðgarða," segir Czechura. Lýrufuglinn, sem talinn er mesti „hermifugl“ í heimi, hermir eftir fleiru en farsímahringingum. Heyrst hefur til hans herma eftir smellum í myndavélum, suði í vélsögum og meira að segja hávaða frá mótorhjól- um. ■ Óttast fj ölgun hótela Herbergjanýting fellur niður fyrir 30 prósent á veturna. Of margir um hituna segja hótelmenn. Mönnum ber að stíga varlega til jarðar. hótelrými Þrátt fyrir að íslenskt efna- hagslíf sé að draga saman seglin á það ekki við um allan rekstur. Hótel spretta úpp eins og gorkúlur og segir Kári Kárason hjá Flugleiðahótelum að ekkert lát sé á framkvæmdum og að á næsta ári séu útseld herbergi hjá fyrirtækinu 160 þúsund talsins. „Undanfarið hefur gengisþróun verið mjög hagstæð upp á tekjur hót- ela að gera, en á móti kemur að þró- unin er mjög óhagstæð þar sem hún snýr að útgjöldum hótelanna,“ sagði Kári. Hann telur að sá fjöldi hótela sem rís á fslandi um þessar mundir komi ekki til með að eiga erfitt um vik þegar að líður á vetrarmánuðina, þegar herbergjanýting fellur jafnvel niður fyrir 30 prósent. Okkur vantar fólk Við erum ungt og kraftmikið fyrirtæki sem vantar fólk til úthringinga. Við bjóðum upp á góð laun, notalegan vinnu- stað og tækifæri til að vinna með hressu og skemmtilegu fólki. Vinnutími frá kl. 18 - 22. „Það er nokkuð ljóst að ekki er allt gull sem glóir en nýting herbergja á Islandi er um og yfir 90 prósent yfir sumarmánuðina og heldur það lífinu í rekstrinum. Ferðamönnum til fs- lands er líka alltaf að fjölga yfir vetr- artímann." Þessa hörðu samkeppni segir Kristófer Oliversson, eigandi vænt- anlegs hótels að Klapparstíg 26, vera til komna vegna fjölmiðlafárs um lít- ið herbergjaframboð á íslenskum hótelmarkaði. Hann býst við því að ný hótel geti átt erfitt uppdráttar þegar líður á veturinn og ágangur ferðamanna minnkar á íslandi. „Þetta er orðið áhyggjuefni og maður óttast að það sé farið að hley- pa allt of mörgu af stað. Þetta er ekki það góður markaður - sérstaklega á veturna - að þó svo að það sé skortur á herbergjum á sumrin, eins og alls staðar á háannatímum, að það sé blásið upp sem eitthvað stórkostlegt vandamál," sagði Kristófer og bætti því við að nú væri mál að umfjöllun um skort á herbergjum linni. „Það er ekki hægt að segja að það sé engin eftirspurn eftir hótelher- bergjum en menn verða í þessu - eins og öðru - að stíga varlega til jarðar,“ sagði Kristófer að endingu. omarr@frettabladid.is HÓTEL ESJA Hótelið stækkar um helming á næstu misserum. simve Sláttur óvenju snemma á ferð á Suðurlandi landbúnaður „Ég hef ti'ú á því að menn verði almennt farnir að slá af fullum krafti milli 15. og 20. þessa mánaðar. Sláttur er heldur fyrr á ferðinni en verið hefur síðustu ár og tel ég skýringuna vera að veður hafi farið hlýnandi og ef heldur sem horf- ir fer bráðlega að vanta vætu,“ sagði Sigurður G. Ottósson, bóndi á Álf- sólsskála í Rangárvallasýslu, en hann sló hjá sér á mánudaginn og er með þeim fyrstu til að hefja slátt þar um slóði. Að hans sögn er sprettan með besta móti, svipuð og í fyrra, en sláttur hófst þá á svipuðum tíma. Sigurður ræktar aukalega um 9 hektara af korni og sagði sprettuna á því góða. „Ræktun á korni er orð- in langtum þróaðri í dag heldur en þegar ég byrjaði fyrir ellefu árum síðan. Eg súrsa það og nota það sem fóður fyrir kýrnar og reynist það mjög vel,“ sagði Sigurður að lokum, bjartsýnn á sprettuna í sumar. ■ RAFVER SKEIFÚNNI 3E-F • SÍMI 581 2333 • FAX 568 0215 rafver@simnet.is Garðabær: Einkareknir leik- skólar fá aukinn styrk Ákveðið hefur verið að einkareknir leikskólar í Garðabæ fái aukinn styrk eða úr 220.000 kr. á ári í 367.200 kr. á ári fyrir hvert barn. Ákvörðunin var tekin á fundi bæjar- stjórnar og tekur gildi 1. september nk. Ákveðið var að miða greiðslurnar við börn frá 18 mánaða aldri í stað tveggja ára áðui'. Jafnframt var gerð sú breyting að systkinaafsláttur gildi einnig vegna niðurgreiðslna til einka- rekinna skóla en fram til þessa hefur hann einungis gilt í leikskólum bæj- arins. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.