Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 17. júlí 2001 ÞRIÐJUDAGUR SPURNINC DACSINS Hvað finnst þér um mál Árna Johnsen? Alveg hroðalegt og kannski meira barna- legt. Bæði framkvæmdín upphaflega og sfðan hvernig hann bregst við eftir hana. Það er barnalegt hvernig hann hegðar sér sem þingmaður, þó enginn krakki gæti hag- að sér svona asnalega. Hann á bara að fjúka af þingi, ég trúi ekki öðru en að Sjálf- stæðisflokkurinn setji hann út, því þetta hlýtur að stórspilla fyrir flokknum. Örn Stefánsson ellilffeyrisþegi Viðskipti byggingar- nefndar Þjóðleikhússins við BM-Vallá: Skilagjald greitt á reikn- ing Arna stjórnsýlsa Stefán Baldursson, Þjóðleikhússtjóri, fór í gær fram á skrifleg svör frá BM-Vallá varð- andi viðskipti Árna Johnsens við fyrirtækið á undanförnum vikum og mánuðum í nafni bygginga- nefndar Þjóðleikhússins. í svari fyrirtækisins, sem und- irritað er af Guðmundi Benedikts- syni forstjóra, segir að óðalsstein- ar hafi verið pantaðir í reikning byggingarnefndar Þjóðleikhúss- ins fyrir rúm 160 þúsund krónur 11. maí s.l. Sagt er að Árni hafi sótt vörurnar og pantað utanað- komandi vörubíl til að flytja þær. Einnig kemur fram í svarinu að vegna skila á umbúðum utan af steinunum 28. maí s.l. hafi Árna verið endurgreiddar 12 þúsund krónur á sinn reikning. „Það er mjög skýrt í stjórn- sýslulegu skipuriti að það er Framkvæmdasýsla ríkisins sem á að annast allt reiknishald og eftir- lit með framkvæmdum á vegum byggingarnefndarinnar og við treystum að ekkert færi úrskeið- is,“ segir þjóðleikhússtjóri. Hann vill ítreka að fjármál byggingar- nefndarinnar eru aðskilin rekstri Þjóðleikhússins.B Forseti Alþingis vegna Arna Johnsen: Ríkisendur- skoðun sent bréf Gísla stjórnmál „Ég veit lítið um þetta mál nema þaö sem ég hef heyrt í fréttum sem er stopult af því ég hef verið í fríi,“ sagði Halldór Blöndal, forseti Al- þingis, spurður um mál Árna Johnsen. „Ég átti stuttan fund með ríkisend- urskoðanda og hef sent honum bréf Gísla Einarssonar til meðferðar." Aðspurður um áhrif þinghelgi á meðferð málsins, sagði Halldór: „í 49. gr stjórnar- skrár segir að meðan Alþingi er að störfum megi ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál á móti honum án sam- þykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp. Á hinn bóginn má auðvitað rannsaka mál sem snerta alþingismenn og hefur hvað eftir annað verið gert. Dæmi eru um að mál hefur verið höfðað gegn al- þingismanni í þinghléi en nú er sú breyting að Álþingi starfar allt árið. Þá geta komið upp álitamál, sem ég þori ekki að segja um að óathuguðu máli.“ ■ Formaður Frjálslynda flokksins: Gísli S. Einarsson vill Ama burt: Þetta mál er gróf- lega dapurlegt stjórnmál Formaður Cy W|| að ég sleppi því, en þetta Frjálslynda flokksins, fc ú* mál er gróflega dapur- Sverrir Ilermannsson, K M legt. Fyrst að það er svo sagði að rétt hefði verið K ■ að hann játar að hafa sagt af Árna Johnsen að segja H -- H ósatt þá finnst mér það af sér formennsku í bygg- eðlilegt að hann segi af ingarnefnd Þjóðleiks- ÚÚ- sér. Allt er málið hið hússins en vildi þó ekki tófeV.. vandræðalegasta og dap- segja til um hvort rétt urlegasta," sagði Sverrir væri af Árna að segja af vandræðalegt 0g bætti því við að hann sér þingmennsku vegna Sverri pykv málið afar jgjjjj kurj myn(ju málsins. van ræ aeg koma til grafar í stjórn- „Það verða nógu margir til sýsluúttekt Alþingis á störfum þess að dæma Árna Johnsen þótt nefndar. ■ Kallar á afsögn stjórnmál Gísli S. Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd Al- þingis, segir að Árni Johnsen eigi að segja tafarlaust af sér og geri hann það ekki eigi formaður þing- flokks hans, Davíð Oddsson, að óska eftir því að hann víkji sæti. „Ef ég lenti í svipaðari stöðu og hann væri ég búinn að segja af mér og ef ég hefði ekki gert væri formaður míns þingflokks búinn að segja mér að víkja. Það gengur ekki upp að Árni Johnsen segi þjóðinni ósatt og taki vörur ófr- jálsri hendi - það er þjófnaður," sagði Gísli. Það ferli sem Gísli hefur nú sett af stað innan stjórnkerfisins - að óska eftir stjórnsýslu- og bókhaldsúttekt á störfum bygg- ingarnefndar Alþingis - getur leitt til þess að Árni verður kærð- ur fyrir þjófnað af ríkissaksókn- ara. „Virðingu Alþingis setur niður við þetta og almenningur gerir kröfu til þess að þingið hreinsi sig af þessu hið fyrsta. Forsætisráð- herra ætti að gefa yfirlýsingu vegna málsins - bæði sem ráð- herra og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins - ekki sein- na en í dag,“ sagði Gísli. ■ KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR „Málið lítur skelfilega út eins og það hefur komið fram í fjölmiðlum," segir þingmaður VG. Rannsakar allar ,,snert- ingar“ Arna við kerfið Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir rannsókn stofnunarinn- ar, sem fram fer á málum Arna Johnsen, fyrstu rannsóknina sem bein- ist sérstaklega að þingmanni. RÍKISENDURSKOÐUN Rannsókn á embættisfærslu Árna Johnsen er fyrsta rannsókn Ríkisendurskoð- unar sem beinist sérstaklega að þingmanni. Halldór Blöndal for- seti Alþingis sendi ríkisendur- skoðenda beiðni Gísla S. Einars- son um úttekt á stjórnsýslu og bókhaldi byggingarnefndar Þjóð- leikhússins án frekari fyrirmæla. í framhaldi af þvi ákvað Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi að efnt yrði til rannsóknar á embætt- isfærslu Árna Johnsen sem for- manns byggingarnefndar. „Við höfum tekið sjálfstæða ákvörðun um rannsókn og munum kanna allt sem lýtur að bygginganefnd- inni og það sem upp kann að koma eftir því sem rannsókninni vindur fram“, sagði Sigurður Þórðarson. „Við munum kanna allar snerting- ar þingmannsins við opinbera kerfið, ef svo má segja, og að sjálfsögðu taka viðtöl við fólk og ráðamenn." Mál sem snerta embættis- færslu og fjárreiður hjá stofnun- um á vegum ríkisins eru eitt til þrjú á ári til jafnaðar. Þeim lýkur annað hvort með því að viðkom- andi starfsmaður hættir og greið- ir til baka það sem hann hefur misfarið með, ef um minniháttar upphæðir er að tefla, en sé stór- fellt misferli á ferðinni er málum vísað frá Ríkisendurskoðun til lögreglurannsóknar. Stærsta mál- ið sem Ríkisendurskoðun hefur fengið til meðferðar á síðustu árum var Landsbankamálið svo- kallaða þar sem bankastjórar voru sakaðir um að hafa gefið rangar og villandi upplýsingar. ■ Kolbrún Halldórsdóttir: Öllum steinum verði velt stjórnmál „Það er dapurlegt að fyrstu viðbrögð þingmannsins skuli hafa verið að segja ósatt. Maður er dapur yfir því að einn svartur sauður skaðar heildarí- myndina," segir Kolbrún Hall- dórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um fréttir af embættis- ráðstöfunum Árna Johnsen. Hún bendir á að hann hafi í áraraðir sinnt mörgum ábyrgðarstöðum á vegum þings og ríkisstjórna og notið víðtæks trúnaðar æðstu ráðamanna. „Þeir sem treysta þingmanni fyrir störfum af þessu tagi ættu að vera fyrstir til að fara fram á að hann geri reikningsskil, öllum steinum verði velt við í orðsins fyllstu merkingu" segir Kolbrún, á þar við meðal annars við Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra. „Því má heldur ekki gley- ma að um er að ræða fyrsta þing- mann Suðurlands. Einnig er at- hyglisvert að útboðsreglum skuli ekki vera fylgt,“ segir Kolbrún. ■ Vestmannaeyjar: Bæjarbú- ar slegnir stjórnmál Sigrún Sigurgeirsdóttir forseti bæjarstjórnar í Vest- mannaeyjabæ segir að bæjarbúar séu slegnir yfir máli Árna John- sen þingmanns. Svo væri einnig þótt aðrir ættu í hlut. Hún telur að þetta mál muni eflaust bera á góma meðal sjálfstæðismanna í bæjarpólitíkinni í Eyjum. Að öðru leyti vildu hún ekki tjá sig um þetta mál. Eyjamenn eru nokkuð varkárir í umfjöllun sinni um málefni þing- mannsins á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir í þeirri opinberu rannsókn sem búið er að fara fram á. Sumir hverjir viðurkenna þó að þeir séu heldur aumir yfir VESTMAN N AEYJAR Margir sjálfstæðismenn I Eyjum eru heldur aumir yfir því hvernig komið er fyrir þing- manni þeirra Árna Johnsen. öllum þeim álitshnekki sem Árni hefur orðið fyrir í þessu máli. Meðal stuðningsmanna Árna er talað um málið hafi þróast á mjög alvarlegt stig þegar Ijóst var að hann hafði sagt ósatt um steina Þjóðleikhússins sem hann notaði í eigin þágu. ■ Fyrsti varaþingmaður Árna: Sallarólegur og nóg að gera í garðyrkju stjórnmál Kjartan Ólafsson for- maður Samtaka garðyrkjubænda er fyrsti varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi og sá sem mundi taka sæti Árna Johnsen á Alþingi ef mál skyldu þróast með þeim hætti að Árni yrði að láta af þingstörfum. Kjart- an segist ekkert vera farinn að huga að hugsanlegri þingsetu, enda segist hann hafa alveg nóg að gera og hugsa í starfi sínu sem garðyrkjubóndi. Hann segist því persónulega vera alveg sallaró- legur og því ekki með neinn æðu- bunugang út af því. Hann segist hins vegar ekkert geta tjáð sig um málefni Árna og ber við að hann hafi lítið getað fyl- gst með því. Hann leggur þó áherslu á að það verði upp- lvst sem fyrst. Á meðan niður- staða sé ekki komin í þá rannsókn sé ekki hægt að vera með ein- hverja dóma. Aftur á móti sé því ekki að leyna að þetta hefði komið sér á óvart. Þá sé við- búið að flokksmenn muni ráða ráðum sínum þegar öll kurl verða komin til grafar í þessu máli. ■ KJARTAN ÓLAFS- SON Segist ekkert vera farinn að huga að hugsanlegri þingsetu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.