Fréttablaðið - 13.06.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 13.06.2001, Blaðsíða 15
MIÐVIKUPAGUR 13. júni 2001 J ! , ■ % J Enski boltinn: Eiður Smári ekki til sölu knattspyrna Forráðamenn Chelsea segja að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki til sölu, hann sé ungur og eigi bjarta framtíð fyrir sér hjá Lundún- arliðinu. Sam Allardyce, fram- kvæmdastjóri Bolton, sem seldi Eið Smára til Chelsea fyrir 4 milljónir punda fyrir síðasta tímabil, lýsti ný- verið áhuga á því að fá kappann aftur til liðs Bolton. Colin Hutchinson, einn af forráða- mönnum Chelsea, segir að Bolton sé að eyða tíma sínum ef þeir haldi að þeir geti keypt Eið Smára. „Við viljum ekki selja Eið,“ sagði Hutchinson. „Við viljum hafa fjóra framherja í liðinu." GÓÐUR Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Chel- sea, er ekki á leiðinni til Bolton á ný. Claudio Ranieri, framkvæmda- stjóri Chelsea, hefur auk þess sagt að meðalaldur leikmanna í liðinu sé of hár og ef það á að reyna að lækka hann virðist ekki rökrétt að selja Eið Smára, sem er aðeins 22 ára gamall. ■ FYRRVERANDI HEIMSMEISTARI Lennox Lewis tapaði heimsmeistaratitlinum fyrir Hasim Rahman í Suður- Afríku. Þá var hann mikið gangrýndur fyrir að undirbúa sig ekki nóg fyrir bardagann. Hver mætir Hasim Rahman í hringnum?: Lennox Lewis leitar réttar síns hnefaleikar Réttarhöld eru hafin í máli Bretans Lennox Lewis og núver- andi heimsmeistara í hnefaleikum, Hasim Rahman. Lewis tapaði bæði WBC og IBF titlunum til Rahmans þegar þeir mættust í hringnum í Suð- ur Afríku í apríl s.l. en hann fer fram á að vera fyrstur áskorenda til að berjast við heimsmeistarann um titl- ana eftirsóttu. Lögfræðingur Lewis heldur því fram að Rhaman hafi gert samning við þá fyrir bardagann í S-Afríku, þess efnis að skjólstæðingur sinn væri fyrstur á áskorendaskrá. Ra- hman neitar því hinsvegar og ætlar sér að mæta Nígeríumanninum Dav- id Izon í Kína seinna á árinu. Lewis, sem er 35 ára, sagði fyrir Hingis stefnir Tacchini: Krefst 4 milljarða í skaðabætur tennis Tvítuga tenniskonan Martina Hingis hefur höfðað mál gegn ítalska íþróttaframleiðandanum Sergio Tacchini, sem hún var á samningi hjá frá 1996 til 1999. Hingis segir að Tacchini-íþróttaskór sem hún hafi verið samningsbundin til að nota í keppnum hafi valdið henni meiðslum á fótum og krefst hún 4 milljarða króna í skaðabætur. Samkvæmt stefnunni voru skórn- ir gallaðir og því ónothæfir til keppni og þrátt fyrir ábendingar frá lækn- um um að laga þyrfti skóna hafi það dómstólum á mánudaginn að það væri mikilvægt fyrir feril hans að fá að berjast sem fyrst á ný. Og hann var borubrattur eftir fyrsta dag réttarhaldanna. „Ég hef öll spil á hendi og hef það á tilfinning- unni að ég vinni þetta mál. Það efast engin um það að ég og Rahman vilj- um berjast á ný og ég held að það ætti ekki að verða neitt vandamál." Rahman neitar hinsvegar öllum ásökunum og segist ráða því við hvern hann berjist enda sé samning- urinn sem hann gerði við gamla um- boðsmanninn sinn, Cedric Kushner sá hinn sami og gerði samninginn við Lewis, löngu útrunninn. Rahman hef- ur nú gerst skjólstæðingur Don Kings. ■ GALLAÐIR SKÓR Martina Hingis segir Tacchini-íþróttaskó hafa valdið henni meiðslum á fótum. ekki verið gert. Vegna þessa hafi Hingis þurft að draga sig út úr fjöl- mörgum keppnum samningstíman- um. ■ FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA ÁRMÚLA12 , 108 REYKLJAVÍK SÍMT 581 4022 BRÉFSÍMI 568 0335 HEIMASÍÐAW W WPA.IS HEILBRIGÐISSKÓLINN Fjarkennsla Eftirtaldir áfangar á bóknáms- og starfsmenntabrautum eru í boöi í fjarnámi á haustönn: BÓK103 Bókfærsla DAN102 Danska DAN202 Danska DAN212 Danska DAN303 Danska . - jBMI ENS212 Enska ENS303 Enska jf brMMi FÉL103 Félagsfræði 'Mú FJÖ103 Fjölmiðlafræði FLL103 Félagslyfjafræði HBF103 Heilbrigðisfræði HOS303 Hjúkrunarvörur og sjúkragögn ■ÍSL21H íslenska ÍSL303 íslenska mmimWM íslenska ÍSL503 íslenska 9HI'jarii3 -/.5 Almenn stjörnufræði LHF103 Lyfhrifafræði LHF203 Lyfhrifafræði LÍF103 Líffræði LÍF113 Líffr^BHHHHHHHHBkj 'íJHH LOL203 Líffæra- og lífeðlisfræði LYH103 Lyfjafræði náttúruefna RIT103 Ritvinnsla SAG103 Saga 1 1 ‘ WHr'i£ SÁL103 Sálfræði SÁL213 Sálfræði SJÚ103 Sjúkdómafræði SJÚ202 Sjúkdómafræði STÆ102 Stærðfræði STÆ172 ■ Stærðfræði STÆ202 Stærðfræði STÆ313 Stærðfræði TÖL103 Tölvufræði TÖL111 Vélbúnaður, Windows stýrikerfið og skjalavarsla TÖL121 Ritvinnsla Word 1 TÖL1311 Töflúreiknir Excéj TÖL141 Glærugerð (PowerPoint) TÖL151 Veraldarvefur, tölvupóstur og spjallrásir TÖL221 Ritvinnsla Word II K TÖL231 ■feaflureiknir Excel II TÖL251 Vefsíðugerð í Word VélritunHHHHHHHH^^W, V;i Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu skólans. Veljið www.fa.is/fjarnam og þá birtist skráningarformið. Ekki er skráð á námskeiðin með öðrum hætti. Skólameistari r

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.