Fréttablaðið - 13.06.2001, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 13. júní 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
19
Nýlistasafnið:
Tónar
og myndir
nýust Myndlistarmenn sem unnið
hafa með tónlist og tónlistarmenn
sem unnið hafa í námunda við mynd-
listarfólk eru í aðalhlutverki á Pólý-
fóníu, mikilli hátíð sem nú stendur
ýfir í Nýlistasafninu við Vatnsstíg.
Ýmsar uppákomur hefjast klukkan
átta á hverju kvöldi, en hátíðinni lýk-
ur 17. júní með fjölbreyttri dagskrá
allan daginn. Verk eftir Magnús
Blöndal Jóhannsson tónskáld eru í
áberandi hlutverki á hátíðinni og má
m.a. njóta þeirra á pallinum á fyrstu
hæðinni. Meðal listamanna sem
koma fram á hátíðinni eru Egill Sæ-
MAGNÚS BLÖNDAL JÓHANNSSON
Verk eftir hann eru i stóru hlutverki á
Pólýfóníu.
björnsson, Biogen, Vindva Mei og
Translight 2000 auk þess sem frá Sví-
þjóð kemur 14 manna hópur sem kall-
ar sig Club Bevil. ■
i Sjóminjasafninu í Hafnarfirði stend-
ur handverkssýning Ásgeirs Guðbjarts-
sonar. Frá 1. júní til er Sjóminjasafnið
opið alla daga frá ki. 13 til 17. Sýningin
stendur til 22. júlí.
Ljósmyndasýning grunnskólanema
stendur yfir I Gerðubergi. i vetur hafa
þeir unnið undir handleiðslu hugsjóna-
mannsins Marteins Sigurgeirssonar
og afraksturinn hangir á veggjum
Gerðubergs. Sumar myndanna eru
Ijóðskreyttar aðrar segja sjálfar allt sem
segja þarf. Opnunartími sýningar er
virka daga frá 12 til 17 og stedur sýn-
ingin til 17. ágúst.
Handritasýning stendur I Stofnun
Árna Magnússonar, Árnagarði við
Suðurgötu. Sýningin er opin frá kl. 11
til 16 mánudaga til laugardaga til 25.
ágúst.
MYNDLIST____________________________
Nú stendur yfir I Kaffistofu Hafnar-
borgar, menningar- og listastofnunar
Hafnarfjarðar, sýning á grafíkverkum
Magdalenu Margrétar Kjartansdótt-
ur. Sýningin samanstendur af skissum
og skyssum sem rispaðar eru á kopar-,
plast- eða tréplötur með beittum verk-
færum. Sýningin er opin alla daga
nema þriðjudaga frá klukkan 11 til 17
og hún stendur til 2. júlí.
Önnur af sumarsýningum Listasafns
Reykjavíkur - Kjarvalsstaða ber nafn-
ið Flogið yfir Heklu. Sýningarstjóri er
Einar Garibaldi Eiríksson myndlistar-
maður og prófessor við Listaháskóla ís-
lands. Á sýningunni getur að líta mis-
munandi myndir Heklu sem sýndar
verða hlið við hlið. Sýningin stendur til
2. september.Margrét Magnúsdóttir
sýnir í listhúsi Ófeigs við Skólavörðu-
stíg 5. Sýningin samanstendur af mál-
verkum og þrívíðum hlutum. Sýningin
stendur til 23. júní og er opin á versl-
unartfma.
Sýningin List frá liðinni öld stendur
yfir í Listasafni ASÍ. Á sýningunni eru
sýnd öndvergisverk úr eigu Listasafsn-
ins. Litið er til fyrri hlutar síðustu aldar
og sjónum beint annars vegar að yngri
verkum frumherjanna. Sýningin stend-
ur til 12. ágúst.
Valgerður Björnsdóttir sýnir í sal fé-
lagsins íslensk grafik, Tryggvagötu 17,
Hafnarhúsinu (hafnarmegin). Svip-
myndir úr skólalffinu er myndefni lista-
konunnar og teflir hún saman gömlum
og nýjum tíma, veltir fyrir sér þróun í
skólamálum og spyr hvort áherslur séu
þær sömu. Sýningin nefnist Skólalif
og er opin fimmtudaga til sunnudaga
kl. 14-18. Hún stendur til 17. júní.
Sumarsýning Listasafns Sigurjóns
Ólafssonar ber yfirskriftina Hefð og
nýsköpun. Þar má sjá úrval verka eftir
Sigurjón frá þrjátíu ára tímabili, 1930-
60. Safnið er opið alla daga milli
klukkan 14 og 17, nema mánudaga.
Arnar Herbertsson heldur sýningu á
verkum sínum i Listasal Man við
Skólavörðustíg 14. Sýningin stendur til
20. júní og er opin á virkum dögum kl.
10-18 og um helgar kl. 14-18.
Sýning kvennahópsins Mosaik 2001 á
mósaíkverkum stendur í Listmunahúsi
Ófeigs við Skólavörustíg. Hópurinn
hefur unnið undir leiðsögn Kuregej
Argunova.
Sýningin Norrænir hiutir opnaði um
helgína í Norræna húsinu. Á sýning-
unni eru verk listamanna frá Dan-
mörku, Finnlandi, íslandi og Noregi.
Sýningin er liður í átaki sem nefnist
Hin nýju Norðurlönd. Sýningin er opin
daglega frá kl. 12 til 17, nema mánu-
daga.
Sumarsýning Lista-
safns fslands nefnist
Andspænis náttúr-
unni. Á henni eru
eingöngu verk eftir
Isendinga f eigu
safnsins og fjallar
hún um náttúruna
sem viðfangsefni ís-
lenskra listamanna á
20. öld. Verkin á sýningunni eru eftir
marga af helstu listamönnum þjóðar-
innar á nýliðinni öld, frá Þórarni B. Þor-
lákssyni til Ólafs Elíassonar. Opið frá kl.
11 til 17 alla daga nema mánudaga.
Aðgangur er ókeypis á miðvikudögum.
Sýningin stendur til 2. september.
Svipir lands og sagna nefnist sýning á
verkum Ásmundar Sveinssonar sem
opnuð var um helgina í Listasafni
Reykjavikur Ásmundarsafni. Á sýn-
ingunni eru verk sem spanna allan feril
listamannsins og sýna þá þróun sem
varð á list hans f gegnum tíðina. Safnið
er opið daglega 10-16 og stendur sýn-
ingin til 10. febrúar á næsta ári.
Sýning Hrafnkels Sigurðssonar
stendur í galleríi i8, Klapparstig. Sýnd
eru nýjustu verk Hrafnkels af tjöldum f
fslensku vetrarumhverfi. Sýningin er
opin þriðjudaga til laugardaga kl. 13-
17 og stendur til 16. júní.
Á meðan eitthvað er að gerast hér,
er eitthvað annað að gerast þar
nefnist sýning á verkum Bandaríkja-
mannsins John Baldessari sem stend-
ur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Hafn-
arhúsi. Hann er eitt af stóru nöfnun-
um í samtímalistasögunni og hefur
verið nefndur Ijóðskáld hinnar öfug-
snúnu fagurfræði og húmoristi hvers-
dagsleikans. Sýningin er opin 11-18 og
fimmtudaga til kl. 19. Sýningin stendur
til 17. júnf.
Norðmaðurinn Gisle Nataas hefur
opnað sýningu á Mokka-kaffi við
Skólavörðustíg.
Sýninguna nefnir listamaðurinn Eitt
andartak og þrjár samræður og fjallar
hún um hreyfingu og rými. Ljós og
skugga. Sambandið á milli mynda og
samræðna og þau áhrif sem hlutirnir
hafa á rýmið.
Vorhefti Skímis:
Víðförlir íslendingar
bókmenntir Vorhefti Skírnis, tíma-
rits Hins íslenska bókmenntafélags
er komið út með fjölbreyttu efni að
vanda.
Á átjándu öld lögðu tveir ís-
lenskir alþýðumenn heiminn að fót-
um sér og ferðuðust hvor í sínu lagi
alla leið til Kína. Þeir Eiríkur víð-
förli og Árni Magnússon frá Geita-
stekk skrifuðu síðan báðir ferða-
sögur sínar, en um þær og fleiri
ferðasögur fjallar Steinunn Inga
Óttarsdóttir.
Sigurður Pétursson leitar einnig
svara við því hvort lærðar konur á
íslandi á fyrstu öldunum eftir siða-
skipti hafi náð máli ef þær eru
metnar á forsendum evrópskra
húmanista á þeim tímum.
Fleira forvitnilegt er í tímarit-
inu, því Davíð Logi Sigurðsson velt-
ir því fyrir sér hvort Sambands-
lagasamningur íslands og Dan-
merkur árið 1918 hafi að einhverju
leyti verið fyrirmynd fullveldis á
írlandi þremur árum síðar.
Kristján Karlsson er skáld
Skírnis að þessu sinni og Gunnar
Harðarson fjallar um Eggert Pét-
ursson, myndlistarmann Skírnis. ■
Banamein Mozarts:
Purkormar í svínakjöti?
tónsnillincasaca Til eru a.m.k.
150 tilgátur um dánarorsök
tónsnillingsins Mozarts. Sú
nýjasta er að hann hafi látist
úr svonefndri fleskormaveiki,
sjúkdómi sem stafar af
fleskormum eða purkormum
úr sýktu kjöti. Nánar tiltekið
úr snöggsoðnu svínakjöti, að
því er bandaríski læknirinn
Jan V. Hirschmann fullyrðir og
WOLFGANG
AMADEUS
MOZART
telur sig hafa býsna sterk
rök.
„Hvaða ilmur er þetta? ...
svínakótelettur! Che Gusto.
Ég snæði þér til heilla," skrif-
aði Mozart í bréfi til konu
sinnar 44 dögum fyrir andlát
sitt. Dr. Hirschmann telur að
þarna hafi Mozart verið að
snæða svínakjötið með pur-
kormunum sem urðu honum
að bana. Meðgöngutími sjúkdómsins
er einmitt allt að 50 dagar og ein-
kennin passa nákvæmlega við lýs-
ingarnar á síðustu vikum Mozarts:
hiti, útbrot, beinverkir og bólgur.
Meðal annarra dánarorsaka sem
nefndar hafa verið til sögunnar eru
gigtarsótt, nýrnasteinar, hjartasjúk-
dómur, lungnabólga og jafnvel eitr-
un. Mozart lést í Vínarborg þann 5.
desember árið 1791,35 ára gamall. ■
----------------------------------------------------------\
Hugmyndasamkeppni,
H | H um skipulag miðborgar
og hafiiarsvæðis við Austurhöfii
Að höfðu samráði við samstarfsnefnd ríkis og borgar um tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð
og hótel, efnir Reykjavíkurborg til hugmyndasamkeppni um skipulag miðborgar og
hafnarsvæðis við Austurhöfn.
Keppnissvæðið
Keppnissvæðið afmarkast í megindráttum af Suðurbugt / Norðurstig í vestur, Klapparstíg og
Ingólfsstræti í austur og Sæbraut, Tryggvagötu og Hafnarstræti.
Tilgangur og markmið
Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir að skipulagi svæðisins sem er um margt
sérstakt, áhugavert og einstakt í miðborg Reykjavíkur. Gera má ráð fyrir að byggingar á
samkeppnissvæðinu verða mjög áberandi úr ýmsum áttum og ekki ólíklegt að þær geti orðið
einskonar "vití" eða tákn miðborgar Reykjavíkur í framtíðinni.
Tegund og tilhögun samkeppninnar
Samkeppnin er hugmyndasamkeppni. í því felst að útbjóðandi er fyrst 0g fremst að leita eftir
grundvallarhugmyndum, tilhögun að skipulagi svæðisins miðað við þá starfsemi sem gert er
ráð fyrir að þar verði s.s. tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð, hótel, miðstöð fyrir
almenningsvagna svo eitthvað sé nefnt.
Verðlaim
Heildarverðlaunafé samkeppninnar er kr. 8.000.000. Fyrstu verðlaun verða aldrei lægri en
40% þeirrar fjárhæðar.
Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 2.000.000.
Þátttökuréttur
Samkeppnin er opin öllum er taka vilja þátt með fyrirvara um tengsl við dómnefndarmenn.
Tekið skal fram að það takmarkar ekki rétt til þátttöku hafi aðilar, á fyrri stigum, unnið
tillögur af skipulagi svæðisins eða hluta þess enda verða öll opinber gögn og tillögur, sem
unnar hafa verið af svæðinu, aðgengileg keppendum á heimasíðu samkeppninnar.
Dómnefiid
Formaður er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. Meðdómendur eru Inga Jóna
Þórðardóttir, borgarfulltrúi, Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, Ólafur B. Thors, formaður
samstarfsnefndar ríkis og Reykjavíkurborgar um tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel,
Albina Thordarson, arkitekt, Sólveig Berg Björnsdóttir, arkitekt og
Knud Fladeland Nielsen, arkitekt.
Afhending keppnisgagna og þátttökugjald
Keppnislýsing verður lálin í té endurgjaldslaust frá og með 13. júní 2001 á skrifstofu
Arkitektafélags íslands, Hafnarstræti 9, milli 09:00-12:00 virka daga og í afgreiðslu
Borgarskipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3, milli 10:00-16:15 virka daga. Hana má einnig
nálgast á heimasíðu samkeppninnar, http://www.midborg.net.
Önnur keppnisgögn verða afhent gegn skilatryggingu að upphæð kr. 10.000.
hjá trúnaðarmanni.
Skilafrestur
Tillögum skal skila til trúnaðarmanns, á skrifstofu Arkitektafélags Islands að Hafnarstrætí 9,
2. hæð 101 Reykjavík eigi síðar en 5. nóvember 2001.
Nánari upplýsingar og samkeppnislýsingu er að finna á heimasíðu samkeppninnar,
http://www.midborg.net, sem opnar 13. júní. Upplýsingar verða einnig veittar á skrifstofu
Arkitektafélags Islands í síma: 551 1465 milli 09:00-12:00 virka daga og hjá Borgarskipulagi
Reykjavíkur í síma: 563 2340, milli 10:00-16:15 virka daga.
Reykjavík, 9. júní 2001.
_________________________________________________/