Fréttablaðið - 13.06.2001, Síða 16
BESTU VEFSÍÐURNAR
ÍSAR LOGI ARNARSSON
framkvæmdarstjóri Undirtóna
Hugi og nulleinn
Maður veit ekki hvort maður á að vera
sjálfumglaður og segja undirtonar.is?
Nei, en ég vinn við þá síðu og fer mest
inná hana. Fyrir utan hana er það
sennilega hugi.is og nulleinn.is. Það
eru mest lifandi vefsíður landsins og
einu síðurnar sem gaman er að. ■
ALGENCUST LEITARORÐIN |
Listi yfir þau orð sem voru slegin oftast inn á leitarvélinni www.lycos.com síðastliðna viku
Ql Oragonball ►
Britney Spears A
€? Tattoos ▲
Q}1 Pearl Harbor ▼
Napster A
Pamela Anderson ▲
© Final Fantasy ▲
Pokemon ►
Baseball A
Big Brother T
MEIRA FRÁ JAPAN
DragonBall Z samanstendur af myndasög-
um, teiknimyndum, tölvuleikjum, safn-
kortaspilum og leikföngum.
DragonBall Z:
Nýtt krakkaæði
í Bandaríkjunum
heimasídur Vefsvæðið lycos.com birt-
ir vikulega algengustu leitarorðin á
þeirra eign vefsvæði. Þessa vikuna
er það orðið DragonBall Z eftir sam-
nefndum myndasögum, Anime-
teiknimyndum og slagsmálaleikjum.
Þetta er í fjórða vikan í röð sem
DragonBall Z heldur efsta sætinu en
það virðist vera nýjasta krakkaæðið í
Bandaríkjunum.
Pétur Yngvi Yamagata hjá bóka-
og spilabúðinni Nexus segir ekki lík-
legt að DragonBall Z nái fótfestu hér
á landi. „Við seljum Dragonball
myndasögurnar og leigjum út teikni-
myndirnar. Þetta er japönsk fantasía
sem byggir á asískum mítum, drek-
um o.s.frv. Þetta er búið að vera á
markaði erlendis í nokkurn tíma.
Þetta verður eflaust ekki æði hér
heima. Það væri búið að gerast nú
þegar,“ segir Pétur.
Unglingastjarnan Britney Spears
fylgir fast á eftir í öðru sæti en hún
hefur lengi verið algengasta leitar-
orðið. Skrárskiptiforritið Napster
virðist alltaf taka kipp þegar það
kemst í fréttirnar en það er í fimmta
sæti og er efsta skrárskiptiforritið á
listanum. Önnur álíka forrit sem ná
að vísu ekki inná topp tíu listann eru
Gnutella og Morpheus. Meðal þeirra
leitarorða sem sækja stift inn á topp
tíu listann eru maríjúana í 20. sæti,
Biblían í 18. sæti og WWF í 14. sæti.
WWF stendur fyrir World Wrestling
Federation en það er fyrirtæki, sem
Hulk Hogan fer fyrir og sér um hina
sívinsælu sýningarglímu sem stund-
uð er í Bandaríkjunum. ■
16
FRÉTTABLAÐIÐ
13. iúni 2001 MIÐVIKUDAGUR
HÁSKÓLABÍÓ
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 V,T 235
ITHE MUMMY RETURNS kL 4,530,8 og lo’3o]pfft|
jSAY IT ISN'T SO kl. 6, 8 og 10.15« Sýnd kl. 4, 6 og 8 U,TIM
[POKEMON 3 (ísl. tai) ■ ” kuim IVALENTINE m o 2
ISWEET NOVEMBER " ' ki.8lSBl |MISS CONGENIALITY "1141P1
jÉXnWONDS kl. 10.15 IjWll ! NÝl SIÍLUNN KEISARANS (rsL tal) kl. 3.451 |Yfi|
FRÉTTIR AF FÓLKI
Nú hafa Anne Robinson, Ali G og
David og Victoria Beckham náð
að komast í orðabók. Þau falla öll und-
ir skilgreininguna
hver er hver í nýrri
útgáfu af Collins
Concise English
Dictionary. Þetta er
í fyrsta sinn í tíu ár
sem orðabókin er
endurútgefin. MeðaL
annarra sem koma
fram í bókinni eru
George Clooney, Eminem, Tom Cruise
og Nicole Kidman en þau sem duttu
út eru m.a. David Bellamy, Kate Adie
og Ronnie Barker.
Svo getur farið að Eddie Murphy
taki enn og aftur að sér hlutverk
lögreglumannsins Axel Foleys. Að
sögn Variety hefur .
framleiðandinn
Jerry Bruckheimer
og kvikmyndafyrir-
tækið Paramount
Pictures fengið
handritshöfund að
fjórðu myndinni um
lögguna í Beverly
Hills. Jason
Richman, fyrrum rokkgítarleikari og
handritshöfundur fyrir Bruckheimer
og Walt Disney, hefur verið fenginn
til að skrifa nýtt ævintýri fyrir Foley
og félaga. Bruckheimer og samstarfs-
maður hans Don Simpson framleiddu
fyrstu tvær myndirnar, sú fyrsta kom
út árið 1984 og skaut hún Eddie
Murphy á stjörnuhimininn.
Bandaríska körfuknattleikssam-
bandið, jSIBA, hefur fengið hljóm-
sveitina Sugar Ray til að spila í hálf-
íeik í úrslitarimmu
L.A. Lakers og
Phildelphia 76'ers.
Hljómsveitin mun
spila í fimmta leik
liðanna og eru þeir
þá komnir á sama
stall og stærsta
hljómsveit heims,
U2, sem spilaði í
fyrsta leiknum og píurnar úr Dest-
iny's Child, koma fram í fjórða leik
liðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem
NBA fær hljómsveitir til að spila í
hálfleik og ætti þetta að vera kær-
komin uppbót fyrir þá sem vilja sjá
eitthvað meira en karlmenn kasta
bolta í hring. Sugar Ray mun spila
lögin sín When It’s Over og Every
Morning, á föstudaginn kemur.
SJÖ ÁRUM SEINNA
Ham hefur ekki spilað saman á tónleikum síðan á Tunglinu í júlí 1994. Nú er Tunglið brunnið og Ham spilar á Gauki á Stöng.
Ennþá háværastir
Ham spilar á þrennum tónleikum í þessari viku. Þeir hafa æft stíft í mánuð
°g segjast vera orðnir góðir.
tónleikar Háværasta hljómsveit
landsins, Ham, heldur tónleika á
Gauki á Stöng í kvöld og annað
kvöld. Á föstudaginn hitar hún upp
fyrir Rammstein í Laugardalshöll.
Miðar á tónleikana í kvöld seldust
upp á nokkrum tímum í síðustu viku,
enda á hljómsveitin marga aðdáend-
ur, og því ákváð Ham að halda aðra
tónleika á morgun.
Þetta eru fyrstu tónleikar Ham
síðan í júlí 1994. Þá hélt hún víð-
fræga lokatónleika á Tunglinu, sem
voru teknir upp á myndband og rúlla
reglulega í myndbandstækjum víðs
vegar um bæinn. Nú er ’lúnglið
brunnið og mætti halda að aldurinn
sé farinn að færast yfir hljómsveit-
armeðlimina. „Útlitsbreytingarnar
eru merkilega litlar," segir Björn
Blöndal, bassaleikari. Hann kannast
ekki við breytingar. „Sjáðu Hljóma
þegar þeir voru uppá sitt besta og í
dag. Berðu okkur saman við þá. Á
hvorum er meiri breyting?" segir
Björn og bætir við: „Með fullri og
mikilli virðingu fyrir þeim.“
Ham lofar vænni 16 til 18 laga
dagskrá á Gauknum en mun styttra
á Rammstein-tónleikunum á föstu-
dag. Lögin eru öll gamalkunn og þeir
segjast ekki spila neitt nýtt. „Við
höfum ekki samið lög lengi og ætl-
um aldrei að semja aftur saman,“
segir Björn. Þá kemur fáum á óvart
að endurhljóðblandanir eru ekki
komnar upp á teninginn. „Það var
ein hljómsveit sem stal af okkur
frasa og gerði það að auglýsinga-
stefi" segir Sigurjón Kjartansson,
gítarleikari og söngvari, ekki sáttur.
Þar vísar hann til lagsins Stick'em
up með Quarashi. Björn er frændi
Sölva, lagahöfundar Quarashi, en
hann kannast ekki við að hafa gefið
leyfi fyrir stuldinum. „Hún er farin
að teygja sig langt, frændsemin,"
segir Björn. „Þetta eru samt góðir
strákar.“
Félagarnir í Ham eru með fram-
tíð hljómsveitarinnar á hreinu.
„Þetta eru allra síðustu tónleikar
okkar - að eilífu. Það liggur gjörsam-
lega Ijóst fyrir. Við lofum því,“ segir
Björn. Þeir segja Ham ekki verða
með „kombakk” eftir tiu ár. „Fólk
áttar sig á því af hverju þegar þessi
tíu ár eru liðin,“ bætir söngvarinn
Óttarr Proppé við.
Hljómsveitin er búin að æfa stíft
í mánuð en enginn hefur orðið þess
heiðurs aðnjótandi að sjá þá í ham á
æfingu. Þeir segja æfingar hafa
gengið vel og hljómsveitin haldi
þéttleikanum. „Við erum orðnir góð-
ir, búnir að setja þá hluti í samhengi
sem voru komnir úr samhengi. Þetta
var heljarinnar líkamsrækt og pönk.
Núna er þetta jafn átakalítið og
sunnudagsbíltúr." En munu Ham
standa undir nafni sem háværasta
hljómsveit landsins? „Absolout! Al-
veg tvímælalaust. Kerfið verður
keyrt í botn,“ segir Björn að lokum.
kristjan@frettabladid.is
NABBI
wxuesimœssMœsusmsarmismmKiM
ismsstsmasmfmia/m