Fréttablaðið - 29.06.2001, Blaðsíða 7
T
FÖSTUDAGUR 29. júní 2001
Forsætisráðherra í Finn-
landi:
Opinber
heimsókn
hefst í dag
fólk Opinber heimsókn Davíðs
Oddssonar, forsætisráðherra og
Ástríðar Thoroddsen, eiginkonu
hans, til Finnlands hefst í dag en
þau fóru utan gær. Heimsóknin er í
boði Paavo Lipponen, forsætisráð-
herra og stendur hún til sunnu-
dagsins 1. júlí.
Þegar formlegri heimsókn lýk-
ur tekur forsætisráðherra þátt í
fundum forsætisráðherra Norður-
landa í Imatra í Finnlandi. ■
Á LEIÐINNI TIL LONDON
Árdísi Sigurðardóttir ráðgjafl hjá KOM ehf.,
sem annast kynningarmál fyrir Co, afhenti
nýstúdentinum farmiðana til London á
heimili hans að Lambhaga.
Fékk ferð til London:
Heimsækir
sendiherrann
fólk Nýverið lauk ungur maður,
Gunnar Ásberg Helgason í Lamb-
haga við Hellu, stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel-
fossi. Prófið væri ekki í frásögu fær-
andi ef ekki kæmi til ótrúleg þraut-
segja og lífsvilji Gunnars Ásbergs,
sem greindist með krabbamein í
heila þegar hann var 14 ára gamall.
Eftir heilaskurðaðgerð, sem bjargaði
lífi unga mannsins, kom í ljós að
Gunnar Ásberg varð sjónlaus, hreyfi-
hamiaður og með skerta heyrn af
völdum sjúkdómsins. Hann lét það
ekki á sig fá heldur réðst á garðinn
þar sem hann er hæstur og ákvað að
halda áfram að mennta sig fyrir lífið.
Barböru Cassani, forstjóra lágfar-
gjaldaflugfélagsins Go, barst til
eyrna hetjuleg framganga Gunnars
Ásbergs á menntabrautinni. Hún
ákvað að Go myndi verðlauna ný-
stúdentinn með fiugferð fyrir tvo til
London, en þangað hefur hefur hann
aldrei komið. Gunnari Ásberg er
frjálst að velja sér ferðafélaga, en
sjálfur hefur hann mjög gaman af
ferðalögum til útlanda.
Gunnar Ásberg var mjög glaður
að hljóta þessa stúdentsgjöf og ætlar
meðal annars að heimsækja Þorstein
Pálsson sendiherra í London, sem er
frændi hans. ■
Heimsókn forseta Islands
til Færeyja:
Fer á slóðir
Þrándar í Götu
fowsetaheimsókn Heimsókn forseta
íslands, Ólafs Ragnars Grímsson-
ar til Færeyjar hófst í gær þegar
forseti og fylgdarlið lentu á ellefta
tímanum á flugvellinum í Vogey.
Þaðan lá leiðin til Þórshafnar þar
sem Jan Christiansen bæjarstjóri
og íbúar Þórshafnar buðu forseta
velkominn.
í dag siglir forseti með varð-
skipinu Brimli inn á Skálafjörð þar
Rodmundur Nielsen, bæjarstjóri,
tekur á móti forseta í Runavík. Eft-
ir stutta heimsókn á skrifstofur
bæjarstjórnar verður haldið á
slóðir Þrándar í Götu, söguhetju
Færeyingasögu. Að því loknu verð-
ur siglt með Brimli til Klakksvíkur
þar sem bæjarbúar taka á móti for-
seta. Þar snæðir forseti hádegis-
verð í boði bæjarstjórnar og heim-
sækir dvalarheimili aldraðra í
Klakksvik og ræðir þar við fær-
eyska sjómenn sem lengi veiddu á
íslandsmiðum. Frá Klakksvik ligg-
ur leiðin til Kveneyjar þar sem for-
seti skoðar sögustaði og gróðurset-
ur tré frá íslandi í gróðurlundi við
bæinn. ■
FRÉTTÁBLAÐIÐ
7
Stórsigur Microsoft:
Ekki nauðsynlegt að
skipta fyrirtækinu
dómsmál Bandarískur áfrýjunar-
dómsstóll komst að þeirri niðurstöðu
1 gær að skipting tölvurisans
Microsoft í tvö fyrirtæki væri ekki
nauðsynleg. Úrskurðurinn er stórsig-
ur fyrir fyrirtækið. Dómsstóllinn
kvað dómgreind umdæmisdómarans,
Thomas Penfield Jackson, sem úr-
skurðaði um skiptingu fyrirtækisins
greinilega hafa brugðist með alvar-
legum hætti. Af ummælum hans
mætti draga þá ályktun að hann væri
greinilega andvígur Microsoft og því
væri hægt að draga hlutleysi hans í
efa.
Áfrýjunardómsstóllinn tók þó
undir með Jackson að Microsoft
hefði brotið lög um einokun og
hringamyndun. Skiptíng fyritækisins
var að mati Jacksons hæfileg refsing
fyrir brotið. Áfrýjunardómstóll sendi
málið aftur á neðra dómsstig með
þeim orðum að skipa yrði nýjan dóm-
ara til að ákveða refsingu í málinu. ■
GATES GETUR GLAÐST
Hlutabréf í Microsoft stigi í gær úr 70,25
dollurum í 74,96 í kjölfar tíðindanna.
Vel heppnaðri alnæm-
isráðstefnu lokið
Nýr alnæmissjóður stofnaður. „Barátta sem við megum ekki tapa,“ segir Kofi Annan.
sameinuðu ÞióÐiRNAR. ap. Sérstök lokaá-
lyktun um skuldbindingu þjóða
vegna alnæmissjúkdómsins var sam-
þykkt af öllum 189 meðlimum á al-
næmisráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í New York, sem lauk í fyrra-
kvöld. Upphófst mikið lófaklapp í
fundarsalnum eftir ályktunina, sem
var einróma samþykkt. Ráðstefnan
er talin hafa heppnast afar vel og
tekur nú við mikil vinna á meðal
þjóða heimsins við að koma ályktun-
inni í framkvæmd. Felur hún í sér að
fyrir árið 2003 verði þjóðir heimsins
búnar að þróa aðferðir og fjárhagsá-
ætlanir til að auka framboð alnæmis-
lyfja. Áhersla verður lögð á upp-
fræðslu fólks á sjúkdómnum og
hvernig á að koma í veg fyrir hann,
auk þess sem auðveldara verði fyrir
fólk að borga fyrir lyfjameðferðir.
Vegna þrýstings frá islömskum þjóð-
um sáu fulltrúar vestrænna þjóða sig
þó knúna til að nefna ekki á nafn
ákveðna þjóðfélagshópa eins og eit-
urlyfjaneytendur, homma, og vænd-
iskonur, sem meðal annarra eiga á
hættu með að sýkjast af alnæmi.
Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu
þjóðanna, lagði áherslu á að enginn
árangur næðist í baráttunni gegn al-
næmi nema íbúar allra þjóða heims-
ins sameinist í verki. „Þetta er bar-
átta sem við megum ekki tapa,“
sagði Annan. Bætti hann því við að
menntun væri stór hluti baráttunnar
og að konur verði að fá að njóta sömu
mannréttinda og aðrir ef árangur
eigi að nást, en í Afríku eru yfir
helmingur nýsmitaðra einstaklinga
konur, sem oft sjá sig tilneyddar til
MINNINGARTEPPI
Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, tekur þátt í að rúlla upp minningarteppi um þá sem látist hafa af völdum alnæmis við opn-
un alnæmisráðstefnunnar á mánudaginn var. Við hlið hans standa dr. Peter Piot, framkvæmdastjóri UNAIDS, og hinn finnski Harri Hol-
að stunda kynlíf án getnaðarvarna.
Annan sagði að 7 til 10 milljarða
dala þurfi árlega til að halda aftur af
alnæmisfaraldrinum og til að snúa
þróuninni við. Sérstakur alheims-
sjóður verður stofnaður í lok ársins
og mun fé úr honum renna til fá-
tækra þjóða sem farið hafa illa út úr
alnæmisplágunni. Bandaríkjamenn
keri, þingforseti Sameinuðu þjóðanna
hafa þegar lofað að greiða 200 millj-
ónir dala í sjóðinn og í fyrradag sam-
þykkti nefnd alþjóðasamskipta í
Bandaríkjunum að láta 1,3 milljarða
dala af hendi rakna í baráttuna gegn
alnæmi i heiminum og þar af 750
milljónir dala í sjóðinn og önnur
verkefni.
Einnig var tilkynnt á fundinum
um framlög frá öðrum þjóðum
heimsins og nema þau um 700 millj-
ónum dala.
Yfir 22 milljónir manna hafa nú
látist af alnæmi um heim allan auk
þess sem 36 milljónir eru sýktar af
I-HV-veirunni sem leiðir til alnæmis.
Talið er að um 75% hinna sýktu búi
sunnan við Sahara í Afríku. ■
Alþjóðaflugmálastofnunin:
Flugmálastjórn góð
miðað við kollegana
flucmAl Þrátt fyrir að Flugmála-
stjórn íslands fái færri athugasemd-
ir í könnun Alþjóðaflugmálastofnun-
arinnar en flugmálastjórnir fjölda
annarra landa í Evrópu og við Norð-
ur-Atlantshafs eru engu að síður
gerðar 33 athugasemdir við starf-
semi íslensku stofnunarinnar.
Markmið úttektar Alþjóðaflug-
málastofnunarinnar (AFMS) var að
kanna hvernig yfirstjórn flugmála,
skipulagi og eftirliti með flugöryggi
væri háttað í aðildarlöndunum og
hvernig löndin uppfylltu stofnsátt-
mála AFMS og ýmsa seinni tíma við-
auka við hann.
Helsta athugasemd AFMS við
starf Flugmálastjórnar íslands lýtur
að hæfni eftirlitsmanna en alls var 7
atriðum af 31 sem atriði sem kannað
í þeim málaflokki áfátt hériendis.
Engin athugasemd var gerð við
reglugerðir um flugrekstur, en 2 at-
hugasemdir við lagalegt umhverfi
flugrekstrar og 3 við tæknilegar leið-
beiningar. Þá voru gerðar 4 athuga-
semdir vegna samfellu í eftirlits-
starfsemi, 5 vegna útgáfu skírteina
og leyfa og 11 vegna skipulags eftir-
lits með flugöryggi en í þessum síð-
asta flokki voru 268 atriði til skoðun-
ar.
Samtals voru gerðar 33 athuga-
semdir við íslensku flugmálastjórn-
ina, eða 6,5% af þeim 504 atriði sem
könnuð voru. Meðaltal allra landanna
í könnuninni var hins vegar 83 atriði
sem áfátt var, eða 16,5 % af könnuð-
um atriðum. ■
ÞORGEIR PÁLSSON FLUGMÁLASTJÓRI
Flugmálastjóm kemur vel út í könnun Al-
þjóðaflugmálastofnunarinnar um starfs-
ramma flugmálastjórna i 33 löndum.
- C:. - ,