Fréttablaðið - 29.06.2001, Side 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
29. júní 2001 FÖSTUPACUR
f Bf í ÍABLAfJiD
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson
Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavlk
Aðalslmi: 515 75 00
Sfmbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: (safoldarprentsmiðja hf.
Dreifing: Póstflutningar ehf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins f stafrænu formi og I gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
SMS í Frelsi
lækkaði úr
15 kr. í 9 kr.
Heiðrún Jónsdóttir forstöðumaður upplýs-
inga- og kynníngarmála Símans skrifar:
slMCJðLP Að gefnu tilefni telur Síminn
ástæðu til að leiðrétta misskilning
sem fram kemur í bréfi Ólafs Mar-
geirssonar sem birtist í Fréttablað-
inu 25. júní síðastliðinn. í bréfinu
verður honum tíðrætt um lækkun
Símans á SMS- sendingum i Frelsi og
heldur hann því fram að ekki sé um
lækkun að ræða. Nokkuð hafa stað-
reyndir skolast til og þar af leiðandi
er niðurstaðan ekki rétt. í greininni
er því haldið fram að SMS-sendingar
í Frelsi hafi einungis lækkað um eina
krónu eða úr 10 kr. í 9 kr. Hið rétta er
að frá og með 15. maí lækkaði kostn-
aður við það að senda SMS-skilaboð í
Frelsi úr 15 kr. í 9 kr. eða um 6 kr.
Þessi mikli munur skekkir vitanlega
allar niðurstöður bréfritara og gerir
allan útreikning rangan. Þannig þarf
ekki að senda út 31 skilaboð til að
þessi „lækkun borgi sig“ eins og kom
fram í bréfi Ólafs heldur einungis 8 -
og Ijóst er að þessi breyting kemur
verulega til móts við þá aðila sem
mikið nota þessa vinsælu þjónustu.
Til útskýringar má geta þess að
gjaldfært verður fyrir öll send SMS-
skilaboð en áður voru fyrstu þrjú
skilaboðin á dag gjaldfrjáls. Algengt
er að nota þá aðferð þegar verið er að
kynna nýjar vörur eða þjónustu að
notast við lágmarksgjaldfærslu en að
kynningu lokinni er hún gjaldfærð á
réttu verði. Á þennan hátt voru
fyrstu þrjú skeytin ekki gjaldfærð
meðan SMS-þjónustan sleit barns-
skónum. ■
Framtíðarsýn þrjátíu árum of seint
Markvisst verði unnið að því að
byggja upp tvö til þrjú öflug
kjarnasvæði sem valkost við höfuð-
borgarsvæðið. Þessi
kjarnasvæði verða
að hafa burði til að
treysta búsetu í við-
komandi landshlut-
un og vera þannig
kjölfesta fyrir
byggð í landinu öllu.
Nauðsynlegt er að
kjarnasvæði og höf-
uðborgarsvæði hafi
með sér náið sam-
starf og verkaskiptingu, sem byggir
á sameiginlegri framtíðarsýn. - Þessi
málsgrein í tillögum byggðanefndar
Sambands íslenskra sveitarfélaga er
merkileg. Hún er þrjátiu árum of
seint á ferðinni en samt. Þeir emb-
ættismenn og stjórnmálamenn sem
hafa gert tilraun til þess að yfirfæra
skandinavíska hugmyndafræði í
byggðaþróun yfir á íslenskar aðstæð-
ur, hafa hingað til fengið bágt fyrir
hjá samkór sveitarstjórnarmanna.
Vaxtarsvæðum Davíðs Oddsonar var
t.d. vísað á bug í upphafi ferils hans í
landsmálum.
Litlar líkur eru hins vegar til þess
að hægt sé að koma á borgarsamfé-
lagi á Austurf jörðum og Vestfjörðum
þar sem ekki er fyrirsjáanlegt að
verði nema tíu þúsund manns á hvoru
kjarnasvæði. Miklu vænlegra hlýtur
að teljast að einbeita sér að Eyja-
fjarðarborg, þar sem 35-40 þúsund
manns gætu verið á svæðinu innan
tíðar, og skilyrði skapast til borgar-
Mél manna
Einar Karl Haraldsson
segir að of seint sé að hugsa um
annað en Eyjafjarðarborg.
vaxtar. En það eru ekki mikil líkindi
til þess að pólitísk eining skapist í
landinu um stórvirkið Eyjafjarðar-
borg sem kallar á markvissan for-
gang um árabil í fjárfestingum og
uppbyggingu. Þar í firði eru menn
ekki tilbúnari en svo að sveitarfélög-
in ná ekki að sameinast á svæðinu.
Og aðrir segja: Er ekki nóg að Eyfirð-
ingar hafi háskólann? Samkvæmt
hinu skandinavíska módeli, sem á
margan hátt hefur reynst vel á síð-
ustu 40 árum, er það þrenningin
þekking, menning og tengsl við al-
þjóðlegar samgöngur og fjarskipti
sem ræður úrslitum í byggðaþróun. í
nafni þeirrar þrenningar væri hægt
að búa til borgarsegul í Eyjafirði ef
allir landsmenn sameinuðust um þá
framtíðarsýn. Eftir önnur þrjátíu ár
verður það líka of seint. ■
—♦—
„Þrenningin
þekking,
menning og
tengsl við al-
þjóðlegar
samgöngur og
fjarskipti ræð-
ur úrslitum I
byggðaþróun."
—
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001 - 2024
Byggtá 56 hekturum
í Vatnsmýrinni
Vatnsmýrin 2016-2024
70 hektörum ráðstafað eftir 2024. Möguleiki á flugvelli á
einni braut eða í vinkli út í Skerjafjörð. Alhliða þjónustu- og
samgöngumiðstöð byggð við Oskjuhlíð.
v«msMÝHl Nýtt aðalskipulag Reykja-
víkur sem nú er í kynningu tekur mið
af almennri atkvæðagreiðslu sem
fram fór meðal borgarbúa í Reykja-
vík 17. márs sl. sem þó var ekki bind-
andi fyrir borgarstjórn. Gert er ráð
fyrir að umfang flugvallarstarfsemi
dragist saman á skipulagstímabilinu
sem nær til 2024 en íbúðabyggð og
önnur atvinnustarfsemi en flugrekst-
ur aukist að sama skapi. Gert er ráð
fyrir að 56 hektarar af flugvallar-
svæðinu fari undir blandaða byggð
íbúða og atvinnuhúsnæðis, samtals
um 2000 íbúðir og 155.000 fermetra
atvinnuhúsnæðis. Ráðstöfun á 70
hektörum af flugvallarsvæðinu bíður
hins vegar ákvörðunar þar til eftir að
skipulagstímabilinu lýkur, það er að
segja til 2024 eða síðár. Svo virðist
því sem skilinn sé eftir sá möguleiki
að flugvöllur verði á einni braut í
Vatnsmýri eða að vinkilbraut verði út
í Skerjafjörð.
2001 - 200?
Gert er ráð fyrir að á svæðinu
austan núverandi flugbrautar 02-20
verði byggð upp alhliða þjónustu- og
samgöngumiðstöð og samhliða legg-
ist af sá rekstur sem tengist núver-
andi flugstöð vestan við. Þessi upp-
bygging er sögð geta hafist strax á
og hinsvegar um 9 hektara svæði
austan núverandi íbúðabyggðar í
Skerjafirði sem gæti rúmað allt að
275 íbúðír.
2010 - 2016
Við flutning snertilendinga í æf-
inga- og kennsluflugi á flugvöll í ná-
grenni höfuðborgarsvæðisins opnast
þróunarmöguleikar á um 11 hektara
svæði austur af háskólasvæðinu og
Litla-Skerjafirði. Stefnt er að því að á
svæðinu verði blönduð byggð íbúða-
og atvinnuhúsnæðis. Svæðið gæti
rúmað 300 íbúðir og 40.000 fermetra
atvinnuhúsnæðis.
2018 - 2024
Á þessum árum gætu byggst 1400
íbúðir og 25.000 fermetrar atvinnu-
húsnæðis á 30 hektara svæði milli
Skerjafjarðar og Litla-Skerjafjarðar.
2024 - 20??
Um 70 hektarar sem eftir eru á
flugvallarsvæðinu koma til ákvörð-
unar eftir að skipulagstímabilinu lýk-
ur 2024. ■
fyrsta hluta skipulagstímabilsins.
2005 - 2008
Gert ráð fyrir að opnist möguleiki
á uppbyggingu á tveimur svæðum.
Annarsvegar 7 hektara svæði næst
Hringbraut þar sem rúmast gætu allt
að 90.000 fermetrar atvinnuhúsnæðis
Hollvinir Reykjavíkurflugvallar:
Ákvörðun borgar kemur ekki á óvart
vatnsmýrin Friðrik Pálsson formaður
Hollvinasamtaka Reykjavíkurflug-
vallar segir að áform borgaryfir-
valda um nýtingu Vatnsmýrarinnar
með blandaðri byggð í drögum að
nýju aðalskipulagi komi ekki á
óvart. Hann segir að samtökin séu
ekki búin að segja sitt síðasta orð í
þessu máli.
Hann segir að það standi hins
vegar enn þá upp á borgarstjóra
hvaða tillit hún ætli sér að taka til
Samtök um betri byggð:
Framsóknaraðferð“ til að halda vellinum
))
aðalskipuiag Örn Sigurðsson stjórn-
armaður í Samtökum um betri byggð
segir að fljótt á litið veki drög að
nýju aðalskipulagi borgarinnar ekki
bjartar vonir hjá sér. Hann telur að
þama sé á ferðinni einhver „Fram-
sóknaraðferð" til að komast hjá því
að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýr-
inni, enda bendi margt til þess að ver-
ið sé að opna á möguleika til að völl-
urinn geti verið þarna eftir 2016.
Hann telur einsýnt að næstu borgar-
stjórnarkosningar muni snúast um
skipulagsmálin þótt borgaryfirvöld
*
ÖRN SIGURÐS-
SON ARKITEKT
Fljótt á litið valda
drög að nýju að-
alskipulagi von-
brigðum.
vilji komast hjá því.
Hann segist verða
fyrir miklum von-
brigðum ef al-
mennilegir vinstri-
og sjálfstæðismenn
sameinist ekki um
eitthvert pólitískt
afl til að sinna borg-
armálum.
Hann segir að
drögin að aðalskipu-
laginu séu ekki
heldur mjög góð. í
því sambandi bendir hann á að eldri
hluti borgarinnar, þ.e. vestan Kringu-
mýrarbrautar sé að verulegu leyti al-
veg skilin útundan í þéttingu byggð-
ar. Hann segir að á næstu vikum og
mánuðum muni samtökin takast á við
þessi drög á faglegum forsendum og
gagnrýna það sem þeim þykir miður
fara og benda á leiðir til úrbóta eins
og þau hafi gert. f því sambandi
minnir hann á að samtökin hafi lagt
fram tillögur að svæðisskipulagi höf-
uðborgarsvæðisins og það sé þeirra
leiðarvísir. ■
■ skoðanakannana
I meðal landsmanna
I þar sem fram kom
B s * fi 'ijH að meirihluti þeirra
ri sé fylgjandi því að
K Á miðstöð innan-
Ki Fm landsflugsins verði
BHL—-------Æ inni. Þá sé hann
friðrik sömu skoðunar og
u .,PÁLS,S?N ... fyrr að það sé mjög
Hollvmir hafa ekk, é { ^ kki sé
sagt sitt sloasta t , ,
6 orð meira sagt að borg-
arstjóri skuli hafa
lagt út af niðurstöðu úr skoðana-
könnun borgarbúa með þeim hætti
sem hún gerði. Hann minnir einnig á
að meirihluti borgarbúa sé fylgjandi
áframhaldandi veru vallarins í
Vatnsmýrinni. í því sambandi bend-
ir hann á að það hefði verið yfirlýst
stefna borgaryfirvalda að þyrfti
75% þátttöku í kosningunum til að
niðurstaða þeirra yrði bindandi. Það
var ljóst að það mundi ekki nást og
því sat aragrúi af fólki heima. Niður-
staðan hefði því verið markleysa. ■
✓
HVALASKOÐUN
frá Reykjavíkurhöfn, alla daga kl. 10:30
www.whalewatching.is.
HVALSTÖÐIN sími 421-2660
V