Fréttablaðið - 01.08.2001, Page 6

Fréttablaðið - 01.08.2001, Page 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 1. ágúst 2001 MIÐVIKUPAGUR SPURNINC DACSINS Finnst þér réttlætanlegt að heimila marjúana í læknisfræðilegum tilgangi? Já ég er hlynnt þvf. Ópíum og ýmis kanna- bisefni hafa lengi verið notuð í læknis- fræðilegum tilgangi og síðan var þetta bannað eftir heimsstyrjöld, þegar farið var að skilgreina þetta sem eiturlyf. Það er nóg framleitt af þessu, mörg lönd velta milljörð- um á því að framleiða þetta og fyrst hægt er að nota þetta i þessum tilgangi þá því ekki að gera það? Hafdís Erla Hafsteinsdóttir vinnur hjá Markaðsnetinu Morgunblaðið og Skjár Einn: Fréttamönn- um sagt upp fjölmiðlar „Við höfum tekið ákvörðun um að ráða ekki í þær stöður sem losna. Svo erum við að íhuga fleiri uppsagnir en það er ekki endanlega frágengið," sagði Hallgrímur Geirsson, fram- kvæmdastjóri Árvakurs, sem gef- ur út Morgunblaðið. Hann sagði þetta snerta flestar deildir blaðs- ins en ritstjórnin sé sú stærsta og útgjaldafrekasta. „Rekstrargjöldin hafa aukist, bæði í kjölfar kjarasamninga og lækkun krónunnar, og tekjuaukn- ingin hefur ekki fylgt þessu. Þar hefur helst orðið samdráttur í auglýsingatekjum,“ sagði Hall- grímur um ástæður þessara að- gerða. „Það var öllum fréttamönnum sagt upp störfum frá og með deg- inum í dag á fundi með fjármála- og sjónvarpsstjóra Skjás Eins,“ sagði Sólveig Kr. Bergmann, fréttastjóri stöðvarinnar, í gær. Hún sagði að samningaviðræður væru við aðra miðla um fréttaöfl- un og lestur í fréttatíma Skjás Eins. Engin frekari fréttavinnsla verði á stöðinni. ■ —♦— 20% samdráttur í sölu geisladiska í Danmörku: Ekki sama hér TÓNLIST Ekki má búast við miklum samdrætti í sölu á geisladiskum á þessu ári segir Steinar Berg, for- stöðumaður tónlistardeildar Skíf- unnar. I Danmörku var sala á geisladiskum 20% minni á fyrri helm- ingi ársins í ár en á sama tíma í fyrra og telja talsmenn út- gáfuaðila í samtali við Berlingske tidende það einkum vera vegna aukn- ingar í afritun á diskum og niður- hleðslu tónlistar af Netinu. Steinar bendir á að sölutölur liggi enn ekki fyrir. Hans tilfinning sé að e.t.v. hafi dregið úr sölu á fyrrihluta ársins en sölutölur séu ekki marktækar fyrr en í árslok. „Það er von á gríðarlega sterkum plötum með haustinu sem hafa munu áhrif á heildarsöluna,“ segir Steinar sem telur ekki líklegt að ný tækni eigi eftir að hafa mikil áhrif á sölu tónlistar í heildina. „Þetta eru að sumu leyti svipaðar raddir og heyrðust þegar kassetturnar komu á markaðinn." Steinar segir að vissulega séu sveiflur á tónlist- armarkaðinum. „Það seldist minna af tónlist á síðasta ári en árið á undan. Það skýrist hins vegar að mínu mati af því að í fyrra voru engar mjög sterkar íslenskar plöt- ur á markaðnum, sölulega séð.“ ■ STEINAR 8ERG „Það er von á gríðarlega sterk- um plötum með haustinu sem hafa munu áhrif á heildar- söluna." Bandarísk rannsókn: Gamalmenni misnotuð á 1 af hverjum 3 elliheimilum heilsa. Bandarískir vísindamenn, sem á vegum stjórnvalda rann- sökuðu líkamlegt og kynferðis- legt ofbeldi á elliheimilum í tvö ár, fundu út að í meira en 10 þús- und tilfellum á meira en þriðjungi elliheimila í landinu, átti slíkt of- beldi sér stað. í skýrslunni sem birt var í gær kemur í ljós að til- kynningar um alvarlegt líkam- legt, kynferðislegt og andlegt of- beldi voru fjölmargar á tímabil- inu. Á meðal þess sem íbúarnir á elliheimilunum kvörtuðu undan var legusár sem það fékk enga meðferð við, léleg heilsugæsla, vannæring, slys sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir og slæm hreinlætisaðstaða. í 1.601 tilfelli olli hin slæma meðferð því að íbúarnir lentu í mikilli lífshættu eða hættu á að slasast alvarlega. „Þetta eru sláandi niðurstöð- ur,“ sagði Henry Waxman, leið- togi nefndarinnar sem hafði um- sjón með rannsókninni, í viðtali á fréttavef ABC. í sumum tilfellum voru starfs- menn á elliheimilunum sakaðir um líkamlega eða kynferðislega misnotkun og í öðrum var starfs- liðið sakað um að hafa ekki verndað fólk nægjanlega vel frá ofbeldi sem þeir voru beittir af öðrum íbúum. ■ LÖGRECLUFRÉTTIR Lögreglan á Siglufirði sagði ró- legt yfir öllum og fólk vera að búa sig undir næstu helgi en þar verður útihátíðin Síldarævintýrið haldið. Sagði talsmaður lögregl- unnar aukinn mannskap bætast við lögregluliðið því gert er ráð fyrir auknum umsvifum. Sagði hann forsvarsmann hátíðarinnar bjartsýna á þátttökufjölda en á síðasta ári komu í kringum þrjú þúsund manns á hátíðina. —♦— Lögreglan í Vík hafði afskipti af ökumann í fyrrinótt grun- aðan uni ölvun við akstur. Þá slitnaði háspennukapall í fyrra- kvöld og var rafmagnslaust í Landbroti og í Meðallandi í um tvo tíma. Hafði bílpallur rekist í línuna sem slitnaði við álagið. S S slátrar sem aldrei fyrr SS býr sig nú undir að slátra 50 prósent meira heldur en áður. Mun ekki hafa áhrif á gjaldskrá okkar, segir framleiðslustjóri SS. Segja bændur hafa staðið við bakið á SS og það við bak þeirra. AUKIÐ FRAMBOÐ Sláturfélag Suðurlands ætlar að auka slátrun hjá fyrirtækinu um allt að 50 prósent og er það tilkomið vegna þess að fjöldi bænda neitar að slátra hjá Goði. Þessi aukning mun þýða að sláturtíðin verður lengd fram í desember og fjöldi sláturfjárs hjá SS verður um 150 þúsund. lanpbúnaður Sláturfélag Suður- lands býr sig nú undir 50 prósent aukningu í slátrun frá því í fyrra og er það vegna þess að fjöldi bænda mun ekki ætla að slátra sínu fé hjá Goða. Undanfarið hefur styr staðið um rekstur Goða og bændur eru æfir vegna þess að Goði býður þeim verð 15 og 25 prósentum undir viðmiðun- arverði; getur ekki greitt fyrir innlagða dilka fyrr en í janúar og október á næsta ári. Sláturfélag Suðurlands býst við því að taka inn til sín fleiri dilka frá þeirra starfssvæði, en það nær frá Lómagnúpi í austri að Hvítá í Borgarfirði. „Við höfum verið að sækja fé vestur í Dali og væntanlega kom- um við til með að sækja fé í Ör- æfasveit austan Skeiðarársands. Það er þó alveg ljóst að við ráð- um aldrei við að slátra öllu því fé sem að Goði hefur verið að slátra á landsvísu," sagði Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri hjá Sláturfélaginu. Hann bætti því við að þó svo að fyrirtækið ætlaði að taka til sín meira slát- urfé en áður myndi fyrirtækið hækka verð sitt til bænda á milli ára. Aðspurður af hverju Sláturfé- lagið gæti boðið betra verð en Goði svaraði Guðmundur því til að Sláturfélagið væri vel rekið fyrirtæki og það hefði fram- kvæmt ákveðnar skipulagsbreyt- ingar á sínum sláturhúsum fyrir nokkrum árum. „Við erum vel fjárhagslega stæðir og bændur hafa staðið vel við bakið á okkur og við við bak- ið á bændum. Við erum ekki að kaupa dilkinn of háu verði. Verð- ið ræðst af því verði sem við fáum fyrir afurðirnar í smá- sölu,' agði Guðmundur. Sláti un er hafin hjá Sláturfé- laginu og mun fyrirtækið slátra 12-14 þúsund fjár í ágúst. í sept- ember mun fyrirtækið hefja slátrun 10 til 20 dögum fyrr en verið hefur. Þannig mun fyrir- tækið lengja sláturtíðina umtals- vert og verður einnig slátrað í nóvember og desember eftir þörfum. omarr@frettabladid.is Verslunarmannahelgin: Flestir til Eyja og á Eldborg VERSLUNARMANNAHELGIN Útihátíðir eru haldnar víðs vegar um landið um næstu helgi. Má telja víst að langmesta aðsóknin verði á Þjóð- hátíðina í Vestmannaeyjum og á útihátíðina Eldborg. Samkvæmt upplýsingum frá mótshöldurum Eldborgar fór forsala miða á Eld- borgarhátíðina langt fram úr björtustu vonum en um 3200 mið- ar hafa verið seldir í forsölu á Vis- ir.is. Að sögn starfsmanns Bifreið- arstöðvar íslands, sem sjá um að selja pakkaferðir til Eyja með Herjólfi, er næstum uppselt í ferðir bæði fimmtudag og föstu- dag og mikið um fyrirspurnir um ferðir á Eldborgarhátíðina. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi íslands er uppselt í margar áætlaðar ferðir til Vest- FRÁ ÞJÓÐHÁTÍÐ f EYJUM Telja má nokkuð Ijós að mesta aðsóknin verði til Eyja og á Eldborg. mannaeyja en að sögn talsmanns skylduhátíðin Ein með öllu verður Flugfélagsins hefur mikið verið haldin og stöðug aukning sé á pantað til Akureyrar þar sem fjöl- pöntunum á flugi til Egilsstaða. ■ Vestmannaeyjar: Fjórir handteknir lögreglumál Lögreglan í Vest- mannaeyjum handtók fjóra menn í fyrrinótt grunaða um fíkniefna- misferli. Við húsleit fundust hjá mönnunum nítján e-töflur, eitt gramm af amfetamíni, tvö grömm af hassi og ýmis áhöld til fíkni- efnaneyslu. Einnig fundust við sömu húsleit vopn og má þar telja rafmagnskylfu, byssur, hnífa og sverð. Að sögn talsmanns lögreglunn- ar voru gerðar tvær húsleitir þessa sömu nótt í kjölfar undan- genginnar rannsóknar á mönnun- um. Þrír þeirra gista nú fanga- geymslur lögreglunnar og bíða þess að verða yfirheyrðii’. Talsverður ófriður var í Eyjum í fyrrinótt en mikið var um ölvun og óspektir. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.