Fréttablaðið - 13.06.2001, Síða 14
HVERNIG FER?
Fjórði leikur Philadelphia
76'ers og L.A. Lakers?
| FRIÐRIK INGI RÚN-
ARSSON, ÞJÁLFARI
GRINDAVfKUR OG
LANDLIÐSINS
Phildelphia jafnar metinn
j í kvöld og vinnur með 8-
12 stigum. Iverson verður
I heitur. Aaron McKie mun
nálgast meðaltal sitt í úr-
slitakeppnínni. Liðsheild-
in og góður varnarleikur Philadelphia verð-
ur til þess að þeir jafna 2-2.
LOGI GUNNARSSON LEIKMAÐUR NJARÐVÍKUR
Ég held að staðan verði
jöfn I einvíginu eftir leik-
inn í kvöld. Philadelphia
vinnur með fimm stiga mw. v ^./
mun, þeir sýndu það í k -
fyrsta leiknum að þeir
geta auðveldlega unnið.
Heimavöllurinn hefur llka mikið að segja.
MOLAR
Juan Sebastian Veron, argentínski
landsliðsmaðurinn sem leikur með
Lazio, gæti verið á leiðinni til Man.
Utd. fyrir um 20
milljónir punda.
Samkvæmt umboðs-
manni leikmannsins
munu forráðamenn
Man. Utd. og Lazio
hittast bráðlega með
hugsanleg viðskipti í
huga. Lazio setti
upphaflega um 40
milljóna punda verðmiða á Veron en
vegna deilna um uppruna hans og
hugsanlega falsað vegabréf hefur
verðið verið lækkað. Veron óttast að
honum geti verið vikið úr landi vegna
málsins og mun helst ekki vilja þurfa
að koma fyrir rétt á Ítalíu vegna þess.
Hann hefur verið með ítalskt vega-
bréf hjá Lazio og því ekki flokkast
sem erlendur leikmaður. Veron sem
er talinn vera einn besti miðjuleik-
maður heims hefur lýst því yfir að
hann vílji fara frá Lazio vegna deiln-
anna og er talið líklegt að hann gangi í
raðir Man. Utd. Þá hafa orð Sven Gor-
an Eriksson, þjálfara enska landsliðs-
ins og fyrrverandi þjálfara Lazio, ör-
ugglega ekki skemmt fyrir, en hann
hefur eindregið mælt með því við Ver-
on að hann komi til Englands.
Markvörðurinn Chris Kirkland vill
ekki fara frá Coventry til Liver-
pool. Hann segist ætla að hjáipa
Coventry að komast aftur upp í ensku
úrvalsdeildina. Kirkland, sem er í U-
21 landsliði Englendinga, var hrósað
af knattspyrnustjóra Liverpool, Ger-
ard Houllier á dögunum. í kjölfarið
heyrðust raddir um að Houllier vildi
bjóða Coventry sex milljónir punda
til að fá Kirkland sem varamann Hol-
lendingsins Sander Westerveld. Hann
bíður enn eftir merki frá Coventry
um að Kirkland sé á lausu.
Frakkinn Mikael Silvestre hefur
áhyggjur af því að Suður-Kóreu-
búar láti sig vanta á Heimsmeistara-
keppnina í knatt-
spyrnu á næsta ári.
Landslið Frakklands
sigraði í Álfukeppni
FIFA, sem var hald-
in í Suður-Kóreu í
síðustu viku. „Þeir
hafa lagt mikið á
sig, byggt frábæra
velli, og skipulagn-
ingin er góð. Áhuginn á knattspyrnu
er hinsvegar ekki mikill í landinu.
Við spiluðum leiki þar sem einungis
þriðjungur af vellinum var setinn af
áhorfendum. Hvað þeir ætla að gera
við vellina þegar keppnin er búin skil
ég ekki,“ sagði Silvestre.
Forseti Juventus, Vittorio Chiusa-
no, staðfesti að þjálfari liðsins,
Carlo Ancelotti, hætti í lok leiktíma-
bilsins. Hann stað-
festa ekki endan-
| lega að Marcello
j Lippi taki við stöð-
unni en sagði
[ orðróm þar um
[ sannan. „Við skul-
um bíða með að tala
um það. Það sem
skiptir máli núna er
að einbeita sér að leiknum á móti
Atalanta," sagði Ancelotti. Ef Juvent-
us vinnur leikinn, sem er á heima-
velli, gæti Jiðið unnið deildina.
14
FRETTABLAÐIÐ
15. júní 2001 MIÐVIKUDAGUR
Símadeild kvenna:
Stórsigur Grindavíkur
knattspyrna Þrír leikir fóru fram í
Símadeild kvenna í gærkvöldi. Stjarn-
an fór í heimsókn til Vals að Hlíðar-
enda, KR-ingar spiluðu við FH að
Kaplakrika í Hafnarfirði og Grindavík
flaug til Vestmannaeyja og mætti ÍBV
á Hásteinsvelli.
Stemmningin á Hásteinsvelli hefur
eflaust verið góð í gærkvöldi því ÍBV
vann Grindavík með sjö mörkum gegn
einu. Strax í hálfleik voru stelpurnar í
ÍBV búnar að skora fimm mörk gegn
engu marki Grindavíkur. Fyrsta mark-
ið kom á 24. mínútu. Pauline Hamill
skoraði það og hvorki meira né minna
en þrjú önnur. Bryndís Jóhannsdóttir
og Elva Dögg Grímsdóttir skoruðu ein-
nig fyrir IBV. Ólöf Helga Pálsdóttir
skoraði fyrir Grindavík en leikmaður
liðsins skoraði einnig sjálfsmark.
KR-ingar fóru létt með FH, unnu
leikinn með þremur mörkum gegn
engu. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
skoraði tvö mörk, á 4. og 57. mínútu og
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þeg-
ar lítið var eftir af fyrri hálfleik.
LEIKIR u J T MÖRK STIG
Breiðablik 4 3 1 0 18:6 10
KR 4 3 0 1 22:3 9
Grindavík 4 3 0 1 6:9 9
ÍBV 4 2 1 1 20:7 7
Stjarnan 4 2 0 2 5:7 6
Valur 4 1 2 1 7:6 5
FH 4 0 0 4 1:14 0
Þór/KA/KS 4 0 0 4 3:30 0
Valsstúlkur unnu Stjörnuna með
þremur mörkum gegn einu. Rakel
Logadóttir, Kristln Yr Bjarnadóttir og
Elín Anna Steinarsdóttir skoruðu fyrir
Val og Freydís Bjarnadóttir fyrir
Stjörnuna.
Fyrir leiki gærkvöldsins var
Breiðablik á toppi deildarinnar með tíu
stig. Breiðablik burstaði Þór/KA/KS
GOTT FÆRI
Hér sækir Guðný Þórðardóttir, leikmaður
Vals, að markmanni Stjörnunnar, Maríu
Björg Ágústdóttur, í leiknum að Hlíðarenda
í gær.
10-0 í fyrsta leik umferðarinnar um
helgina. Eina liðið sem gat náð topp-
sætinu var Grindavík, sem var með níu
stig. Sú var ekki raunin. ■
Tekst Tiger að sigra
5. stórmótið í röð?
Opna bandaríska meistaramótið í golfi hefst á morgun. Keppt verður á Southern Hills golfvellinum í Oklahoma
sem er um 6.500 metra langur. Búast má við erfiðum aðstæðum eða um 32 til 38 gráða hita á celsius.
GoiF Á sunnudaginn mun koma í ljós
hvort Tiger Woods tekst að sigra á
sínu 5. stórmóti í röð, en á fimmtu-
daginn hefst 101. Opna bandaríska
meistaramótið í golfi á Southern Hills
golfvellinum í Túlsa í Oklahoma fylki.
Golfsérfræðingar telja miklar lík-
ur á að Woods takist að skrifa nafn
sitt enn einu sinni í golfsöguna, en
fram að þessu hefur engum tekist að
sigra á 5 stórmótum í röð. Fyrir utan
augljósa hæfileika Woods á golfvell-
inum þykir völlurinn í Túlsa henta
honum vel, þar sem hann er mjög
langur eða um 6.500 metrar. Á vellin-
um er að finna tvær lengstu holur í
sögu Opna bandaríska mótsins, en
það er hola 5, sem er rúmlega 600
metra löng par 5 hola og hola 16, sem
er um 460 metra löng par 4 hola.
Ástæðan fyrir áherslu bandaríska
golfsambandsins á aukna lengd valla
er sú að golfarar eru sífellt að verða
betri, þ.e. bæði sterkari og betur
þjálfaðir en áður og einnig eru golf-
kylfur sífellt að verða tæknilega fuli-
komnari.
Þó Southern Hills völlurinn sé
langur er líka annað sem golfararnir
þurfa -að berjast við og það er hitinn í
Oklahoma, en búist er við að hann
verði á bilinu 32 til 38 gráður á celsi-
us. Einmitt vegna hitans er Opna
bandaríska mótið sjaldan haldið í
Suðurríkjunum. Önnur ástæða er sú
að á hverju ári er haldið eitt stórmót
á svæðinu, Masters-mótið í Georgíu
fylki.
„Það er alltof heitt hérna," sagði
Svíinn Jesper Parnevik og hristi höf-
uðið. Eftir að hafa eytt góðum tíma á
101" U. S. OPEN CHAMPIONSHIP
OPNA BANDARÍSKA
101. Opna bandaríska meistaramótið í golfi hefst á morgun. Nick Faldo vippar hér inn á 18. flötina á æfingu á mánudaginn.
æfingasvæðinu á mánudaginn hætti
hann við að leika hring. „Ég átti að
fara út klukkan fimm, en mér var
sagt að það yrði jafnvel enn heitara
þá. Þegar ég er staddur í Bandaríkj-
unum bý ég í Flórída, en það er aldrei
svona heitt þar og í Svíþjóð..."
Opna bandaríska meistaramótið
verður að mörgu leiti sérstakt. Hinn
59 ára gamli Jack Nicklaus mun ekki
vera á meðal þátttakenda, en hann
tók fyrst þátt í mótinu árið 1957. Þá
mun Tom Watson ekki verða með í
fyrsta skiptið síðan 1979.
Síðustu sex ár hefur Nicklaus
fengið sérstaka undanþágu til þess að
fá að vera með á Opna bandaríska, en
eftir mótið á Pebble Beach á síðasta
ári ákvað hann að hætta þátttöku á
mótunum. Hann vildi enda ferilinn á
einum af sínum uppáhaldsvöllum. í
þau 44 ár sem Nicklaus tók þátt í
mótinu sigraði hann fjórum sinnum
og varð 9 sinnum á meðal þriggja
efstu. Þrátt fyrir að Nicklaus verði
ekki með mun fjölskylda hans eiga
einn fulltrúa á mótinu. Gary, 32 ára
gamall sonur hans, mun verða á með-
al þátttakenda í annað skiptið á sín-
um ferli. ■
BESTUR
Maurice Greene sigraði í 100 m hlaupi í Aþenu á mánudaginn. Ato Boldon varð annar og
Bernard Williams þriðji.
Grand Prix í Aþenu:
Greene hljóp á 9,91
frjAlsar Ifróttir Bandaríkjamaðurinn
Maurice Greene, heimsmetahafinn í
100 metra hlaupi, sigraði á Grand Prix
frjálsíþróttamótinu í Aþenu á mánu-
daginn. Greene hljóp 100 metrana á
9,91 sekúndu, sem er besti tími ársins,
en heimsmet hans er 9,79 sekúndur.
Ato Boldon frá Trinidad varð í öðru
sæti í hlaupinu á 9,97 sekúndum og
Bandaríkjamaðurinn Bernard Willi-
ams varð þriðji á 10,07 sekúndum.
Boldon byrjaði hlaupið best og leiddi
fyrstu 80 metrana, en þá seig Greene.
Þrátt fyrir sigurinn og besta tíma árs-
ins sagðist Greene ekki vera ánægður
með hlaupið. „Ég er frekar svekktur,"
sagði Greene. „Startið hjá mér var
hræðilegt.“ Greene, sem fæddur er í
Kansas-borg, sagðist vera í góðu
formi. Hann ætlar að bæta heimsmet-
ið og hlaupa á 9,6 sekúndum á keppnis-
tímabilinu. ■
Jagúar og McLaren fyrir dómstóla:
Hvert fer besti bíla-
hönnuður heims?
formúla Baráttan milli Jagúar og
McLaren um kappakstursbílahönn-
uðinn Adrian Newey fer nú harðn-
andi og svo er komið að málið fór
komið fyrir dómstóla í London í gær.
Jagúar framleiðandinn segir að þeir
hafi gert samning við Newey um að
hann komi til starfa hjá liðinu þegar
samningur hans við McLaren rennur
út 31. júlí á næsta ári. McLarenmenn
eru síður en svo á þeim buxunum að
sleppa hendinni af hönnuðinum. Báð-
ir framleiðendur telja sig hafa unnið
mál í höndum.
ENDURHÖNNUN
JAGÚAR?
Jagúarliðið hefur
sett stefnuna á
toppbaráttuna og
vill krækja í Adrian
Newey. Hann er
talinn einn besti
bílahönnuður
heims.
„Staðreyndirnar eru með okkur,“
sagði yfirmaður Jagúarliðsins,
Bobby Rahal, en hann og Newey eru
aldagamlir vinir frá því að þeir tóku
þátt í kappakstri á 9. áratugnum. „Ég
er ekki bitur, við gerðum samkomu-
lag sem var brotið,“ sagði Rahal. „Því
miður þarf það að fara fyrir rétt en
ég var sá síðasti sem vildi sjá það
gerast. Við verðum samt að leita rétt-
ar okkar.“
Newey er talinn einn fremsti bíla-
hönnuður heims en bílar hans
hafa unnið 12 heims-
meistaratitla fyrir
Williams og
McLaren.