Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2001, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 29.06.2001, Qupperneq 10
10 i£^46LAE>ffi 29. júní 2001 FÖSTUD/\CUR Fyrrverandi eiturlyfj afræðingur: Akærð fyrir að byrla manni sínum eitur SAN pieqo,.ap- Fyrrverandi eiturlyfja- fræðingur á rannsóknarstofu lík- skoðara hefur verið ákærður fyrir að byrla eiginmanni sínum eitur. Maðurinn fannst látinn í rúminu sínu undir hrúgu af rósakrónum, alveg eins og sjá má í einu atriði kvik- myndarinnar vinsælu „Amerísk feg- urð.“ Fyrst var talið að maðurinn hafi framið sjálfsmorð, en nú gæti eiginkona hans, sem er 24 ára, hins vegar átt yfir höfði sér dauðadóm fyrir morðið eftir að hafa verið handtekin á mánudag. ■ Rafiðnaðarsamband Islands: Launaliður laus við Samtök verslunarinnar verkalýðsmAl Rafiðnarsamband ís- lands telur að launaliður kjarasamn- ings þeirra við Samtök verslunarinn- ar sé laus. Það sé m.a. vegna þess að Samtökin telja sig ekki vera bundna af handsöluðu samkomulagi um að félagsmenn RSÍ mundu fá samsvar- andi breytingar á sínum kjörum ef endurskoðunarnefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins mundi ákveða breyt- ingar á almenna samningnum. Sem kunnugt er þá ákvað nefndin að hækka orlofs- og desemberuppbót um 16.400 krónur við endurskoðun samninga í mars sl. Guðmundur Gunnarsson formað- ur RSÍ segir að menn séu „grautfúl- ir“ út í þessa afstöðu Samtaka versl- unarinnar. Hann segir að menn muni sækja þessa hækkun á vinnustöðum sínum hjá fyrirtækjum innan SV, enda fátt sem bendir til annars en það gangi upp. Hann segir að þótt menn telji að launaliður samningsins sé laus þá muni það ekki koma að sök, enn sem komið er. Það kunni hins vegar að geta sagt til sín seinna meir ef fram fer sem horfir um endur- skoðun samninga í byrjun næsta árs. Haukur Þór Hauksson formaður Samtaka verslunarinnar segist ekki kannast við neitt handsalað sam- komulag í þessum efnum, auk þess sem það kemur þeim ekkert við það sem Samtök atvinnulífsins gera við sína viðsemjendur. Aðspurður hvort hann óttist ekki áhrifin af þessu í samskiptum þeirra við RSI segir hann að ef menn séu eitthvað fúlir, þá verði þeir einfaldlega að eiga það við sjálfan sig. ■ JjHÍJJ JjHJ'íJ íUJjJJU/jfi jjJíhjjjjjj'ÍjJhxj/íj Kælibox 12 v. 24. litra. 10800; FL 095 NR 611431 Kælibox 12 v. 22. litra. með aukaloki Vatnsketill 12 volt. Inniljósl2 volt. í hjólhýsið / bátinn Formúla 1 bílabón + spray á mæla- borðið og dekkin Bílasápa m/bóni 575 ml. FL 095'^~~ NR 425410 FL 095 NR 425413 12.520; FL095 NR 611310 FL095 NR 611439 ■■■■ Valeo Þurrkublöð APA þvottakústai og sköft Komdu í Bílanaust naust Það er komið \ sumar! á Tilboðin gilda út júlí Betra útsýni meira öryggi - Speglar meö frammlengingu fyrir fellihýsi, hjólhýsi o.fl. 2.496,- FL095 NR 330941 REYKJAVÍK HAFNARFJÖRÐUR AKUREYRI KEFLAVlK EGILSSTAÐIR HORNAFJÖRÐUR Borga_rtúni_26 | Blldshöfða 14_ | Skeifunni 2 | Baejarhrauni 6 | palsbrautJ A jGrófin 8 | Lyngás 13 | (780) Asjauparvei garvegur Sími: 535 9000 Simi: 567 2900 Sími: 535 9070 Sfmi: 565 5510 Simi: 461 5522 Sími: 421 7510 S 1244 Sími: 478 1490 MAKEDÓNÍUMENN LÍTT HRIFNIR AF VESTURLÖNDUM Sérsveitir makedónísku lögreglunnar með albanska, bandaríska og evrópusambandsfán- ann í Aracinovo en albanskir uppreisnarmenn voru reknir þaðan á mánudag. Varað við ferðalögum til Makedóníu: NATO undir- býr aðgerðir skopíe. ap. Bandaríkin, Þýskaland og Bretland vöruðu í gær ríkisborgara sína við því að ferðast tii Makedóniu. Andúð gegn afskiptum Vesturlanda hefur aukist í Makedóníu en slav- neskir íbúar landsins segja þau draga taum albanska minnihlutans. í yfir- lýsingu bandaríska utanríkisráðu- neytisins segir að bandarískir ibúar landsins hafi orðið fyrir auknu áreiti í kjölfar þessa. Viðvörunin kemur nokkrum dög- um eftir uppþotin i Skopje. Þau fyl- gdu í kjölfar aðstoðar Atlantshafs- bandalagsins (NATO) sem hjálpaði til við að leysa upp umsátur albanska skæruliða um nágrannabæ Skopje. NATO hélt í gær áfram undirbún- ingi áætlunar um að senda 3.000 manna liðsstyrk til Makedóníu til að aðstoða við afvopnun skæruliðanna. Bandaiagið vonast til þess að aðildar- ríki þess samþykki aðgerðina á morgun. Að sögn embættismanns sem ekki vildi láta nafn síns getið þá verður ekkert gert nema algert vopnahlé sé komið á i Makedóníu og vilji makedónískra stjórnmálamanna til friðsamlegra lausna á málinu liggi ljós fyrir. ■ I RETTARSALNUM Estrada (t.h.) og verjandi hans Andres Narvasa Filippseyjar: Estrada ákærður manila. AP. Joseph Estrada, fyrrum forseti Filippseyja, var í gær sakaður um meinsæri, glæp sem getur varðað allt að sex ára fangelsi. Þúsundir lög- reglumanna voru í viðbragðsstöðu í Manila en allt eins var búist við því að óeirðir brytust út. Þær áhyggjur voru þó ástæðulausar því eingöngu nokkrir tugir manns mættu til að mótmæla því að Estrada yrði dregin fyrir dómstól. Estrada var fluttur í réttarsal frá herspítalanum þar sem hann hefur dvalið. Réttarhöld í málinu hefjast 2. ágúst. Kvikmyndastjarnan fyrrver- andi er fyrsti forseti Filippseyja sem ákærður er fyrir glæp. Honum var steypt af stóli í janúar síðastliðnum. Estrada brosti og veifaði er hann kom að dómshúsinu, Hann var þó öllu alvarlegri er hann hlýddi á dómar- ann. Estrada neitaði því að svara ákæruatriðum þannig að dómsstóll- inn gerði það fyrir hans hönd og hélt fram sakleysi hans. Einungis tvær vikur eru þangað til Estrada þarf að mæta fyrir rétti næst en þá verður hann ákærður fyr- ir að hafa dregið að sér fé og þegið mútur í embættistíð sinn. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.